Bestu myndir ársins 2018

[cs_text]Löngum hefur tíðkast að „gera upp“ kvikmyndaárið í listaformi – hvað stendur upp úr þegar litið er um öxl? Var þetta gott bíóár? – og margir fjölmiðlar eiga þennan hátt sameiginlegan. Að slíkum listum er þó staðið með ólíkum hætti. Íslensk dagblöð hafa til að mynda löngum haft þá reglu að birta slíka lista, þótt nokkuð hafi dregið úr á þeim bænum þegar að kvikmyndaumfjöllun kemur, og er þar ekki óalgengt að kvikmyndagagnrýnandi eða gagnrýnendur blaðsins dragi upp sína persónulegu lista yfir helstu tinda og ris kvikmyndaársins. Önnur aðferð er að kalla til álitsgjafa og vinna „allsherjarlista“ úr framlagi ólíkra einstaklinga, jafnan þá með stigagjöf af einhverju tagi sem gagnavinnsluaðferð. Kvikmyndafræði Háskóla Íslands ákvað að fara þessa leið í ár, leita til álitsgjafa og leiða niðurstöður þeirra saman í lista yfir það sem mætti þá kalla bestu myndir ársins.

Álitsgjafarnir spanna vítt bil í menningarlandslaginu, og var það einmitt ætlunin. Nokkrir kvikmyndafræðingar úr háskólasamfélaginu og utan þess voru spurðir álits, sama um þá kvikmyndagagnrýnendur sem mest hafa látið að sér kveða á árinu og hafa borið af öðrum þegar að málefnalegri umfjöllun um kvikmyndir kemur. Þá var falast eftir skoðunum kvikmyndainnkaupastjóra sérverslunar í Reykjavík en einnig frá landsþekktum kvikmyndaáhugamönnum. Ráðgjafar var leitað hjá fagfólki innan kvikmyndageirans, ekki síst hjá þeim sem látið hafa í ljós skoðanir á kvikmyndamenningunni í „rauntíma“, eða eins og henni hefur undið fram á liðnum mánuðum, og þótt ræða megi um „hlutleysi“ í slíkum tilvikum skiptir það meginmáli að viðkomandi ummælendur eru jafnframt sanntrúaðir kvikmyndaunnendur. Ekki var síður forvitnilegt að leita álits hjá öðru menningarfólki, einstaklingum sem fylgjast með kvikmyndum af áhuga en jafnframt í samhengi við hræringar á öðrum sviðum menningarinnar.

Útkoman er sannarlega forvitnileg. Álitsgjafar voru inntir eftir fimm mynda lista, sem á væri raðað í sæti, og stig gefin í kjölfarið. Útkoma stigagjafarinnar endurspeglast í listanum hér að neðan yfir tíu mikilvægustu myndir ársins en ekki er síður forvitnilegt að skoða einstök framlög, því þótt vissulega séu „úrslitin“ skýr er strengurinn sem rekja má í gegnum listana jafnframt hlykkjóttur. Fjöldi athyglisverðra mynda er ekki tryggðu sér sæti á heildarlistanum er nefndur á nafn, og lítill vafi leikur á því að þar er að finna fjölmargar prýðisgóðar hugmyndir að jólaáhorfi – að viðbættri þeirri augljósu sæmdarkröfu að fólk hafi kynnt sér allar þær myndir er finna má á heildræna topp–tíu listanum. En með þetta í huga eru einkalistar álitsgjafa birtir fyrir neðan heildarlistann. Í raun þarf að skoða þá til viðbótar við heildarlistann til að breidd þessarar könnunar um myndir ársins birtist í skýru og greinagóðu ljósi.

Rétt er að víkja, undir lokin, að reglum þeim er álitsgjöfum voru settar við valið. Þær voru í raun einfaldar. Allar myndir koma til greina er frumsýndar voru einhvers staðar í heiminum á þessu ári (frá New York til Peking), sama með hvaða hætti (í kvikmyndahúsi eða á Netflix, VOD-i símafyrirtækjanna, skiptir ekki máli). Einnig koma til greina þær kvikmyndir sem frumsýndar voru erlendis í fyrra (2017) en hér á landi í ár (2018). Inn í það mengi falla til dæmis sumar Óskarsverðlaunamyndir síðasta árs, sem og myndir sem vöktu athygli á Cannes vorið 2017, en voru teknar til sýninga hérlendis á fyrri hluta þessa árs. Dreifingartímabil kvikmynda nær auðvitað, og hefur alltaf gert, yfir nokkurt skeið, og ekki er hægt að horfa framhjá örlítilli „flugþreytu“ af þeim sökum.

Samkvæmt álitsgjöfum kvikmyndafræði Háskóla Íslands eru eftirfarandi myndir þær bestu árið 2018.

10. Annihilation – Alex Garland

Loftsteinn lendir í mýri í Bandaríkjunum og myndar út frá sér gagnsæjan hjúp sem stækkar hægt og bítandi. Þegar hermaðurinn Kane (Oscar Isaac) snýr veikur heim til konu sinnar, Lenu (Natalie Portman), eftir dvöl í hjúpnum ákveður hún að fara þangað sjálf ásamt fjórum öðrum konum í von um að finna lækningu fyrir hann. Það hefur þó aðeins einn maður átt afturkvæmt úr martraðarkenndum veruleika hjúpsins og það er Kane sjálfur. Annihilation átti upphaflega að vera sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim en þegar framleiðendur sáu myndina fannst þeim breytinga vera þörf. Garland gaf sig hins vegar ekki og fékk framleiðandann Scott Rudin til liðs við sig, en sá síðarnefndi hafði hinn mikilvæga klippirétt, og stóð hann með Garland gegn stúdíókerfinu sem vildi breyta bæði persónunum og endalokunum. Fór svo að myndinni var einungis dreift í kvikmyndahús í Bandaríkjunum en Netflix sá síðar um að gera myndina aðgengilega á alþjóðavísu. Því fylgir mikill missir þar sem flatskjáum tekst svo sannarlega ekki að endurskapa töfra breiðtjaldsins. Ógnvænleiki „glitursins“ (e. Shimmer) minnkar samhliða því að merkingarmiðuð smáatriði hverfa inn í heildarmyndina. Líkt og í Ex Machina (2014), fyrri mynd Garlands, hefst frásögnin án mikils undirbúnings en síðar er fyllt í eyður hennar með endurlitum. Kvikmyndin er aðlöguð af Garland sjálfum úr fyrstu bókinni um Suðurjaðarinn (e. Southern Reach), þríleik eftir Jeff VanderMeer. Garland á jafnframt rætur að rekja til bókmennta eftir að hafa stigið fram á sviðið með metsölubókinni The Beach (sem þýdd var á íslensku árið 2000 af Birni Þór Vilhjálmssyni). Það er þessi bakgrunnur sem gerir Garland forvitnilegan þar sem myndir hans eru stútfullar af tæknibrellum en hann sjálfur einblínir hinsvegar meira á persónurnar. Í hans augum er hið skrifaða orð mikilvægara en innihaldslausir tölvufimleikar. Persónur Garlands þurfa að horfast í augu við aðstæður sem þær ráða ekki við og er Annihilation þar engin undantekning. Hún fjallar hins vegar ekki um þrautseigju mannsandans andspænis einhverju sem höfundur hefur fyrir fram ákveðið að sé hægt að sigra heldur um það hvernig fólk bregst við þegar það veit að það er sigrað. Í stuttu máli sagt þá eru engir Fáfnisbanar í heimi Garlands.

(úr umfjöllun Vilhjálms Ólafssonar um myndina fyrir Engar stjörnur)

9. Mandy – Panos Cosmatos

Velta má vöngum yfir því hvort hægt sé að gera költmynd viljandi, eða hvort skilgreiningarvaldið sé alfarið í höndum áhorfenda. Jim Hosking og kvikmynd hans, The Greasy Strangler frá árinu 2016, renna stoðum undir þá skoðun að með markvissri og útpældri skoðun á hugðarefnum költfríka, jaðarmyndabaróna og sóðasérfræðinga, og þeim vondleikadyggðum sem innan þeirra raða er haldið á lofti, sé hægt að smíða verk sem fellur slíkum áhorfendum í geð með sama hætti og flugvélamódel er sett saman. Svo eru það auðvitað hin sönnu klassísku verk költsins, myndir á borð við The Room (2003) eftir Tommy Wiseau, en sú mynd er gerð jöfnum höndum af engiltærri einlægni, hugdirfsku ljónsins og yfirmáta fjölbreytilegu hæfileikaleysi, vanhæfni sem er kraftbirtingarhljómur guðdómsins ekki síður en Bach, Joyce og Kubrick. Mandy eftir Panos Cosmatos var í öllu falli fagnað sem költklassík um leið og hún kom út og svipar auðvitað miklu frekar til myndar Jim Hosking en Wiseau, þetta er Hosking í bland við snemmþungarokkshryllinginn sem Guillermo del Toro sendi frá sér um árþúsundamótin (má þar sérstaklega benda til The Devil’s Backbone, 2001), með dassi af keðjusagamorðmyndafílíng. En það sem Mandy hefur fram yfir alla forverana og áhrifavalda er auðvitað nærvera ofsaleikarans og sprengistjörnunnar Nicolas Cage, sem hér fer alveg upp í ellefu, sem er auðvitað eins og við viljum hafa hann.

8. Hamingjusamur eins og Lazzaro (Lazzaro felice / Happy as Lazzaro) – Alice Rohrwacher

Hamingjusamur eins og Lazzaro er þriðja leikna frásagnarmynd ítalska leikstjórans Alice Rohrwacher, sem jafnframt skrifar handritið, en fyrir það hlaut hún handritsverðlaunin í Cannes síðastliðið vor. Hér er um forvitnilega kvikmynd að ræða og býsna óvenjulega þótt hún raði sér einnig með sýnilegum og örlítið hefðbundnum hætti í flokk evrópskra samtímalistamynda. Skökk og skemmtilega bjöguð veruleikasýn myndarinnar og undiralda myrkrar kímni minnir dálítið á verk gríska leikstjórans Yorgos Lanthimos meðan efnistökin skírskota til sumra verka Lars Von Trier. Rohrwacher fer þó mildari höndum um persónur sínar en áðurnefndir leikstjórar. […] Og mitt í straumnum flýtur svo titilpersónan Lazzaro, Jesúsgervingur og einfeldningur, sá sem öllum vill vel. Og auðvitað rúmast hann illa í veruleikanum og samtímanum – örlög píslarvotta eru að fórna sér og það gerir Lazzaro. En myndin svarar ekki fyrir um tilgang fórnarinnar – eða tilgang Lazzaros í heiminum – umfram það að við vitum auðvitað að fórnin er færð fyrir okkur hin.

(úr umfjöllun Björns Þórs Vilhjálmssonar um myndina fyrir Hugrás)

7. Springsteen on Broadway – Thom Zimny

Bruce Springsteen er auðvitað goðsögn í rokkinu og tilheyrir fámennum hópi sem lagt hefur dægurmenninguna að fótum sér. Springsteen hefur ætið verið þekktur fyrir þróttmikið tónleikahald og með hljómsveit sinni, The E–Street Band, hefur hann starfað með hléum nær jafnlengi og hann hefur gefið út plötur. Springsteen on Broadway sýnir hins vegar allt aðra hlið á „Stjóranum“, en síðla árs 2017 söðlaði rokkgoðið um og hóf einmenningssýningu á Broadway, í litlu leikhúsi, þar sem hann ræðir farinn veg, veltir vöngum og spekúlerar, allt í bland við flutning á völdum lögum er spanna ferilinn. Lögin eru sett í samhengi við lífshlaupið, oft er hætt í miðjum klíðum til að spjalla og leggja út af þeim áður en haldið er áfram, en sýningin öll er um tveggja og hálfrar klukkustunda löng. Handrit er að sýningunni, sem þannig fellur undir leikhússkilgreininguna á sýningu (en þannig var verkið jafnframt gjaldgengt fyrir Toni leikhúsverðlaunin sem veitt eru árlega í New York, og hlaut sýningin slík verðlaun í fyrra), enda byggir Springsteen efniviðinn að miklu leyti á nýlegri sjálfsævisögu sinni, Born to Run (2016). Daginn eftir síðustu sýninguna í Walter Kerr leikhúsinu, þann fimmtánda desember sl., frumsýndi streymisveitan Netflix samnefnda kvikmynd í leikstjórn Thom Zimny er tekin hafði verið upp á tveimur kvöldum í sumar.

6. Kalt stríð (Zimna wojna / Cold War) – Pawel Pawlikowski

Pólska myndin Kalt stríð í leikstjórn Pawel Pawlikowski – en mynd hans, Ida, hlaut Óskarsverðlaunin sem besta erlenda myndin árið 2013 – er stórbrotin ástarsaga þar sem kalda stríðið, sem birtist frá aðkrepptu sjónarhorni hinnar kúgandi samfélagsgerðar í austri, myndar bakgrunninn fyrir nútímalega endursögn á leikritinu um Rómeó og Júlíu. Pawlikowski nýtir sér sögulega bakgrunninn til að sviðsetja röð af vinjettum. Ein á sér t.d. stað innan raða ríkisrekins söng- og dansflokks er byggir á úrvinnslu á alþýðuhefðum en starfið allt er skrumskælt af dýrkun Stalíntímabilsins á hinum stritandi stéttum. Það er í þessum dans– og söngflokki sem Zula (Joanna Kulig) og Wiktor (Tomasz Kot) hittast fyrst og fella hugi saman, en ástarsamband þeirra er þyrnum stráð um leið og það myndar staksteinana er þau þræða í gegnum kalt stríð sögunnar og titilsins. Kalt stríð er ljúfsár mynd sem krefst þess af áhorfendum að þeir láti sannfærast af veruleika sannrar og skilyrðislausrar rómantískrar ástar, þeirrar tegundar af ást er kvikmyndir stúdíótímabilsins í Hollywood gerðu ítrekað skil (og til þeirra vísar akademíuhlutfall myndflatarins meðal annars), og sé gengist inn á þessa forsendu myndarinnar er framvindan töfrum líkust, en sé henni hafnað er jafnljóst að söguþráðurinn kemur ekki til með að ganga fullkomlega upp. Pawlikowski er stílisti fram í fingurgóma, myndin kemur stöðugt á óvart með sjónrænum áherslum og lausnum, og fumlaus stígandinn afhjúpar að lokum mannlegan fórnarkostnað valdabrölts og óstjórnar stórveldanna.

