Hlaðvarp Engra stjarna #19 – Sambíóin og Sigurgeir

Árni Samúelsson rekur annað af tveimur aðsópsmestu kvikmyndadreifingarfyrirtækjum þjóðarinnar, Sam-veldið, með fjölskyldu sinni og hefur gert í rúma fjóra áratugi. Fáir hafa mótað íslenska sýningarsögu með jafndjúpstæðum hætti öldina hálfu eftir síðari heimsstyrjöld. Árið 2012 kom ævisaga Árna út, Árni Sam: Á fullu í 40 ár, og hana ritaði Sigurgeir Orri Sigurgeirsson. Í þessum þætti er rætt við Sigurgeir Orra um Árna Sam og nútímavæðingu íslenskrar kvikmyndamenningar, sögu bíóhúsa í borginni og það hversu geggjaðir guðirnir hljóta að vera í bíóheimum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþætti Engra stjarna og gerast áskrifandi að hlaðvarpinu á Spotify, iTunes og öðrum hlaðvarpsveitum.

Um höfundinn
Björn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson

Björn Þór Vilhjálmsson er dósent í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði. Sérsvið hans eru skörun og samræða kvikmynda og bókmennta, tækni og menning, nýmiðlar af ýmsum toga, og íslensk kvikmyndasaga. Sjá nánar

[fblike]

Deila