Spurningar um umhverfis- og loftslagsmál eru áberandi á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands í ár, sem hefst föstudaginn 11. mars og stendur yfir í tvo daga. Hugvísindaþing var fyrst haldið árið 1996 og fagnar því 20 ára afmæli. Fyrirlestrar og málstofur eru öllum opin og viðfangsefnin afar fjölbreytt.

Hér má sjá viðtal við fyrirlesara í málstofunni Víðáttur og villidýr sem fjallar um náttúru Íslands og umhverfismál frá mörgum ólíkum hugvísindalegum sjónarhornum og þar sem sjónum er beint að stöðu og þróun umhverfishugvísinda á Íslandi.
Alls verður boðið upp á 150 fyrirlestra í tæplega 40 málstofum. Auk umhverfishugvísinda má nefna málstofur um framtíð íslenskunnar, sögu kvenna og hinsegin sögu, Íslendinga í Kaupmannahöfn og Vesturheimi, valdarán, vísindabyltingar, fötlun, fátækt, tungumálanám og –kennslu, áhrif nýrrar tækni og tóla í málvísindum, fornleifafræði og menningarmiðlun, samþættingu hugvísinda og læknisfræði og dægurmenningu, bókmenntir og listir frá ótal sjónarhornum, að ógleymdum sjálfum dauðanum.
Dagskrá þingsins og útdrættir úr fyrirlestrum er birt á heimasíðu Hugvísindastofnunar og kynning á málstofum hefur einnig farið fram á Facebooksíðu stofnunarinnar og Twitter.
Hér má sjá stuttar kynningar á nokkrum málstofum þingsins:
[fblike]
Deila