Linda Vilhjálmsdóttir

Þýðingar á örsögum eftir Lindu Vilhjálmsdóttur

Linda Vilhjálmsdóttir
Linda Vilhjálmsdóttir, mynd tekin af literature.is

Stoppistöð [1]

klipp – klapp – klipp – klapp – klipp

Og hvellt dömuhljóðið mýkist í síðustu tónum bergmálsins þegar staðnæmst er snögglega við gráleitan ljósastaur á steinsteyptri götunni. Og þögnin skríður hljóðlega upp eftir háum hælunum og svörtum nælonsokkabuxunum innundir þröngan svartan kjólinn og sveipar sig um sveigjanlegan hálsinn sem hallar höfðinu letilega aftur þannig að vanginn snertir kaldan staurinn. Æi, andvarpar hún, og lætur augun reika upp eftir þráðbeinum staurnum. Útundan sér kemur hún auga á síðustu glætu næturinnar sem er um það bil að renna saman við dagsbirtuna. Og hún lætur sig síga niður með staurnum niður á steinsteypta götuna og lygnir þreytulega aftur augunum.

 

Parada de autobús

Tic – tac – tic – tac – tic

Y el agudo sonido de mujer se suaviza con las últimas notas del eco cuando de repente se detiene al lado de una farola en la calle asfaltada. Y el silencio asciende calladamente por los tacones y las medias de nylon debajo del apretado vestido negro y se envuelve alrededor del cuello flexible que reclina perezosamente la cabeza haciendo que la mejilla toque el poste helado. Ay, ella suspira y deja que sus ojos divaguen por el poste erguido. De reojo da un vistazo al último brillo de la noche que en este momento se mezcla con el amanecer. Y se deja escurrir por el poste hasta la calle asfaltada y cierra los ojos con cansancio.

Þýðing: Hólmfríður Garðarsdóttir

Bus Stop

Click – clack – click – clack – click

And the sharp lady-sound softens in the final notes of the echo when a sudden stop is made beside a grayish lamp-post on the concrete road. And the silence creeps up quietly along the high heels and the black panty-hose under the tight black dress and wraps itself around the flexible neck that tilts the head lazily back so that the cheek touches the chilly post. Oh, she sighs, and lets her glance wander up the dead straight pole. Out of the corner of her eye she catches sight of the last faint glimmer of night about to blend into daylight. And she lowers herself down with the pole into the concrete road and shuts her eyes tiredly.

Þýðing: Sigurður A. Magúnsson

Klakabörnin [2]

Það sem eftir lifði nætur vorum við ljósur í ófrískum huga konunnar. Það var kominn í hana kerlingakuldi sagði hún og gamla konan í næsta rúmi trúði okkur fyrir því að þetta yrði erfitt, hún væri orðin svo kölkuð og köld. Sjálf sagðist konan hafa verið skorin upp og í hana sett þessi klakabörn, nú yrði hún að fæða. Og við tókum á móti, möglandi að vísu, en kófsveittar yfir konunni kveinandi um kuldann og beinfrosin börnin, hvað gátum við gert? Vefjið þau inn í ylvolg handhlæði, bað hún þá, kannski þau þiðni. Við vorum að bleyta í handklæðum, utangátta, þegar ein okkar hvíslaði: Hugsiði ykkur, þær ganga fyrir batteríi og geta ekki dáið – þetta er efni í hryllingsmynd.

Los niños de hielo

En lo que quedó de la noche fuimos parteras en la mente preñada de la mujer. Le había entrado un frío gélido dijo y la anciana en la otra cama nos dijo en confianza que esto sería difícil, ella se había vuelto senil y friolera. La mujer misma dijo que había sido operada y que le habían insertado esos niños de hielo, ahora tenía que dar a luz. Y nosotras los recibimos, nos quejamos por supuesto, nos sudamos ante los gemidos que la mujer daba por el frío y los niños congelados, qué habíamos de hacer? Envuélvanlos en toallas tibias, nos pidió entonces, quizás se descongelen. Distraídas empapamos las toallas cuando una de nosotras susurró: Imagínense, funcionan a pilas y no pueden morir –esto es material para una película de horror.

Þýðing: Hólmfríður Garðarsdóttir

The ice children

During the remains of the night we were midwives in the pregnant mind of the woman. She was getting coldblooded she said and the old lady in the next bed told us in confidence that this was going to be tough, she had become so senile and senseless. The woman herself said she had been operated on and those ice children planted inside her and now she was about to give birth. And we were bound to deliver, groumbling indeed but nevertheless perspiring heavily over the woman wailing about the cold and the stiff-frozen children, what were we to do? Wrap them in warm towels, she begged, maybe they will thaw. We were wetting the towels, absent-minded, when one of us whispered: Imagine, they operate by batteries and are unable to die – this is the stuff horror movies are made of.

Þýðing: Sigurður A. Magnússon

[1] Úr bókinni Bláþráður (1990).

[2] Úr bókinni Klakabörn (1992).


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *