Ritið:1/2015 – Tvísæi/íronía/launhæðni/kaldhæðni/ólíkindi

Í Eldri Rit höf. Hugrás

Ritstjórar: Jón Ólafsson
og Kristinn Schram
1. hefti ársins 2015 er helgað íroníu, sem má í stuttu máli lýsa sem misræmi á ytri og eiginlegri merkingu; á því sem sagt er og raunverulega meint. Eins og nafn heftisins ber með sér eru ýmis orð notuð í íslensku um þetta fyrirbæri sem hvert um sig eru í ýmsu samhengi prýðileg þýðing. Því var ákveðið að leyfa allmörgum þeirra að njóta sín í titlinum.

Þrjár ritrýndar greinar tilheyra þema heftisins að þessu sinni. Fyrst gerir Ármann Jakobsson atlögu að tvísæi í miðaldasögum í grein sinni um Skarphéðin Njálsson, en spyr um leið grundvallarspurningar um íroníu. Þá fjallar Bergljót Soffía Kristjánsdóttir um húmor og íróníu í nokkrum ljóðum Sigfúsar Daðasonar í grein sinni „vegir sem stefna […] beint út í hafsauga“. Loks fjallar Kjartan Már Ómarsson um menningarsögulegt samhengi styttunnar af Leifi heppna í grein sinni „Týndi sonurinn: Hugleiðing um líkneski Leifs heppna Eiríkssonar“.

Kápumynd: Baggalútur [úr seríunni Skrípó, www.baggalutur.is] 2015

Kápumynd: Baggalútur [úr seríunni Skrípó, www.baggalutur.is] 2015

Tvær þýðingar lykiltexta birtast hér í fyrsta sinn sem fjalla um íroníu á ólíkum fræðasviðum, annars vegar heimspeki og hins vegar á sviði mannfræði og etnógrafíu. Ritgerð Richards Rortys um „einkaíroníu“ birtist fyrst sem kafli í bókinni Contingency, Irony and Solidarityeða Hending, íronía og samstaða sem kom út 1989 en grein Mary Taylor Huber og James W. Fernandez er upphaflega skrifuð sem inngangur að greinasafninu Irony in Action: Anthropology, Practice, and the Moral Imagination eða Íronía að verki: Mannfræði, iðkun og siðferðilegt ímyndarafl sem kom út 2001.

Íronísk samfélagsleg valdasamræða finnur sér í síauknum mæli farveg innan listarinnar og í þessu hefti eru íronískri myndlist gerð nokkur skil. Sex listaverk eru sýnd í myndasyrpunniÓræð verk og íronísk og gefa upp ákveðna, en ekki tæmandi, mynd af íslensku nýlistafólki sem beitt hefur fyrir sig ólíkindum, húmor og óræðni í list sinni. Höfundar eru Eva Rún Snorradóttir, Vilborg Ólafsdóttir og Eva Björk Kaaber sem skipa sviðlistahópinn Kviss búmm bang, Eva Ísleifsdóttir, Ragnar, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Styrmir Örn Guðmundsson og Gjörningaklúbburinn, þær Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Loks er hér að finna áður óbirta ræðu Ásmundar Ásmundssonar, listaverk, þó í ólíku formi sé, sem hann flutti við afhendingu Sjónlistarverðlauna 2012, á Hofi, Akureyri.

