Maður dagsins, seint og um síðir

Um höfundinn
Jón Karl Helgason

Jón Karl Helgason

Jón Karl Helgason er prófessor í Íslensku sem öðru máli við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað fræðibækur og -greinar, fengist við þýðingar og komið að ritstjórn tímarita, bóka og vefja á Netinu. Sjá nánar

Fyrir réttum mánuði síðan var afhjúpaður bókmenntaskjöldur við Aðalstræti 6-8 í Reykjavík þar sem sódabarinn (þetta er ekki innsláttarvilla, þarna á að standa d en ekki ð) Adlon, öðru nafni Langibar, var til húsa um miðja síðustu öld. Um var að ræða hinn fyrsta af níu slíkum skjöldum sem verið er að afhjúpa á þessu ári í tilefni af því að Reykjavík er bókmenntaborg UNESCO. Skjöldurinn vísar til þess að staðurinn er nefndur í skáldsögunni Vögguvísu eftir Elías Mar. Í framhaldi var boðið upp á bókmenntagöngu um söguslóðir Vögguvísu undir leiðsögn Hjálmars Sveinssonar borgarfulltrúa. Þessi viðburður er til marks um þá vaxandi athygli sem verk Elíasar hafa notið á allra síðustu árum. Á tiltölulega stuttum tíma hefur hann „komist á kortið“ í eiginlegum og óeiginlegum skilningi, eftir að hafa verið á jaðri bókmenntaumræðunnar um áratugaskeið. Sagan af þeirri þróun gefur vísbendingu um það hvernig einstakir höfundar og verk geta orðið hluti af svonefndu hefðarveldi (e. canon) íslenskra bókmennta og hve fjölbreyttir farvegir slíkrar helgifestu (e. canonization) eru.

Það var nú þá
Fyrir sex árum síðan, þegar ég hóf að vinna að fræðigrein um fyrstu skáldsögu Elíasar Marar, hafði verið hljótt um þennan athyglisverða rithöfund um hríð. Liðin voru sjö ár síðan Mararbárur komu út en sú bók hafði að geyma úrval úr ljóðabókum Elíasar (Ljóð á trylltri öld frá 1951, Speglun frá 1977 og Hinum megin við sólskinið frá 1990). Mararbárur vöktu ekki mikla athygli. Í tempruðum dómi um ljóðaúrvalið lét Geirlaugur Magnússon (1999: 17) þess getið að Elías væri fyrst og fremst sagnaskáld og spurði hvort ekki væri tímabært að gefa út að nýju Sóleyjarsögu. Nærri hálf öld var liðinn frá því að síðara bindi þeirrar skáldsögu kom út og ef frá voru taldar fáeinar smásögur sem birst höfðu í tímaritum virtist Elías hafa látið sagnagerð að mestu leyti vera allan þennan tíma. Smásagnasafn hans, Það var nú þá, sem komið hafði út árið 1985 inniheldur að mestu leyti sögur sem skrifaðar voru á tímabilinu 1950 til 1960.

Fræðileg umræða um verk Elíasar hafði með líkum hætti verið af skornum skammti. Sama ár og Mararbárur kom út birti Sigþrúður Gunnarsdóttir grein í afmælisriti Dagnýjar Kristjánsdóttur þar sem hún gerði samanburð á skáldsögunum Sjötíu og níu af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson, Verndarenglunum eftir Jóhannes úr Kötlum og Sóleyjarsögu Elíasar. Það var fyrsta fræðilega umfjöllunin um skáldsögur Elíasar frá árinu 1979 þegar Eysteinn Þorvaldsson birti stuttan formála að skólaútgáfu Vögguvísu og Gerður Steinþórsdóttir fjallaði um Sólareyjarsögu í bókinni Kvenlýsingar í sex Reykjavíkurskáldsögum eftir seinni heimsstyrjöld. Mér sýndist að þau Sigþrúður, Gerður og Eysteinn, ásamt Sveini Mikael Árnasyni sem skrifaði B.A. ritgerð um Sóleyjarsögu árið 1977, væru þau einu sem sýnt hefðu Elíasi verulegan fræðilegan áhuga. Að öðru leyti hafði umræðan um hann sem rithöfund afmarkast við tilfallandi ritdóma. Sum verka hans voru ekki bara gleymd og grafin heldur höfðu þau í rauninni aldrei komist inn á hinn bókmenntasögulega radar.

