Kirsuberjagarðurinn eftir Anton Tsjekhov

Um höfundinn
Ingibjörg Þórisdóttir

Ingibjörg Þórisdóttir

Ingibjörg Þórisdóttir er doktorsnemi í þýðingafræðum og starfar á alþjóðasviði Árnastofnunar. Hún hefur einnig sinnt stundakennslu í Deild erlendra tungumála og í Sagnfræði- og heimspekideild við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Ingibjörg er með meistarapróf í Mennta- og menningarstjórnun og bakkalárpróf í leiklist.

fundur: Anton Tsjekhov
Þýðing: Árni Kristjánsson
Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason
Leikarar Sigrún Edda Björnsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Rúnar Freyr Gíslason, Guðjón Davíð Karlsson, Theodór Júlíusson, Alexía Björg Jóhannesdóttir, Valur Freyr Einarsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Pétur Einarsson
Leikmynd og búningar: Halla Gunnarsdóttir
Tónlist: Leifur Jónsson, Óttar Sæmundsen, Sigtryggur Baldursson
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson

Kirsuberjagarðurinn er eitt af vinsælustu og þekktustu leikritum Antons Tsjekhovs. Það var frumsýnt í Moskvu árið 1904, rúmum áratug fyrir rússnesku byltinguna. Leikstjóri þessarar fyrstu uppfærslu , sá frægi Stanislavskí, misskildi leikskáldið og setti verkið upp sneytt allri kómík í óþökk skáldsins. Leikrit Tsjekhovs eru grátbrosleg, miklu fremur en tragísk og er Kirsuberjagarðurinn þar engin undantekning. Sigurður Pálsson skáld kemur inn á þetta í Minnisbók sinni. Þar segir hann m.a.: ,,Sýning Brooks á Kirsuberjagarði Tsjékhovs með Michel Piccoli og fleiri snilldarleikurum var kennslustund í þversögninni tragic-kómík. Á þeirri sýningu byggðist smám saman upp innra með manni ofurmögnuð tilfinning þar sem var alveg ómögulegt að velja hvor útrásin hentaði betur, að kasta sér í gólfið og öskra úr hlátri eða gráta úr sér augun. Vegasaltið hélst í jafnvægi þannig að maður gerði hvorugt en hafði ákafa löngun til hvort tveggja.”

Breytingar eru í vændum. Ranevskaya, rússnesk hefðarkona snýr aftur heim til ættaróðals síns eftir fimm ára dvöl í París rétt áður en óðalið er selt á uppboði.  Vinur fjölskyldunnar, Lopakhin, reynir hvað hann getur að afstýra sölu á eigninni og bendir á lausn sem fjölskyldan vill ekki sjá. Ranevskaya virðist ekki gera sér grein fyrir fjárhagsstöðu sinni, snýr blinda auganu við þessu ástandi og sóar þeim litla auð sem eftir er í vitleysu. Kannski er smávegis íslenskur bragur á þessu; sú gamalkunna hugsun ,,að þetta reddist”. Aðalsöguhetjan neitar að horfast í augu við staðreyndir. Á sínum tíma var þessi afneitun persónanna ádeila á þá sem neituðu að sjá hið “nýja Rússland” sem var að fæðast. Vissulega koma þjóðfélagsbreytingar við sögu í verkinu, nýr tími breytir högum fólksins. Þetta skiptir máli, enda gerast leikrit Tjekhovs í skýrum félagslegum veruleika. Í Kirsuberjagarðinum er hið félagslega vandamál sjálft ekki umfjöllunarefnið, heldur viðbrögð fólksins og hin mannlegu samskipti. Verkið fjallar, svo sem önnur leikrit Tjekhovs, öðru fremur um sálarlíf fólks, um gleði þess og sorgir, um faldar ástríður, vonbrigði og ástir. Þetta efni er sígilt og snertir því strengi í brjósti okkar enn í dag.

Eins og áður sagði er Tjekhov ekki tragískur höfundur, þó virðast alltaf koma upp efasemdir um hvort hann sé það eða ekki. Í uppfærslu Borgarleikhússins er þó tekin skýr afstaða. Hér er leikið á kómíkina í verkinu. Glensið er ráðandi og leikur mikill.

Með hlutverk Ranevskayu fer Sigrún Edda Björnsdóttir. Hún hefur sýnt það á síðustu árum að hún er stórleikkona. Í hlutverkum eins og Blanche í Sporvagninum Girnd og aðalpersónan í Milljarðamærin snýr aftur, svo dæmi séu tekin, hefur hún blómstrað. Hér er enn eitt hlutverkið sem er fjöður í hennar hatt. Bróðir Raneskayu, Leonid, er í höndum Þrastar Leós Gunnarssonar. Leonid er allur af vilja gerður til að bjarga óðalinu en vantar allan drifkraft. Þröstur leikur þennan spjátrung af næmni og alúð og leyfir sprellinu ekki að yfirtaka hlutverkið þótt fyndið sé.

Tvær dætur Ranevskayu eru ólíkar. Önnur  þeirra, Varya, sem leikin er af Ilmi Kristjánsdóttur er ábyrgðarfull og laus við tilgerð. Hún er skynsemisröddin á heimilinu og verður fyrir vikið sú sem dregur úr fjörinu. Hin dóttirin Anya er leikin af Birgittu Birgisdóttur. Sú er yngri og áhrifagjarnari enda spennandi tímar framundan. Báðar fara þær vel með hlutverkin.

Rúnar Freyr Gíslason leikur heimilisvininn Lúbakhov sem áður var sonur þræls en er nú orðinn auðmaður. Lúbakhov reynir hvað hann getur að forða fjölskyldunni frá ógæfu en án árangurs. Rúnar á mjög góðan leik og túlkar hlutverk sitt af næmi.

Valur Freyr Einarsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir voru frábær í hlutverkum sínum sem hinn óheppni skrifstofumaður og hin tilfinninganæma þjónustustúlka hússins. Hallgrímur Ólafsson, Theodór Júlíusson, Guðjón Davíð Karlsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir voru bráðskemmtileg í sínum hlutverkum. Síðast en ekki síst var Pétur Einarsson í hlutverki gamla þjónsins Firs. Firs er gamaldags í hugsun og skilur ekkert í þeim breytingum sem orðið hafa á þjóðfélaginu. Firs á samúð áhorfenda óskipta og ekki brást Pétri bogalistin í hlutverkinu.

Til að kóróna leikarahópinn eru þrír hljóðfæraleikarar á sviðinu. Tsjekhov er leikskáld sem á að hlusta á. Í mörgum verkum hans, og ekki síst í Kirsuberjagarðinum, er mikið um umhverfishljóð, skógarhögg, tónlist, brak og bresti. Hljóðmynd og tónlistin var að vísu með ágætum. Frábærir hljóðfæraleikarar voru þarna á ferð en sú ákvörðun leikstjórans, Hilmis Snæs Guðnasonar, að láta þá elta hvern og einn karakter í sumum atriðum held ég að hafi ekki tekist sem skyldi. Það var eiginlega frekar truflun af því en ekki.

Leikstjórn Hilmis er þó góð. Hann hefur mótað ákveðna sýn á verkið og er trúr þeirri ákvörðun sinni að leggja áherslu á kómíkina. Kannski hefði  mátt draga ögn úr sprelli á sumum stöðum, t.d. þegar persóna kennslukonunnar á í hlut, en það er matsatriði og ákvörðun leikstjórans.

Kirsuberjagarður Tjekhovs er síungt meistaraverk og það er ævinlega mikil áskorun og ævintýri að setja það á svið. Sýning Borgarleikhússins á verkinu hefur heppnast með ágætum.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-0812

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

9041

9042

9043

9044

9045

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0812