5. Sorry to Bother You – Boots Riley

Sorry To Bother You fékk fljótt á sig orð fyrir að vera ein af róttækustu myndum sem frá Hollywood hafa komið um langt skeið; að myndin væri and-kapítalísk á máta sem sjaldgæft er að sjá í kvikmyndum vestan hafs. Það kemur líka á daginn. Hugmyndafræðilega séð er Sorry to Bother You róttæklingamynd af gamla skólanum meðan umgjörðin og sjónræn framsetning eru framúrstefnulegar og súrralískar á máta sem minna jafnvel á Buñuel. Segir hér frá Cassius „Cash“ Green (Lakeith Stanfield) sem er við það að enda á götunni þegar hann fær vinnu sem símasölumaður í eilítið grunsamlegu stórfyrirtæki. Grunnlaun eru ekki í boði heldur byggist umbunin eingöngu á söluprósentum. Áður en langt um líður uppgötvar Cash að til þess að rísa í metorðastiga fyrirtækisins og upplifa „bandaríska drauminn“ þarf hann að skilja við sína náttúrulegu rödd og notast við „hvítu“ röddina. Hér er ekki átt við einhverja hermikrákulist heldur þarf hann að beina ákveðnum samfélagsskilningi inn í rödd sína – hann þarf að hljóma eins og maður sem engar verulegar áhyggjur hefur af afkomu sinni og er handviss um þjóðfélagsstöðu sína, og þar af leiðandi öruggur um sjálfan sig. Útlit kvikmyndarinnar fangar með mikilli nákvæmni þrúgandi andrúmsloft aðkrepptra vinnustaða meðan Cash er ennþá lágt settur í fyrirtækinu og er að byrja vegferð sína. Fagurfræðin endurspeglar svo með gríðarlega útsjónarsömum hætti metorðastigaris hans hjá fyrirtækinu, leikmyndin tekur umskiptum og ná þau umskipti hápunkti í veislu hjá frumkvöðli WorryFree (Armie Hammer). Þá virðist hugmyndaauðginni á köflum engin takmörk vera sett og Riley stígur út fyrir mörk veruleikans ítrekað og með sífellt framúrstefnulegri hætti – má þar nefna ýmsa leyndardóma innviða stórfyrirtækisins sem Cash vinnur fyrir. Rétt er þó að halda til haga að Sorry to Bother You er samt sem áður grínmynd. Með því að stilla eðliseiginleikum kapítalismans upp andspænis hugmyndinni um bandaríska drauminn verður til kraftmikil mótsögn sem knýr myndina með svörtum húmor.

(úr umfjöllun Jónasar Haux um myndina fyrir Engar stjörnur)

4. Suspiria – Luca Guadagnino

Ítalski hryllingsleikstjórinn Dario Argento átti skeið á ferlinum sem var eiginlega engu líkt, eða frá útkomu Fuglsins með kristalsfjaðrirnar (L’uccello dalle piume di cristallo / The Bird With the Crystal Plumage) árið 1970 til Tenebre árið 1982. Fyrri myndin ýtti úr vör gullaldarskeiði „giallo“–greinarinnar og sú síðari má segja að hafi átt lokaorðin um þá sömu sjönru. En á milli þessara tveggja gerði Argento jafnframt Suspiria (1977), eina fallegustu og ógnvænlegustu hryllingsmynd allra tíma. Að ráðast í endurgerð hennar hlaut ávallt að teljast vandasamt verkefni, jafnvel varhugavert, en leikstjórinn og samlandi Argento, Luca Guadagnino, fer blessunarlega allt aðrar leiðir en Argento, bæði sjónrænt og hvað frásagnarframvinduna varðar. Í stað dulmagnaðs litrófs fyrri myndarinnar blasir mött og dempuð Berlínarborg við áhorfendum og þar sem Argento lagði áherslu á einfaldleika ævintýrisins eða goðsagnarinnar fer Guadagnino þá leið að hlaða eins miklum frásagnarlegum farangri inn í myndina og mögulegt er, enda er hún býsna útblásin, telur um tvær og hálfa klukkustund meðan forverinn var kaldhamraður klukkutími og hálfur. Seiðmagnaðri leikkona en Tilda Swinton er auðvitað vandfundin á hvítu tjaldi samtímans og fær hún sannarlega að njóta sín í nýju útgáfunni. En þótt Guadagnino fari eins og áður segir aðrar sjónrænar leiðir en Argento er hin nýja Suspiria engu að síður veisla fyrir augað og státar af einhverjum mögnuðustu birtingarmyndum á nútímadansi sem sést hafa í samtímakvikmyndagerð.

3. Kona fer í stríð – Benedikt Erlingsson

Ef íslensk kvikmyndagerð hefur verið að mestu ópólitísk, sem raunar er ekki spurning, íslensk kvikmyndagerð hefur verið á harðahlaupum undan álitamálum sinnar samtíðar allt frá upphafi, þá breyttist það í ár með útkomu nokkurra mynda er sannarlega lögðu til atlögu við knýjandi málefni og stórar og flóknar spurningar. Kona fer í stríð er þar skýrasta dæmið en myndin gerir yfirstandandi og síversnandi loftslagsvá af mannavöldum að umfjöllunarefni. Einörð afstaða er þar tekin enda þótt umgjörð myndarinnar sé jafnframt sniðin að ákveðnum afþreyingarhefðum en galdurinn felst auðvitað í því hversu haganlega þessir tveir fletir myndarinnar eru hnýttir saman, pólitíska boðunin og skemmtanagildið. Benedikt Erlingsson, sem jafnframt skrifar handritið ásamt Ólafi Egilssyni, leikstýrir hér sinni annarri kvikmynd og þótt frumraunin, Hross í oss (2013), hafi gengið vel á alþjóðavettvangi er hann kominn á annað plan með Kona fer í stríð, og vel er hægt að ímynda sér að myndin bæði fari víðar og gangi betur en dæmi eru um í íslenskri kvikmyndasögu.

2. Kærleiksþrot (Nelyubov / Loveless) – Andrey Zvyagintsev

Rússneska kvikmyndin Kærleiksþrot eftir Andrey Zvyagintsev afhjúpar sjálfhverfu og tilfinningadoða þjóðarinnar gagnvart grunnstoðum samfélagsins á miskunnarlausan hátt. Áhorfendur skyggnast inn í líf hjóna, Zhenyu (Mariana Spivak) og Boris (Aleksey Rozin), sem eru að ganga í gegnum hatramman skilnað, og áhrifin sem það hefur á tilfinningalíf sonar þeirra, Alexey (Matvey Novikov). Þótt ótrúlegt megi virðast huga foreldrarnir ekki með nokkrum hætti að Alexey, engar skýringar eru gefnar og í raun haga þau sér eins og hann sé ekki til. Veruleiki hans einkennist því af gríðarlegri óvissu og tómlæti. Skýrist það að hluta af því að báðir hafa foreldrarnir fundið nýjan maka og það eru framtíðaráform þeirra sjálfra og langanir sem eiga hug þeirra allan. Faðirinn hefur kynnst yngri konu og á von á barni með henni á meðan móðirin er komin með efnaðan eldri mann upp á arminn. Tilvist Alexey hangir í lausu lofti þar sem enginn sýnir honum áhuga né nokkurskonar fullvissu um öryggi. Hann virðist álíta að hann hafi engu að tapa og ákveður því að strjúka að heiman. Enginn elskar hann og hann hverfur í tómið.

(úr umfjöllun Snævars Berglindar–Valsteinssonar um myndina fyrir Engar stjörnur)

1. Roma – Alfonso Cuarón

Eftir að hafa notið mikillar velgengni í Hollywood – m.a. hlotið Óskarsverðlaun sem besti leikstjóri fyrir Gravity (2013) – snýr Alfonso Cuarón aftur til heimalands síns, Mexíkó, í sinni nýjustu mynd, Roma. Þar lítur leikstjórinn jafnframt um öxl til æskuáranna og æskuheimilisins í Mexíkóborg á öndverðum áttunda áratug liðinnar aldar, en Cuarón hefur látið hafa eftir sér að myndin sé um margt sjálfsævisöguleg. Það er þó ekki yngri útgáfan af honum sjálfum sem hér er í forgrunni heldur segir myndin sögu sem hverfist um líf og örlög  þjónustustúlku á heimili efrimillistéttar góðborgara – en ku þó leikstjórinn byggja þar á fyrirmynd og hliðstæðri heimilishjálp af sínu bernskuheimili. Með hlutverk þjónustustúlkunnar Cleo fer Yalitza Aparicio sem mikið lof hefur hlotið fyrir frammistöðu sína, en hún hafði ekki áður leikið í kvikmynd. Myndin er tekin í svarthvítu og í breiðtjaldshlutfalli og raunar er tæknivinnan við myndina og öll umgjörð hennar stórbrotin, þótt sögusviðið sé einkarýmið og stórum hluta frásagnarinnar vindi fram innan veggja heimilisins. Í hljóðblöndun myndarinnar felst til dæmis nær fordæmalaus hagnýting á möguleikum Dolby Atmos kerfisins, en Cuarón lagði einmitt áherslu á að kvikmyndahúsadreifing myndarinnar miðaðist sem mest við sali er byðu upp á hið nýja Atmos kerfi. Vert er að minnast sérstaklega á kvikmyndahúsadreifingu myndarinnar vegna þess að athygli vekur að Roma er framleidd af sjónvarpsstreymisveitunni Netflix. Roma er jafnframt skýrasta sýnidæmið hingað til um að Netflix hyggist rjúfa og umbreyta hefðbundnum kvikmyndaframleiðslumódelum en myndin fékk aðeins takmarkaða dreifingu í kvikmyndahús, um viku gluggi var búinn til á heimsvísu, áður en hún birtist sem valmöguleiki í sjónvörpum áskrifenda um víða veröld.

Álitsgjafar

Ásgeir H. Ingólfsson (skáld og menningarblaðamaður)

  1. Eldfjall (Vulkan / Volcano) – Roman Bondarchuk
  2. River’s Edge – Isao Yukisada
  3. Lady Bird – Greta Gerwig
  4. Útey 22. júlí (Utøya 22. juli) – Erik Poppe
  5. Kona fer í stríð – Benedikt Erlingsson

Ásgrímur Sverrisson (kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri)

  1. The Shape of Water – Guillermo del Toro
  2. Coco – Lee Unkrich og Adrian Molina
  3. BlackkKlansman – Spike Lee
  4. Kærleiksþrot (Nelyubov / Loveless) – Andrey Zvyagintsev
  5. Molly’s Game – Aaron Sorkin

Bjarni Randver Sigurvinsson (guðfræðingur og trúarbragðafræðingur)

  1. Kærleiksþrot (Nelyubov / Loveless) – Andrey Zvyagintsev
  2. The Other Side of the Wind – Orson Welles
  3. Disobedience – Sebastián Lelio
  4. Revenge – Coralie Fargeat
  5. Hereditary – Ari Aster

Björn Þór Vilhjálmsson (greinarformaður kvikmyndafræði HÍ)

  1. Kærleiksþrot (Nelyubov / Loveless) – Andrey Zvyagintsev
  2. Springsteen on Broadway – Thom Zimny
  3. Sorry to Bother You – Boots Riley
  4. Hamingjusamur eins og Lazzaro (Lazzaro felice / Happy as Lazzaro) – Alice Rohrwacher
  5. Sólarlag (Napszállta / Sunset) – László Nemes

Brynja Hjálmsdóttir (kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins)

  1. Hamingjusamur eins og Lazzaro (Lazzaro felice / Happy as Lazzaro) – Alice Rohrwacher
  2. Suspiria – Luca Guadagnino
  3. Kona fer í stríð – Benedikt Erlingsson
  4. Mild vera (Krotkaya / A Gentle Creature) – Sergey Loznitsa
  5. Roma – Alfonso Cuarón

Erlingur Óttar Thoroddsen (kvikmyndagerðarmaður)

  1. Suspiria – Luca Guadagnino
  2. Annihilation – Alex Garland
  3. The Favorite – Yorgos Lanthimos
  4. Hereditary – Ari Aster
  5. A Simple Favor – Paul Feig

Guðrún Elsa Bragadóttir (doktorsnemi og kennari)

  1. A Star is Born – Bradley Cooper
  2. Sorry to Bother You – Boots Riley
  3. Kona fer í stríð – Benedikt Erlingsson
  4. Kærleiksþrot (Nelyubov / Loveless) – Andrey Zvyagintsev
  5. Springsteen on Broadway – Thom Zimny

Gunnar Tómas Kristófersson (doktorsnemi og kennari við Háskóla Íslands)

  1. Andið eðlilega – Ísold Uggadóttir
  2. Kona fer í stríð – Benedikt Erlingsson
  3. Lof mér að falla – Baldvin Z
  4. Private Life – Tamara Jenkins
  5. Paddington 2 – Paul King

Hlín Agnarsdóttir (rithöfundur og leikstjóri)

  1. Mæri (Gräns / Border) –Ali Abbasi
  2. Roma – Alfonso Cuarón
  3. Kalt stríð (Zimna wojna / Cold War) – Pawel Pawlikowski
  4. Fantastic Woman (Chile) – Sebastián Lelio
  5. Kona fer í stríð – Benedikt Erlingsson

Kamilla Einarsdóttir (drykkfelldur bókvörður og rithöfundur)

  1. Mandy – Panos Cosmatos
  2. Suspiria – Luca Guadagnino
  3. Climax – Gaspar Noé
  4. Mæri (Gräns / Border) –Ali Abbasi
  5. Ready Player One – Steven Spielberg

Kjartan Már Ómarsson (doktorsnemi og kennari við Háskóla Íslands)

  1. Springsteen on Broadway – Thom Zimny
  2. Annihilation – Alex Garland
  3. Kærleiksþrot (Nelyubov / Loveless) – Andrey Zvyagintsev
  4.  Hamingjusamur eins og Lazzaro
    (Lazzaro felice / Happy as Lazzaro) – Alice Rohrwacher
  5. Kona fer í stríð – Benedikt Erlingsson

Nína Richter (menningarrýnir á RÚV)

  1. You Were Never Really Here – Lynne Ramsay
  2. Sorry to Bother You – Boots Riley
  3. A Star is Born – Bradley Cooper
  4. BlacKkKlansman – Spike Lee
  5. The Sisters Brothers – Jacques Audiard

Oddný Sen (kvikmyndafræðingur og verkefnastjóri kvikmyndafræðslu hjá Bíó Paradís)

  1. Roma – Alfonso Cuarón
  2. Burning – Lee Chang-Dong
  3. Kalt stríð (Zimna wojna / Cold War) – Pawel Pawlikowski
  4. First Reformed – Paul Schrader
  5. Leave No Trace – Debra Granik.

Robert Ingi Douglas (kvikmyndaleikstjóri)

  1. First Reformed – Paul Schrader
  2. Whitney – Kevin MacDonald
  3. Jia Nian Hua – Vivian Qu
  4. The Ballad of Buster Scruggs – Coen bræður
  5. Elvis Presley: The Searcher – Thom Zimny

Sigríður Pétursdóttir (kvikmyndafræðingur)

  1. Roma – Alfonso Cuarón
  2. Girl – Lukas Dhont
  3. The Favourite – Yargos Lanthimos
  4. If Beale Street Could Talk – Barry Jenkins
  5. In Fabric – Peter Strickland

Steinunn Inga Óttarsdóttir (bókmenntagagnrýnandi á RÚV og Kvennablaðinu)

  1. Óþekkti hermaðurinn (Tuntematon sotilas / Unknown Soldier) – Aku Louhimies
  2. Mandy – Panos Cosmatos
  3. Roma – Alfonso Cuarón
  4. Bad Times at the El Royale – Drew Goddard
  5. Andið eðlilega – Ísold Uggadóttir

Þórir Snær Sigurjónsson (kvikmyndaframleiðandi)

  1. Roma – Alfonso Cuarón
  2. Kalt stríð (Zimna wojna / Cold War) – Pawel Pawlikowski
  3. The Rider – Chloé Zhao
  4. Capernaum – Nadine Labaki
  5. The Ballad of Buster Scruggs – Coen bræður
[/cs_text]
Um höfundinn
Björn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson er dósent í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði. Sérsvið hans eru skörun og samræða kvikmynda og bókmennta, tækni og menning, nýmiðlar af ýmsum toga, og íslensk kvikmyndasaga. Sjá nánar

[cs_text][fblike][/cs_text]

Deila

sabung ayam online


judi bola online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


demo slot mahjong ways 2


sabung ayam online


slotoppo88 scatter hitam


sabung ayam online


sabung ayam online


Sabung Ayam Online


Agen Casino


scatter hitam Mahjong ways 2


Scatter Hitam


slot gacor


mahjong ways 2


Slotoppo hadirkan scatter hitam gacor terbaru


slotoppo


sabung ayam online bocahgacor


sabung ayam online


Judi Bola


Slotoppo


SLOTBOM Slot Gacor Gampang Menang Jackpot.


SLOTBOM Situs Pola Scatter Mahjong Ways Paling Gacor di Indonesia.


SLOTBOM Situs Slot Online Paling Gacor Gampang Scatter Mahjong Ways.


SLOTBOM Slot Gacor Gampang Menang Jackpot.


SLOTBOM Situs Pola Scatter Mahjong Ways Paling Gacor di Indonesia.


sbobet88 agen judi bola online


sabung ayam online


sabung ayam online


Judi Bola Online


SLOTOPPO88 AGEN SABUNG AYAM SV388 RESMI


SLOTBOM Situs Slot Online Paling Gacor Gampang Scatter Mahjong Ways.


slotoppo88 portal slot online terpercaya di Indonesia


SLOTBOM77 penyedia permainan slot online resmi


SLOTOPPO88 slot online terpercaya


sabung ayam online


SLOTBOM77 situs selot online terpercaya dan resmi


Slotbom Hadir dengan Slot Gacor Gampang Menang Jackpot. Link Resmi slotbom.net ini akan sangat membantu para member setia untuk akses alternatif terbaik ke Slotbom.


SLOTOPPO Situs Sabung Ayam Online SV388 Online 24 jam Terpercaya


SBOBET88 : Login SBOBET Mobile Melalui Link Alternatif SBOBET WAP Agen SBOBET Terpercaya


Borong Rp220 Juta Wild Bandito

Raih Rp180 Juta Gates of Olympus

Cuan Rp250 Juta Sweet Bonanza XMas

Kaya Mendadak Starlight Princess

Panen Rp195 Juta Aztec Gems

Tembus Rp210 Juta Sugar Rush

Auto Sultan Rp230 Juta Scatter Naga Merah

Pecah Rekor Rp175 Juta Wild Bandito

Panen Cuan Gates of Olympus

Dapat Rp190 Juta Sweet Bonanza XMas

Auto Kaya Starlight Princess

Menang Rp200 Juta Aztec Gems

Panen Rp240 Juta Sugar Rush

Raup Rp260 Juta Scatter Naga Merah

Pecah Rp185 Juta Wild Bandito

Jackpot Rp215 Juta Gates of Olympus

Borong Rp225 Juta Sweet Bonanza XMas

Hoki Besar Starlight Princess

Dapat Rp205 Juta Aztec Gems

Kaya Mendadak Sugar Rush

Menang Rp210 Juta Wild Bandito

Auto Kaya Scatter Naga Merah

Gates of Olympus Bikin Ayu Makassar Cuan Besar

Sweet Bonanza XMas Jadikan Bima Jogja Raih Rp180 Juta

Starlight Princess Hantarkan Dedi Bali Pecah Rekor

Aztec Gems Buat Nisa Pontianak Panen Rp200 Juta

Sugar Rush Jadi Jalan Fajar Pekanbaru

Lani Samarinda Usai Menang Wild Bandito

Pola Scatter Naga Merah

Tembus Rp195 Juta Berkat Gates of Olympus

Sweet Bonanza XMas Antar Hasan Aceh Pecah Rekor

Starlight Princess Jadi Kunci

Aztec Gems Bikin Irfan Balikpapan Kaya Mendadak

Cairkan Rp220 Juta Sugar Rush

Bongkar Pola Wild Bandito

Panen Besar Scatter Naga Merah

Jackpot Gates of Olympus

Auto Tajir Sweet Bonanza XMas

Starlight Princess Bikin Andi Palembang Kaya Raya

Aztec Gems Bawa Sari Banjarmasin Jadi Bintang

news

news8

news18

news28

news38

news48

news58

news68

news78

news88

news98

news108

news118

news128

news138

news148

news158

news168

news178

news188

news

news8

news18

news28

news38

news48

news58

news68

news78

news88

Data Kemenangan Harian Panduan Membaca Pola Main Lebih Akurat

Winrate Tinggi Terbaru dan Cara Memanfaatkannya di Casino Online

Cuan Fantastis Malam Ini Bisa Diraih Lewat Tips Manajemen Modal

Rekor Jackpot Heboh dengan Strategi Bermain yang Lebih Efisien

Strategi Menang Konsisten untuk Pemula Agar Hasil Selalu Stabil

AI Analisis Pola Membantu Pemain Menentukan Waktu Spin Terbaik

Algoritma Prediksi Hoki Menjadi Kunci Kemenangan Berulang

Trik Spin Efisien untuk Hemat Modal dan Tetap Bawa Pulang Cuan

Pola Scatter Unik yang Sering Jadi Pemicu Bonus Besar

Cara Raih Maxwin dengan Pola Scatter Langka di Permainan Kasino

Cara Mudah Meningkatkan Winrate di Game Populer

Strategi Pemula untuk Mastering Permainan Kasino

Trik Tersembunyi di Permainan Lucky Neko

Cara Menggunakan Fitur Auto Spin dengan Bijak

Strategi Menang Besar di Permainan Kasino Online

Trik Menggunakan Fitur Bonus dengan Efektif

Cara Memanfaatkan Fitur Bonus dengan Bijak

Strategi Pemula untuk Menang Besar di Kasino

Cara Menggunakan Fitur Auto Play dengan Bijak

AI Membantu Meningkatkan Kemenangan di Permainan Kasino

Blockchain dan Trik Mendapatkan Jackpot

Cara Memaksimalkan Fitur Reward Menggunakan Data Analitik

5 Tips Jitu Menang Terus Menerus di Game Online

Strategi Pemula untuk Menguasai Kasino Online dengan AI

Trik Tersembunyi Meningkatkan Peluang Kemenangan di Era Digital

Cara Memanfaatkan Fitur Reward dengan Pintar dan Analitik

5 Pola Ampuh untuk Memenangkan Permainan Modern

Strategi Memaksimalkan Bonus di Kasino Online Tanpa Ribet

Trik Mudah Mendapatkan Kemenangan Terbesar dengan Algoritma

Panduan Lengkap Menang Besar di Permainan Terbaru

Tips Memilih Permainan Paling Menguntungkan di Era Game

Cara Memaksimalkan Fitur Reward dengan Teknologi

Strategi Pemula untuk Memenangkan Permainan Online dengan Pintar

Trik Tersembunyi Mendapatkan Kemenangan Jackpot di Era Modern

Cara Menggunakan Fitur Auto Play untuk Kemenangan Terjamin

5 Tips Jitu Memenangkan Permainan Kasino Online Terbaru

Strategi Ampuh Memenangkan Permainan Populer dengan Teknologi

Trik Mendapatkan Fitur Bonus Terbaik dengan Data

Cara Memilih Permainan Paling Menguntungkan dengan Inovasi

AI dan Strategi Maksimalkan Kemenangan di Kasino Online

Trik Tersembunyi Mendapatkan Jackpot dengan Data Analytics

Cara Cerdas Memanfaatkan Fitur Bonus dengan Teknologi

5 Tips Jitu Meningkatkan Peluang Kemenangan di Permainan Modern

Strategi Pemula untuk Memenangkan Permainan Kasino Tanpa Ribet

Trik Mendapatkan Kemenangan Terbesar dengan Inovasi

Cara Menggunakan Fitur Auto Play dengan Pintar dan Efektif

Strategi Ampuh Memenangkan Permainan Populer di Era Digital

Trik Mendapatkan Fitur Bonus Terbaik dengan Algoritma

Cara Memilih Permainan Paling Menguntungkan dengan Tips Terbaru

Trik Meningkatkan Peluang Jackpot di Permainan Modern

Strategi Terbaru Memenangkan Permainan Kasino dengan AI

Cara Memanfaatkan Fitur Rewards dengan Cerdas

5 Tips Jitu Mendapatkan Kemenangan Besar di Era Digital

Trik Tersembunyi Mendominasi Permainan Kasino

Strategi Pemula untuk Mendapatkan Kemenangan Maximal

Cara Menggunakan Auto Play dengan Pintar dan Efektif

Strategi Mengoptimalkan Fitur Bonus Terbaru

Trik Cerdas Meningkatkan Peluang Menang

Cara Pintar Memaksimalkan Peluang Jackpot

Raih Scatter Hitam

Mahjong Ways 2 Ubah Rp50 Ribu

Jackpot Mahjong Wins 3

Scatter Hitam 2 Kali Langsung Cairkan

Mahjong Ways 2 Modal Rp100 Ribu

Mahjong Wins 3 Raih Cuan

Scatter Hitam Dadakan Pecahkan Rekor

Mahjong Ways 2 Jackpot Rp22 Juta

Mahjong Wins 3 Spin Pendek

Scatter Hitam 3 Kali Berturut

Raih Cuan Mahjong Ways 2

Scatter Hitam Turun Pas Lagi Urus Pajak Warisan

Mahjong Wins 3 Bikin Heboh Grup WA Saat Bahas Kasus 200 Triliun

Spin Mahjong Ways 2 Auto Jackpot

Scatter Hitam Tiga Kali Saat Sidang Kelulusan & Ambil Ijazah

Mahjong Wins 3 Raih Jackpot Besar Usai Ramai Isu Shell PHK Karyawan

Mahjong Ways 2 Spin Malam Jadi Sorotan Saat Topik Nepal Viral

Scatter Hitam Hadir Pas Ramai Kasus SMPN1 Prabumulih Kepsek

Mahjong Wins 3 Spin Kilat Pecahkan Rekor di Tengah Isu 200 Triliun

Mahjong Ways 2 Jackpot Besar Saat Antar Penumpang Ojol