Námshvatar í framhaldsskólum og hlutverk íslenskra háskóla

Um höfundinn
Geir Sigurðsson

Geir Sigurðsson

Geir Sigurðsson er dósent og deildarforseti Deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda. Hann hefur fengist við margvísleg ritstörf á sviði heimspeki, bókmennta, samfélags­ og menningarmála. Sjá nánar

nemendur [container]Þegar ég hóf störf sem háskólakennari á Íslandi árið 2005 vakti það undrun mína hversu nemendur virtust almennt illa undirbúnir fyrir háskólanám. Einungis minnihluti nemenda á fyrsta ári var þess megnugur að setja fram hugsun sína með skipulegum hætti, mynda heilar og skiljanlegar setningar, hvað þá skrifa heildstæða ritgerð með rauðum þræði sem unnt væri að fylgja frá upphafi til enda. Uppsetning og frágangur ritgerða sýndist mér ennfremur á svo lágu stigi að þeir hefðu aldrei fengið neina tilsögn í slíku. Þar að auki sýndist mér almennri þekkingu þeirra, t.d. á nálægum sögulegum atburðum á borð við fall Berlínarmúrsins 1989 og upplausn Sovétríkjanna, hvað þá á fjarlægari atburðum eins og frönsku byltingunni, vera einkennilega ábótavant. Hvað í ósköpunum, hugsaði ég, höfðu nemendur þessir verið að aðhafast í fjögurra ára framhaldsskólanámi sínu? Nú sex árum síðar hefur sá grunur minn verið staðfestur alltof oft að tilfærsla nemenda af framhaldsskólastigi yfir á háskólastig sé stökk sem gífurlegur fjöldi nemenda sé einfaldlega ekki í stakk búinn til að taka. En hvað er eiginlega að? Að sjálfsögðu er hér ekkert eitt atriði sem nægir að kippa í liðinn. Ein orsök þessarar framvindu er auðvitað sú að ungt fólk les mun minna en áður fyrr, enda nú mun fleiri leiðir til að stytta sér stundir en áður. Og sá lærir seint að skrifa sem ekki les.

nemarHér langar mig þó að draga fram eitt tiltekið atriði sem ég tel að valdi miklu um bagalega stöðu nemenda okkar: það er að í íslenskum framhaldsskólum er skortur á raunverulegum námshvata, því að útskriftareinkunn hefur engin áhrif á möguleika til frekari menntunar, a.m.k. ekki hér á landi. Á Íslandi getur hver sem nær einkunninni 5.0 í framhaldsskóla hafið háskólanám í hvaða háskóla sem er á landinu. Stúdentspróf er hreinn aðgöngumiði að háskólanámi og engu skiptir hversu vel eða illa nemandinn stendur sig í framhaldsskóla, svo framarlega sem hann nær því prófi – þá hefur hann sama aðgang að háskólanámi og dúxinn. Afleiðingin er sú að stór hluti nemenda sér litla ástæðu til að leggja hart að sér í framhaldsskólanámi. Sá sem tekur nám sitt í framhaldsskóla alvarlega og leggur sig þar fram verður augljóslega mun betur undirbúinn fyrir háskólanám. En slík hugsun er því miður of óræð til að ýta við nemendum. Afleiðingin er sú að of margir öðlast rétt til að stunda háskólanám og af þeim eru jafnframt of fáir sem ekki eru með tilskilinn undirbúning að baki. Til að bæta megi úr þessu og framhaldsskólaárin verði nemendum að raunverulegu gagni þarf frumkvæðið væntanlega að koma frá íslenskum háskólum – sem þar með þurfa að gera meiri kröfur, t.d. í formi aðgangstakmarkana á grundvelli meðaleinkunnar á stúdentsprófi.

Það er þó borin von að ríkisháskólarnir geti bætt úr þessu við ríkjandi kerfi þreyttra eininga sem ræður fjárveitingu ríkisins til háskólanna, enda er raunveruleg virkni þess þau að háskólarnir eru fremur hvattir til að huga að fjölda nemenda en gæðum – ekki síst í því umhverfi fjársveltis sem ríkt hefur um allt of langt skeið. Kerfi þetta er meingallað og grefur undan einu mikilvægasta markmiði háskólanna: að skila vel menntuðu fólki út til samfélagsins (ekki einungis atvinnulífsins). Á þetta hafa margir bent í gengum tíðina. Þorvaldur Gylfason skrifar t.d. í grein sinni „Reiknilíkanið og framtíð Háskólans“ sem birtist í Fréttabréfi Háskóla Íslands í október 2001 (pdf) að deildir „hafi hag af því við núverandi skipan að laða til sín lélega nemendur til að fjölga þreyttum einingum sem allra mest, því að eftir þeim fara fjárveitingarnar … Þessa sér nú þegar stað sums staðar í Háskólanum, svo sem við mátti búast, enda virðist það nú algengara en áður, að nemendur vinni með námi. Það er að líkindum vottur um minni námskröfur en áður. Þannig leggur deililíkanið þá freistingu fyrir háskólamenn, að þeir dragi úr þeim kröfum, sem Háskólinn gerir til nemenda.“ Tíu árum síðar er þessi staða óbreytt og heldur verri ef eitthvað er. Fjölmörg dæmi eru til um nemendur sem vinna fulla vinnu með fullu námi án þess að það virðist hafa teljandi áhrif á námsárangur í einkunnum talið. Það verður seint rakið til þess að nemendur þessir séu svo framúrskarandi, enda væri þetta hreint ekki mögulegt ef námskröfur væru eðlilegar. Fullt nám ætti að samsvara fullri vinnu og gott betur. Ástandið er orðið verulega alvarlegt þegar viðhorf nemenda til náms er tekið að einkennast af þeirri hugsun að þau stundi fullt nám sem einhvers konar „hobbý“ með vinnu.

Engum blöðum er um það að fletta að verulegur fjárhagsvandi steðjar að ríkisháskólunum á Íslandi. En það á ekki að gefa okkur átyllu til að slaka á kröfum. Hugsum nú heildrænt og vinnum að því með stjórnvöldum að breyta afkáralegu deililíkaninu, auka kröfurnar sem við gerum til nemenda og hvetja framhaldsskólanema til að nýta tíma sinn betur. Það skilar sér að endingu til allra: framhaldsskólanna, háskólanna og samfélagsins sem heildar.

 

[/container]


Comments

One response to “Námshvatar í framhaldsskólum og hlutverk íslenskra háskóla”

  1. Ég útskrifaðist úr góðum menntaskóla (lesist: þar sem nemendur voru teknir inn úr grunnskólum með mjög háa meðaleinkunn úr samræmdum prófum) fyrir nokkrum árum og verð að viðurkenna að ögrunin í því námi er nánast engin. Engin! Hvatinn til að standa sig vel, ja eða bara leggja vinnu í sitt áhugasvið, er jafnramt enginn og umbun fyrir góða vinnu engin. Tap nemenda þegar þeir vinna illa er heldur ekkert. Ekki beint hægt að ætla að fólk beri virðingu fyrir námi eftir að hafa dröslast í gegnum þessi fjögur ár.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1012

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

news-1012