Innflytjendur í íslenskum skáldsögum

[cs_text text_align=”none”]
Afar fá bókmenntaverk eru til eftir aðflutta Íslendinga eða einstaklinga sem hafa íslensku að öðru máli. Íslenskir höfundar hafa þó unnið með fjölmenningarsamfélagið Ísland og innflytjendur í verkum sínum, þar á meðal Eiríkur Örn Norðdahl í Illsku, Arnaldur Indriðason í Vetrarborginni og Þórarinn Leifsson í Maðurinn sem hataði börn.

Í aldaraðir var Ísland meðal einsleitustu samfélaga Vesturlanda. Hvað varðar trú, menningu, útlitseinkenni og fleiri þætti var fjölbreytni innan íslensks samfélags afar takmörkuð. Allt fram að lokum síðustu aldar voru innflytjendur innan við 2% íbúa á Íslandi. Nú hefur hlutfall þeirra farið upp í tæp 10%. Sú tala vísar til um 30 þúsund einstaklinga frá ólíkum löndum með fjölbreyttan bakgrunn sem hafa sett svip sinn á íslenskt samfélag með þátttöku sinni og þekkingu. Íslensk menning hefur orðið fyrir breytingum sem fylgja auknum fólksflutningum til landsins og hafa innflytjendur birst í íslenskum skáldsögum, kvikmyndum og leikritum. Asískar eiginkonur, pólskir glæpamenn og sænskir kennarar hafa fengið síður í skáldsögum og mínútur á kvikmyndatjaldinu undanfarin ár.

Cynthia Triliani skrifaði BA-ritgerð um birtingarmyndir asískra kvenna í bókmenntum og kvikmyndum. Þar gagnrýndi hún íslenska höfunda fyrir staðlaða umfjöllun um asískar konur, þar sem staðalímyndum af tælenskum konum sem vændiskonum og undirgefni þeirra sé haldið á lofti. Þá benti hún á að í stað þess að rithöfundar geri tilraunir til að hnekkja þeim ímyndum sem birtast í fjölmiðlum eða skapa persónum af erlendum uppruna meira rými í menningunni taki bókmenntirnar þátt í framleiðslu einfaldra staðalímynda.[1]

Hafa íslenskir höfundar, af íslenskum uppruna, forsendur til að fjalla um innflytjendur á meðan innflytjendurnir sjálfir hafa ekki fengið tækifæri til þess?
Kenningar bókmenntafræðingsins Gayatri Spivak fjalla um þöggun hins jaðarsetta sakir þess að hann hefur skert aðgengi að tungumálinu.[2] Skoða má hvernig íslenskir höfundar skapa persónur af erlendum uppruna í þessu samhengi og velta upp þeirri spurningu hvort það sé réttmætt að ráðandi öfl í samfélaginu fjalli um innflytjendur í ljós þess að þeir hafa ekki vettvang til að fjalla um sig sjálfir. Með öðrum orðum: Hafa íslenskir höfundar, af íslenskum uppruna, forsendur til að fjalla um innflytjendur á meðan innflytjendurnir sjálfir hafa ekki fengið tækifæri til þess?

Sé litið til hinna Norðurlandanna þá lýsir norski bókmenntafræðingurinn Ingeborg Kongslien því að frá áttunda áratugnum hafi innflytjendur, með útgáfu skáldverka, sett mark sitt á skandinavíska menningu. Þar tekur hún undir með fjölmörgum fræðimönnum á sviði hug- og félagsvísinda sem leggja áherslu á mikilvægi þess að innflytjendur setji, með þátttöku í bókmenntalífinu, mark sitt á samfélagið. Ennfremur segir Kongslien raddir innflytjenda innan bókmennta vera menningarlegar birtingarmyndir hinna síbreytilegu samfélaga nútímans, þar sem spurningar um sjálfsmyndir, þjóðerni, kynþætti og staðsetningu eru í forgrunni.[3]

Sá sem stendur á mærum ólíkra menningarheima býr að þeim hæfileika að brjóta upp hefðbundna sýn á samfélagið. Innflytjandi þarf stöðugt að „þýða“ merkingu samfélagsins milli menningarheima og þannig verður til ný sýn, nýtt tungumál, gagnrýnið sjónarhorn eða „þriðja rýmið“ svo notað sé orðfæri bókmenntafræðingsins Homi Bhabha. Þeir höfundar sem búa yfir slíku sjónarhorni eru, samkvæmt Bhabha, færir um að opna augu lesenda fyrir öðrum raunveruleika en þeirra eigin þar sem þeir búa yfir eigin sýn. Slíka sýn kallar Bhabha  tvísýni.[4]

Ýmsa sameiginlega þætti má greina í íslenskum bókmenntaverkum þar sem innflytjendur koma við sögu. Hugleiðingar um þjóðerni persóna, til dæmis hvort þær séu íslenskar, spánskar eða bæði, koma fram í flestum verkunum. Þar sem persónurnar eru oftast í aukahlutverki eru „Íslendingarnir” látnir hugleiða og skilgreina uppruna innflytjenda. Það eru Íslendingarnir sem „þýða“ innflytjendurna inn í íslenskt samfélag, það er skilgreina hvaða þættir gera það að verkum að viðkomandi gæti talist Íslendingur. Í þeirri aðgerð má sjá forvitnilegar hugmyndir um það hvað það er að vera Íslendingur. Þar gegnir íslenskur sagnaarfur og áhugi á íslenskum bókmenntum lykilhlutverki. Þær persónur í verkunum sem lýsa yfir andúð í garð innflytjenda telja þá vega að íslenskri menningu og þá bókmenntum og tungumáli. Slíkar yfirlýsingar kallast á við rannsóknir Guðmundar Hálfdanarsonar, Sigríðar Matthíasdóttur og Eiríks Bergmann um gildi Íslendingasagna fyrir sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, sjálfstæðisbaráttu sem má enn finna í dag og hefur verið kölluð „hin eilífa sjálfstæðisbarátta“.[5] Sú barátta er sífelld vörn og tortryggni gagnvart erlendum áhrifum á íslenskt samfélag og menningu. Þar voru gömlu skáldin í ófá skipti dregin inn í samræðuna.

Jónas Hallgrímson kemur ítrekað fyrir sem eins konar dómari í því hvort einhver sé nægilega íslenskur.
Sem dæmi má nefna að Jónas Hallgrímson kemur ítrekað fyrir sem eins konar dómari í því hvort einhver sé nægilega íslenskur. Þetta má sjá í Vetrarborg Arnalds Indriðasonar þar sem rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur horfir á lík hins tíu ára Elíasar frosið við jörðu og ljóð Jónasar Hallgrímssonar, „Grátittlingurinn“, kemur sífellt upp í huga hans og út frá því hugsar hann um stöðu fjölmenningar á Íslandi. Til Jónasar er vísað á mörgum stöðum í bókinni.

Einnig má nefna lögreglumanninn Birki Li Hinriksson, innflytjanda frá Víetnam sem er rannsóknarlögreglumaður í glæpsasögum Viktors Arnar Ingólfssonar. Í Aftureldingu lýsir sögumaður því hvernig Birkir Li náði tökum á íslensku með því að „læra ljóð gömlu íslensku skáldanna utanbókar“. Þá segir sögumaður Birki kunna flestöll ljóð Einars Benediktssonar, Jónasar Hallgrímssonar og annarra íslenskra skálda (48). Í verkinu er staða Birkis sem innflytjanda í hlutverki yfirvalds á Íslandi m.a. réttlætt með þekkingu hans á bókmenntum og sögu Íslendinga.

Í bók Eiríks Arnar, Illsku, glímir nýnasistinn Arnór við að vera ástfanginn af litháenskum gyðingi. Arnór er sagnfræðingur og hefur rannsakað „skrif Jónasar Hallgrímssonar í ljósi evrópskrar þjóðernisvakningar“. Hann er mjög harður í afstöðu sinni gagnvart útlendingum á Íslandi og á því í miklum erfiðleikum með tilfinningar sínar til Agnesar. Í leit sinni að réttlætingu fyrir því að Agnes sé raunverulega íslensk og því geti hann elskað hana  kemur Jónas Hallgrímsson upp í huga Arnórs:

Agnes var náttúrulega ekki íslensk heldur litháísk, hugsaði Arnór, og því ekkert eðlilegra en að hann kæmi fram við hana einsog hvern annan siðspilltan Evrópubúa. Nema það stóðst ekki nánari skoðun – Agnes var á sinn hátt íslenskari en kvæðin hans Jónasar. (304)

Agnes er aðlöguð að íslenskri menningu með milligöngu Jónasar. Þar sem Íslendingur getur skilgreint hana út frá þjóðskáldinu getur hann réttlætt það að að hún sé Íslendingur. Í stað þess að bæla tilfinningar sínar skapar Arnór þá mynd af Agnesi að hún sé „alvöru Íslendingur“ og jafnvel meiri Íslendingur en hann sjálfur.

Þar er gagngert dregin upp sú mynd að innflytjendur auðgi tungumál og bókmenntir á Íslandi …
Í bók Þórarins Leifssonar, Maðurinn sem hataði börn má segja að unnið sé með tengsl rithöfunda og aðlögun innflytjenda en bókin fjallar um ungan dreng, Sylvek, sem hefur flust til Íslands ásamt ömmu sinni og systur. Hann er fljótur að ná valdi á tungumálinu og hjálpar ömmu sinni sem gengur ekki eins vel að skilja íslensku. Sylvek tekur síðan að sér það hlutverk að hjálpa rithöfundi sem leigir hjá honum og ömmu hans, að komast í gegnum ritstíflu. Þar er gagngert dregin upp sú mynd að innflytjendur auðgi tungumál og bókmenntir á Íslandi og jafnvel ýjað að því að án þátttöku aðfluttra Íslendinga í bókmenntaheiminum verði stöðnun í þróun íslenskra bókmennta.

Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor í annarsmálsfræðum, hefur bent á að það sem helst hindrar þátttöku innflytjenda í íslensku samfélagi sé tungumálið.[6] Þá segir hún að þau mögulegu vandræði sem fylgja takmarkaðri tungumálafærni skipti ekki máli ein og sér heldur hafi viðhorf Íslendinga til málfars innflytjenda mikil áhrif. Íslendingar hafa tilhneigingu til að hafna íslensku sem er að einhverju leyti frábrugðin þeirri er innfæddir tala. Birna bendir á að einstaklingum sem vildu vera þátttakendur í samfélaginu, en byggju yfir takmarkaðri tungumálafærni, reyndist sú þátttaka mjög erfið. Þar sem einn grunnþáttur þess að vera Íslendingur er að tala íslensku séu þeir einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með tungumálið ekki taldir hluti af þjóðinni. Birna tekur saman nokkrar tilhneigingar Íslendinga sem hamla aðgengi innflytjenda að íslensku máli. Þar nefnir hún meðal annars:

[T]regðu Íslendinga til að tala íslensku við útlendinga, tilhneigingu Íslendinga til að tala ensku við þá sem líta út eins og útlendingar (jafnvel ættleidd íslensk börn með „framandi“ útlit), tilhneigingu til að gera ekki greinarmun á lítilli og mikilli málfærni og skilgreina alla sem tala með hreim sem ótalandi á íslensku.[7]

Þessar niðurstöður koma heim og saman við það hvernig viðmælendur mínir í undirbúningi MA-ritgerðar minnar um birtingarmyndir innflytjenda í íslenskum samtímaskáldverkum lýstu viðbrögðum Íslendinga við því þegar þeir tala íslensku. Íslendingar kunna illa að hlusta á íslensku sem töluð er með hreim eða ber þess merki að sá sem talar komi frá öðru landi. Þetta er málaflokkur sem hægt er að bregðast við með markvissum skrefum.

Í greininni, „Að leita að hlutverki mínu í samfélaginu; pælingar frá útlenskri íslenskri konu“ bendir Johanna Van Schalkwyk einmitt á þetta en hún segir:

Íslenskan er ekki lykill að samfélaginu. Íslenskan er lykill að samskiptum og upplýsingum. Lykill að samfélaginu er vilji minn til að taka þátt í og skapa það samfélag sem mig langar að sjá, sem mig langar að búa í. Stelpur, konur, við þurfum ekki að hljóma eins og Broddi Broddason til að vera hluti af samfélaginu, við erum það nú þegar. Heimtum áheyrn, hvort sem við tölum litla, mikla eða enga íslensku. Þetta er okkar samfélag líka.[8]

Það er á ábyrgð íslensks samfélags að breyta gildismati sínu og þjálfa upp færni til að hlusta á og meta íslensku sem er bjöguð eða lituð öðrum menningarheimum.
Í grein sinni hvetur Johanna konur af erlendum uppruna á Íslandi til að snúa valdataflinu við, í stað þess að innflytjendur finni til vanmáttar yfir að tala ekki „rétta“ íslensku þurfi Íslendingar að byggja upp tungumálafærni til þess að geta skilið og metið fjölbreytta íslensku. Með öðrum orðum er það ekki ábyrgð innflytjenda að tala fullkomna íslensku, enda væri ómögulegt að tala íslensku á hátt sem gæfi ekki til kynna að viðkomandi væri frá öðru landi. Það er á ábyrgð íslensks samfélags að breyta gildismati sínu og þjálfa upp færni til að hlusta á og meta íslensku sem er bjöguð eða lituð öðrum menningarheimum.

Frásagnartækni Þórarins í Maðurinn sem hataði börn felur í sér viðurkenningu á viðhorfi Íslendinga til bjagaðrar íslensku. Með því að túlka orð Sylveks má bæði sjá íroníska tilraun til að rétta hlut innflytjenda en einnig verður höfundur við kröfum bókmenntastofnunarinnar um rétta íslensku:

Kennarinn hrósaði mér fyrir hvað ég var fljótur að læra að tala íslensku málfræðilega rétt en krakkarnir stríddu mér á því hvernig ég bar fram einstök orð. Sumt gat ég ekki borið rétt fram sama hvað ég reyndi. Það átti sérstaklega við um íslenska H-ið sem mér fannst hljóma eins og spænska J-ið með aðeins minna hrákahljóði þannig að krakkarnir veltust um af hlátri þegar ég sagði Hallgrímskirkja eða hestur. Þeim fannst ég vera að hrækja. Einhver reyndi að kalla mig Hráka-Sylvek en það festist sem betur fer ekki við mig. (34-35)

Hér gefur sögumaður lesanda tilfinningu fyrir þeirri íslensku er Sylvek, amma hans og systir tala. Hann velur að útskýra málfar þeirra í staðinn fyrir að láta það birtast í textanum. Lesandi getur þannig ímyndað sér hvernig fjölskyldan myndi bera fram þann texta sem birtist í bókinni. Þannig ber lesandinn sjálfur ábyrgð á að skapa íslensku þeirra í huganum. Það má því lesa bókina þannig að höfundur sé meðvitaður um þann vanda sem felst í því að skapa málfar þeirra sem hafa ekki íslensku að móðurmáli án þess að takast beinlínis á við hann. Í stað þess að búa til slíkt málfar gefur hann sögumanni sínum, hinum tólf ára Sylvek, einkar vandaða íslensku og skapar þannig íroníu í textanum.

Í Vetrarborginni er málnotkun Sunee og fjölskyldu hennar að mestu haldið frá lesendum. Hún birtist í lýsingum sögumanns, í gegnum túlka, nágranna eða í frásögnum Erlendar og samstarfsfólks hans. Í upphafi sögunnar er því lýst hvernig Sunee kemur að líki Elíasar sonar síns,  „[þ]egar móðirin sá son sinn rak hún upp skerandi vein og hneig í fangið á Elínborgu. Hún hrópaði eitthvað á móðurmáli sínu. Í því kom túlkurinn inn […] “ (15). Túlkurinn, starfsmaður Alþjóðahúss, er talsmaður Sunee og fjölskyldu hennar bróðurpart sögunnar og því fær lesandi ekki tilfinningu fyrir málfari þeirra þegar hennar nýtur við. Nærvera túlksins gerir það að verkum að söguhöfundur færir vandann sem fylgir því að birta tungumál innflytjandans, Sunee, frá sögumanni yfir á Guðnýju, túlkinn. Þannig er persónu Sunee miðlað til lesanda fyrir tilstuðlan tveggja túlka, sögumanns annars vegar og Guðnýjar hinsvegar. Dæmi um málfar má á hinn bóginn sjá í samtölum Erlendar og Virote móðurbróður hins látna en Erlendur hittir hann í miðbæ Reykjavíkur um miðja nótt þar sem Virote safnar dósum. Þetta er einmitt lengsta samtalið við innflytjendur í bók Arnalds:

– Hvernig þú finna mig? spurði Virote.
– Ég … hvað ertu að gera úti í þessu veðri?
– Þú elta mig?
– Já sagði Erlendur. Safnarðu dósum?
– Það smá peningur.
(309)

Í Illsku er gengið lengst í bjögun tungumálsins. Vissar persónur í bókinni beita tungumálinu þannig að stafsetning er röng, beygingar eru ekki eftir settum málfarsreglum og hreim einstaklinga eru gerð skil með stafsetningu í textanum. Hér er það pabbi Agnesar sem talar:

Gott þú er vaknaður! sagði Kestutis með þykka hreimnum sínum og sveiflaði kaffibollanum. Ég veist ekki hvort ég getur tekið strákinn með mér yfir á hostel. Mikið að gera. Í gær kom rúta með Hollendingar og í hádeginu úkraínskir fornleifafræðingar. […] Varstu klappa hundarnir? […] Blessaður, ekki gera svoleiðis. Þeir syndir í ánni og hárið þeirra er bara olía og viðbjóður. Ég á þvo þá almennilega en það bara ekki taka því. Þeir verða strax aftur ógeðslegur. Farðu þú núna og þvoðu þér um hendurnar – ég steikir egg og beikon. (410)

Hér leyfir söguhöfundur persónu sinni að tala þrátt fyrir að íslenska hennar sé ekki fullkomin. Enn fremur er þetta textabrot lengsti samfelldi texti þar sem innflytjandi talar, í þeim skáldsögum sem hér eru til umfjöllunar. Þar má glöggt sjá hvernig höfundarnir forðast að láta persónur sem hafa íslensku að öðru máli tala íslensku. Aðrir sjá um að tala fyrir þær, hvort sem það eru aðrar persónur eða söguhöfundar. Í bókinni setur höfundur fram afstöðu til þróunar á viðhorfi til íslenskunnar en ein af aðalpersónunum er málfræðingur sem dreymir um að gefa út bókina Þitt mál sem á að fjalla um „að fólk fái að tala eins og því sýnist“ (536).

Birtingarmyndir innflytjenda í íslenskum bókmenntum sýna þau vandkvæði sem höfundar standa frammi fyrir varðandi hvernig sé best að gera íslensku innflytjenda skil innan bókmennta. Þeir erfiðleikar undirstrika nauðsyn þess að innflytjendur skrifi sjálfir bækur á íslensku og taki þannig þátt í að móta framsetningu samfélagsins og þar með innflytjenda í bókmenntum. Takmörkuð þátttaka innflytjenda í íslenskum bókmenntaheimi sýnir að sú þróun sem hefur orðið í nágrannalöndum okkar og víða um heim, þar sem ólíkir menningarhópar mætast í bókmenntamenningu hvers lands, hefur ekki enn orðið á Íslandi. Aukin nærvera innflytjenda í íslenskum bókum gæti verið vísbending um að frekari útgáfu íslenskra bóka eftir innflytjendur megi vænta en þó er ljóst að nauðsynlegt er að skref séu tekin til þess að greiða leið innflytjenda inn í íslenskan bókmenntaheim. Þar væri kjörið að byrja á því að styrkja tungumálafærni Íslendinga og þjálfun innfæddra í því að skilja íslensku í fjölbreyttum og jafnvel framandi myndum.

Grein þessi er unnin upp úr fyrirlestri sem fluttur var á ráðstefnunni Fræði og fjölmenning í Háskóla Íslands 6. febrúar 2016.

[line]

[1] Cynthia Trililani, Staðalímyndir asískra kvenna á Íslandi og endurspeglun þeirra í bókmenntum og kvikmynd, BA-ritgerð í íslensku fyrir erlenda stúdenta, Háskóli Íslands, september 2009, sótt 1. mars 2015.
[2] Gayatri C. Spivak, „Can the Subaltern Speak?“, Marxism and the Interpretation of Culture, ritstj: Cary Nelson og Lawrence Grossberg, University of Illinois Press, Urbana og Chicago, 1988.
[3] Ingeborg Kongslien, „New Voices, New Themes, New Perspectives: Contemporary Scandinavian Multicultural Literature“, Scandinavian Studies 79/2, 2007
[4] Homi K. Bhabha, The Location of Culture, Routledge, London, 2004,
[5] Guðmundur Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið: Uppruni og endimörk, Hið íslenska bókmenntafélag og ReykjavíkurAkademían, Reykjavík, 2001, Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur: Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900-1930, Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2004, Eiríkur Bergmann, Sjálfstæð þjóð: Trylltur skríll og landráðalýður, Veröld, Reykjavík, 2011.
[6] Birna Arnbjörnsdóttur, „Samfélag málnotenda: Íslendingar, innflytjendur og íslenskan“, Ritið, 1/2007, bls. 79.
[7] Sama heimild.
[8] Johanna Van Schalkwyk, „Að leita að hlutverki mínu í samfélaginu; pælingar frá útlenskri íslenskri konu“, ræða flutt á baráttufundi í Iðnó í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti, 8. mars, 2014.[/cs_text]

Um höfundinn
Sólveig Ásta Sigurðardóttir

Sólveig Ásta Sigurðardóttir

Sólveig Ásta Sigurðardóttir útskrifaðist með meistarapróf úr almennri bókmenntafræði vorið 2015. Lokaritgerð hennar sneri að birtingarmyndum innflytjenda í íslenskum samtímaskáldsögum.

[cs_text text_align=”none”][fblike][/cs_text]

Deila

news-1012

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

news-1012