Útrásarvíkingur?

Kalda stríðinu hlýtur að vera lokið úr því að hægt er að halda málþing um Kristmann Guðmundsson og verk hans með þátttöku Bókmennta- og listfræðastofnunar.

Frægð í útlöndum.

Kristmann Guðmundsson (1901-1983) tók sig upp og flutti til Noregs árið 1924 í því skyni að verða heimsfrægur rithöfundur. Hingað heim bárust fréttir af ólinnandi frægð hans og vinsældum í Noregi en aðrir sögðu að þetta væri lygi eða ýkjur og ekkert á bak við sögurnar, maðurinn hefði skrifað nokkra ómerkilega „vinnukonurómana“ sem hefðu fengið misjafna dóma. Á málþingi um Kristmann Guðmundsson á sunnudaginn 23. október fyrirlas Heming Gujord frá Háskólanum í Bergen um gengi Kristmanns í Noregi og stöðu hans í norskri bókmenntasögu.

Noregur 1924

Noregur losnaði undan Dönum 1814 og sameinaðist Svíþjóð fram til 1905. Eftir að Norðmenn slitu sambandinu við Svía fannst þeim eins og þeir endurheimtu land sitt, sagði Heming, og í hönd fór mikill áhugi fyrir sambandi manns og náttúru, menningu dala og sveita og síðast en ekki síst fortíðinni, víkingunum og sameiginlegum bókmenntum Norðurlanda eða íslensku miðaldabókmenntunum. Ísland varð í huga Norðmanna að þeim heimkynnum hreinleika og uppruna sem Noregur var Þýskalandi, sagði Gujord. Hann sagði að 99 ára amma sín tryði þessu enn og hann hefði sent henni póstkort frá Íslandi til að gleðja hana.

Þegar Kristmann kom til Noregs bar þessi hugmyndafræðilega bylgja hann uppi en þjóðernis- og norrænuáhugi Norðmanna einkenndist einnig af eins konar lífsdýrkun eða „vitalisma“ allt fram til 1939. „Vitalisminn“ var liststefna sem hyllti náttúruna og lífið, hinn sterka stælta unga líkama, útivist, ástríður og hreina ást. Þetta var allt saman eins og sniðið að Kristmanni Guðmundssyni og fyrstu bókum hans var strax vel tekið. Þær voru gefnar út með réttu „vörumerki“ því fyrsta bókin hét Islandsk kjærlighet (1924) og sú næsta hét Brudekjolen. Roman fra Island (1927). Báðar fengu góða dóma og eftir það þurfti ekki að merkja bækur hans Íslandi sérstaklega.

Einn af okkur

Kristmann Guðmundsson skrifaði 12 skáldsögur á Noregsárunum sínum og hann naut vaxandi virðingar og vinsælda skv. Heming Gujord. Hann fór yfir bækur Kristmanns og rökstuddi að þær hefðu smám saman orðið flóknari og metnaðarfyllri. Skáldsögur hans frá Noregsárunum eru liprar, grípandi en þær eru hnökróttar, flatar lýsingar skiptast á við góða spretti og fínar persónulýsingar. Norskan fór batnandi, var góð en ekki eins blæbrigðarík og hjá öðrum rithöfundum sem skrifuðu á sama tíma og á sömu bókmenntalegu slóðum en það voru stórlaxar í norskri menningu á borð við Bojer, Duun og Sigrid Undset.

Kristmann varð hluti af menningarelítunni í Osló og þekkti marga. Hann var fljótt tekinn inn í Norska rithöfundasambandið og hiklaust viðurkenndur sem „einn af okkur“. Þetta var dregið fram nokkrum árum síðar þegar heiftarlegar deilur spruttu upp kringum umsókn annars útlendings, Danans Aksel Sandemose, að Norska rithöfundasambandinu. Núna má leita lengi að Kristmanni Guðmundssyni í norskum bókmenntasögum, sagði Gujord, því að bókmenntasögur eru þjóðlegar og velja fremur þær bækur sem lifa samtíma sinn af heldur en þær sem lifa í honum. Bækur Kristmanns drukku í sig og tjáðu tíðarandann en en náðu ekki að hefja sig yfir hann og urðu því gleymskunni að bráð. Samt taldi Gujord að þær væru nógu athyglisverðar til að verðskulda athygli bæði fræðimanna og menningarfræðinga.

Heima

Þar með hafði verið úr því skorið að Kristmann Guðmundsson sló í raun í gegn í Noregi, „meikaði það“ eins og sagt er, einn og óstuddur, því að hann átti ekkert stuðningsnet þegar hann fór utan og ekkert hér heima eins og Ármann Jakobsson benti á í sínum fyrirlestri. Bækur hans voru þýddar um allar jarðir á fjórða áratugnum en árið 1939 ákvað hann engu að síður að flytja heim til Íslands með fjölskyldu sína. Ármann kallaði það „bókmenntalegt sjálfsmorð“ í fyrirlestri sínum sem gaf greinargott yfirlit yfir feril Kristmanns fram að heimkomunni. Gunnar Stefánsson rakti viðtökur við bókum Kristmanns og sagði frá ferli hans eftir heimkomuna og undirrituð fjallaði um bókina Félagi kona (1947) sem seint verður kölluð góð bók en er merkileg lýsing á innrás nútímans á stríðsárunum og mannlífinu í hinni misþroska borg, Reykjavík, á stríðsárunum. Hún er „hrunbók“ sem kallast á við Atómstöðina eftir Halldór Laxness, bók sem leggur til pólitíska greiningu þar sem Kristmann lýsir persónulegri upplausn.

Gunnþórunn Guðmundsdóttir fjallaði um ævisögu Kristmanns og líkti henni við Játningar Jean Jacques Rousseau og var sá samanburður afar áhugaverður. Gunnþórunn benti á það hvernig Kristmann segist hafa leikið sér við huldubörn sem enginn annar sá og

alltaf vitað af hulduheimum eða hliðarveruleika við þann hversdagslega sem allir þekkja. Gunnþórunn tengdi þetta við vænisjúkar frásagnir síðari binda ævisögunnar af huldu ráðabruggi pólitískra andstæðinga og óvina.

Þinginu lauk á því að ein af sex dætrum Kristmanns, Hrefna Kristmannsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri, sagði nokkur orð um föður sinn, hún var einlæg og um leið skemmtileg og bætti fínum dráttum í þá mynd sem upp hafði verið dregin.

Það var Helga Kress, prófessor emeríta, sem skipulagði málþingið, norska sendiráðið bauð til þingsins og norski lektorinn Gro-Tove Sandsmark var kynnir.

Dagný Kristjánsdóttir,
prófessor í íslenskum nútímabókmenntum


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1012

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

news-1012