„Make America Great Again.“ „Gerum Bandaríkin frábær aftur.“[1] Það er margt mótsagnakennt við þetta umdeilda kosningaslagorð Donalds Trump í nýafstöðnu framboði hans til embættis Bandaríkjaforseta en hér verður áhersla lögð á að greina þjóðernishyggjuna sem lesa má úr slagorðinu.
Hér verður leitast við að greina orsakasamhengið milli þess mikla – og óvænta – fylgis sem Donald Trump hlaut í kosningabaráttu sinni og þjóðernishyggjunnar sem hann beitti svo óspart í baráttunni, út frá kenningum Andersons um þjóðina sem ímyndað samfélag.Notast verður við kenningar Benedicts Anderson um þjóðina sem ímyndað samfélag, tilbúning af manna völdum, og uppruna þjóðernishyggju. Kenningar Anderson birtust fyrst í bók hans Imagined Communities: Reflections on the Origin and Spread of Nationalism árið 1983 en hér er aðeins unnið með inngang og fyrstu þrjá kafla verksins.[2] Mikilvægastur í þessu samhengi, fyrir utan sjálfan innganginn sem skýrir efnið ágætlega, er fyrsti kaflinn, „Cultural Roots,“ en næstu kaflar skiptu einnig sköpum; „The Origins of National Consciousness“ og „Old Empires, New Nations.“ Hér verður leitast við að greina orsakasamhengið milli þess mikla – og óvænta – fylgis sem Donald Trump hlaut í kosningabaráttu sinni og þjóðernishyggjunnar sem hann beitti svo óspart í baráttunni, út frá kenningum Andersons um þjóðina sem ímyndað samfélag. Áður en lengra er haldið er þó vert að skýra frá fyrrnefndri kenningu.
Samkvæmt Anderson er „þjóðerni, rétt eins og þjóðernishyggja, menningarleg framleiðsla af sérstakri tegund.“[3] Hann tekur þó fram að „þjóð, þjóðerni, þjóðernishyggja – öll hafa þessi hugtök reynst merkilega erfið í skilgreiningu, hvað þá í eiginlegri greiningu.“[4] Hér verður því tekið tillit til þess að unnið er með huglægt fyrirbæri, sem hver og einn upplifir á ólíkan hátt. Að því sögðu er ljóst að þjóðin sem slík er hugtak sem ætlað er að tengja fólk saman, óháð öllu öðru, og hér kemur kenning Andersons að góðum notum til að skýra hvernig þessi tenging er möguleg.
Ímyndað samfélag
Í Imagined Communities fjallar Anderson um uppruna þjóðernishyggju í Vestur-Evrópu á átjándu öld og greinir orsakir hennar og afleiðingar. „Öld upplýsingarinnar, rökrænnar efahyggju, kom með sitt eigið nútímalega myrkur.“[5] Upplýsingin færði alþýðunni skuggalegar fregnir af eigin feigð, því að hvað bíður handan dauðans, ef ekkert er himnaríkið? Menn urðu að finna samhljóm og staðfesting á eigin tilvist í einhverju öðru en trúnni, og „það sem þurfti var veraldleg umbreyting á feigð yfir í órofið samhengi, óvissu yfir í merkingu.“[6] Menn urðu að hafa eitthvað haldreipi, og hvað er þá betra en að tilheyra ákveðnu samfélagi, heilli þjóð? Færa má rök fyrir því að þessi þróun sé að endurtaka sig í dag. Með aukinni fjölmenningu og minni trúrækni er lítið sem heldur fólki saman, nema að hamrað sé á þeim fáu eiginleikum sem sameinar það.
Menn urðu að hafa eitthvað haldreipi, og hvað er þá betra en að tilheyra ákveðnu samfélagi, heilli þjóð?Anderson fjallar um þróun hins ímyndaða samfélags, hvernig þjóðin tók við af trúnni, í sameiningu fólksins. Þó tekur hann fram að það sé viss einföldun að eitt hafi einfaldlega tekið við af öðru. Þetta sé flóknara en svo. Hér hafi orðið einhver grundvallarhliðrun í hugsunarhætti, eða í undirliggjandi hugmyndafræði.[7] Þó má spyrja sig hvort ekki sé einhver arfleið trúarhita í þjóðernishyggjunni, þetta sé eitthvað heilagt sem sameini fólk. Þessi hugmynd um þjóðernishyggju og af hverju menn eru tilbúnir til að deyja fyrir þjóð sína, er skoðuð í verki Andersons en einnig er komið ágætlega inn á spurninguna í inngangi Simons During í The Cultural Studies Reader að kaflabroti úr verki Anderson.[8] Þar rekur During kenningu Andersons og orðar það svo að sá síðarnefndi telji svarið liggja „í menningarsögu þjóðernishyggjunnar, sem hann rekur til samspils 1) kapítalisma, 2) prenttækni og 3) fjölbreytileika hins náttúrulega tungumáls fram yfir rými. Þegar þetta þrennt kom saman hafi það orðið mögulegt fyrir stór samfélög, skipuð af einstaklingum sem voru hvorki blóð-, persónulega eða sögulega skyldir, að telja sig samt tengd [órjúfanlegum] ‘bræðraböndum.’“[9]
Það má orða þetta svo að þjóðin sé ímyndað pólítískt samfélag vegna þess að „meðlimir jafnvel minnstu þjóða munu aldrei þekkja megnið af samþegnum sínum, hitta þá, eða jafnvel heyra af þeim, en samt lifir í huga þeirra allra ímynd samsömunar þeirra.“[10] Þá vísar Anderson í Ernest Gellner sem segir „þjóðernishyggju ekki vera upprisu þjóða til sjálfsmeðvitundar: hún búi til þjóðir þar sem þær séu ekki til.“[11] Þessi punktur verður sérlega athyglisverður sé hann settur í samhengi við orðræðu Trump í kosningabaráttu sinni, sem og stuðningsmanna hans. Ef kenningu Andersons er haldið á lofti, að þjóð sé ekki nema ímyndað samfélag, tilbúið af manna völdum, má að einhverju leyti sjá hvernig þetta helst í hendur við orðræðu Trumps. Hann vill gera Bandaríkin frábær, aftur, en það gefur augaleið að þá getur honum ekki þótt þau neitt sérlega frábær í núverandi mynd. Hvað er það þá sem hann vill gera betur, og hverju hafnar hann? Ljóst er að Trump hafnar einhverju sem Bandaríkjamenn eru að gera nú, og eitthvað vill hann taka upp aftur úr gömlum siðum. Úr því fæst að hann hefur ákveðna ímynd af Bandaríkjunum í huga, og þá ímynd vill hann festa aftur í sessi.
Hatursfull orðræða
Trump vill gera Bandaríkin frábær á ný, og eitt fyrsta skrefið til þess, ef marka má helstu markmið hans í kosningabaráttunni, er að einangra Bandaríkin. Sumir hafa kallað þetta „ný-þjóðernishyggju“ hjá hinum nýja forseta, sem í framboði sínu tók innanríkismál fram yfir alþjóðasamstarf.[12] Þar kom fram að hann lítur inn á við, vill huga að innviðum Bandaríkjanna og slíta sig úr alþjóðastarfi. Setja okkur í fyrsta sæti. En ekki allir Bandaríkjamenn falla undir þessa skilgreiningu, ef marka má þá sem helst tóku málefni hans til sín.[13] Þessar aðgerðir, að setja upp landamæramúr til að verjast innflytjendum, svo eitthvað sé nefnt, lykta nefnilega af kynþáttafordómum, þegar litið er til meirihluta kjósenda Trumps og þeirra ráðamanna sem hann hyggst taka með sér í Hvíta húsið.[14]
Sú staðhæfing fær byr undir báða vængi þegar litið er til kjósenda Trumps, þeirra sem hrifust aðallega af hinu mótsagnakennda slagorði og þeirri hugmyndafræði sem það stóð fyrir. Voru þetta aðallega hvítir millistéttarkjósendur, sem samkvæmt skoðanakönnun að kosningu lokinni (e. exit polls), höfðu mestar áhyggjur af innflytjendamálum. Þetta voru hvítir einstaklingar sem „trúðu því margir að Bandaríkin ættu að vera hvít, kristin þjóð.“[15] Þá sögðu „84 prósent kjósenda Trumps að ríkisstjórnin ætti að gera ólöglega innflytjendur brottræka fremur en að gefa þeim tækifæri til að sækja um löglega búsetu.“[16] Eins má sjá fyrirætlanir frambjóðanda endurspeglast í væntingum þeirra sem sjá sér hag í að styrkja við bakið á honum. Að því sögðu þarf því í raun ekki að hafa mörg orð um það að meðlimir Ku Klux Klan hafi verið yfirlýstir stuðningsmenn Trump, eins og fram kom í fréttariti þeirra örfáum dögum fyrir kosningar.[17]
While Trump wants to make America great again, we have to ask ourselves, ‘What made America great in the first place?’” Robb continues. “The short answer to that is simple. America was great not because of what our forefathers did — but because of who our forefathers were. America was founded as a White Christian Republic. And as a White Christian Republic it became great.[18]
Þessi orðræða er óhugnanleg, en hún fangar það sem innflytjendur, aðrir minnihlutahópar og frjálslyndir andstæðingar Trump óttast að geti ræst ef hatursfull orðræða Trump fær að blómstra.[19] Undir þessa staðhæfingu tekur bandarískur pistlahöfundur sem spyr hvort megi umorða slagorð Trump í „Make America White Again“ og heldur því fram að orðræða Trump minni skuggalega á Ku Klux Klan á þriðja áratugnum, mettuð af ofurþjóðernishyggju og gegn innflytjendum.[20] Því er ekki skrítið að KKK hafi talið það sér í hag að styrkja Trump. Hann gæti veitt þeim á silfurfati það sem þeir hafa barist fyrir í aldaraðir; að hatursfull orðræða gegn öðrum kynþáttum en hvítum sé normalíseruð og samþykkt. Að fólk „átti sig á því að hvítir séu betri kynþátturinn.“[21]
Því er ekki skrítið að KKK hafi talið það sér í hag að styrkja Trump. Hann gæti veitt þeim á silfurfati það sem þeir hafa barist fyrir í aldaraðir; að hatursfull orðræða gegn öðrum kynþáttum en hvítum sé normalíseruð og samþykkt.Og í því samhengi verður þessi hugmynd um hið ímyndaða bræðralag ógnvænleg ef hún er sett í samhengi við hugmyndir Trumps í forsetaframboði hans. Með setningunni „Make America great again“ sameinar hann ákveðinn hóp Bandaríkjamanna í fyrirlitningu, ef svo má að orði komast, á öllu því sem ekki telst bandarískt, samkvæmt íhaldssamri hugmyndafræði. En um leið og hann sameinar ákveðinn hóp, þá útskúfar hann öðrum. Þannig hefur hann mjög opinberlega talað gegn innflytjendum, múslimum og því sem útlenskt er.[22] Því sem fellur ekki að hans hugmyndafræði. Í raun hefur Trump verið duglegur við að afvegaleiða umræðuna í kosningabaráttu sinni; mótbárur og ásakanir um kynþáttafordóma og/eða mismunun fellir hann undir lygar og skekkt viðmið.[23] En þessi afvegaleiðing er hættuleg. Jú, maðurinn hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði fjölmiðla skekkja umfjöllun, en eitt rétt afskrifar ekki allt sem hann hefur sjálfur sagt á opinberum vettvangi. Það virðast þó margir stuðningsmenn hans vilja gera, þegar þeir gera lítið úr ummælum hans um konur, múslima og aðra minnihlutahópa – þessi orðræða skipti ekki raunverulega máli. En í þessari umfjöllun er það orðræðan sem er til athugunar.
En um leið og hann sameinar ákveðinn hóp, þá útskúfar hann öðrum.Og í því samhengi er athyglisvert að greina hvernig Trump litaði orðræðu sína með tilfinningarökum og hatri í stað þess að vísa í staðreyndir.[24] Þessi aðferð er ekki ný af nálinni, en hún náði svo nýjum hæðum í kosningabaráttu Trump að hugtakið „post-truth“ var valið orð ársins 2016 hjá Oxford orðabókinni.[25] Staðreyndir skipta ekki máli í þessari „post-truth“ hugmyndafræði, þar sem tilfinningar yfirskipa staðreyndir.[26] Það skiptir meira máli að finnast brotið á manni, en að skoða staðreyndir um hvort brotið sé raunverulega að eiga sér stað. Þannig hefur Trump nýtti reiði hinnar hvítu millistéttar til að afla sér meðbyr.
Hvað er það þó, sem sameinar kjósendur undir flaggi Trumps? Orðið „again“ held ég að sé lykilhugtak hér. Trump vill leita aftur til ímyndaðrar gullaldar þar sem hvít, kristin fjölskyldugildi ráða ríkjum, og segja má að þetta sé nostalgísk fortíðarþrá til tíma sem ekki var ógnað af breytingum. Ef við rifjum upp að helstu kjósendur Trumps, samkvæmt könnunum, eru hvítir einstaklingar úr millistéttum, margir hverjir karlmenn, er vert að spyrja sig: Eru það ekki þeir sem hræðast helst allar breytingar? Að þeir missi völdin sem þeir hafa byggt upp í gegnum tíðina? Með tilkomu aukinnar fjölmenningar og umburðarlyndis er algengt að ráðandi stétt kunni að finnast að sér vegið. Í tilfelli Bandaríkjanna hefur ráðandi stétt lengst af verið hin hvíta millistétt, þar til nú, ef marka má kosningabaráttu Trumps, sem og reiði kjósenda hans. Þeim þykir illa að sér vegið, og þá kemur Trump til bjargar. Hann vill rétta hlut hvítu millistéttarinnar, sem hann segir hafa „gleymst,“ nú á síðustu áratugum.[27] Þessi greining fær einnig byr undir báða vængi þegar tillit er tekið til samhengisins sem slagorðið, „Make America Great Again,“ er fengið úr.
Endurunnið slagorð
Ronald Reagan, fyrrum bandaríkjaforseti, notaði það einnig í sinni kosningabaráttu, árið 1980. Þá var áherslan lögð á að styrkja innviði Bandaríkjanna sem höfðu munað sinn fífil fegurri eftir Víetnamstríðið og Watergate-skandalinn og þjóðernishyggjan spilaði stórt hlutverk í því hvernig styrkja skyldi stöðu Bandaríkjanna á ný, eins og slagorðið gefur til kynna.[28] Strax má því greina textatengslin og ætla að til sé ákveðinn hópur fólks sem samsami sig þessu sérstaklega, fólkið sem man íhaldssama (e. conservative) stjórn Reagans. Stefna Trumps egnir þessum hópi gegn öllum hinum, sem samkvæmt þessari hugmyndafræði, eru að taka burt rétt þeirra. Fjölmenningarsamfélagið gengur ekki upp samkvæmt þessari hugmyndafræði; því er hafnað. Þessi orðræða sem Trump gekk inn í hlaut svo mikinn meðbyr í bandarísku samfélagi að hann var kosinn til forseta. Þannig voru þessi gildi sem hann vann með í kosningabaráttu sinni staðfest; þau náðu til kjósenda. Í því samhengi er vert að minnast orða Anderson: Þjóðernishyggja er ekki alltaf meðvituð, hún fæðist úr ráðandi menningarkerfi.[29] Með því að vilja gera Bandaríkin frábær aftur ætlar Trump að koma Bandaríkjunum aftur í einhverja gullöld sem felur meðal annars í sér að draga úr fjölmenningu og réttindum minnihlutahópa. Þeir taka of mikið pláss og hafa trampað um of á réttindum hins gleymda hvíta millistéttarmanns.
Hið ímyndaða samfélag ræður för, „þjóð“ sem trúir í blindni á eigin rétt.Að lokum er vert að skoða hvernig greina má samhljóm í kenningu Andersons um þjóðina sem ímyndað samfélag og ný-þjóðernishyggjunnar í slagorði Trump. Með því að velja og hafna, hampa ákveðnum kynþáttum fram yfir aðra og byggja vegg milli sín og þeirra sem ekki eiga erindi til Bandaríkjanna, er Trump að takast á óhugnalegan hátt að endurskapa stemningu fjórða áratugarins. Ef marka má orðræðuna sem kristallast í slagorðinu „Make America Great Again“ vill Trump endurskapa hina bandarísku þjóð eftir gamalli forskrift, byggða á fortíðarþrá eftir úreltum gildum þar sem það er helst hin hvíta millistéttarfjölskylda sem hefur vægi. Þannig er ljóst að sama þó hann reyni nú að draga í land með sumar fullyrðingar, þá er það of seint. Þjóðernishyggjan í slagorði Trump er byggð á ímynduðu stigveldi, þar sem einn kynþáttur hefur meiri rétt en aðrir og kjósendahópur hans og stuðningsmenn sýndu hvað það var sem þeir héldu að þeir gætu náð fram með kosningu hans; með því að opna á þessa orðræðu og með því að vilja gera Bandaríkin frábær, aftur, hefur Trump ýtt undir ólgu sem minnir um margt á ólgu fjórða áratugarins, en eins og pistlahöfundur hjá The Economist nefnir réttilega voru afleiðingarnar „hörmulegar“ síðast þegar Bandaríkin kusu að líta inn á við, eftir fyrri heimsstyrjöld. Þessi ákvörðun „hafi tilhneigingu til að framkalla ófrjálslyndi og gefa efasemdum um dyggð og hollustu minnihlutahópa byr undir báða vængi.“[30] Trump lofaði hinni hvítu millistétt að hún fengi uppreisn æru, og nú virðist sem hún ætli að leita réttar síns.[31] Hið ímyndaða samfélag ræður för, „þjóð“ sem trúir í blindni á eigin rétt. Og þessi uppreisn ný-þjóðernishyggjunnar, þessi nýja þjóðarmynd, gæti gengið ef við minnumst orðs ársins, 2016: post–truth. Það er nóg að trúa því, sama hvað staðreyndir kunna að segja. Trump mun, á einn eða annan hátt, gera Bandaríkin frábær – aftur – hvað svo sem „frábært“ kann að þýða fyrir hvern og einn.
Grein þessi var unnin sem verkefni í MA-námskeiðinu Menningarfræði og þjóðfélagsgagnrýni við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.[line][1] Ath. að þýðing og skáletrun er mín, til áhersluauka.
[2] Benedict Anderson, Imagined Communities. Reflections on the Origin and Spread of Nationalism, Verso Editions, London, 1983. Ath. að hér eftur verður aðeins vísað til verks með seinna nafni höfundar, nema að annað sé tekið fram.
[3] Anderson, inngangur, bls. 13. Mín þýðing á: „Nation-ness, as well as nationalism, are cultural artefacts of a particular kind.“
[4] Anderson, inngangur, bls. 12. „Nation, nationality, nationalism – all have proved notoriously difficult to define, let alone to analyse.“ Mín þýðing.
[5] „The century of the Enlightenment, of rationalist secularism, brought with it its own modern darkness. With the ebbing of religious belief, the suffering which belief in part composed did not disappear. Disintegration of paradise: nothing makes fatality more arbitrary. Absurdity of salvation: nothing makes another style of continuity more necessary.“ Anderson, bls. 19.
[6] What then was required was a secular transformation of fatality into continuity, contingency into meaning. As we shall see, few things were (are) better suited to this end than an idea of nation.“ Anderson, bls. 19.
[7]„Beneath the decline of sacred communities, languages and lineages, a fundamental change was taking place in modes of apprehending the world, which, more than anything else, made it possible to ‘think’ the nation.“ Anderson, bls. 28.
[8] The Cultural Studies Reader – Third Edition, ritstýrt af Simon During. Textabrot úr bók Andersons sem og inngang ritstjóra má finna á bls. 253-263. Mín þýðing. Ath. að hér var stuðst við inngang Durings að einhverju leyti, en aðallega var unnið með innganginn í sjálfu verki Andersons. Hér eftir verður aðeins vísað til yfirlitsverksins undir nafni Durings, nema annað komi fram.
[9] During, bls. 253. Mín þýðing á „After all, people are willing to die for their nation just as they once were for their religion, but why should their co-nationals matter so much to them? And the answer, according to Anderson, is to be found in the cultural history of nationalism, which he traces back to the encounter between 1) capitalism, 2) printing technology, and 3) the diversity of natural languages over space. When these three joined it became possible for large communities, peopled by individuals who had no filiative or personal or even historical relation to one another to imagine themselves as ‘fraternally’ joined.“
[10] During, bls. 256.
[11] Sama rit, bls. 256.
[12]„Welcome to the new nationalism. For the first time since the second world war, the great and rising powers are simultaneously in thrall to various sorts of chauvinism. Like Mr Trump, leaders of countries such as Russia, China and Turkey embrace a pessimistic view that foreign affairs are often a zero-sum game in which global interests compete with national ones. It is a big change that makes for a more dangerous world.“ „Trump’s World, The New Nationalism,“ [höfundur ónafngreindur], The Economist, 19. nóvember 2016.
[13] „Support for Trump highlights middle-class Americans‘ fear of social and economic decline. The core of Trump’s policy is to react to this fear by establishing an identity through marginalization and isolation.“ Holger Stark, „An Exhausted Democracy Donald Trump and the New American Nationalism“, Spiegel Online, 17. maí 2016.
[14] Sama síða. „The last time America turned inward was after the first world war and the consequences were calamitous. You do not have to foresee anything so dire to fear Mr Trump’s new nationalism today. At home it tends to produce intolerance and to feed doubts about the virtue and loyalties of minorities. It is no accident that allegations of anti-Semitism have infected the bloodstream of American politics for the first time in decades.“
[15] Mirren Gidda, „How Donald Trump’s Nationalism Won Over White Americans. The president-elect appealed to many voters who believe America should be a white, Christian country“, News week, 15. nóvember 2016.
[16] „84 percent of Trump voters saying that the government should deport undocumented migrants rather than give them the chance to apply for legal status.“ Sótt af sömu síðu.
[17] Sara Rathod „The KKK’s Official Newspaper Just Announced Its Support For Donald Trump Another white nationalist notch in Trump’s belt“, Mother Jones, 1. nóvember 2016.
[18] Sótt af sömu síðu. Haft eftir séra Thomas Robb, höfuðriddara Ku Klux Klan.
[19] Aziz Ansari: „Why Trump Makes Me Scared for My Family“, The New York Times, 24. júní 2016.
[20] Kelly J. Baker, „Make America White Again?“ The Atlantic, 12. mars 2016.
[21] Nægir hér að vísa á heimasíðu KKK.
[22] Sjá kosningasíðu hans þar sem lesa má kosningaloforð hans um að henda milljónum ólöglegra innflytjenda úr landi,
[23] Sjá t.d. „Donald Trump says sexual assault allegations are ‘false’ and he has evidence to prove it“, The Telegraph News, 14. október 2016.
[24] Sjá hér hvernig Trump heldur því fram að morðtíðni í Bandaríkjunum sé sú hæsta í 45 ár: „It’s bad enough that one in four Americans believes that the sun revolves around the earth. But how many people believe, as Donald Trump insists, that the murder rate is the highest it has been in 45 years? “The press never talks about it,” said Trump, barely a week ago. They don’t talk about it because it’s not true. The murder rate is less than half what it was in the peak year of 1980, and lower than at any time between 1965 and 2009.“ Timothy Egan, „The Post-Truth Presidency,“ The New York Times, 4. nóvember 2016.
[25] Alison Flood, „‘Post-truth’ named word of the year by Oxford Dictionaries“, The Guardian, 15. nóvember 2016.
[26] „Defined by the dictionary as an adjective “relating to or denoting circumstances in which objective facts are less influential in shaping public opinion than appeals to emotion and personal belief”, editors said that use of the term “post-truth” had increased by around 2,000% in 2016 compared to last year. The spike in usage, it said, is “in the context of the EU referendum in the United Kingdom and the presidential election in the United States”.“ Sótt af sömu síðu.
[27] Shawn Donnan, „‘Forgotten’ white vote powers Trump to victory“, Financial Times, 9. nóvember 2016.
[28] Pistlahöfundurinn Jeffrey Lord nefnir 11 einkenni forsetatíðar Reagans, og þar á meðal er ‚American Exceptionalism‘ sem gerir út á eiginleika hinnar bandarísku þjóðar til að bera af í alþjóðasamfélagi. Sjá nánar: Lord. Jeffrey. „11 Principles of a Reagan Conservative“, The American Spectator, 17. apríl 2014.
[29] „What I am proposing is that nationalism has to be understood by aligning it, not with self-consciously held political ideologies, but with the large cultural systems that preceed it, out of which – as well as against which – it came into being.“ Anderson, bls. 19.
[30] „The last time America turned inward was after the first world war and the consequences were calamitous. You do not have to foresee anything so dire to fear Mr Trump’s new nationalism today. At home it tends to produce intolerance and to feed doubts about the virtue and loyalties of minorities. It is no accident that allegations of anti-Semitism have infected the bloodstream of American politics for the first time in decades.“ „Trumps World, The New Nationalism,“ [höfundur ónafngreindur], The Economist, 19. nóvember 2016.
[31] „‘Hail Trump!’: White Nationalists Salute the President Elect Video of an alt-right conference in Washington, D.C., where Trump’s victory was met with cheers and Nazi salutes“, The Atlantic, 21. nóvember 2016.
[fblike]
Deila