Móðir og barn eftir Pablo Picasso

Máltaka barna og meðfæddur málhæfileiki

Í námskeiðinu Chomsky: Mál, sál og samfélag mun ég fjalla um áhrif kenninga Noam Chomskys á rannsóknir á máltöku barna en það hugtak er notað um það ferli þegar börn tileinka sér móðurmál sitt í æsku.

Eins og rætt verður um í námskeiðinu er Chomsky upphafsmaður málkunnáttufræðinnar (e. generative grammar) sem talin er hefjast með útkomu bókarinnar Syntactic Structures árið 1957. Málkunnáttufræðingar telja að börn geti ekki lært móðurmál sitt með því einu að heyra það talað í kringum sig. Eitthvað fleira verði að koma til og gera verði ráð fyrir að mönnum sé ásköpuð ákveðin málfræðiþekking, eða nánar tiltekið að þau málfræðiatriði sem eru sameiginleg öllum tungumálum heimsins séu mönnum meðfædd. Í þessu sambandi er talað um algildismálfræði (e. universal grammar, UG). Börn komi því ekki í heiminn algjörlega óundirbúin undir máltökuna heldur viti þau fyrirfram eitthvað um eðli og uppbyggingu tungumála. Chomsky og málkunnáttufræðingar gera ráð fyrir að þessi áskapaða málfræðikunnátta takmarki þær hugmyndir sem börn gera sér um móðurmál sitt og vísi þeim veginn þegar þau byggja upp málkerfi sitt stig af stigi á unga aldri.

Mörgum hefur þótt ótrúverðugt að menn komi í heiminn með ákveðna málfræðiþekkingu, en eftir því sem þekkingu manna á málstöðvunum í mannsheilanum, næmiskeiði fyrir mál og erfðafræði (einkum svokölluðu FOXP2-geni) hefur fleygt fram hefur kenning Chomskys um meðfædda málhæfni notið meiri vinsælda. Málkunnáttufræðingar gera sér að sjálfsögðu ljóst að meðfæddir hæfileikar til máltöku eru ekki nóg til að læra mál. Börn verða að umgangast fólk og tengjast því tilfinningalega til þess að ná valdi á móðurmáli sínu. Máltækið „Því læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft“ er því enn í fullu gildi þó það segi ekki alla söguna um það hvernig börn fara að því að ná valdi á móðurmáli sínu.

Kenning Chomskys um meðfæddan málhæfileika manna vakti áhuga málfræðinga á barnamáli. Heimspekingar, kennarar og fleiri höfðu löngum leitað svara við spurningum um uppruna og eðli mannsins í barnamáli en það var fyrst á 19. öld sem málfræðingar fóru að gefa gaum að máltöku barna. Þá voru það einkum málfræðingar sem fengust við söguleg málvísindi sem sýndu máltöku áhuga, en þeir töldu að rannsóknir á barnamáli gætu varpað ljósi á málbreytingar og þróun tungumála. Máltökurannsóknir þóttu þó lengi vel lítilsverðar og lítt til þess fallnar að auka skilning manna á eðli tungumála. Það var ekki fyrr en Chomsky setti fram hugmyndir sínar sem athygli málfræðinga beindist í alvöru að máltöku barna. Þessi áhugi málkunnáttufræðinga á barnamáli stafar af því að það er eitt af aðalmarkmiðum þeirra að lýsa algildismálfræðinni, eða málhæfni manna við upphafsstig máltökunnar. Með kenningu Chomskys um meðfæddan málhæfileika manna urðu rannsóknir á máltöku barna skyndilega miðpunkturinn í öllum málfræðirannsóknum þar sem þær geta varpað ljósi á algildismálfræðina. Ef mönnum er ásköpuð ákveðin málfræðiþekking ætti hún að móta mál barna alveg frá upphafi. Þessi nýja sýn á gildi máltökurannsókna hefur valdið því að á undanförnum áratugum hefur hlaupið mikil gróska í rannsóknir á máltöku barna og málfræðingar víða um heim vinna nú að því að rannsaka hvernig börn ná valdi á móðurmáli sínu. Markmið málfræðinga sem fást við þessar rannsóknir er ekki aðeins að lýsa máli barna og þeim stigum sem þau ganga í gegnum í málþroska heldur leitast þeir einnig við að leggja sitt af mörkum til þróunar almennrar málfræðikenningar. Þeir reyna að komast að því hvað máltaka barna getur sagt okkur t.d. um algildismálfræðina og meta hvort ástæða sé til að endurskoða kenninguna út frá niðurstöðum máltökurannsókna.

Kenning Chomskys um meðfæddan málhæfileika manna hefur ákveðið forspárgildi. Hún spáir því að ung börn búi yfir ákveðinni málfræðiþekkingu og máltökuferlið sé reglubundið, en ekki tilviljunarkennt, þar sem algildismálfræðin setur villum barna skorður. Þessi kenning samrýmist vel niðurstöðum rannsókna á máltöku barna. Ung börn virðast hafa ákveðna hugmynd um hvernig mannleg mál eru uppbyggð og máltaka þeirra er á ýmsan hátt fyrirsegjanleg. Þannig feta börn með eðlilegan málþroska yfirleitt sömu slóð þegar þau tileinka sér móðurmál sitt, þ.e. þau fara svipaða leið í gegnum völundarhús máltökunnar. Máltaka flestra íslenskra barna er t.d. áþekk í grófum dráttum og margt er sameiginlegt með máltöku íslenskra barna og erlendra barna víða um heim. Sömu eða svipuð frávik frá málkerfi fullorðinna einkenna mál barna á máltökuskeiði og þessi frávik eru mögulegt mannlegt mál að því leyti að þau eiga sér yfirleitt fyrirmyndir í málumhverfi barnanna eða einkenna önnur tungumál. Tilteknar reglur sem eiga ekki við um móðurmál barns en kunna að gilda í öðrum tungumálum geta samt sem áður komið fram sem frávik í máli barnsins þegar það byggir upp málkerfi sitt. Þannig getur málfræðiregla sem gildir til dæmis í færeysku en ekki í íslensku komið fram sem frávik í máltöku íslenskra barna á ákveðnu málþroskastigi. Það er því ekki alltaf þannig að finna megi líklega fyrirmynd að ákveðnum frávikum í máli barna í málumhverfi þeirra.

Í fyrirlestri mínum í námskeiðinu mun ég ræða þessi atriði og rekja niðurstöður íslenskra og erlendra máltökurannsókna sem styðja kenningu Chomskys um meðfæddan málhæfileika manna. Þessar rannsóknir benda til að ung börn búi yfir ótrúlega mikilli málfræðilegri kunnáttu. Ég mun aðallega beina sjónum mínum að setningafræðilegum atriðum í máltöku barna og m.a. rekja niðurstöður rannsókna minna á stöðu og færslu sagna í setningum þriggja íslenskra barna á aldrinum eins til þriggja ára. Niðurstöður þeirra rannsókna eru mjög afgerandi og benda til að ung íslensk börn sem eru nýfarin að mynda setningar í móðurmáli sínu fylgi þeim reglum sem setningafræðingar gera ráð fyrir að gildi um stöðu og færslu sagna í málum eins og íslensku. Þessa staðreynd má túlka sem stuðning við kenningu setningafræðinga um færslu sagna og þá meðfæddu málkunnáttu sem börn eru talin búa yfir samkvæmt hugmyndum Chomskys.

Sigríður Sigurjónsdóttir,
prófessor í íslenskri málfræði


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1012

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-1012