Thor Vilhjálmsson

In memoriam: Thor Vilhjálmsson

Thor Vilhjálmsson
Thor Vilhjálmsson, mynd eftir Örlyg Hnefill Örlygsson

[container] Thor Vilhjálmsson rithöfundur lést 2. mars síðastliðinn. Hann var áttatíu og fimm ára að aldri, en hann kvaddi skyndilega, sindrandi af lífi fram á síðasta dag, og maður taldi víst að hann ætti enn margt eftir ósagt og ógert. Hann skilur eftir sig stórbrotin skáldverk frá löngum og farsælum rithöfundarferli, verk sem sprottin eru af þeim miklu listgáfum sem Thor var gæddur. Verkanna munum við njóta um ókomna tíð, en sumar listirnar deyja með manninum og lifa þó í minningunni, til dæmis frjó samræðulist hans, eða ógleymanlegt (og að manni fannst stundum áhættusamt) flug í tækifærisræðum, eins og þeirri sem hann hélt þegar honum var veitt heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands 1. desember á liðnu ári. Hugrás birtir nú kafla úr upptöku frá heiðursdoktorshátíðinni, þar sem Thor flytur  þakkarræðu sína. Við þetta tækifæri hélt Ásdís Egilsdóttir erindi um skáldið sem má lesa hér. Einnig fylgir erindi sem sviðsforseti flutti í tilefni af heiðursdoktorsnafnbótum þeirra Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, Matthíasar Johannessens og Thors Vilhjálmssonar. [/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *