Thor Vilhjálmsson

Einhverjir verða að hjálpa fólki að dreyma

[container]Eftirfarandi viðtal var tekið við Thor Vilhjálmsson árið 2008 í tilefni af því að fjörutíu ár voru liðin frá því að fyrsta skáldsaga Thors Vilhjálmssonar, Fljótt fljótt sagði fuglinn, kom út 1968. Bókin var lykilverk í bylgju módernískrar skáldsagnagerðar hérlendis. Thor markaði mörg djúp spor í íslenska bókmenntasögu eftir það. Fyrir rúmum tuttugu árum hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Grámosinn glóir og fyrir rúmum áratug hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Morgunþulu í stráum . Árið 2007 var Thor tilnefndur til ítölsku bókmenntaverðlaunanna Nonnino og Grámosinn kom út í spænskri þýðingu. Í viðtalinu var Thor spurður hvenær hann skrifar, hvernig og hvers vegna, hann var inntur eftir byltingum sjöunda áratugarins, uppreisnarandanum, viðtökunum og þróun skáldskaparins.

Eftir Þröst Helgason

Einhverjir verða að hjálpa fólki að dreyma

Thor VilhjálmssonThor Vilhjálmsson er meistari í spuna. Þeirri kúnst verða ekki gerð mikil skil í dagblaðsviðtali. Ég hef hitt Thor þrisvar sinnum síðustu tíu mánuði. Fyrsta viðtalið stóð í fjóra klukkutíma. Ég varpaði fram spurningu: Hvernig byrjaði þetta allt saman? Og Thor svaraði. Og þannig liðu fjórir tímar. Og að endingu sagði Thor: „Já, hvernig byrjaði þetta? Það er góð spurning!“

Næst var ég með plan um fleiri spurningar og markvissari. Þrír tímar liðu hratt. Og á milli þess sem Thor spann vefinn sagði hann: „Maður reynir að svara þegar þú kemur með svona fínar spurningar.“

Svo er það þriðja heimsókn. Maður er ekki með nein plön. Hlustar bara og skýtur inn orði og orði.

Thor er með stóra kaffiskál á stofuborðinu sem honum var gefin í París fyrir löngu. Hann segir ætlast til að hún sé notuð á morgnana, en hann sofi af sér flesta morgna. Kaffið úr henni dugi sér hins vegar vel á nóttunni.

„Ég byrja oft að vinna seint á kvöldin og freistast til þess að halda áfram fram á nótt.“

Og fram á morgun jafnvel?

„Já, oft.“

Hvað gerir nóttin fyrir þig?

„Þá er næði. En reyndar finnst mér ég of mildur á nóttunni. Er ekki nægilega gagnrýninn á sjálfan mig.

Ég byrjaði á þessari næturvinnu þegar ég þýddi Hlutskipti manns eftir André Malraux 1983. Ég byrjaði um miðnætti og þýddi til klukkan átta á morgnana, grófþýddi og settist svo aftur yfir textann á daginn. Mér var í mun að gegna skyldu minni við hann og þjóðina. Ég held það sé gott fyrir mann að túlka í fullum trúnaði annars manns hugsun.“

Kemur textinn stundum fullskapaður úr pennanum?

„Styttri textar gera það stundum en flest þarfnast pússningar. Og lengri bækur verða auðvitað bara til með mikilli yfirlegu.

Á yngri árum þurfti maður að ná þessu strax en það hefur breyst. Aðalatriðið er að koma sér að verki, ekki síst þegar um stórar bækur er að ræða. Sumir kalla það la vía dolorosa, að koma sér að verki.

En þegar ég er alveg tómur þá reynist mér vel að hlusta á Bach. Hann er mikill sáluhjálpari. Þá er líka gott að berjast við berserki í Júdófélaginu.“

En þegar eitthvað kemur yfir þig, kallarðu það þá innblástur?

