[cs_text]
Í Njálu er mikið um áhugaverð samskipti kynjanna. Hér er athygli beint að sambandi Hrúts Herjólfssonar og Gunnhildar, drottningar í Noregi, út frá hugmyndum um galdur.

Leikritið Njála í uppfærslu Borgarleikhússins hefur notið fádæma vinsælda og sýningar staðið yfir frá 30. desember 2015. 11. sýningarmánuður er nú nýhafinn og hefur aukasýningum verið bætt við fram í desember. Sú nýbreytni hefur verið höfð á fyrirkomulagi sýninga, að fræðimönnum og kennurum við Háskóla Íslands hefur verið boðið halda fyrirlestra um hinar ólíku hliðar Brennu-Njáls sögu fyrir sýningar og kynna þannig fyrir leikhúsgestum ýmis álitamál varðandi heim sögunnar og persónur. Ég heimsótti leikhúsgesti í þrígang af þessu tilefni og fjallaði um samskipti Hrúts og Gunnhildar út frá hugmyndum um galdur og hlutverk hans í miðaldabókmenntum.

[pullquote type=”right”]Það sem við uppgötvum þegar við lesum miðaldabókmenntirnar okkar, er að þær fjalla ekki endilega um fólk í fortíðinni, heldur hafa þær almennari skírskotun og vanalega fjalla þær einfaldlega um það að vera mannlegur[/pullquote]Að ætla sér að segja nokkur orð um Njálu, eða Brennu-Njáls sögu, er ekki einfalt mál og eðlilega koma upp í hugann ótal efnisatriði sem gaman væri að taka fyrir. Sagan er ekki einungis margþætt og efnismikil, heldur kemur hún inn á samfélagsleg málefni jafnt sem persónuleg, og líklegt er að mismunandi áherslur hafi höfðað með mismunandi hætti til fólks í gegnum aldirnar. Góðar bókmenntir gátu þannig lifað margar aldir og sígild verk á borð við Njálu tala til okkar enn þann dag í dag. Það sem við uppgötvum þegar við lesum miðaldabókmenntirnar okkar, er að þær fjalla ekki endilega um fólk í fortíðinni, heldur hafa þær almennari skírskotun og vanalega fjalla þær einfaldlega um það að vera mannlegur, um það að takast á við aðstæðurnar hverju sinni og glíma við sjálfan sig og aðra. Þess vegna getum við svo auðveldlega fundið okkur sjálf í söguhetjunum, og takist höfundi vel til, þá samsömum við okkur tilteknum söguhetjum og fylgjum þeim eftir söguna á enda, og sumir hafa kannski lent í því að „verða að“ söguhetju um stund – svo mikil getur hluttekningin orðið.

Samskipti kynjanna

Eitt af því sem getur verið gaman að skoða, í Njálu jafnt sem öðrum miðaldabókmenntum, eru samskipti kynjanna; hvað má og hvað má ekki í þeim efnum? Hvaða máli skiptir stétt og staða, og með hvaða hætti vísa samskipti kynjanna til laga, reglna, siðferðis og hugmynda í samfélaginu sjálfu. Og út frá hvaða forsendum er fjallað um samskipti kynjanna? Í Njálu liggur kannski beinast við að skoða samskipti Gunnars og Hallgerðar, nú eða Njáls og Bergþóru, en við skulum þó líta fram hjá þeim og beina athyglinni að samskiptum Hrúts Herjólfssonar og Gunnhildar, drottningar í Noregi. Mig langar til að skoða þau örlítið nánar út frá hugmyndum um galdur.

Við hefjum sögu þar sem Hrútur er staddur í Noregi, þar sem hann fær boð um að koma til Gunnhildar drottningar og þiggja af henni vináttu. Eftir að Hrútur hefur heilsað upp á kónginn, er honum boðið til húsa drottningar, og þar bíður hann hennar. Áður en Gunnhildur gengur sjálf í höll sína, fær Hrútur ráð frá Ögmundi, sveini drottningar sem segir:

„Nú mun það sannast er eg sagði þér frá Gunnhildi. Hér er hásæti hennar og skalt þú í setjast og halda máttu þessu sæti þótt hún komi sjálf til.“
Síðan veitti hann þeim veislu. Þeir höfðu skamma hríð setið áður þar kom Gunnhildur. Hrútur vildi upp spretta og fagna henni.
„Sit þú,“ segir hún, „og skalt þú jafnan þessu sæti halda þá er þú ert í boði mínu.“
Síðan settist hún hjá Hrúti og drukku þau. Og um kveldið mælti hún: „Þú skalt liggja í lofti hjá mér í nótt og við tvö saman.“
„Þér skuluð slíku ráða,“ sagði hann.
Síðan gengu þau til svefns og læsti hún þegar loftinu innan og sváfu þau þar um nóttina. En um morguninn fóru þau til drykkju. Og allan hálfan mánuð lágu þau þar tvö ein í loftinu.[1]

Síðar segir frá því þegar Hrútur fer til konungs og fær hjá honum leyfi til að halda heim til Íslands. Gunnhildur spyr hann þá hvort hann eigi konu á Íslandi, en Hrútur neitar því. Gunnhildur veit þó betur – og þegar komið er að kveðjustund leiðir hún hann á eintal. Þá segir:

Hún tók höndum um háls honum og kyssti hann og mælti: „Ef eg á svo mikið vald á þér sem eg ætla þá legg eg það á við þig að þú megir engri munúð fram koma við konu þá er þú ætlar þér á Íslandi en fremja skalt þú mega vilja þinn við aðrar konur. Og hefir nú hvortgi okkað vel. Þú trúðir mér eigi til málsins.“
Hrútur hló að og gekk í braut.[2]

Allir þekkja svo eftirmálin; Hrútur fer til Íslands og kvænist Unni, sem fer svo síðar fram á skilnað við hann, og segir þau ekki geta notist, líkt og hjónum sæmir.

Njála / Borgarleikhúsið
Valur Freyr Einarsson og Vala Kristín Eiríksdóttir í hlutverkum Hrúts og Unnar, en hjónaband þeirra tveggja var frá upphafi markað af galdri Gunnhildar. Ljósmynd: Grímur Bjarnason
Galdur Gunnhildar er mjög einföld og algeng gerð galdurs; þetta er fyrst og fremst orðagaldur, eða álög.
En hvað er það eiginlega sem Gunnhildur gerir og kemur í veg fyrir hamingju Hrúts og Unnar? Hvers konar galdur framkvæmir hún og er hann dæmigerður fyrir hugmyndir miðaldamanna um ástargaldur? Já og nei. Galdur Gunnhildar er mjög einföld og algeng gerð galdurs; þetta er fyrst og fremst orðagaldur, eða álög, enda notar hún í álögum sínum hina einföldu álagaformúlu „legg eg það á við þig“. Hugmyndir um álög byggja í raun á tvennu, annars vegar mætti hugans og hins vegar mætti orðsins, en Gunnhildur, sem er fjölkunnug, er talin búa yfir þesskonar mætti.

Orðagaldur gat verið með ýmsu móti, s.s. formúlur eða formálar, bölvun, særingar, þulur og bænir. Í sumum tilvikum fóru menn með þulur og særingar, og báðu þá ef til vill vættir um að koma sér til hjálpar, svo að jafnvel er um að ræða eins konar ákall. Einföld álög, eins og þeim er lýst með orðum Gunnhildar, eru í rauninni gamalt form galdurs og bera vott um frumstætt stig, en með aukinni rúnaþekkingu – og síðar skriftarkunnáttu – gátu álögin orðið flóknari, þ.e.a.s. orðin, sem áður voru einungis mælt af munni fram, eru nú rist í bein eða tré, eða jafnvel í mat, eða skrifuð á skinn – og síðar pappír – og við það verða þau enn máttugri, þar sem þau hafa fengið fast og viðvarandi form, ef svo má segja.

Álög og annar galdur
Hugmyndir um flókna galdra einkennast því jafnvel af því að notuð eru ólík tjáningarform, t.d. huglæg tjáning á borð við orð, hljóð, augnaráð, bendingar eða aðra líkamstjáningu og/eða látbragð, og hlutgerð tjáning á borð við letur, sem jafnvel er ritað með blóði.
Þegar álögin hafa verið efld með hinu sjónræna, eða áþreifanlegum hlut, er yfirleitt talað um galdur en ekki álög, þótt orðið galdur sé að vísu upphaflega nátengt flutningum sjálfum, eða orðagaldrinum (sbr. orðið gala). Yfirleitt var því svo trúað að eftir því sem galdurinn yrði flóknari, þeim mun áhrifameiri yrði hann, t.d. jukust áhrif hans með því að skrifa tákn með blóði. Hugmyndir um flókna galdra einkennast því jafnvel af því að notuð eru ólík tjáningarform, t.d. huglæg tjáning (á borð við orð, hljóð, augnaráð, bendingar eða aðra líkamstjáningu og/eða látbragð), og hlutgerð tjáning (t.d. letur, sem jafnvel er ritað með blóði eða bleki úr ákveðnum efnum, eða drykkur sem var yfirleitt bruggaður úr flókinni og nákvæmri samsetningu náttúruefna sem erfitt var að nálgast). Í mörgum tilvikum fara huglæg og hlutgerð tjáning saman, svo sem þegar notaður er galdrastafur og galdraþula samtímis.

Að lokum má nefna svokallaðan líkingagaldur, sem er einnig mjög frumstæður, og gengur út á að framkvæmdur er einfaldur gjörningur sem sá hinn fjölkunnugi yfirfærir svo á fórnarlambið. Dæmi um slíkt gæti einmitt verið galdur sem kveður á um ófrjósemi fórnarlambsins, en þá væri tekið band eða þráður og bundinn á táknrænn hnútur, og þráðurinn síðan lagður undir rúm viðkomandi. Hér er um að ræða líkingu, jafnvel myndlíkingu, við það sem galdurinn beinist að; að binda hnút á band merkir þá eitthvað sem stöðvar, sbr. að binda hnút á sáðrás sem leiðir til ófrjósemi. Hlutgervingin hér á sér þá stað í hinum áþreifanlega hlut, sem er svo komið fyrir á ákveðnum stað.

Það er ljóst að ástargaldur er í eðli sínu tvenns konar. Í fyrsta lagi snýst hann um að þvinga fram ást einhvers, og svo hins vegar að beina huga einhvers frá annarri manneskju, svo sem til að stía elskendum í sundur. Um slíkan galdur höfum við dæmi í Kormáks sögu, sem er Íslendingasaga, og talin rituð á 13. öld, en þar segir að Þórveig hafi „seitt til“ að elskendur skyldu ekki njótast.[3]

[pullquote type=”right”]Í sumum galdrabókum má finna svokallaða ástarstafi, og eiga þeir langflestir við um kvennagaldur, þ.e. að vekja ást kvenna eða losta – gerandinn er þá væntanlega oftast karlmaður.[/pullquote]Á Íslandi, líkt og annars staðar, áttu menn galdrabækur, þar sem þeir söfnuðu saman ýmiskonar álagaformálum, og galdrastöfum. Oft eru þetta galdrar af ólíku tagi, en ástargaldrar virðast þó alltaf hafa verið bæði fyrirferðamiklir og fjölbreyttir. Jurtir voru t.d. talsvert notaðar í ástargaldri, og þá bæði til að gera smyrsl og drykki. Þekkt dæmi um jurtir í ástargaldri eru nornajurt, óðjurt og svo auðvitað orkideurnar: hjónagras, Friggjargras og Brönugras.

Í sumum galdrabókum má finna svokallaða ástarstafi, og eiga þeir langflestir við um kvennagaldur, þ.e. að vekja ást kvenna eða losta – gerandinn er þá væntanlega oftast karlmaður. Einnig eru til stafir sem eiga að viðhalda elsku á milli hjóna, eða jafnvel auka hana. Ástarstafir sem notaðir eru í illum tilgangi eiga iðulega að gera stúlku frávita af þrá til þess sem ristir stafinn, og stundum fylgir með að stúlkan skuli svo þegja um skyndikynnin. Oft var slíkum stöfum komið fyrir einhvers staðar í rúmi stúlkunnar, en þeir gátu líka verið táknaðir, t.d. á fæðu sem stúlkan svo át. Ekki er laust við að þess konar galdur minni okkur á þann glæp, sem víða er framinn á ungum stúlkum, þegar svefnpillum eða annarri ólyfan er laumað út í drykk þeirra.

Ljósmynd úr handritinu Lbs 143 8vo
Ýmsir galdrastafir eru varðveittir í galdrakverum eða öðrum handritum frá fyrri tíð. Myndin, sem tengist efni greinarinnar ekki beint, er úr handritinu Lbs 143 8vo, sem gefið var út árið 2004. Ljósmynd: Aðalheiður Guðmundsdóttir
Galdur, til hvers?
Þegar við skoðum hlutverk galdursins í sögunum, sjáum við að hann er mjög oft notaður sem frásagnartæki
Það er ólíklegt að höfundar miðaldabókmennta hafi upp til hópa trúað á virkni ástargaldurs þótt þeir fjalli um hann í sögum sínum. Þegar við skoðum hlutverk galdursins í sögunum, sjáum við nefnilega, að hann er mjög oft notaður sem eins konar frásagnartæki, þ.e.a.s. með galdri getur höfundur sögunnar búið til spennandi atburðarás, þar sem áheyrendur litu jafnvel á sögupersónurnar sem fórnarlömb sem réðu ekki við eigin hegðun, vegna þess að þær voru annað hvort undir álögum eða á valdi galdurs.[4] Með þessum hætti notaði höfundur Njálu ástargaldur Gunnhildar til að skapa hjónaband sem var dauðadæmt frá upphafi, en leiddi þó til deilna sem höfðu svo ákveðnu – og reyndar afdrifaríku – hlutverki að gegna innan sögunnar.

Samskipti kynjanna, og þ. á m. ástin, eru aldrei einfalt mál, og það vissu höfundar á miðöldum jafn vel og höfundar dagsins í dag að ástin getur verið kveikjan að ótal sögum, hún getur leitt til útúrdúra, hún getur flækt hlutina og valdið deilum, og hjálpað þeim við að skapa örlagasögur; sögur sem skiptu máli áður og skipta enn máli. Sögur um okkur.

Með þessu móti er hinn heillandi heimur miðaldabókmenntanna. Oftar en ekki getum við svo nánast tekið út hvaða þema sem er, jafnvel eitthvað sem í fyrstu virðist ekki skipta miklu máli, og kafað dýpra, leitað eftir merkingu sem fær okkur til að skilja sögurnar í nýju ljósi og finna, að með hverri tilraun til að skilja hið smáa, þá opnum við sífellt stærri merkingarheim þeirra. Og með því að auka þannig við þekkingu okkar sjálfra og menningarlæsi njótum við bókmenntanna á annan hátt og vonandi betur, og síðast en ekki síst, þá vöxum við sem manneskjur.

[line][1] Brennu-Njálssaga, útg. Sveinn Yngvi Egilsson, Reykjavík: Bjartur, 2004.
[2] Sama heimild.
[3] Íslenzk fornrit 8. útg. Einar Ól. Sveinsson, Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1939, bls. 223.
[4] Aðalheiður Guðmundsdóttir, The Narrative Role of Magic in the Fornaldarsögur. ARV 70 2015: 39–56.

Ljósmynd fyrir ofan grein: Aðalheiður Guðmundsdóttir[/cs_text]

Um höfundinn
Aðalheiður Guðmundsdóttir

Aðalheiður Guðmundsdóttir

Aðalheiður Guðmundsdóttir er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúast um miðaldabókmenntir og þjóðfræði í víðu samhengi með áherslu á samevrópska sagnamenningu, fornaldarsögur og riddarasögur.

[cs_text][fblike][/cs_text]

Deila

news-0812

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

9001

9002

9003

9004

9005

9006

9007

9008

9009

9010

9011

9012

9013

9014

9015

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

9016

9017

9018

9019

9020

9021

9022

9023

9024

9025

9026

9027

9028

9029

9030

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

9036

9037

9038

9039

9040

9041

9042

9043

9044

9045

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

10001

10002

10003

10004

10005

10006

10007

10008

10009

10010

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0812