Dansi, dansi dúkkan mín

[container]

Um höfundinn
Dagný Kristjánsdóttir

Dagný Kristjánsdóttir

Dagný Kristjánsdóttir er prófessor emeríta í íslenskum nútímabókmenntum við Íslensku­- og menningardeild Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er íslensk bókmenntasaga, kvennabókmenntir, barnabókmenntir, kynjafræði og sálgreining. Sjá nánar

 Þegar Þorvaldur Helmer spyr Nóru konu sína hvernig hún geti svikið sínar helgustu skyldur við eiginmann og börn, segist hún hafa aðrar skyldur sem séu jafn helgar, skyldurnar við sjálfa sig. Þetta er hebreska í augum Helmers og því fer sem fer í hinu dramatíska lokaatriði Dúkkuheimilis (Et dukkehjem, 1879) Henriks Ibsen.

Dúkkuleikur í dúkkuhúsi

Dúkkuheimili Henriks Ibsen var frumsýnt  föstudaginn 30. desember í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Hörpu Arnardóttur og nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín sem líka var dramatúrg sýningarinnar.  Leikritið er fært til nútímans og staðfærslan heppnast mjög vel. Í raun er það makalaust og ekki alfarið þægilegt hve lítið kyngervin sem við horfum á í þessu 135 ára gamla leikriti hafa breyst; ennþá leika (of) margir karlar húsbóndann á heimilinu, þann sem allt getur og allt veit, og konan leikur bjargarlausa og viljalausa dúkku sem hann getur leikið sér að.  Árið 1879 voru flottustu brúðurnar með postulínshausa í knipluðum kjólum en í dag eru það Barbiedúkkur með langa leggi, kannski í flegnum kjól og með afróhár sem eru seldar á uppboðum á netinu.

Unnur Ösp Stefánsdóttir var heillandi Nóra, barnsleg, glöð, svolítið kjánaleg en líka lævís og tvöföld í roðinu frá því fyrsta. Nóra er í hennar túlkun meðvituð um þann leik sem hún leikur og telur sig hafa vald yfir honum. Þegar leyndarmál hennar er afhjúpað rennur upp augnablik sannleikans og kemur til óumflýjanlegs uppgjörs þeirra Helmers. Þar skilur Nóra ekki aðeins að Helmer er ekki sá maður sem hún hélt að hann væri heldur einnig að hún hefur aldrei haft leikinn á valdi sínu af því að hún er ekkert annað en þessi leikur. Það er ekkert á bak við hann.

Mótleikari Nóru er Helmer, afskaplega ógeðfelldur náungi í leikriti Ibsens, hégómagjarn, ráðríkur hræsnari sem er stoltur af Nóru, hún er blæti, dýrmætur hlutur sem allir þrá og öfunda hann af og hann er stoltur af henni en talar við hana eins og gæludýr (litli lævirkinn og kisulóran) en líka eins og barns sem er eign hans og sköpunarverk. Flókið? Ekki fyrir Þorvald Helmer. Saman búa þau Nóra í dúkkuhúsi sem er ekki fyrir börn. Þetta er dýrt dúkkuhús sem fólk má horfa á og sjá fyrir sér hversdagslífið sem lifað er í herbergjunum og ímynda sér litlu leyndarmálin sem íbúarnir fela í skúmaskotunum.

Hilmir Snær Guðnason var nýstárlegur Helmer, að vísu hégómlegur, eigingjarn og kjánalegur en líka ástfanginn af Nóru og vekur samúð áhorfandans í lokin þegar heimurinn hrynur í hausinn á honum.   Það gerist þegar dúkkan sem hann heldur að hann hafi stjórnað reynist hafa lifað eigin lífi, farið á bak við hann og gengur loks burt úr leikritinu hans.  Ef hann hefur verið leikstjórinn í þessu dúkkuhúsi er hann allsendis hlutverkslaus þegar leikararnir yfirgefa sviðið.

Þetta myndmál um leikhús og dúkkuhús sem renna saman má lesa úr allri sýningunni. Sviðið er opið og svartir flekar til hliðanna en í miðjunni er afmarkaður ferningur með rauðbrúnum gervisandi sem lítur út eins og gólfteppi en gegnir margvíslegu hlutverki í sýningunni eins og allt annað í úthugsaðri leikmynd Ilmar Stefánsdóttur. Á þessum ferningi er nútímalegur en mjög einfaldur húsbúnaður í fyrsta þætti áður en óveðurskýin hrannast upp. Þegar snaran herðist að hálsi Nóru vex óreiðan á sviðinu, rusl eftir jólin, húsgögnum er hrúgað inn og æ fleira er grafið í sandinn. Í lokaþættinum er allt innbú horfið og sviðið eins og vígvöllur eða kirkjugarður. Þetta  rými á sviðinu eða „dúkkuhúsið“ og það sem þar gerist er líka afmarkað með hliðarljósum og löngum eltiljósum í stórkostlega fallegri ljósahönnun Björns Bergsteins Guðmundssonar. Búningar Filippíu I. Elísdóttur, sérstaklega búningar Nóru, undirstrika sömuleiðis stígandi verksins og persónunnar– hvert smáatriði í sýningunni beinist að þeirri heildarmynd sem búin er til.  Sýningin ber þannig vitni verulega vandaðrar vinnu allra listamannanna sem að henni standa og ekki síst leikstjórans, Hörpu Arnardóttur, en þar nýtur hún líka nýrrar þýðingar Hrafnhildar Hagalín.

Ibsen og Nóra

Það er óskaplega erfitt að þýða verk Ibsens. Þau eru ekki aðeins skrifuð á tungumáli annars tíma og menningar heldur eru þau hlaðin táknmerkingu og vísunum, þau eru eins og vel hlaðinn veggur úr steini. Hrafnhildur fer milliveg, staðfærir þýðinguna í tíma og rúmi að mestu leyti, en heldur þó borgaralegri formfestu. Verkið er fremur lítið stytt og ég sakna einskis í því, þjónustufólkið á ekki heima á nútímaheimili. Ég er hins vegar ekkert hrifin af því að breyta titlinum á verkinu úr eldra heiti þess á íslensku sem var Brúðuheimilið (það hét raunar Heimilisbrúðan í fyrstu þýðingu Bjarna frá Vogi, Leikfélagi Reykjavíkur 1904/1905). Hrafnhildur útskýrir hins vegar þetta val ítarlega í viðtali við þær Hörpu í leikskránni.

Ein af ástæðum þess að Dúkkuheimilið höfðar svo sterkt til nútímans felst kannski í því að það er í því margs konar dramatísk spenna. Verkið byggir á sannsögulegum atburðum. Laura Kieler var norsk skáldkona sem skrifaðist á við Ibsen, leitaði ásjár hans og bar sig upp við hann af því að hún hafði tekið lán, án vitundar eiginmannsins, til að borga lækniskostnað hans og hafði falsað pappíra í því skyni. Hún bað Ibsen að hjálpa sér að fá birta bók sem hún hafði skrifað og vonaðist til að geta borgað skuldina með ritlaununum en Ibsen gat ekki hjálpað henni. Málið fór svo illa með hana að hún lenti á geðveikrahæli.  Henni fannst Ibsen hafa notað sig og svikið. Í næstu skáldsögu sinni talaði hún bitur um það hvernig karlar noti ógæfu kvenna sem efnivið í eigin skáldskap og frægðarferil.  Ibsen líkaði ekki við Lauru Kieler og kannski líkaði honum heldur ekkert sérlega vel við Nóru heldur.

Breski höfundurinn  A.S. Byatt skrifaði umhugsunarverðan pistil um Dúkkuheimilið í The Guardian árið 2009 (Blaming Nora) þar sem hún bendir á að Nóra hefur enga samúð með öðrum persónum í verkinu, hvorki Kristínu Linde, vinkonu sinni, né hinum ógæfusama Niels Krogstad. Minnsta samhyggð sýnir hún vonbiðli sínum, hinum deyjandi lækni Jens Rank. Þessi þrjú voru leikin af Arndísi Hrönn Egilsdóttur, Þorsteini Bachmann og Vali Frey Einarssyni  í Dúkkuheimilinu og öll bjuggu þau til heilsteyptar og flottar persónur. Í augum Nóru eru Kristín og Jens fyrst og fremst aðdáendur og nauðsynlegir áhorfendur og engin eftirspurn eftir þeirra eigin sögu.

Sjálfhverfa Nóru hverfur að miklu leyti bak við sjarma hennar og ákafa í túlkun Unnar Aspar en hún var þarna engu að síður allan tímann. Það var samt eins og hún byrjaði að sjá annað fólk í lokaþættinum og kannski var það hluti af því að sjá ljósið sem hún gekk á móti í lokin en það það er aftur margrætt myndmál.

Ætli sé ekki best að gefa Vilborgu Dagbjartsdóttur lokaorðið í ljóðinu „Erfiðir tímar“ sem hefst svo: Nóra litla, hvert ætli þú hafir svo sem getað farið?

Deila

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

content-2611

Mix Parlay


yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

Togel Online Resmi

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

news

slot mahjong ways

judi bola online

yakinjp

yakinjp

2106

2107

2108

2109

2110

2111

2112

2113

2114

2115

2116

2117

2118

2119

2120

2121

2122

2123

2124

2125

2196

2197

2198

2199

2200

2201

2202

2203

2204

2205

3001

3002

3003

3004

3005

3006

3007

3008

3009

3010

2126

2127

2128

2129

2130

2131

2132

2133

2134

2135

2206

2207

2208

2209

2210

2211

2212

2213

2214

2215

3011

3012

3013

3014

3015

3016

3017

3018

3019

3020

2136

2137

2138

2139

2140

2141

2142

2143

2144

2145

2216

2217

2218

2219

2220

2221

2222

2223

2224

2225

3021

3022

3023

3024

3025

2076

2077

2078

2079

2080

2081

2082

2083

2084

2085

2146

2147

2148

2149

2150

2151

2152

2153

2154

2155

2226

2227

2228

2229

2230

2231

2232

2233

2234

2235

3026

3027

3028

3029

3030

3031

3032

3033

3034

3035

2066

2067

2068

2069

2070

2071

2072

2073

2074

2075

2166

2167

2168

2169

2170

2171

2172

2173

2174

2175

2236

2237

2238

2239

2240

2241

2242

2243

2244

2245

3036

3037

3038

3039

3040

3041

3042

3043

3044

3045

2156

2157

2158

2159

2160

2161

2162

2163

2164

2165

2246

2247

2248

2249

2250

2251

2252

2253

2254

2255

2176

2177

2178

2179

2180

2181

2182

2183

2184

2185

3046

3047

3048

3049

3050

2186

2187

2188

2189

2190

2191

2192

2193

2194

2195

3051

3052

3053

3054

3055

3056

3057

3058

3059

3060

3061

3062

3063

3064

3065

3066

3067

3068

3069

3070

3071

3072

3073

3074

3075

content-2611
news-2611

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

2106

2107

2108

2109

2110

2111

2112

2113

2114

2115

2116

2117

2118

2119

2120

2121

2122

2123

2124

2125

2196

2197

2198

2199

2200

2201

2202

2203

2204

2205

3001

3002

3003

3004

3005

3006

3007

3008

3009

3010

2126

2127

2128

2129

2130

2131

2132

2133

2134

2135

2206

2207

2208

2209

2210

2211

2212

2213

2214

2215

3011

3012

3013

3014

3015

3016

3017

3018

3019

3020

2136

2137

2138

2139

2140

2141

2142

2143

2144

2145

2216

2217

2218

2219

2220

2221

2222

2223

2224

2225

3021

3022

3023

3024

3025

2076

2077

2078

2079

2080

2081

2082

2083

2084

2085

2146

2147

2148

2149

2150

2151

2152

2153

2154

2155

2226

2227

2228

2229

2230

2231

2232

2233

2234

2235

3026

3027

3028

3029

3030

3031

3032

3033

3034

3035

2066

2067

2068

2069

2070

2071

2072

2073

2074

2075

2166

2167

2168

2169

2170

2171

2172

2173

2174

2175

2236

2237

2238

2239

2240

2241

2242

2243

2244

2245

3036

3037

3038

3039

3040

3041

3042

3043

3044

3045

2156

2157

2158

2159

2160

2161

2162

2163

2164

2165

2246

2247

2248

2249

2250

2251

2252

2253

2254

2255

2176

2177

2178

2179

2180

2181

2182

2183

2184

2185

3046

3047

3048

3049

3050

2186

2187

2188

2189

2190

2191

2192

2193

2194

2195

3051

3052

3053

3054

3055

3056

3057

3058

3059

3060

3061

3062

3063

3064

3065

3066

3067

3068

3069

3070

3071

3072

3073

3074

3075

news-2611