Fengu Íslensku barnabókaverðlaunin

Kjartan Yngvi Björnsson, bókmenntafræðingur og nemi í ritlist við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, og Snæbjörn Brynjarsson, leikskáld og nemi í japönsku við háskólann, hlutu nýverið Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Hrafnsauga.

Þetta er fyrsta bók þeirra Kjartans og Snæbjörns og jafnframt fyrsta bókin í sagnaflokknum Þriggja heima sögu. Að mati dómnefndar Íslensku barnabókaverðlaunanna er Hrafnsauga „spennandi og frumleg saga þar sem áhugaverðar persónur takast á við krefjandi aðstæður í vel sköpuðum ævintýraheimi.“

Að Íslensku barnabókaverðlaununum standa Forlagið, fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar, Barnavinafélagið Sumargjöf og IBBY á Íslandi.

 


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *