Ritstjórar: Guðni ElíssonÍ inngangi að 2. hefti ársins 2015 velta ritstjórar fyrir sér hver sé staða hugvísinda við Háskóla Íslands og fjalla um umræðu sem skapaðist í aðdraganda rektorskosninga um alþjóðlega mælikvarða á vísindalegt gildi rannsókna og niðurstaðna. Þeir benda á að hugvísindin hafi sérstaka stöðu því að þau séu órofa þáttur menningarlífsins og hljóti því einnig að mótast af tungumáli nærumhverfisins. Þeim nægi því aldrei að leita eingöngu inn á alþjóðlegan fræðilegan vettvang heldur verði einnig að tala til þess menningarumhverfis sem þau spretta úr. „Hugvísindi sem einvörðungu eru stunduð á erlendum tungum, fyrir sérfræðinga á þröngu sviði hafa glatað menningarlegu hlutverki sínu.“
og Jón Ólafsson
Greinarnar í heftinu eru sex og eru allar byggðar á doktorsritgerðum við Háskóla Íslands. Fimm þeirra hafa þegar verið varðar og ein verður varin verður innan skamms. Þær gefa að hluta til svar við spurningunni um stöðu fræðanna og sýna um leið hversu mikil gróska er í íslensku rannsóknarstarfi, auk þess að endurspegla að íslenskum fræðimönnum er miðlun hins alþjóðlega í íslensku umhverfi hugleikið – samsláttur íslensks og erlends menningarheims. Sumarliði Ísleifsson fjallar um hvernig ímynd Íslendinga mótast í meðförum erlendra höfunda. Áleitnar spurningar vakna: Erum við hluti af Evrópu eða stöndum við utan hennar? Hefur aldagömul svipmynd umheimsins af Íslandi áhrif á sjálfsmynd okkar enn þann dag í dag? Fylgir henni þörf til að sanna sig í samfélagi þjóðanna? Jakob Guðmundur Rúnarsson og Þröstur Helgason fjalla um tvö íslensk menningartímarit, Jakob um Iðunni (1915–1923) og Þröstur um Birting (1955–1968). Ritstjórar þessara tímarita leituðust um árabil við að færa umheiminn heim til Íslands, birta fréttir af því merkasta í menningar og vísindaumræðu samtímans. Tímaritin mótast af alþjóðlegum straumum samtíma síns. Iðunn tókst á við nútímavæðingu samfélagsins á gagnrýninn hátt og í anda vissrar íhaldssemi. Birtingur var fyrst og fremst menningartímarit í anda módernismans. Auður Aðalsteinsdóttir fjallar um gagnrýnandann, stöðu hans í íslensku menningarlífi og hvernig erlendir straumar og tískur hafa áhrif á ímynd hans meðal almennings og íslenskra listamanna. Alda Björk Valdimarsdóttir hefur rannsakað verk og áhrif Jane Austen, en hún er fyrirferðarmikil í íslenskum samtíma rétt eins og erlendu og innlendu listamennirnir sem Auður, Jakob og Þröstur taka fyrir. Grein Ásdísar Sigmundsdóttur um Ánægjuhöllina er sú grein sem líklega er staðsett fjærst íslenskum veruleika af greinunum í heftinu, en þó fjallar hún þar um verk sem hafði áhrif á útbreiðslu texta og þýðinga um alla Evrópu, á Íslandi þar með. Með grein sinni hefur Ásdís um leið dýpkað umræðuna hér heima um greinafræði og hefðarveldi, svo aðeins tvö viðfangsefni séu tekin sem dæmi.
Kaflar og útdrættir
Inngangur
Guðni Elísson og Jón Ólafsson: Staða fræðanna. Inngangur
Jakob Guðmundur Rúnarsson: Skemmtun, fróðleikur og nytsemd. Heimspekin að baki ritstjórnarstefnu tímaritsins Iðunnar, 1915–23
Útdráttur og lykilorð Abstract and keywords
Ásdís Sigmundsdóttir: Höll ánægju og gagnsemi. Um innkomu Palace of Pleasure eftir William Painter í bókmenntakerfi 16. aldar á Englandi
Útdráttur og lykilorð Abstract and keywords
Sumarliði Ísleifsson: Innan eða utan Evrópu? Ímyndir Íslands og Grænlands á ofanverðri 18. öld og fram eftir 19. öld
Útdráttur og lykilorð Abstract and keywords
Alda Björk Valdimarsdóttir: Viska Jane Austen og ferð lesandans. Leshringir og sjálfshjálparmenning
Útdráttur og lykilorð Abstract and keywords
Auður Aðalsteinsdóttir: Á slóðum hjartalausra fræðinga. Tilfinningar og fræði í ritdómum 20. aldar
Útdráttur og lykilorð Abstract and keywords
Þröstur Helgason: Móderníska tímaritið Birtingur
Útdráttur og lykilorð Abstract and keywords
[fblike]
Deila