„Já, þú átt við einhverjar svona náðarstundir,“ segir Thor og lyftir annarri hendinni. „Maður þarf að vinna sig upp í þetta ástand sem kalla má innblástur. Þegar heil bók er skrifuð þarf maður að finna einhvern takt, rím, mynstur, víddir. Stundum eru það bestu dagarnir þegar manni finnst maður alveg tómur og þarf að hafa mikið fyrir því að byrja en síðan kemur eitthvað á endanum… og allt í einu er herbergið orðið fullt af fólki.“

Hvað ertu að skrifa núna?

„Það er af ýmsu tagi. Ég er að reyna að ná hlutum út úr tölvunni, hún er ekki þægileg við mig tölvan, stendur uppi í hárinu á mér, stríðir mér. Mér gengur best að skrifa upp á gamla mátann, rissa.“

Þú gengur um með penna og blað í vasanum.

„Já, ég er alltaf með eitthvað á mér til að skrifa niður punkta. Ég er ekki nógu fingralipur til þess að skrifa á tölvu.“

Að mannkynið gæti endað

Hvers vegna skrifarðu? Manstu hvernig eða hvers vegna þú byrjaðir?

 

„Ég man ekki hvenær ég byrjaði. En þetta hefur alltaf verið mér brýn nauðsyn.“

Kom ekkert annað til greina?

„Ja, ég fór dult með þetta lengi, pukraðist. Ég hafði verið einfari sem barn. Í menntaskólanum hélt ég skipulega fram hjá náminu. Varði tímanum í lestur á skáldskap. Ég var heppinn að lenda í fangi ofurafla eins og Tolstoi. Hann ætlaði alveg hreint að drepa mann. Maður þorði varla að sofna. Um svipað leyti las ég Dostojevskí. Maður var að reyna að átta sig á sjálfum sér, til hvers maður væri. En ég lærði ekkert í íslensku í Menntaskólanum, kennslan var ekki góð.

En, hvað vakir fyrir manni? Það er erfitt að svara því. Þetta leitar á mann.

Einu sinni var ég á leið frá Napólí til Rómar í yfirfullri lest, menn stóðu hver utan í öðrum og sumir héngu utan á lestinni. Ég stóð við glugga og þá kom þetta að mér og ég byrjaði að skrifa í bók sem ég hélt svona upp í loft.“

Thor sýnir hvernig hann heldur bókinni yfir höfði sér og skrifar.

„Síðan tekur bókin að síga hægt og hægt í höndum mér þar til hún situr allt í einu kyrr … og þá sé ég að það kemur auga undan bókinni!“

Thor hlær.

„Þetta fannst mér svo fallegt!

En ég man að atómsprengjan hafði mikil áhrif á okkur. Ég var að vinna í pakkhúsi við að afferma bíla og annað. Og einn morguninn barst fréttin af sprengjunni og þá rann það upp fyrir okkur að mannkynið gæti endað.“

„Fantasiförbjud“

Og árin og áratugirnir sem tóku við voru umbyltingarsamir.

„Þegar við komum Birtingi á fót hér heima 1955 þá töluðu Svíar mikið um að það væru ekki til nein skáld og rithöfundar heldur bara „kulturarbetare“. Og þeim var líka illa við hugarflug og töluðu um „fantasiförbjud“. Það mátti ekkert standa í bók sem lesandinn vissi ekki fyrir. Það gæti farið í fínu taugarnar. Þeir höfundar voru bestir sem sögðu manni strax í upphafi hvert þeir ætluðu í bókinni. Það átti líka að hlusta eftir „fólkinu“ samkvæmt sovétboði en það var hugtak sem þeir sömdu á kontórum, einstaklingar rúmuðust ekki í því. Samkvæmt þessari pólitík átti líka að fara fram stöðug endurskoðun en sú hugmynd komst aldrei til framkvæmda, menn áttu bara að vera trúir og hlýðnir og búa til vígorð sem var dengt á andstæðingana. En vígorðin geta orðið að sannleika fyrir þeim sem eru fátækir innra með sér. Og þá fer allt til fjandans. Og fór.

Einhverjir verða að hjálpa fólki að dreyma. Svíarnir og reyndar kommarnir höfðu rangt fyrir sér.“

Mitt Sturm und Drang

Hvernig orkaði sjöundi áratugurinn á þig og þessar hræringar sem kenndar hafa verið við ’68? Var þetta orkumikill tími?

 

„Það er alltaf mikil orka, maður verður bara að skynja hana og virkja. Löngu áður en ég vissi hvað ég ætti að gera af mér í lífinu var mikil orka innan í mér. Og hún fann sér farveg í skrifum. En síðan fór allt á fleygiferð á þessum árum. Svíarnir gáfu meira að segja fantasíuna eftir. Þeir höfðu þá setið um hana í tíu ár.

Í maí ’68 var ég á Feneyjatvíæringnum. Ég man ég stóð á Markúsartorginu. Þar voru þrjú hundruð fjölmiðlamenn og vígasveit lögreglumanna með hjálma sem huldu augu þeirra og prik sem þeir lömdu í lendar sínar. Svengdarlegir stúdentar stóðu uppi á kirkjutröppum og hrópuðu slagyrði. Ég lenti mitt á milli þeirra og lögreglunnar. Og þar sem ég trúi ekki á heróisma þegar hann hefur enga merkingu þá hljóp ég af stað í átt að stórri grænni hurð sem þrír strákar voru að reyna að opna. Ég fékk eitthvert afl frá forverunum og ýtti upp hurðinni. Þar inni stóðu staðarmenn sem voru á móti þessari truflun á túrismanum og skömmuðu strákana. Ég fór aftur út og þá blasti við myndhöggvari sem heitir Emilio Vedova, en Vedova þýðir eiginlega ekkja. Hann veifaði rauðri dulu framan í mótmælendurna eins og spænskur matador og þá komu þeir hlaupandi og ég þurfti aftur að taka á rás og hljóp inn í súlnagöng og smeygði mér inn á veitingastað sem var verið að loka með járnhliði. Fyrir innan voru dúkuð borð og rauðvín í karöflum. Ég tók mér karöflu og settist.

Næstu daga varð maður meira var við myndlistarmenn, allir með þennan sérstaka svip sem myndlistarmenn settu upp á þeim tímum og höfðu áunnið sér – núna getur hver sem er verið myndlistarmaður og sett upp svip.

En það var mikið hlaupið þetta ár og það var eins og menn héldu að hugmyndir að betra heimi myndu birtast þeim á hlaupunum. Og þá átti enginn maður yfir þrítugu að vera marktækur, nema Marcuse sem var rúmlega áttræður.

Ég hitti tvo unga pilta í World Class um daginn sem fóru að tala við mig um pólitík. Ég sagði þeim að ég hefði aldrei verið í stjórnmálaflokki og hefði alltaf þótt brýnast að vera ekki háður boðum og bönnum. Í Háskólanum var ég reyndar í fimm manna leyndarráði Félags vinstrisinnaðra stúdenta sem stjórnaði öllu bak við tjöldin. Og í París hélt ég mig löngum á vinstri bakkanum. Einu sinni sem oftar var mér boðið yfir á hægri bakkann af Pétri Benediktssyni, þá sendiherra í París, og eiginkonu hans, Mörtu, dóttur móðurbróður míns, Ólafs Thors. Sendiráðsbústaðurinn var á Vatnsstíg eða Avenue de l’eau en þar var hæggengasta lyfta í París. Þau voru sérstaklega skemmtileg hjón, Pétur var stríðinn og fundvís á akkilesarhæla. Þetta kvöld hitti hann á minn, og þá svaraði ég: Þessi orð þín Pétur Benediktsson verðskulda svar sem ég vil ekki hafa yfir í þínu húsi. Síðan rauk ég á dyr. Á eftir mér kom Marta og settist hjá mér á tröppu til að sefa þennan ólma frænda sinn. Þetta var mitt Sturm und Drang. Seinna um kvöldið varð ég samferða þaðan Kristjáni Albertssyni frænda mínum. Hann sagði ekkert í lyftunni sem silaðist niður en þegar við stigum út úr henni þá skammar hann mig: Þið þessir helvítis fellow travelers, þið eruð ekkert skárri en hinir. Og þegar út á götuna var komið hélt hann áfram: Á milli okkar er víglína! Og svo hljóp hann yfir á gangstéttina hinum megin.

Kristján var afskaplega skemmtilegur maður, svona salonskáld.“

Að spinna vefinn

Það var líka mikið að gerast í íslenskum bókmenntum á sjöunda áratugnum. Þú skrifaðir bækur sem teljast marka tímamót. Þær hafa verið kenndar við módernisma. Hvernig sérð þú þessi skrif?

„Það var eitthvað innra með mér sem ég vildi koma í orð. Ég vildi spinna þráðinn þannig að mín skáldbygging stæði. Þarna voru ýmsar víddir sem ég vildi láta ríma, vildi binda þær saman.

Mér finnst það hafa lánast í þessum bókum, Fljótt fljótt sagði fuglinn, Ópi bjöllunnar og Mánasigð. Og að búa til hugmyndatengsl, stef. Ég gæli við þá von að menn geti bara opnað þessar bækur, tekið sneið úr þeim og haldið áfram. Menn segja að þetta séu erfiðar bókmenntir en ég held að fyrirstaðan sé til einhvers, það er til einhvers að vinna held ég.

Ég sigldi einhvern tímann frá Haugasundi með skipstjóra sem sagði að gömlu bækurnar dygðu sér best. Honum var ekkert vel við að fá svona farþega. Hann var kvikur í huganum. Hann sagði mér sögur af vitrum dýrum alla leiðina til Íslands. Og bauð mér vodka. Og einn daginn kom til mín vélstjórinn á skipinu og sagði: Heyrðu, ég var að reyna að lesa bók eftir þig einu sinni, Komdu komdu fugl. Ég sagðist vona að hann hefði ekki hent henni í hausinn á einhverjum undirmanninum. Nei nei, svaraði hann, en áttu ekki eitthvað léttara. Og þá var Folda að koma út og Fuglaskottís sem ég benti honum á.“

Tál getur notast til góðs

Tuttugasta öldin trúði á stórar afstrakt hugmyndir um heiminn. Þú nefndir „fólkið“ áðan.

 

„Já, þetta voru svona alhæfingar.“

En á sjöunda áratugnum vildu menn hætta við þessar alhæfingar.

„Já, en alhæfingar geta verið tál og tál getur notast til góðs, sérstaklega í öngþveiti. Þá getur það verið byrjun á einhverju. Þegar allt er komið í þrot.“

Varstu uppreisnarmaður sjálfur? Manni skilst það á skrifum um bækur þínar?

„Ég vona að það sjáist í bókum mínum og skrifum hvort ég er uppreisnarmaður. Ég held ég hafi ekki gert uppreisn uppreisnarinnar vegna heldur vegna þess að mér fannst við þurfa eitthvað nýtt. En það varð að vera byggt á því sem hafði verið gert áður, hefðinni.“

Hvernig finnst þér annars sambúð þín og gagnrýnenda hafa verið í gegnum tíðina?

„Ég vænti þess að þeir vinni sína vinnu eins og ég reyni að vinna mína og virði þá þess.“

Bókmenntir til ævinota

Voru viðtökur Grámosans að þínu mati ólíkar þeim sem önnur verk þín hafa fengið?

„Ég hef ekki stundað slíkan samanburð en einn franskur gagnrýnandi sagði að þetta væri bókmenntir til ævinota – écrivain pour la vie.“

En hvað með skáldskapinn? Það er augljós samfella í verkum þínum en hvernig finnst þér hann hafa þróast?

„Vona í rétta átt að svara kalli tímans hverju sinni, og þá til frambúðar.“

(Viðtalið birtist í Lesbók Morgunblaðsins 9. febrúar 2008.)

Verk Thors

» Skáldsögur Thors eru Fljótt fljótt sagði fuglinn (1968), Óp bjöllunnar (1970), Folda (1972), Fuglaskottís (1975), Mánasigð (1976), Turnleikhúsið (1979), Grámosinn glóir (1986), Náttvíg (1989), Tvílýsi (1994), Morgunþula í stráum (1998), Sveigur (2002).

» Smásagnasöfn Thors eru Maðurinn er alltaf einn (1950), Dagar mannsins (1954), Andlit í spegli dropans (1957), Skuggar af skýjum (1977).

» Ferðasögur Thors eru Undir gervitungli (1959), Regn og rykið (1960), Svipir dagsins, og nótt (1961), Hvað er San Marinó (1973).

» Ljóðabækur Thors eru Ljóð mynd (1982), Sporrækt (1988), Snöggfærðar sýnir (1995), Stríðsmenn andans (1997).

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

slotoppo


agen bola online


Mix Parlay


Judi Bola


Mix Parlay


judi bola


slot gacor anti rungkad


Penghematan 3x Tips Mahjong Ways Hunian PCH

Rahasia Siti Surabaya Produktivitas Naik 25 PCH

Scatter Hitam Bisnis Irfan Hunian Langka PCH

Bandingkan Mahjong Ways vs Cost Saving PCH

Kunci Gopay178 Hunian Berperabot PCH

Membaca Data Bisnis dengan Mahjong Wins Gopay178

Satu Pintu 75000 Pilihan Single Poc PCH

Relokasi Tanpa Drama Panduan Group Move

Fitur Baru PCH Check In Mudah Jackpot Gopay178

Kenyamanan Eksekutif Hunian PCH All Inclusive

Dosen STIP Ungkap Pola Raja Zeus 178 Juta

Mega Win Fadil Bogor Pola Mahjong Ways Ilmiah

Scatter Hitam Taruna Wulan Semarang Menang 112 Juta

Riset Mahasiswa Jakarta Wild Bandito Data Navigasi

Raka Surabaya Uji Pola Mahjong Ways Berhasil Gopay178

Kapten Rendra STIP Pola Lucky Neko Taruna Maritim

Temuan STIP Pola Raja Zeus Gelombang Laut Banda

Mahjong Wins3 Simulasi Ilmiah Taruna Teknika

Taruna Rudi Makassar Rekor 134 Juta Mahjong Ways

Jordan Bogor Penelitian Mahjong Ways 92 Juta

Dosen STIP Pengaruh Pola Spin Mahjong Ways

Pola Turbo Cuan Mahjong Wins3 Psikologi Taruna

Gopay178 Studi Pola RTP Harian Lab STIP

Dian Pekalongan Menang 75 Juta Analisis Mahjong Wins3

Taruna Lina Padang 98 Juta Metode Lucky Neko STIP

Kapten Suharto Pola Wild Bandito Navigasi Kapal

Taruna Fadil Bogor Mahjong Ways Lab Statistik

Taruna Denpasar 67 Juta Simulasi Mahjong Ways

Cuan Lucky Neko Modul Statistik Maritim

Dian Pekalongan Analisis Akademis Mahjong Wins3

Taruna Inces1000 STIP Pola RTP Ilmiah

Taruna Rudi Makassar Uji Pola RTP Mahjong Ways

Peneliti STIP Mahjong Ways Analisis Arus Laut

Lucky Neko STIP Simulasi Probabilitas Kapal

Pola Turbo Taruna Bogor Mahjong Ways 92 Juta

Taruna Siti Pontianak Riset Wild Bandito 102 Juta

Taruna Wulan Semarang Scatter Hitam 112 Juta

Riset EJournal STIP Pola Raja Zeus Navigasi

Mahjong Wins3 Modul Kedisiplinan STIP

Wild Bandito Riset Taruna STIP Internasional

Taruna Ilham Palembang Pola Lucky Neko STIP

Taruna Aldi Bandung Scatter Hitam STIP

Gopay178 Riset STIP Pola Mahjong Wins3

Pola Lucky Neko Latihan Reaksi Cepat Maritim

Taruna Rehan Solo Simulasi Mahjong Ways 115 Juta

Taruna STIP Jakarta Mahjong Ways Gopay178

Gopay178 Penelitian Pola Scatter Hitam

Riset Pola Spin Janda Wild Bandito Fokus Taruna

Taruna Inces1000 STIP Probabilitas Arus

Taruna Lina Padang 98 Juta Metode Lucky Neko

Pola Spin Rahasia Mahjong Ways 2

Trik Spin Manual Gates of Olympus

Waktu Terbaik Scatter Hitam

Trik Spin Sweet Bonanza

Pola Spin Wild West Gold

Jam Hoki Mahjong Ways

Rahasia Spin Starlight Princess

Pola Spin Gates of Olympus X1000

Pola Spin Mahjong Ways 3

Waktu Terbaik Sugar Rush

Pola Spin Jigjag Mahjong Wins

Eko Samarinda Gates of Gatot Kaca

Pola Spin Stabil Mahjong Wins3

Dody Perbandingan Gaya Spin

Scatter Hitam Anti Banned

Pola Spin Gates of Olympus X5000

Fitur Turbo Gates of Olympus

Pola Spin Modal Kecil Mahjong Wins

Gaya Spin Efektif Semua Game

Reset Akun Mahjong Ways

Strategi Unik Tegal Pengusaha Es Batu Ubah Waktu Pendinginan Jadi Rumus Penjualan Paling Akurat

Mantan Honorer Kaya Temukan Kode Scatter Rahasia Kini Jadi Jutawan

Ibu Rumah Tangga Hasilkan Rp90 Juta dari Catatan Tanggal Penjualan Sederhana

Riset Pegubin Buktikan Pola Internet Naik Turun Berbanding Lurus dengan Omzet UMKM

Model Keuangan Ajaib Mahasiswi Akuntansi Mirip Pola Spin Digital

Jurnalis Muda Ungkap Hubungan Waktu Posting dan Peluang Transaksi Raksasa

Bahasa Baru UMKM Kepala Bidang Ekonomi Sebut Pola Scatter Kunci Sukses Modern

Laporan Rahasia 78 Persen UMKM Gunakan Strategi Rolling Tanpa Sadar

Ide Bisnis Gratis Pemilik Warung Kopi Dapat Cuan dari Log Data Terbengkalai

Cepat Kaya Diskominfo Rilis Aplikasi Deteksi Jam Cuan Berbasis Analisis Harian

Modal Tukang Parkir Semarang Catat Waktu Mobil Datang Dapat 70 Juta

Strategi Produksi Viral Pengusaha Snack Gunakan Pola Gopay178

Kisah Pegawai Malam Menemukan Waktu Hoki di Tumpukan File Audit

Terobosan AI Gopay178 Prediksi Jam Ramai Marketplace Lokal

Fenomena Digital Data UMKM Aktif Malam Hari Tumbuh 50%

Cerita Lucu Berakhir Cuan Pegawai Dinkop Salah Upload Data

Inovasi Gila Pegubin dari Jaringan WiFi ke Jaringan Bisnis

Fakta Unik Kudus UMKM Temukan Hubungan Musik Dangdut dan Omzet

Peluang Bisnis Barista Dapat Ide Usaha dari Chat Grup Gopay178

Lebih Akurat dari Ramalan Pengusaha Cilacap Klaim Pola Gopay178

cepdecantabria tukang las bongkar trik mahjong 3 maxwin wild power

rahasia mega scatter mahjong wins 3 cepdecantabria pola gacor naga hitam

master cepdecantabria trik bet all in gates of olympus formula jackpot

kisah petani garam madura cepdecantabria hujan scatter spin manual

cepdecantabria ungkap rtp pg soft server eksklusif sarjana sukses pola baru

juragan pempek heboh cepdecantabria jam hoki gates of olympus turbo efektif

cepdecantabria juru parkir viral metode sensasional mahjong wins maxwin

anak kos yogya cepat kaya panduan jitu cepdecantabria mahjong ways master

stop rugi cepdecantabria rtp wild bounty trik penambang emas maxwin

heboh komdis stip taruna jago mahjong cepdecantabria tren kemenangan

strategi menang konsisten 75juta gates of olympus kutaitimurkab

disertasi kunci menang 120juta mahjong wins 3 kutaitimurkab

prediksi menang mahjong wins 3 50juta data historis kutaitimurkab

pola wild power jackpot 88juta mahjong ways 3 kutaitimurkab

rahasia bet all in 90juta mahjong ways 1 metode kutaitimurkab

algoritma wild bounty teknik menang 150juta mahasiswa kutaitimurkab

jurnal scatter hitam jackpot 99juta pragmatic play kutaitimurkab

strategi menang 65juta gates of olympus mahasiswa itb kutaitimurkab

rtp menang cepat 110juta mahjong ways 1 vs 3 kutaitimurkab

pola distribusi scatter menang 105juta mahjong ways 3 kutaitimurkab

mahasiswa stmikkomputama god hand gates olympus dana studi 75 juta

dosen stmikkomputama rahasia pola algoritma mahjong ways 3 jackpot

alumni stmikkomputama tukang service workshop mewah scatter hitam

stmikkomputama komite disiplin prestasi coding mahjong wins skripsi

mahasiswa stmikkomputama tingkat akhir naga hitam mahjong kesabaran

rahasia banjir scatter alumni stmikkomputama ayah 2 anak 65 juta

direktur stmikkomputama jackpot puluhan juta trik pola mahjong ways

penjual pulsa stmikkomputama sukses gates olympus logika pemrograman

mahjong wins 3 pragmatic teknik jitu lulusan stmikkomputama jackpot

cara singkat jackpot rtp pg soft 10 jurus rahasia stmikkomputama

komputama algoritma scatter hitam jackpot 99 juta

disertasi dosen komputama probabilitas menang mahjong wins 3

wild power jackpot 88 juta pola mahjong ways 3 dosen mtk komputama

tim riset komputama studi pola scatter mahjong ways 3 105 juta

strategi eksponensial gates of olympus kuliah komputama 75 juta

metodologi komputama rahasia bet all in mahjong ways 1 90 juta

mahasiswa komputama teknik menang 150 juta wild power wild bounty

model prediksi komputama data historis menang 50 juta mahjong wins 3

analisis komparatif rtp komputama menang cepat mahjong ways 1 vs 3

topik hangat mahasiswa itb komputama strategi menang gates of olympus

strategi scatter hitam geothermal itmnganjuk maxwin pembangunan

mahjong ways 3 konservasi mangrove itmnganjuk dana csr triliun

pola kemenangan beruntun jalur logistik cpo itmnganjuk bisnis ekspor

analisis mahjong ways 3 kenaikan wisatawan itmnganjuk pantai beras basah

pemkab implementasi full power wild kebun sawit rakyat panen maxwin

gerakan anti rungkad inspirasi umkm itmnganjuk omzet melonjak drastis

dprd terkejut upgrade scatter hitam percepat infrastruktur pedalaman

mahjong ways 3 ukur indeks kebahagiaan masyarakat itmnganjuk maxwin

misteri big win frekuensi kemenangan jam padat aktivitas tambang

mahasiswa itmnganjuk beasiswa jepang penelitian free spin irigasi

mahjong ways 3 tracon wild spin 1000 persen

pola reel gacor mahjong ways 2 tracon 2025

strategi tracon mahjong ways 3 wild energy digital

bocor pola mahjong wins 3 tracon trik wild

gertakan sempurna tracon mahjong ways 3 max win

tracon exclusive trik mahjong ways 3 lamine yamal

fenomena baru strategi wild spin tracon mw3

perbandingan mahjong ways 2 vs 3 gacor tracon 2025

makna wild spirit mahjong ways 3 strategi tracon

strategi tracon taruhan maksimal mahjong ways 3