Pistlar um Noam Chomsky

Dr. Noam Chomsky flutti tvo fyrirlestra á vegum Hugvísindasviðs Háskóla Íslands í september. Annars vegar var um að ræða öndvegisfyrirlestur um stöðu heimsmálanna í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands sem Chomsky nefndi ,,The two 9/11s: Their historical significance” og hins vegar fyrirlestur um málvísindi í málstofunni Mál, sál og samfélag.

Af þessu tilefni birti Hugrás eftirfarandi pistla um Noam Chomsky:

  • Í kennslustund hjá Chomsky. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, skrifaði um fyrirlestur Chomskys í málstofunni Mál, sál og samfélag.
  • Björgum okkur. Björn Þorsteinsson, nýdoktor við Heimspekistofnun, skrifaði um öndvegisfyrirlestur Chomskys ,,The two 9/11s: Their historical significance”.
  • Fleinn í síðu valdsins. Björn Þór Vilhjálmsson, doktorsnemi í bókmennta- og kvikmyndafræði og stundakennari við HÍ, skrifaði um andófsmanninn Chomsky og stöðu hans í bandarískri stjórnmálaumræðu.
  • Máltaka barna og meðfæddur málhæfileiki. Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði, fjallaði um áhrif kenninga Chomskys á rannsóknir á máltöku barna.
  • Viðtal við Höskuld Þráinsson um heimsókn Chomsky, fræðimanninn og málfræðikenningar hans.

Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *