Skaðleg kynhegðun ungmenna

Fyrir nokkru bárust fréttir af því að klámmyndum af ungum íslenskum skólastúlkum væri dreift á netinu. Í einu tilfelli létu 15 ára stúlkur eldri kærasta taka myndir af sér í erótískum stellingum. Málið var flokkað sem barnaklám. Þetta birti DV þann 11. febrúar árið 2005 í þeim vel meinandi tilgangi að upplýsa okkur hin um að ný kynslóð væri komin fram á sjónarsviðið og að nafn hennar kenndist við áhugamálið, sem væri klám.

Þarna tel ég að finna megi upphaf  orðræðunnar um íslensk ungmenni. Því var blastað upp með rauðu letri að unglingarnir okkar væru með brenglaða siðferðiskennd, að stúlkurnar létu fara með sig eins og viljalaus kynlífsleikföng og að drengirnir hreinlega krefðust slíkrar hegðunar af þeim. Grein DV vitnar í landlækni sem tjáir sig með þessum hætti: „Þetta er raunverulegt vandamál sem þarf að fjalla um í samfélaginu,“ segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Mikil aukning hefur orðið á því að ungar stúlkur leiti sér hjálpar vegna sárinda í endaþarmi – afleiðingu endurtekinna endaþarmsmaka. Landlæknir talar einnig um að stúlkur láti taka af sér klámmyndir og samþykki samfarir í þeim tilgangi að komast inn í partý. Þær eru með öðrum orðum gálulegar, lauslátar, án líkamsvirðingar og taka þátt í kynlífsathöfnum sem einungis hafa verið kenndar við klámiðnaðinn fram að þessu. Þessar fullyrðingar eru settar fram í nafni ábyrgrar umfjöllunar um ungmenni samtímans. Þetta var niðurstaða landlæknis og blaðamanns eftir að hafa rætt við ábyrga viðmælendur um þá róttæku breytingu sem orðin var með þessari nýju kynslóð – klámkynslóðinni. Landlæknir telur félagslega þáttinn vera númer eitt og segir: þó ég vilji ekki vera leiðinlegur við femínista tel ég að það standi femínistum mun nær að fjalla um þetta mál en dagbækur með gömlum málsháttum.

Þessi grein DV setti kynlíf unglinga almennt fram með þeim hætti að, lesendur fengu það á tilfinninguna að allir unglingar höguðu sér með fyrr lýstum hætti. Sakleysi unglinga er svívirt eins og ekkert væri sjálfsagðara, ég varð hoppandi reið og hugsaði að nú hlyti Femínistafélag Íslands að svara þessari grein og vísa henni til föðurhúsanna. En ekkert slíkt gerðist og það sem meira er,almenningsumræðan fór að taka undir með DV: „Já þessar stúlkur klæða sig hneykslanlega, þær vita bara ekki betur“. Þær eru hneykslunarefnið.

Staðan núna, 7 árum síðar, er sú að búið er að innlima hugtökin klámkynslóðin/klámvæðing í umræðuna sem almennt heiti yfir kynslóð. Þessir vel meinandi, upplýstu og ábyrgu aðilar hafa kynlíf unglinga á heilanum.

Þetta viðhorf til ungmenna er orðið svo yfirþyrmandi að menntaðir kynjafræðingar stíga nú fram með fullyrðingar eins og að unglingar stundi munn og endaþarmskynmök og að börn byrji að horfa á klám 11 ára gömul. Þessi ummæli féllu í umfjöllun þáttarins Ísland í dag á Stöð 2 þann 12. mars, í þætti þar sem „ábyrg“ umfjöllun um klámvæðinguna fór fram. Þessi fullyrðing var þó ekki rökstudd með neinum rannsóknum, þetta var fremur tilfinning þeirrar sem hélt þessu fram. Þessi fullyrðing kynjafræðingsins var síðar tekin hrá upp af hjúkrunarfræðingi sem tjáði sig um sama málefni viku síðar. Allt var sett fram í óskaplega vel meinandi hneykslunartóni, í nafni forvarna. Umræðan er farinn út um víðan völl og stjórnast mjög oft af siðferðiskennd þess sem talar. Í nafni ábyrgrar umræðu bið ég þessa vel meinandi, upplýstu siðapostula að hugsa sig tvisvar um áður en þeir setja fram gífuryrði um ungmenni án þess að nokkur gögn eða rannsóknir liggi fyrir um málið.

Helga Þórsdóttir,
meistaranemi í menningarfræði


Comments

One response to “Skaðleg kynhegðun ungmenna”

  1. Melkorka Avatar
    Melkorka

    Það eru til ýmsar rannsóknir á þessu sviði. Hér er t.d. nýleg umfjöllun: http://www.telegraph.co.uk/news/politics/9379401/Teenager-relationship-violence-link-to-internet-pornography-admits-Keir-Starmer.html
    Ég hef ekki trú á að læknar og hjúkrunarfólk myndu halda svona hlutum fram nema þau hafi í starfi sínu orðið vitni að slíku. Stígamót get líka staðfest og upplýst ýmsa hluti sem kannski er erfitt fyrir okkur að trúa. Ef þú skoðar umræðuþræði á síðum eins og femin.is getur þú líka séð hvernig fyrirspurnir eru að berast frá unglingum.
    Þó svo auðvitað sé ekki hægt að dæma heila kynslóð og staðhæfa um hana alla þá er það staðreynd að unglingar í daga hafa greiðan aðgang að klámi, sem við sem erum nokkrum árum eldri hefðum átt erfiðara með að nálgast. Rannsóknir staðfesta það að unglingar skoða klám og sækja í það og það hafa líka komið fram rannsóknir sem sýna aukningu á ofbeldi og “óhefðbundnum” kynlífsathöfnum í tengslum við klámneyslu (t.d. sú sem minnst er á í greinninni hér fyrir ofan).
    Ég er sammála þér í því að það er óheppileg nafngift á kynslóð fólks að kalla hana “klámkynslóð”. Og ég er líka sammála því að upplýst og ábyrg umræða er mikilvæg um þetta málefni. Þess vegna ber okkur skylda til þess að horfast í augu við mögulegar afleiðingar af framleiðslu klámiðnaðarins og stóraukins aðgengi kláms, ekki síst fyrir ungt fólk, sem er eðli málsins samkvæmt leitandi og opið, en líka viðkvæmt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1012

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

news-1012