Segjum „já – en“ við þjóðkirkjuákvæði í skoðanakönnuninni

Starfsbróðir minn við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild H.Í., dr. Hjalti Hugason prófesssor í kirkjusögu, hefur nýlega í blaðagreinum  greint kostina sem þjóðin stendur frammi fyrir varðandi stöðu þjóðkirkjunnar í væntanlegri skoðanakönnun um tillögur Stjórnarskrárnefndar. Þar er það spurningin um já eða nei við að nefna Þjóðkirkjuna yfirleitt í stjórnarskránni sem eðli málsins samkvæmt inniheldur grundvallarviðmið allrar lagasetningar í landinu. Ég er þeirrar skoðunar að táknrænt gildi þess að nefna Þjóðkirkjuna í stjórnarskránni sé mikið. Það er í raun yfirlýsing um það sem við vitum að er staðreynd sem sé að kristinn siður hefur frá samþykkt Alþingis árið 1000 verið grundvallarlög íslensk samfélags og mótað viðhorf og grundvallargildi samfélagsins hver svo sem afstaða hvers og eins var til kirkjustjórnarinnar á hverjum tíma. Hér er verið að tala um gott siðferðisviðmið og allsherjarreglu sem þróast hefur innan ramma kirkju sem lengst af hefur verið nátengd ríkisvaldinu. Í núgildandi lögum um grunnskólann er algerlega aðgreint á milli skóla og Þjóðkirkju og það er tímanna tákn um leið og það er söguleg staðreynd að kirkjunni var í upphafi falin yfirsumsjón og framkvæmd fræðsluskyldu í landinu. Í markmiðsgrein laga um grunnskóla frá 2008 er tekið fram að:„Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.“

Í þeirri þjóðfélagsumræðu sem fram fer um trúar- og kirkjumál takast á a.m.k. tvö ólík grundvallarsjónarmið og þau eru jafnrétti annars vegnar og samstaða um sögulegt gildi hins vegar. Ef við skoðum sögu Þjóðkirkjunnar sem slíkrar sem varð til með formlegum hætti með því að hin Evangelísk- lútherska kirkja var nefnd svo í stjórnarskránni 1874 þá er það staðreynd að sú saga er jafngömul trúfrelsisákvæðinu sem byggir á hugsjóninni um jafnrétti og mannhelgi. Þjóðkirkjan hefur jafnt og þétt þróast í lýðræðisátt um leið og trúfrelsisákvæðið hefur smám saman náð fram að ganga í löggjöf um trúfélög og mannréttindi. Þjóðkirkjan er sem sagt jafngömul og trúfrelsisákvæðið og það bendir til þess að þetta tvennt sé ekki og þurfi alls ekki að vera andstæður.

Oft eru þessu þó stillt upp sem andstæðum og niðurstöður skoðanakannana endurspegla þetta. Þegar gefið er í skyn að Þjóðkirkjan sé ríkiskirkja og spurt hvort aðskilja eigi ríki og kirkju þá fæst sú útkoma að meiri hluti þjóðarinnar sé á móti Þjóðkirkjunni og þá um leið væntanlega að ekki beri að nefna hana í stjórnarskrá og því síður að ríkisvaldinu beri að styðja hana og vernda. En málið er ekki svona einfalt því þegar gengið er út frá því að Þjóðkirkjan hafi sérstöðu vegna sögu sinnar og menningarlegrar og félagslegrar þjónustu þá styður meiri hluti svarenda þessa sömu kirkju og vill þá væntanlega standa vörð um stöðu hennar.

Saga Þjóðkirkjunnar sýnir að innan hennar hafa nútímahugmyndir um umburðarlyndi, manngildi og skoðanafrelsi þroskast og þróast, að vísu ekki án átaka og deilna, en því verður ekki hafnað að þessi kirkja er og hefur verið umburðarlynd, þjóðleg og frjálslynd. Segja má að markmiðsgrein núgildandi grunskólalaga sé eins og töluð úr hjarta frjálslyndu guðfræðingana sem komu að fræðslumálum þjóðarinnar í upphafi 20.aldarinnar.  Á þessum forsendum hefur Þjóðkirkjan öðlast trúverðugleika sem birtist í því að leiðandi pólitísk öfl í landinu hafa hingað til stutt við hana og verndað.

Jafnrétti og mannhelgi eru hugsjónir sem alltaf verða að vera lifandi hluti af þjóðfélagsumræðunni og ég tel það mikilvægt að kirkjan og kristnir söfnuðir verði áfram virkir í þeirri umræðu. Það gera þeir m.a. með því að standa vörð um trúfrelsið og efla umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum og lífskoðunum. Ástandið í heimsmálunum um þessar mundir sýnir að bókstafstrú (sem andstæða frjálslyndis) og einstefna sem fótumtreður manngildið er að steypa heilu þjóðfélögunum í glötun og ógnar heimsfriði. Friðarboðskapur kristinnar kirkju byggir á samtali og samvinnu milli ólíkra kirkjudeilda og trúarbragða um gott siðferði og allsherjarreglu. Þess vegna þarf að endurskoða núverandi ákvæði um stuðning og vernd ríkisins við Þjóðkirkjuna á þann hátt að þessi vernd og stuðningur nái til allra skráðra og þar með viðurkenndra trúfélaga sem starfa í landinu sem eðli máls samkvæmt eru skuldbundin viðmiðum góðs siðferðis og allsherjarreglu. Þar með eru komnar ákjósanlegar forsendur til að þróa trúmálaréttinn í landinu á 21. öldinni. Já, við viljum að Þjóðkirkjan og kristin arfleifð sé nefnd í nýju stjórnarskránni, en um leið þarf að nefna þar önnur skráð trúfélög í landinu.

Greinin hefur áður verið birt í Morgunblaðinu.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1012

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

news-1012