Að verða dús við þennan helvítis Hemingway

Um höfundinn
Jón Karl Helgason

Jón Karl Helgason

Jón Karl Helgason er prófessor í Íslensku sem öðru máli við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað fræðibækur og -greinar, fengist við þýðingar og komið að ritstjórn tímarita, bóka og vefja á Netinu. Sjá nánar

Á þessu ári er hálf öld liðin frá dauða bandaríska rithöfundarins Ernest Hemingway en það eru einnig rétt 60 ár liðin frá því að ein af þekktustu skáldsögum hans, For Whom the Bell Tolls, kom út hjá Helgafelli í þýðingu Stefáns Bjarmans. Í bók minni Mynd af Ragnari í Smára frá 2009 var saga þessarar þýðingar reifuð en hún er á margan hátt óvenjuleg. Það liðu rúm sex ár frá því að Stefán tók að sér verkið haustið 1945 þar til bókin kom loksins út rétt fyrir jólin 1951. Ein ástæða þessa langa meðgöngutíma var sú að fyrsti þriðjungur þýðingarinnar, sem Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi hafði fengið til yfirlestrar, týndist þegar Erlendur lést árið 1947 og fannst ekki aftur fyrr en tveimur árum síðar. Í millitíðinni hafði Stefán þýtt viðkomandi kafla í annað sinn. „Það er það versta verk sem ég hef gert á ævinni,“ sagði hann síðar í bréfi til Sigfúsar Daðasonar sem birist í Andvara árið 1988 ásamt eldra bréfi Stefáns til Erlendar í Unuhúsi.

Í bókinni um Ragnar var lögð höfuðáhersla á þetta handritshvarf og ósamkomulag forleggjarans og Stefáns um væntanlegan titil þýðingarinnar. Stefán vildi að hún nefndist Hverjum klukkan glymur en Ragnar ákvað að prenta hana undir titilinum Klukkan kallar. Hins vegar ræddi ég lítið sem ekkert um þá þýðingarfræðilegu erfiðleika sem mættu Stefáni þegar hann fór að fást við frumtextann. Ástæðan fyrir þessari þögn var að nokkru leyti sú að þetta efni er til umræðu í bréfum Stefáns sem birtust í Andvara, sem og í formála hans að annarri útgáfu þýðingarinnar sem Mál og menningar gaf út árið 1980 undir titilinum Hverjum klukkan glymur.  Það eru engu að síður ýmsir athyglisverðir kaflar í bréfum Stefáns til Ragnars frá fimmta áratugnum sem varpa frekara ljósi á þessa glímu. Bréfin eru varðveitt í bréfasafni Ragnars á Handritadeild Landsbókasafnsins.

Í fyrsta varðveitta bréfi sínu til Ragnars, frá 10. september 1945, sagði Stefán meðal annars:

Fyrirgefðu hvað dregizt hefur fyrir mér að svara málaleitan þinni á þýðinguna á „For Whom the Bell Tolls“, en eg hef átt erfitt með að gera upp með mér, hvort nokkurt vit sé af mér að reyna við hana. Eg skal ekki neita því, að svo undarlega hittist á, að þetta er einmitt ein þeirra örfáu bóka, sem hafa freistað mín til þýðingar. Eg er búinn að stara á hana girndaraugum árum saman. Hún er einhver sú fullkomnasta og undrafegursta bók, sem eg nokkurn tíma hef lesið, í þessari grein bókmennta, að segja. En hún er rétt á takmörkum þess að vera þýðanleg, enda veit eg ekki til að hún hafi verið þýdd á nokkurt mál, og þó eru fimm ár síðan hún kom út. (Það skyldi þá helzt vera á spænsku, enda er hún á löngum köflum samin með hliðsjón af því mál). Síðan eg kom heim hef eg endurlesið hana vandlega og tekið smá „Stikprufur“ hér og hvar, en árangurinn er bara sá, að örðugleikarnir standa ennþá gleggri fyrir mér. Þetta er einhver upplagðasta bók, sem til er, til aðgjöreyðileggja í þýðingu, og eg er hræddur um að hún verði aldrei þýdd án æði mikilla skemmda, hver svo sem í það ræðst. Helvíti er að Halldór Laxness skuli ekki fást í hana, en það er víst vonlaust? Hann hefur bæði dirfsku og craftsmanship í ríkum mæli, og þess þarf hvorutveggja við, ef vel á að fara.

Í framhaldi af þessum orðum sagðist Stefán taka að sér þýðinguna og setti upp tiltekið verð, 35 krónur fyrir hvert vélritað blað, sem hann kvaðst  reyndar vona að væri svo hátt að Ragnar hætti við. En um leið tók Stefán fram að hann vildi hafa efni á að vinna verkið með því vinnulagi sem honum væri að skapi. Hann vildi ekki lenda í sömu vilpu og þegar hann þýddi Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck fyrir Mál og menningu fáum árum fyrr.

Eg þarf að vera viss um að eg hafi efni á að bíða eftir sjálfum mér og nostra við vandamál, án þess að vera sífellt að skíta í buxurnar af ótta um að eftirtekjurnar hrökkvi ekki, eða þá niðurlútur af blygðun yfir að vera ekki nema hálfdrættingur í tekjuöflun á við algenga búðarloku. Við þessi skilyrði pældi eg í gegnum Þrúgurnar, enda ber þýðingin þess víða glögg merki. Aldrei aftur!

Í niðurlagi ítrekaði Stefán að hann yrði því feginn ef Ragnar hafnaði tilboðinu, „því þó bókin verki í aðra röndina töluvert ginnandi á mig, þá gefur hún mér eiginlega sömu tilfinningu og þegar eg á stráksárum mínum var að leggja út í Héraðsvötnin í foráttuflóði: Það er betra að vera þurr heima.‟

Þýðingarvandann bar næst á góma í bréfi sem Stefán skrifaði Ragnari rúmu ári síðar, 10. nóvember 1946, um það leyti sem þeir félagar höfðu upphaflega stefnt að því að bókin kæmi út. Þar segir meðal annars:

ErnestHemmingway_ForWhomTheBellTollsEg hef ekki frekar hugmynd um en maðurinn í tunglinu hvernig þetta verk er hjá mér. Stundum finnst mér það alveg voðalegt, stundum eilítið skárra. Það er ekki auðhlaupið að verða dús við þennan helvítis Hemingway, að minnsta kosti gengur mér það skrykkjótt, og stundum er heilt haf á milli okkar. Eg hef verið að líta yfir dönsku þýðinguna sem er nýkomin hingað. Hún heggur á Gordionshnútinn með því að gefa ekki húrra í helvíti fyrir sérkenni bókarinnar, hvorki stíl, lesmerki, útlenzkunuanca eða neitt, og gerir bara úr því nýja bók. Kannski er það það skynsamlegasta og áreiðanlega er það það auðveldasta. En skelfing þykir mér það vond bók svoleiðis. Jæja, það er þýðingarlaust að vola fyrirfram, við komumst að þessu við yfirlesturinn syðra.

Í niðurlagi þessa bréfs sagðist Stefán líka hafa skrifað Hemingway og beðið hann um leyfi til að þýða bókina. Í bréfinu sagðist hann hafa sagt „eitthvað á þá leið að „one of the leading publishing houses in Iceland, the Helgafell, was going to publish it, and that I felt sure they would be willing to pay the usual translation royalties, which would not come to much, though, considering the diminutive marketing possibilities etc.‟‟ Ekki er víst að Ragnar hafi kunnað Stefáni þakkir fyrir þetta framtak því fram til ársins 1947 var Ísland ekki aðili að Bernarsáttmálanum um höfundarrétt og var ýmiss gangur á því hvort íslenskir útgefendur fengju leyfi til að þýða og gefa út erlend verk og greiddu höfundarlaun.

Í næsta bréfi sínu til Ragnars, 23. júlí 1947, ræddi Stefán meðal annars um væntanlegan prófarkalestur bókarinnar en í þeirri umræðu kemur fram að hann var vísvitandi að örga ýmsum íslenskum stílvenjum í þýðingu sinni. Í því efni vildi hann vera trúr frumtexta Hemingways. Stefán skrifar: „Bezt er að prófarkalesari hafi eintak af amerískri útgáfu við hendina. Apropos, prófarkalesarinn, sá fær fyrir fótinn, auminginn, það verður afarvont að lesa prófarkir af þessu allra hluta vegna, t.d. kommusetningar semverða að vera mjög rigorously haldnar eins og í handritinu.‟ Í næsta bréfi, sem Stefán skrifaði ekki fyrr en tveimur árum síðar, 8. mars 1949, voru svipaðar hugleiðingar í fyrirrúmi:

Heyrðu, ég var að líta í „eilífðarhandritið‟ af Klukkunum um daginn, og hvað heldurðu að skeði? Allt í einu sé ég að þetta er prýðisþýðing, líklega með þeim betri sem þú hefur fengið. Ég mæli í kaldri alvöru, svona getur maður vitgazt allt í einu, guði sé lof. En sannleikurinn var að bæði ég sjálfur og aðrir voru búnir að villa svo um fyrir dómgreind minni að ég var orðinn ruglaður. Blessaður vertu, auðvitað er hún full af smáagnúum, eins og við er að búst af viðvaningi eins og mér, en grindin, strúktúrinn er góður, og smáagnúarnir verða að fljóta með, því ef málfróður maður yfirfæri handritið, myndi hann sálga ýmislegu öðru sem ekki má missa sig. Slik er det.

Þessi ummæli skýra hvers vegna Stefán tók sjálfur að sér að lesa prófarkir þýðingarinnar en þegar þeir Ragnar fóru að deila um íslenskan titil verksins fléttuðust þar inn í áhyggjur beggja af því hversu seint á árinu bókin kæmi út. Forleggjarinn kenndi um drætti á sendingu prófarkanna að norðan en þýðandinn sagði að prentsmiðjan hefði dregið lappirnar. Í bréfi frá 12. desember 1951 skrifaði Stefán meðal annars:

Nei, ástæðan til að ég tók að mér prófarkalesturinn var einvörðugu sú, að ég vissi að það var afar áhættusamt og óaðgengilegt verk fyrir mann sem ekki var gagnkunnugur bókinni og handritinu […]. Greinarmerki, afbökuð orð og blátt áfram óskiljanlegt orðbragð textans, allt beinlínis hrópar þetta á leiðréttingar vandvirks manns sem ekki er handgenginn bókinni. Það var af ótta við þetta sem ég lagði það á mig að lesa prófarkirnar, ég hafði síður en svo gaman af því, og það kostaði mig töluverða fyrirhöfn. Ég mun ekki kalla eftir neinni borgun fyrir það, en óþökk finnst mér ekki að ég eigi skilið fyrir það.

Þessu bréfi lauk Stefán á því að segja hve leiður hann væri yfir þeim drætti sem orðið hafði á útgáfunni. Hann bauðst meira að segja til að gefa eftir eftirstöðvar þýðingarlaunanna, ef bókin seldist illa. Hann hafði þá fengið greiddar 15.750 krónur fyrir sitt verk en alls var kostnaðurinn fyrir hinar 693 vélrituðu síður 24.255 krónur. Í niðurlagi bréfsins skrifaði Stefán:

Trúðu mér til þess, Ragnar, að ég er hryggari en ég get sagt yfir þeim óþægindum, skaða og skapraunum sem ég hef valdið þér, og það sem verst er, þýðingin er ekki góð, þótt ég segði svo í bréfinu um daginn til að stramma þig upp. Ég var ófyrirgefanlegur asni að sjá ekki strax í upphafi að þetta var óþýðanleg bók, að minnsta kosti fyrir mig.

Síðasta bréf Stefáns til Ragnars um Hemingway-þýðinguna var skrifað 8. maí 1952. Þýðandinn var þá búinn að fá send tíu eintök frá forlaginu; honum þótti bókin glæsilega gerð en fannst miður að blaðsíðubrengl höfðu orðið í upphafi 19. og 20. kafla. Þá fannst honum að Ragnar hefði verið óduglegur við að kynna bókina á opinberum vettvangi en sú athugasemd virðist ekki fyllilega réttmæt; Helgafell auglýsti hana a.m.k. ásamt öðrum útgáfubókum síðustu dagana fyrir jól 1951.  Hins vegar birtust engir ritdómar um verkið í dagblöðum og ég hef aðeins fundið stutta umfjöllun um hana í einu tímariti, Líf og list frá 1952.
Í þessu lokabréfi tók Stefán ekki bara aftur boð sitt um að gefa eftir þriðjung þýðingarlaunanna heldur falaðist hann eftir fleiri þýðingarverkefnum frá Ragnari. Enn einu sinni hafði hann líka skipt um skoðun á ágæti þýðingar sinnar á Hemingway, þar sem hann sagðist telja líklegt að þótt salan hefði verið lítil fyrir jólin þá ætti hún eftir „að aukast, bókin er langt frá því dauð, hún er bráðlifandi enn úti í löndum. Og hér heima á hún eftir að hafa mikil áhrif á tækni og vinnubrögð rithöfunda okkar.‟ Seinna í bréfinu bætti Stefán við: „Jæja, látum útrætt um þessa blessaða bók. En það verð ég þó að segja, að hún og Wuthering Heights báru eins og gull af eyri af öllum þýddum bókum ársins, þó hvorug hafi verið gróðafyrirtæki.‟

Þeir kaflar sem hér hafa verið teknir upp úr bréfum Stefáns Bjarmans gefa tilefni til frekari greiningar á  ferli  Stefáns sem metnaðarfulls þýðanda erlendra fagurbókmennta. Auk skáldsagna þeirra Hemingways og Steinbecks þýddi hann m.a. verk eftir K. M. Bitsch, Pearl S. Buck, George Simenon og Knud Hamsun. Þýðing hans á For Whom the Bell Tolls er sérstaklega athyglisvert rannsóknarefni, meðal annars í ljósi þeirrar umræðu sem Ástráður Eysteinsson kveikti í Skírni 1984 um þýðingu Halldórs Laxness á öðru verki Hemingways, Farwell to Arms.

(Pistillinn er hluti af fyrirlestri fluttum á Gljúfrasteini 2. október sl. í fyrirlestraröðinni Ferðafélagar sem Gljúfrasteinn og Bókmennta- og listfræðastofnun standa að í vetur.)

Deildu


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1112

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

JUDI BOLA ONLINE

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

20001

20002

20003

20004

20005

20006

20007

20008

20009

20010

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

20011

20012

20013

20014

20015

20016

20017

20018

20019

20020

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

20021

20022

20023

20024

20025

20026

20027

20028

20029

20030

20031

20032

20033

20034

20035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

20036

20037

20038

20039

20040

20041

20042

20043

20044

20045

20046

20047

20048

20049

20050

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

20051

20052

20053

20054

20055

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

20056

20057

20058

20059

20060

20061

20062

20063

20064

20065

news-1112