Tengsl íronískra verka við listafólk og umhverfi þeirra eru rædd í samtali Kristins Schram við þá Snorra Ásmundsson og Hauk Má Helgason. Í heftinu er einnig birt samræða stjórnmálamanns við fræðifólk, undir yfirskriftinni Vettvangur. Hér er það Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar og áður borgarfulltrúi Besta flokksins, sem fjallar um íroníu í stjórnmálum út frá dæmi Besta flokksins, sem vann stórsigur í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík vorið 2010. Fjórir fræðimenn, Gottskálk Jensson, Svanhildur Óskarsdóttir, Björn Þorsteinsson og Eva Þórdís Ebenezersdóttir, svara Óttari og hann bregst svo við svörum þeirra. Skylt efni er tekið fyrir í Suðupunktinum en Ritið auglýsti eftir greinum úr háskólasamfélaginu þar sem höfundar brygðust við árásinni á ritstjórn franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo. Höfundarnir, Maximilian Conrad,  Eiríkur Smári Sigurðarson, Elmar Geir Unnsteinsson og Kristín Loftsdóttir nálgast þessa samfélagsumræðu meðal annars út frá tengslum orða og ofbeldis, hugmyndum um tjáningarfrelsi, íslam og notkun gríns í fjölmenningarsamfélagi.
Í óþematengdum hluta Ritsins birtast að þessu sinni tvær greinar um ólík efni. Annars vegar tekst Finnur Déllsen á við spurninguna um hvort og þá hvernig megi samþætta ólík horf vísindaheimspekinnar á skýringu og líkindi. Hins vegar fjallar Kristín Loftsdóttir um kynþáttafordóma í íslensku samfélagi í grein sem sækir innblástur í verkefnabók úr grunnskóla. Loks hefur heftið að geyma viðbrögð Gunnars Karlssonar við umfjöllun Ragnhildar Hólmgeirsdóttur um rit hans Ástarsaga Íslendinga að fornu, en umfjöllunin birtist í síðasta hefti.

Kaflar og útdrættir

Inngangur
Kristinn Schram og Jón Ólafsson: Merkingarheimar íroníunnar

Ármann Jakobsson: Skarphéðinn talar. Tilvistarlegt tvísæi í miðaldasögum
Útdráttur og lykilorð   Abstracts and keywords

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir: „vegir sem stefna […] beint út í hafsauga“. Um húmor og íroníu og þrjú ljóð Sigfúsar Daðasonar
Útdráttur og lykilorð   Abstracts and keywords

Kjartan Már Ómarsson: Týndi sonurinn. Hugleiðing um líkneski Leifs heppna Eiríkssonar
Útdráttur og lykilorð   Abstracts and keywords

Óræð verk og íronísk

Kviss búmm bang: GET A LIFE!
Eva Ísleifsdóttir: Ahh, ekki vera með þennan kjánaskap
Ragnar Kjartansson: Scandinavian Pain (þoka)
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir: Texti um list er sjálfstætt listaverk
Styrmir Örn Guðmundsson: Samningur
Gjörningaklúbburinn: Þrenning
Ásmundur Ásmundsson: Ræða í tilefni afhendingar Sjónlistarverðlauna 2012

Samtal

Kristinn Schram: Íronía, tjáningarfrelsi og leyfið til að sjá

Vettvangur: Írónía í stjórnmálum
Óttarr Proppé: Virðing alvarleikans og gildi leiðinda
Gottskálk Jensson: Ólíkindi og endurreisn lýðræðis
Svanhildur Óskarsdóttir: Gildi leiðinda
Björn Þorsteinsson: Undir okkur öllum
Eva Þórdís Ebenezersdóttir: Var „allskonar fyrir aumingja“ bara grín?
Óttarr Proppé: Viðbrögð við viðbrögðum

Greinar utan þema

Finnur Dellsén: Tvö viðhorf til vísindalegrar þekkingar – eða eitt?
Útdráttur og lykilorð Abstracts and keywords

Kristín Loftsdóttir: Útlendingar, negrastrákar og hryðjuverkamenn. Kynþáttafordómar í íslenskum samtíma
Útdráttur og lykilorð Abstracts and keywords

Suðupunkturinn

Charlie Hebdo Maximilian Conrad: Tjáningarfrelsi – frelsi undan gagnrýni?
Eiríkur Smári Sigurðarson: Aþena Hebdo
Elmar Geir Unnsteinsson: Hvenær hvetja orð til ofbeldis?
Kristín Loftsdóttir: Grín, íslam og fordómar í fjölmenningarlegu samfélagi

Þýðingar

Richard Rorty: Einkaíronía og von frjálslyndisins
J. W. Fernandez og M.T. Huber: Mannfræði íroníunnar

Athugasemdir
Gunnar Karlsson: Lastaranum líkar ei við eðlishyggju

[fblike]

Deila