Eyðingarferðalag sjálfsins

[container] „Maður vill senda lesandann í ákveðna rússíbanareið. Að þegar hann lokar bókinni þá hugsi hann: „Þetta var þess virði að lesa!“ Það er pælingin.“ segir Sævar Daníel Kolandavelu, betur þekktur sem rapparinn Sævar Poetrix en hann hefur nýlega lokið við sína fyrstu bók; Hvernig á að rústa lífi sínu … og vera alveg sama – Sannsöguleg sjálfshjálparbók sem kennir þér að rústa lífi þínu, en hún kemur út 22. nóvember næstkomandi. Titillinn er margslunginn og vísunin í „að rústa lífi sínu“ gefur til kynna að höfundur vilji gagngert afbyggja það form og þá hefð bóka sem hann hefur kosið að vinna með, það er, sjálfhjálparbækur.

„Ég hef aldrei hugsað bækur út frá formum og hvað þá þegar ég er að skrifa, þetta er bara ég að tjá mig. Ég myndi ekki segja að bókin sé formbundin á neinn hátt. Líkt og í öðrum sjálfshjálparbókum þá er höfundurinn, og í þessu tilviki ég, lykilpersóna í verkinu. Mínar upplifanir og minn eigin skilningur á heiminum er þungamiðja frásagnarinnar. Ég er að brjóta blað með því að gefa út sjálfshjálparbók sem virkar. Það er sama hvað viðfangsefnið er, fylgjendur ná aldrei sama árangri og höfundurinn segist sjálfur hafa náð.“

Þrátt fyrir afstöðu hans til leiðbeiningar og lærdóms af slíkum bókmenntum hikar Sævar ekki við að uppfræða eigin lesendur. Í bókinni tekur hann að sér hlutverk læriföðurs sem hyggst eftir eigin fordæmi leiðbeina óreyndum lesendum í átt að frelsi frá hinum efnislega heimi. Mitt í lífsrústinni er, samkvæmt honum, að finna frelsi og sannleika.

„Sagan er í fjórum hlutum og inni á milli eru sjálfshjálparpælingar. Eftir hvern kafla á lesandinn að geta greint hvert vandamálið er og hver er lausnin. Þar er ég leiðbeinandinn. Svo bendi ég lesendum á tvo eiginleika sem þeir verða að tileinka sér vilji þeir verða „sjálfseyðingarninjur“. Að lokum er í hverjum kafla dæmisaga úr mínu lífi; ég útskýri hvernig ég nýtti þessa eiginleika til að rústa lífi mínu. Lesendunum er ætlað að læra af mér og minni sögu, ég er höfundurinn.”

Þegar Sævar er spurður hvers vegna hann vinni með hugmyndir um sjálfseyðingu, segir hann að það hafi ávallt verið hluti af sinni persónu að vera óhefðbundinn og brjótast gegn ríkjandi hugmyndum. Það hafi jafnan verið túlkað sem sjálfseyðilegging og sé því kjörið form til að vinna með frásagnir úr eigin lífi. „Frásagnir úr lífi mínu hefjast þegar ég er 15 ára gamall. Þá flyt ég að heiman og fer af stað út í lífið. Síðustu frásagnirnar gerast síðan í nútímanum. Ég leitaðist við að vera trúr sjálfseyðingarhugtakinu þegar ég skrifaði þessa bók, ég tók mikið af fíkniefnum, borðaði hræðilegan mat og gerði marga sjálfsskaðandi hluti. Ég vildi vera versta útgáfan af sjálfum mér. Inn í þetta koma síðan flóknari spurningar um hvernig maður eyði sjálfinu. Felst það í því að eyðileggja sálina, líkamann eða sambönd mín við aðra? Sjálfið er svo óstöðugt.“

Bók Sævars hefur þegar vakið töluverða athygli fjölmiðla og þá sérstaklega deilur um sannleiksgildi frásagna hans úr barnæsku en þær draga upp mynd af uppvexti er einkenndist af vanrækslu og ofbeldi. Systir hans hefur gagnrýnt frásagnir hans harðlega og segir margt rangt í þeim. Sævar birti brot úr þeim frásögnum á fésbókarsíðu sinni. Þar kemur fram að hann hafi orðið fyrir grófu ofbeldi í barnæsku af hálfu móður sinnar og stjúpföður. Sævar segir bókina þó ekki snúast um uppgjör við þá atburði og hvað þá hefnd gagnvart gerendum. Það sé hins vegar ekki hægt að stjórna því hvað fólki þykir áhugavert og vill ræða um. „Það er kannski skiljanlegt að þetta þyki góð saga í þjóðfélaginu. Persónulega finnst mér barnæskan mín ekkert sérlega merkileg, langt því frá, og hún er engin þungamiðja í bókinni. Auðvitað vinn ég með æsku mína líka, því hún er hluti af mér sem manneskju. Ég nota atburði úr mínu lífi af því að ég er viðfang bókarinnar. Bókin er samt ekki sjálfshjálp fyirr mig, eða „úrvinnsla“ eins og margir virðast halda.. Það er lesandinn sem er að lesa sjálfshjálparbók, það er hann sem er á því ferðalagi.“

Sævar segir það ekki hafa verið erfitt að deila opinberlega atburðum úr eigin lífi, jafnvel þegar um er að ræða upplifanir eins og heimilisofbeldi og eiturlyfjanotkun. Þar gegni rappheimurinn stóru hlutverki. Í raun megi segja að í rappinu sé stöðugt tekist á við sjálfsævisöguleg þemu og innan þess forms deili tónlistarmenn oft persónulegum frásögnum og upplýsingum með áhorfendum. Það sé því ekki stórt stökk að flytja sig af þeim vettvangi yfir í heim sjálfsævisögulegra sjálfshjálparbókmennta.

„Það er ekkert mál. Auðvitað lít ég á mig sem besta rithöfund allra tíma en mér finnst sérstaklega mjög gaman að takast á við þetta form. Ég hef alltaf haft brjálaðan áhuga á texta og að setja hann í mismunandi form. Ég byrjaði að semja ljóð þegar ég var mjög ungur og hafði mikinn áhuga á orðum og hugmyndum. Þegar ég var 15 ára hætti það að vera töff að semja ljóð um hafið og hesta. Þá fann ég mér aðeins meiri töffaravettvang, rappið, og nú er ég að takast á við bókmenntir en þetta byggir allt á sama bakgrunninum sem er textasmíð. Þetta er náttúrlega á endanum allt sama kjaftæðið.”

Sólveig Ásta Sigurðardóttir, meistaranemi í menningarfræði.

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1112

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

JUDI BOLA ONLINE

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

20001

20002

20003

20004

20005

20006

20007

20008

20009

20010

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

20011

20012

20013

20014

20015

20016

20017

20018

20019

20020

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

20021

20022

20023

20024

20025

20026

20027

20028

20029

20030

20031

20032

20033

20034

20035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

20036

20037

20038

20039

20040

20041

20042

20043

20044

20045

20046

20047

20048

20049

20050

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

20051

20052

20053

20054

20055

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

20056

20057

20058

20059

20060

20061

20062

20063

20064

20065

news-1112