Þar á meðal var skáldsagan sem ég var að skrifa um, Eftir örstuttan leik, sem komið hafði út síðla árs 1946, þegar Elías var tuttugu og tveggja ára ár gamall. Amma mín gaf mér eintak af bókinni þegar ég var unglingur og það safnaði ryki uppi í hillu hjá mér um langt skeið en ástæða þess að ég fór að glugga í það árið 2006 var sú að ég hafði fengið rannsóknarstyrk til að skrifa um íslenskar sjálfsögur (metafiction) og einhver benti mér á að Elías gæti verið athyglisverður í því sambandi. Í ljós kom að þessi frumraun hans í skáldsagnagerð var skólabókardæmi um það sem bandaríski bókmenntafræðingurinn Steven G. Kellman hefur kallað sjálfgetna skáldsögu en það er verk sem fjallar öðrum þræði um eigin tilurð.

Hver er fyrsta gay-sagan?
Á meðan á ég var að vinna í greininni urðu viss þáttaskil í umræðunni um feril Elíasar og stöðu hans í íslenskri bókmenntasögu. Í síðari hluta septembermánaðar 2006 komu fjórða og fimmta bindi Íslenskrar bókmenntasögu en þau eru helguð tímabilinu frá 1918 til 2000. Einn besti kafli þessara tveggja binda reyndist vera umfjöllun Dagnýjar Kristjánsdóttur um íslenska sagnagerð frá stríðslokum fram til 1960. Þar er meðal annars ágæt umfjöllun um skáldsögur Elíasar, einkum um Vögguvísu og Sóleyjarsögu, en Dagný talar líka lofsamlega um Eftir örstuttan leik sem hún segir að minni svolítið á Vefarann mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness, Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson og Sult eftir Knut Hamsun. Umræðan um fjórðu skáldsögu Elíasar, Man ég þig löngum, sem út kom árið 1949 er knöppust enda telur Dagný (2006: 470) að hún standi fyrstu skáldsögu höfundarins langt að baki og sé bæði „margmálli og hefðbundnari“.

Mánuði síðar birtist opnugrein í Lesbók Morgunblaðsins undir titlinum „Nýr penni í nýju lýðveldi“ þar sem Hjálmar Sveinsson minntist þess að sex áratugir væru liðnir frá því að Eftir örstuttan leik kom út. Hjálmar fjallaði lofsamlega um bókina og kallaði hana tímamótasögu. Hann tengdi tilvistarvanda aðalpersónu verksins, Þórhalls eða Bubba, við söguhetjur í verkum eftir Jean Paul Sartre og Albert Camus en líka við Hlyn Björn, aðalpersónu skáldsögunnar 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason. Í síðari hluta greinarinnar ræddi Hjálmar (2006: 5) vítt og breitt um feril Elíasar og benti meðal annars á að Man eg þig löngum væri „fyrra bindið í fyrstu „gay-sögu“ lýðveldisins“, aðalpersónan Halldór Óskar Magnússon (HÓM) hefði átt að koma út úr skápnum í síðara bindinu en Elías kom sér aldrei að því að skrifa þann hluta sögunnar.

Undir lok ársins birtist svo grein mín en þar færði ég meðal annars rök fyrir því að tilvistarvandinn sem Bubbi glímir við í Eftir örstuttan leik snúist að einhverju leyti um dulda samkynhneigð hans. Þessi túlkun hafði þróast í framhaldi af samræðum mínum við einn nemenda minn, Guðjón Ragnar Jónasson, en hann var um líkt leyti að kanna óútgefið handrit Elíasar að ævisögu Þórðar Sigtryggssonar, Mennt er máttur, og smásögu Elíasar „Saman lagt spott og speki“ frá 1960. Í báðum verkum er að finna berorðar lýsingar á samkynhneigðum ástum en þess má geta að í grein sem Geir Svansson (1998: 495) hafði birt í Skírni var smásagan nefnd sem fyrsta dæmið um íslenskar hinsegin bókmenntir. Geir byggði umfjöllun sína á kafla sem Þorvaldur Kristinsson hafði skrifað um bókmenntir í „Skýrslu nefndar um málefni samkynhneigðra“ árið 1994.

Fram í sviðsljósið
Áhugi okkar Dagnýjar, Hjálmars og Guðjóns á Elíasi sem skáldi átti sér ólíkar rætur og það er líklega tilviljun að þrír ávextir þessa áhuga hafi birst opinberlega þennan vetur. Um vorið, nánar tiltekið 23. maí árið 2007, lést Elías Mar. Hjálmar var þá að leggja lokahönd á athyglisverða viðtalsbók við Elías, Nýr penni í nýju lýðveldi, sem út kom fáum mánuðum síðar hjá forlaginu Omdúrman sem Hjálmar og Geir Svansson reka í sameiningu. Um líkt leyti birtist viðtal við skáldið og ellefu aðra rithöfunda í verki Péturs Blöndals blaðamanns, Sköpunarsögur. Skyndilega var Elías kominn í kastljósið. Þar hafði sitt að segja að Hjálmar lagði áherslu á það, bæði í viðtalsbók sinni og viðtölum um hana, að Elías hefði verið vanmetinn og vanræktur í íslenskri bókmenntaumræðu og bókmenntasögu, það væri til dæmis hneyksli að Vögguvísa hefði um langt skeið verið ófáanleg.

Jón Yngvi Jóhannsson brást við þessari gagnrýni í ádrepu í Tímariti Máls og menningar stuttu síðar. Jón Yngvi (2008: 141) var reyndar sammála því að það væri „skandall að ekki skuli vera til góð útgáfa af Vögguvísu“ en benti á að verk Elíasar væru jafnan lesin í tilteknum námskeiðum í Háskóla Íslands og vísað líka til umfjöllunar Dagnýjar Kristjánsdóttur í Íslenskri bókmenntasögu sem Hjálmar hefði af einhverjum ástæðum sniðgengið í bók sinni. Jón Yngvi minnti líka á að mikilvæg verk flestra íslenskra rithöfunda 20. aldar væru ófáanleg, enda væri takmarkaður markaður fyrir slíkar endurútgáfur. Stakk hann upp á því að lögum um Bókamenntasjóð yrði breytt þannig að leyfilegt væri að styrkja skólaútgáfur á sígildum íslenskum verkum.

Og áfram hélt Elías að vekja umræðu. Það var eins og andlát hans hefði hleypt nýju lífi í skáldverk hans. Vorið 2008 stóð Omdúrman fyrir málþingi í Tjarnarbíói um Elías þar sem við Dagný, Hjálmar, Guðmundur Andri Thorsson og Eggert Þór Bernharðsson tókum til máls. Dagný birti síðar erindi sitt í afmælisriti Gunnars Karlssonar sagnfræðings undir titlinum „Sýnt en ekki gefið“. Hún fjallar einkum um persónulýsingu Bubba í Eftir örstuttan leik og bendir á að það sé ekki nóg með að hann glími við eigin samkynhneigð heldur lýsi textinn bæði lystarstoli og narsisisma. Dagný (2009: 121) segir að bókin sé „fyrst og fremst vitnisburður um sína eigin upptroðslu, melódramatísk, ýkt, taugaveikluð og mjög hrjáð“ en um leið sé hún „full af leik, samkynhneigðri „smekkleysu“ (camp) og næmi fyrir fegurð hlutanna“. Sjálfur las ég á málþinginu í Tjarnabíó kafla úr væntanlegri bók minni um útgefanda Elíasar, Ragnar Jónsson í Smára, og byggði þar á forvitnilegum bréfaskiptum þeirra félaga frá því um miðja síðustu öld. Bók mín kom út haustið 2009 undir titlinum Mynd af Ragnari í Smára.

Ekki maður dagsins enn?

Skömmu síðar birtist grein eftir Þorstein Antonsson í Tímariti Máls og menningar, „Um hughvörf á höfundarferli“, þar sem þessi bréf Ragnars og Elíasar og fleiri til eru birt í heild sinni og um þau fjallað. Þorsteinn birti svo aðra grein í næsta hefti TMM, vorið 2010, en þar rakti hann þætti úr ævi Elíasar og studdist meðal annars við persónuleg gögn sem Handritadeild Landsbókasafns fékk til varðveislu eftir andlát skáldsins 2007. Þorsteinn jók á næstu misserum við þetta efni og gaf út sem bók árið 2011 undir titlinum Þórðargleði. Þættir úr höfundarsögu Elíasar Mar. Þar er varpað ljósi á ýmsar hliðar á ævi Elíasar sem Hjálmar ræðir takmarkað um, svo sem sambönd skáldsins við bæði karlmenn og konur, þeirra á meðal Þórð Sigtryggsson og Guðberg Bergsson. Bók Þorsteins (2011: 182) lýkur á þeirri tilgátu að ævisaga Þórðar, sem Elías skráði, hafi ekki einasta haft áhrif á persónulýsingu aðalpersónunnar í Tómasi Jónssyni metsölubók eftir Guðberg heldur einnig síðustu skáldverk Halldórs Laxness. Jafnhliða þessari höfundarsögu gaf Þorsteinn út hjá bókaforlaginu Sölku Elísaarbók, úrval af ljóðum og smásögum skáldsins en meginhluti þess efnis hafði ekki áður komið út á bók. Árið 2011 gaf Omdúrman líka út áðurnefnda ævisögu Þórðar Sigtryggssonar, Mennt er máttur, og hafði Hjálmar Sveinsson umsjón með útgáfunni.

Allan októbermánuð síðastliðinn var Elías svo í brennidepli hjá Bókmenntaborginni. Vögguvísa var endurútgefin af hinu spræka útgáfufyrirtæki Lesstofunni (með styrk frá Bókmenntasjóði og í samstarfi við Bókmenntaborgina), henni var dreift rafrænt á eBækur.is og hún lesin af hundruðum grunnskólanemenda í skólum Reykjavíkur. Sagan var líka lesin sem framhaldssaga á Ríkisútvarpinu Rás 1, opnuð var sýning á handritum og verkum Elíasar í anddyri Landsbókasafns-Háskólasafns og haldin ráðstefna um skáldið á sama stað en henni stóðu m.a. bókasafnið, Bókmennta- og listfræðastofnun H.Í., Bókmenntaborgin, Lesstofan, og ReykjavíkurAkademían. Auk okkar Þorsteins Antonssonar tóku þar til máls þau Tómas R. Einarsson, Sólveig Ólafsdóttir, Svavar Steinarr Guðmundsson (einn að aðstandum Lesstofunnar) og Ásta Kristín Benediktsdóttir, en hún vinnur nú að doktorsritgerð í bókmenntum þar sem Elías verður líklega meðal viðfangsefna. Ef að líkum lætur mun hluta þessarar ráðstefnu verða útvarpað innan tíðar. Þá er Þorsteinn Antonsson að undirbúa útgáfu á annarri bók með skrifum eftir Elías. Snemma í nóvember stóð Guðmundur Andri Thorsson loks fyrir dagskrá um Elías og Vögguvísu í Gunnarshúsi á vegum Rithöfundasambandsins. Nú er svo komið að bakjarlar minningarinnar um Elías Mar eru ekki bara lengur vinir skáldsins, minni forlög og einstakir fræðimenn sem áhuga hafa á borgaralegri vitund, jaðarskáldum, hinsegin bókmenntum og frásagnarfræði heldur opinberar stofnanir á borð við Reykjavíkurborg, Háskólinn, Landsbókasafnið og Ríkisútvarpið, að ógleymdri Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).

