Andri Snær um sköpunarsögu bóka sinna

[container]

Andri Snær Magnason rithöfundur fjallaði nýverið um tilurð verka sinna í fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? Andri ræddi um bækurnar Lovestar og Draumalandið en varði mestum tíma í að segja frá tilurð og sköpunarsögu Sögunnar af bláa hnettinum. Nú er hægt að horfa á upptöku frá fyrirlestrinum með því að smella hér.Andri Snær hlaut nýverið Íslensku bókmenntaverðlaunin í þriðja sinn. Hann er Árbæingur í fjórða lið. Hann hóf rithöfundarferil sinn árið 1995 með ljóðbókinni Ljóðasmygl og skáldarán, þar sem hann segir fuglunum að snauta því hann sé að yrkja ljóð um vorið. Síðan hefur hann sent frá sér ritverk af ýmsu tagi; ljóð, smásögur, skáldsögur, leikrit, kvikmyndahandrit og fleira. Verk hans hafa vakið fádæmi athygli og borið hróður hans yfir á tugi tungumála.

Fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? hefur verið haldið úti af námsbraut í ritlist og Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands frá 2009. Þar hafa margir af virtustu höfundum þjóðarinnar rætt um ritverk sín.

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *