Veitt verða vegleg bókaverðlaun frá Opnu, Bóksölu stúdenta og Ritinu fyrir þrjá bestu textana og þeir verða jafnframt birtir í Fréttablaðinu og Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs.
- Kallað er eftir stuttum frumsömdum og áður óbirtum textum, skálduðum jafnt sem óskálduðum, í bundnu eða óbundnu máli, úr heimi fræða og vísinda eða öðrum geirum mannlífsins.
- Textarnir mega vera allt að 2000 slög með bilum.
- Rita skal á íslensku.
- Textarnir verða settir upp á veggspjöld.
Dómnefnd
Dómnefnd skipuð lektor í ritlist og tveimur rithöfundum velur úr 25 bestu textana og veitir verðlaun fyrir þá 3 sem þykja skara fram úr. Gestir Kringlunnar geta einnig látið skoðun sína í ljós og mun dómnefnd taka tillit til atkvæða þeirra.
Skilafrestur er til 15. febrúar. Textana skal senda sem viðhengi á netfangið sjon@hi.is, merkta dulnefni, en rétt nafn höfundar fylgi með í tölvuskeyti. Móttakandi gætir nafnleyndar gagnvart dómnefnd.
1. verðlaun: Glæsilegur bókapakki frá Opnu. Fjögur rit að verðmæti 35.000 kr.
- Eitt þúsund tungumál
- Trú. Mannfólkið andspænis guði sínum
- Myndlist í þrjátíu þúsund ár
- Fransi Biskví
2. verðlaun: Veglegt rit frá Bóksölu stúdenta
3. verðlaun: Ársáskrift að Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar og árgangur 2010.
Samstarfsaðilar
Opna, Bóksala stúdenta, Kringlan og Fréttablaðið