[container] Út er komið hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni tímaritið Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu. Tímaritið kemur í stað ársrits Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og er fjórða hefti Milli mála. Þema heftisins er tungumál frá ýmsum sjónarhornum og rita 11 fræðimenn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur greinar í það. Greinarnar eru skrifaðar á íslensku, ensku, ítölsku, norsku, spænsku og þýsku. Auk fræðigreinanna er einnig að finna nokkrar þýðingar í tímaritinu.Þeir fræðimenn SVF sem eiga greinar í tímaritinu Milli mála eru Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor í annarsmálsfræðum, Erla Erlendsdóttir, dósent í spænsku, Gro-Tove Sandsmark, sendikennari í norsku, Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, Jessica Guse, sendikennari í þýsku, Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor í þýsku, Pétur Knútsson, dósent emeritus í ensku, Stefano Rosatti, aðjunkt í ítölsku, Þórhallur Eyþórsson fræðimaður og Þórhildur Oddsdóttir, aðjunkt í dönsku.

Þeir fræðimenn SVF sem eiga þýðingar í tímaritinu eru Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönskum fræðum, Ásta Ingibjartsdóttir, aðjunkt í frönskum fræðum, Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku, og Rebekka Þráinsdóttir, aðjunkt í rússnesku.

Ritstjórar bókarinnar eru Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönskum fræðum, og Sigrún Á. Eiriksdóttir þýðandi.
[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *