Flopp í Bessastaðaleikhúsinu

Undanfarin misseri hefur verið borið á borð fyrir Íslendinga nýjasta verkið á leiksviði þjóðmálanna. Höfundurinn er forseti okkar, Ólafur Ragnar Grímsson, og hefur hvergi verið til sparað til að gera leikgerðina sem glæsilegasta. Handritið sem slíkt er vissulega frumlegt. Hverjum hefði annars dottið í hug að fullorðinn maður þyrfti að láta klappa sig upp eftir 16 ár í embætti?

Fyrsti þátturinn kom fyrir sjónir okkar um áramótin. Þar talaði forseti vor í kringum það umræðuefni sem flestir höfðu áhuga á: hvort hann myndi sækjast eftir endurkjöri í fjórða sinn. Yfirlýsingar forsetans skildu flestir á þann hátt að hann ætlaði að setjast í helgan stein eða snúa sér að öðrum málum en þó vakti athygli að hann forðaðist að segja beinum orðum að hann gæfi ekki kost á sér.

Fréttamenn brugðust við skjótt og hringdu, hver á fætur öðrum, á forsetaskrifstofuna til að krefja manninn sjálfan skýrari svara. En Ólafur neitaði að svara öllum spurningum. Blaðamennirnir hefðu eins getað rætt þetta mál við álftirnar á Bessastaðatjörn, frekari svör var ekki að fá að svo stöddu.

Það var því vita eðlilegt að fólk spyrði hvert annað hvað Ólafur Ragnar ætlaði sér með slíkri þögn, af hverju landsmenn mættu ekki vita hvort hann ætlaði aftur fram. Á meðan sátu þeir sem mögulega renndu hýru auga til embættisins og nöguðu á sér neglurnar. Svo virtist sem enginn þyrði í forsetaslag við Ólaf.

Í næsta þætti leikritsins sat Ólafur enn bak við luktar dyr en Guðni Ágústsson og ýmsir vaskir hjálparsveinar komust þá í sviðsljósið með því að hefja undirskriftasöfnun og hvetja forsetann til að halda áfram í embætti. Söfnunin virtist þó frekar vafasöm, ekki var hægt að sjá nöfn þeirra sem skrifuðu undir og óljósar fregnir bárust af stuðningi íbúa Andabæjar við forsetann. 30 þúsund undirskriftir söfnuðust og marseruðu forsvarsmennirnir til Bessastaða þar sem Ólafur Ragnar veitti þeim viðtöku. Það lá við að rödd hans brysti er hann þakkaði stuðninginn sem kæmi honum gjörsamlega í opna skjöldu. Hann lauk máli sínu með hjartnæmu loforði um að íhuga vel stöðu sína og skyldur gagnvart þjóð sem svo greinilega þyrfti á honum að halda. Á hægri vængnum mátti sjá Guðna Ágústs þurrka tár af hvarmi.

Þriðji þáttur var svo loks leikinn þann 4. mars seinastliðinn, með yfirlýsingu forseta vors um að hann gefi kost á sér í embættið, kannski út kjörtímabilið, kannski ekki. Að sögn finnur hann fyrir ríkum vilja þjóðarinnar til að hann sitji áfram.

Nokkur atriði í fléttu leikverksins standast þó ekki nána skoðun. Til að mynda rökstuðningur Ólafs Ragnars þegar hann segir vera umrót á vettvangi þjóðmála. Hvernig ætlar hann að lægja öldurnar, þessi forseti sem hefur klofið þjóðina í herðar niður með pólitískum útspilum sínum á seinustu árum? Einnig segir hann vera átök um fullveldi Íslands. Ætlar hann að sitja sem fastast á forsetastóli til að hafa eitthvað að segja um ESB samningaviðræðurnar? Með hvaða markmiði?

Og hver er þessi ríki vilji þjóðarinnar? Rúmlega 13% atkvæðabærra landsmanna eru á þessum undirskriftalista. Ætla mætti að 13% landsmanna vilji fá Justin Bieber til landsins en seint yrði það túlkað sem ríkur vilji þjóðarinnar.

Ég set einnig spurningarmerki við persónusköpun í leikritinu. Ólafi Ragnari var stillt upp af honum sjálfum sem lausnara þjóðarinnar en mér fannst hann óviðfeldinn og ótrúverðugur í því hlutverki. Að auki fannst mér allur leikur sérstaklega lélegur og vil ég þá helst nefna atriðið á Bessastöðum sem væntanlega átti að vera hjartnæmt en var í staðinn einstaklega hallærislegt.

Ólafur Ragnar á örugglega til handrit að fleiri slíkum leikþáttum en ég bið hann lengstra orða að hætta núna. Þetta kléna leikrit fær núll stjörnur.

Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir,
meistaranemi í menningarfræði.

Pistillinn er skrifaður í námskeiði í menningarfræði.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-0812

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

9041

9042

9043

9044

9045

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0812