Hreinsun eftir Sofi Oksanen

Um höfundinn
Ingibjörg Þórisdóttir

Ingibjörg Þórisdóttir

Ingibjörg Þórisdóttir er doktorsnemi í þýðingafræðum og starfar á alþjóðasviði Árnastofnunar. Hún hefur einnig sinnt stundakennslu í Deild erlendra tungumála og í Sagnfræði- og heimspekideild við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Ingibjörg er með meistarapróf í Mennta- og menningarstjórnun og bakkalárpróf í leiklist.

Höfundur: Sofi Oksanen
Þýðing: Sigurður Karlsson
Leikstjórn: Stefán Jónsson
Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson, Stefán Hallur Stefánsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þorsteinn Bachmann
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
Búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Tónlist: Paul Corley
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 27. október 2011.

Öll veröldin er leiksvið sagði Shakespeare. Það er því ekki úr lagi að ætla að leiksviðið spegli veröldina, a.m.k. að hluta. Höfundur leikritsins Hreinsun sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu þann 27. október síðastliðinn hefur kosið að sýna áhorfendum inn í veröld sem okkur Íslendingum er framandi og kannski sem betur fer.  Sofi Oksanen er finnsk/eistneskur rithöfundur sem hlotið hefur fjölmörg verðlaun fyrir ritverk sín. Hún hefur einungis gefið frá sér þrjár skáldsögur en þær hafa allar notið mikillar athygli.

Hreinsun gerist í Eistlandi á tveimur tímum, við upphaf tíunda áratugarins og við upphaf þess sjötta. Ung stúlka, illa til reika, finnst við lúinn sveitabæ gamallar konu. Unga stúlkan, Zara,  virðist hafa orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi og fær athvarf hjá konunni, Aliide, a.m.k. um tíma. Zara er elt af óskemmtilegum náungum, mafíósum, sem stunda mansal. Án þess að láta of mikið uppi þá fléttast líf þessara kvenna saman og hafa þær báðar orðið fyrir ofbeldi af hendi karlmanna og þurft að læra listina að lifa af, hvað sem það kostar.

Þema verksins er kannski ekki nýtt af nálinni og aðferð höfundar ekki heldur. Leikritið er ekki línuleg frásögn og farið er fram og tilbaka í tíma sem tekst ágætlega. Framvindan er skýr og stöðug.

Öll kvenhlutverkin eru gríðarlega sterk.

Með hlutverk Aliide eldri fer Margrét Helga Jóhannsdóttir sem stígur aftur á svið Þjóðleikhússins eftir margra ára hlé en hún hefur sem kunnugt er starfað í Borgarleikhúsinu um langa hríð. Margrét Helga er kraftmikil leikkona og hér er hún í essinu sínu. Verkið er erfitt og hlýtur að reyna á tilfinningar og þrótt leikara. Í stuttu máli sagt fór Margrét Helga á kostum. Bravó.

Aliide yngri leikur Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Vigdís er líklega í sínu stærsta hlutverki til þessa, a.m.k. reynir gífurlega á hana í þessu verki. Hún skilar sínu hlutverki með sóma.

Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikur hina umkomulausu Zöru. Arnbjörg hefur þann hæfileika að geta túlkað persónu á þann hátt að maður hefur samúð með henni en er jafn framt hálfhræddur við hana.

Ólafur Egill Egilsson og Pálmi Gestsson leika mafíósana sem eru á eftir Zöru, Pasha og Lavrenti, og bregða þeir sér einnig í hlutverk hermanna. Hlutverk þeirra eru einstaklega óviðfelldin, þó er annar mafíósinn skárri en hinn. Ólafur Egill leikur vel hinn hrottafengna Pasha og Pálmi er hreint ágætur í hlutverki Lavrenti sem virðist hafa misst fótanna í lífinu eftir fráfall konu sinnar.

Stefán Hallur Stefánsson er í hlutverki Hans, mannsins í lífi Aliide og Þorsteinn Bachmann leikur eiginmann hennar. Stefán Hallur hefur oftar en ekki leikið ofbeldismenn í gegnum tíðina en hér er hann fórnarlamb stríðs og aðstæðna og gerir hann það vel. Þorsteinn leikur fremur þurran og leiðinlegan eiginmann Aliide og á hann mjög góðan leik. Hann dansar þarna á mörkum kómedíu og raunsæis en fer þó ekki yfir strikið.

Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur var mögnuð, vægast sagt. Stór, flókin og minnir helst á austur-evrópskan dreka, eins konar skrímsli. Þó er hún líka raunsæ. Stólar, borð, eldavél, matur og áhöld draga áhorfandann inn þennan heim og þröngva honum til að lifa sig inn í aðstæðurnar. Sjón er sögu ríkari.

Búningar Þórunnar Maríu Jónsdóttur eru vel við hæfi. Kjólgopar kvennanna eru í takt við tíðarandann og búningar karlanna einnig. Búningur Vigdísar Hrefnu breytist þó lítillega og verður litaglaðari eftir því sem persónu hennar vegnar „betur“ ef svo má að orði komast.

Lýsing Halldórs Arnar Óskarsonar þjónaði verkinu vel sem og tónlist Paul Corley. Hvort tveggja var látlaust en lagði áherslur þar sem það átti við. Paul Corley semur í fyrsta sinn fyrir leikhús og tekst það vel.

Þýðing Sigurðar Karlssonar var þjál og áreynsluslaus enda er þar vanur leikhúsmaður á ferð og kann tæknina við góðan textaflutning.

Leikstjórinn Stefán Jónsson hefur kosið að fara nokkuð hefðbundna leið og er verkinu trúr. Í verki sem Hreinsun, þar sem sagan sjálf skiptir máli og mikilvægt er að textinn komist til skila, er nauðsynlegt að leyfa verkinu að lifa sjálfu án mikilla afskipta leikstjórans. Hér tekst þetta með ágætum.

Viðfangsefni verksins er vissulega áleitið en það kemur ekki á óvart að höfundur hafi viljað „klára“ verkið með því að skrifa síðar skáldsögu um efnið. Hreinsun er með magnaðri sýningum sem ég hef séð og er það ekki síður aðstandendum að þakka en handriti.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1012

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

news-1012