Í einu bréfi sínu til Elíasar árið 1950, sem ég vitna til í bók minni um Ragnar í Smára (2009: 99-100), segir forleggjarinn að Elías sé „ekki maður dagsins enn“ og á þar við að bækur skáldsins seljist illa eða ekki. Elías tekur undir það álit í svarbréfi en gefur um leið til kynna að ástæðan sé ekki sú að verk hans nái ekki máli. Vögguvísa sé til að mynda merkileg fyrir þá sök að hún sýnir „einskonar „þverskurð“ af reykvísku lífi“ og færir áhrif meistara á borð við James Joyce og William Faulkner inn í íslenskar bókmenntir. Meira að segja Man eg þig löngum, sem Ragnar hafði talað afar kaldhæðnislega um, „mun einhvern tíma verða talin merkilegri bók en hún er talin nú. Fólk mun lesa hana út frá öðrum sjónarmiðum en hingað til,“ skrifar Elías enn fremur. Kannski sá hinn 25 ára gamli höfundur sextíu ár fram í tímann, til þess tíma að óhætt yrði að ræða opinberlega um samkynhneigðar ástir, til þess tíma að Vögguvísa kæmi út í þriðja skiptið og yrði sett á oddinn í dagskrá Reykjavíkur sem bókmenntaborgar. Hann hefur þó tæplega haft það hugmyndaflug að sjá fyrir sér að bókmenntaskjöldur yrði skrúfaður upp á nútímalega húseign Fasteignafélagsins Reita, til að minnast þess að þar var á sínum tíma ein af þeim knæpum þar sem smákrimmarnir í Vögguvísu drukku sitt Sóda Pop. Því síður hefur hvarflað að honum að Hugleikur Dagsson yrði fenginn til að myndskreyta slangur úr bókinni (m.a. hugtakið pöddufullur) eða að aðstandendur Lesstofunnar myndu leiða fram nýja íslenska útsetningu á leiðarstefi sögunnar, vögguvísunni Chi-baba, Chi-baba. Þegar á allt er litið virðist Elías Mar, seint og um síðir, vera orðinn „maður dagsins“.

Reykjavík, 16. nóvember 2012

Helstu heimildir:

  • Dagný Kristjánsdóttir. „Árin eftir seinna stríð.“ Íslensk bókmenntasaga IV. Ritstjóri Guðmundur Andri Thorsson. Reykjavík: Mál og menning, 2006.
  • Dagný Kristjánsdóttir. „Sýnt en ekki gefið. Um skáldsöguna Eftir örstuttan leik eftir Elías Mar.“ Heimtur. Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum. Ritstj. Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson, Vésteinn Ólason. Reykjavík: Mál og menning, 2009.
  • Elías Mar. Elíasarbók. Þorsteinn Antonsson sá um útgáfuna. Reykjavík: Salka, 2011.
  • Elías Mar. Vögguvísa: Brot úr ævintýri. 3. útgáfa. Reykjavík: Lesstofan, 2012.
  • Eysteinn Þorvaldsson. “Um Vögguvísu.” Í Elías Mar. Vögguvísa. Brot úr ævintýri. 2. útgáfa. Eysteinn Þorvaldsson annaðist útgáfuna. Reykjavík: Iðunn, 1979.
  • Geir Svansson. „Ósegjanleg ást. Hinsegin sögur og hinsegin fræði í íslensku samhengi.“ Skírnir 172 (haust 1998).
  • Geirlaugur Magnússon. „Í lok trylltrar aldar.“ DV 15. nóvember 1999
  • Gerður Steinþórsdóttir. „Það er búið að selja hana Sóley. Um kvenlýsingar í Sóleyjarsögu eftir Elías Mar.” Kvenlýsingar í sex Reykjavíkurskáldsögum eftir seinni heimsstyrjöld. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1979.
  • Hjálmar Sveinsson. „Nýr penni í nýju lýðveldi.“ Lesbók Morgunblaðsins 28. október, 2006.
  • Hjálmar Sveinsson. Nýr penni í nýju lýðveldi. Reykjavík: Omdúrman, 2007.
  • Pétur Blöndal. Sköpunarsögur. Reykjavík: Mál og menning, 2007.
  • Jón Karl Helgason. „Deiligaldur Elíasar. Tilraun um frásagnarspegla og sjálfgetnar bókmenntir.“Ritið 6/3 (2006).
  • Jón Karl Helgason. Mynd af Ragnari í Smára. Reykjavík: Bjartur, 2009.
  • Jón Yngvi Jóhannsson. „Um vanmat – örlítil ádrepa og tillaga til úrbóta.“ Tímarit Máls og menningar 69/1 (2008).
  • Sigþrúður Gunnarsdóttir. „„Hér eru örlagamál á dagskrá” : menningarátök í þremur skáldsögum stríðs- og eftirstríðsár.” Kynlegir kvistir tíndir til heiðurs Dagnýju Kristjánsdóttur fimmtugri. Reykjavík: Uglur og ormar, 1999.
  • Sveinn Mikael Árnason. „Um Sóleyjarsögu.” B.A. ritgerð í Íslensku. Reykjavík, Háskóli Íslands, 1977.
  • Þorsteinn Antonsson. „Um hughvörf á höfundarferli“. Tímarit Máls og menningar 70/4 (2009).
  • Þorsteinn Antonsson. „Sú leynda ást.” Tímarit Máls og menningar 71/1 (2010).
  • Þorsteinn Antonsson. Þórðargleði. Þættir úr höfundarsögu Elíasar Mar. Reykjavík: Sagnasmiðjan, 2011.
  • Þórður Sigtryggsson. Mennt er máttur. Tilraunir með dramb og hroka : kaflar úr endurminningum Þórður Sigtryggssonar. Elías Mar bjó til prentunar. Hjálmar Sveinsson sá um útgáfuna. Reykjavík: Omdúrman, 2011.

Deildu


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

slotoppo


agen bola online


Mix Parlay


Judi Bola


Mix Parlay


judi bola


slot gacor anti rungkad


Penghematan 3x Tips Mahjong Ways Hunian PCH

Rahasia Siti Surabaya Produktivitas Naik 25 PCH

Scatter Hitam Bisnis Irfan Hunian Langka PCH

Bandingkan Mahjong Ways vs Cost Saving PCH

Kunci Gopay178 Hunian Berperabot PCH

Membaca Data Bisnis dengan Mahjong Wins Gopay178

Satu Pintu 75000 Pilihan Single Poc PCH

Relokasi Tanpa Drama Panduan Group Move

Fitur Baru PCH Check In Mudah Jackpot Gopay178

Kenyamanan Eksekutif Hunian PCH All Inclusive

Dosen STIP Ungkap Pola Raja Zeus 178 Juta

Mega Win Fadil Bogor Pola Mahjong Ways Ilmiah

Scatter Hitam Taruna Wulan Semarang Menang 112 Juta

Riset Mahasiswa Jakarta Wild Bandito Data Navigasi

Raka Surabaya Uji Pola Mahjong Ways Berhasil Gopay178

Kapten Rendra STIP Pola Lucky Neko Taruna Maritim

Temuan STIP Pola Raja Zeus Gelombang Laut Banda

Mahjong Wins3 Simulasi Ilmiah Taruna Teknika

Taruna Rudi Makassar Rekor 134 Juta Mahjong Ways

Jordan Bogor Penelitian Mahjong Ways 92 Juta

Dosen STIP Pengaruh Pola Spin Mahjong Ways

Pola Turbo Cuan Mahjong Wins3 Psikologi Taruna

Gopay178 Studi Pola RTP Harian Lab STIP

Dian Pekalongan Menang 75 Juta Analisis Mahjong Wins3

Taruna Lina Padang 98 Juta Metode Lucky Neko STIP

Kapten Suharto Pola Wild Bandito Navigasi Kapal

Taruna Fadil Bogor Mahjong Ways Lab Statistik

Taruna Denpasar 67 Juta Simulasi Mahjong Ways

Cuan Lucky Neko Modul Statistik Maritim

Dian Pekalongan Analisis Akademis Mahjong Wins3

Taruna Inces1000 STIP Pola RTP Ilmiah

Taruna Rudi Makassar Uji Pola RTP Mahjong Ways

Peneliti STIP Mahjong Ways Analisis Arus Laut

Lucky Neko STIP Simulasi Probabilitas Kapal

Pola Turbo Taruna Bogor Mahjong Ways 92 Juta

Taruna Siti Pontianak Riset Wild Bandito 102 Juta

Taruna Wulan Semarang Scatter Hitam 112 Juta

Riset EJournal STIP Pola Raja Zeus Navigasi

Mahjong Wins3 Modul Kedisiplinan STIP

Wild Bandito Riset Taruna STIP Internasional

Taruna Ilham Palembang Pola Lucky Neko STIP

Taruna Aldi Bandung Scatter Hitam STIP

Gopay178 Riset STIP Pola Mahjong Wins3

Pola Lucky Neko Latihan Reaksi Cepat Maritim

Taruna Rehan Solo Simulasi Mahjong Ways 115 Juta

Taruna STIP Jakarta Mahjong Ways Gopay178

Gopay178 Penelitian Pola Scatter Hitam

Riset Pola Spin Janda Wild Bandito Fokus Taruna

Taruna Inces1000 STIP Probabilitas Arus

Taruna Lina Padang 98 Juta Metode Lucky Neko

Pola Spin Rahasia Mahjong Ways 2

Trik Spin Manual Gates of Olympus

Waktu Terbaik Scatter Hitam

Trik Spin Sweet Bonanza

Pola Spin Wild West Gold

Jam Hoki Mahjong Ways

Rahasia Spin Starlight Princess

Pola Spin Gates of Olympus X1000

Pola Spin Mahjong Ways 3

Waktu Terbaik Sugar Rush

Pola Spin Jigjag Mahjong Wins

Eko Samarinda Gates of Gatot Kaca

Pola Spin Stabil Mahjong Wins3

Dody Perbandingan Gaya Spin

Scatter Hitam Anti Banned

Pola Spin Gates of Olympus X5000

Fitur Turbo Gates of Olympus

Pola Spin Modal Kecil Mahjong Wins

Gaya Spin Efektif Semua Game

Reset Akun Mahjong Ways

Strategi Unik Tegal Pengusaha Es Batu Ubah Waktu Pendinginan Jadi Rumus Penjualan Paling Akurat

Mantan Honorer Kaya Temukan Kode Scatter Rahasia Kini Jadi Jutawan

Ibu Rumah Tangga Hasilkan Rp90 Juta dari Catatan Tanggal Penjualan Sederhana

Riset Pegubin Buktikan Pola Internet Naik Turun Berbanding Lurus dengan Omzet UMKM

Model Keuangan Ajaib Mahasiswi Akuntansi Mirip Pola Spin Digital

Jurnalis Muda Ungkap Hubungan Waktu Posting dan Peluang Transaksi Raksasa

Bahasa Baru UMKM Kepala Bidang Ekonomi Sebut Pola Scatter Kunci Sukses Modern

Laporan Rahasia 78 Persen UMKM Gunakan Strategi Rolling Tanpa Sadar

Ide Bisnis Gratis Pemilik Warung Kopi Dapat Cuan dari Log Data Terbengkalai

Cepat Kaya Diskominfo Rilis Aplikasi Deteksi Jam Cuan Berbasis Analisis Harian

Modal Tukang Parkir Semarang Catat Waktu Mobil Datang Dapat 70 Juta

Strategi Produksi Viral Pengusaha Snack Gunakan Pola Gopay178

Kisah Pegawai Malam Menemukan Waktu Hoki di Tumpukan File Audit

Terobosan AI Gopay178 Prediksi Jam Ramai Marketplace Lokal

Fenomena Digital Data UMKM Aktif Malam Hari Tumbuh 50%

Cerita Lucu Berakhir Cuan Pegawai Dinkop Salah Upload Data

Inovasi Gila Pegubin dari Jaringan WiFi ke Jaringan Bisnis

Fakta Unik Kudus UMKM Temukan Hubungan Musik Dangdut dan Omzet

Peluang Bisnis Barista Dapat Ide Usaha dari Chat Grup Gopay178

Lebih Akurat dari Ramalan Pengusaha Cilacap Klaim Pola Gopay178

cepdecantabria tukang las bongkar trik mahjong 3 maxwin wild power

rahasia mega scatter mahjong wins 3 cepdecantabria pola gacor naga hitam

master cepdecantabria trik bet all in gates of olympus formula jackpot

kisah petani garam madura cepdecantabria hujan scatter spin manual

cepdecantabria ungkap rtp pg soft server eksklusif sarjana sukses pola baru

juragan pempek heboh cepdecantabria jam hoki gates of olympus turbo efektif

cepdecantabria juru parkir viral metode sensasional mahjong wins maxwin

anak kos yogya cepat kaya panduan jitu cepdecantabria mahjong ways master

stop rugi cepdecantabria rtp wild bounty trik penambang emas maxwin

heboh komdis stip taruna jago mahjong cepdecantabria tren kemenangan

strategi menang konsisten 75juta gates of olympus kutaitimurkab

disertasi kunci menang 120juta mahjong wins 3 kutaitimurkab

prediksi menang mahjong wins 3 50juta data historis kutaitimurkab

pola wild power jackpot 88juta mahjong ways 3 kutaitimurkab

rahasia bet all in 90juta mahjong ways 1 metode kutaitimurkab

algoritma wild bounty teknik menang 150juta mahasiswa kutaitimurkab

jurnal scatter hitam jackpot 99juta pragmatic play kutaitimurkab

strategi menang 65juta gates of olympus mahasiswa itb kutaitimurkab

rtp menang cepat 110juta mahjong ways 1 vs 3 kutaitimurkab

pola distribusi scatter menang 105juta mahjong ways 3 kutaitimurkab

mahasiswa stmikkomputama god hand gates olympus dana studi 75 juta

dosen stmikkomputama rahasia pola algoritma mahjong ways 3 jackpot

alumni stmikkomputama tukang service workshop mewah scatter hitam

stmikkomputama komite disiplin prestasi coding mahjong wins skripsi

mahasiswa stmikkomputama tingkat akhir naga hitam mahjong kesabaran

rahasia banjir scatter alumni stmikkomputama ayah 2 anak 65 juta

direktur stmikkomputama jackpot puluhan juta trik pola mahjong ways

penjual pulsa stmikkomputama sukses gates olympus logika pemrograman

mahjong wins 3 pragmatic teknik jitu lulusan stmikkomputama jackpot

cara singkat jackpot rtp pg soft 10 jurus rahasia stmikkomputama

komputama algoritma scatter hitam jackpot 99 juta

disertasi dosen komputama probabilitas menang mahjong wins 3

wild power jackpot 88 juta pola mahjong ways 3 dosen mtk komputama

tim riset komputama studi pola scatter mahjong ways 3 105 juta

strategi eksponensial gates of olympus kuliah komputama 75 juta

metodologi komputama rahasia bet all in mahjong ways 1 90 juta

mahasiswa komputama teknik menang 150 juta wild power wild bounty

model prediksi komputama data historis menang 50 juta mahjong wins 3

analisis komparatif rtp komputama menang cepat mahjong ways 1 vs 3

topik hangat mahasiswa itb komputama strategi menang gates of olympus

strategi scatter hitam geothermal itmnganjuk maxwin pembangunan

mahjong ways 3 konservasi mangrove itmnganjuk dana csr triliun

pola kemenangan beruntun jalur logistik cpo itmnganjuk bisnis ekspor

analisis mahjong ways 3 kenaikan wisatawan itmnganjuk pantai beras basah

pemkab implementasi full power wild kebun sawit rakyat panen maxwin

gerakan anti rungkad inspirasi umkm itmnganjuk omzet melonjak drastis

dprd terkejut upgrade scatter hitam percepat infrastruktur pedalaman

mahjong ways 3 ukur indeks kebahagiaan masyarakat itmnganjuk maxwin

misteri big win frekuensi kemenangan jam padat aktivitas tambang

mahasiswa itmnganjuk beasiswa jepang penelitian free spin irigasi

mahjong ways 3 tracon wild spin 1000 persen

pola reel gacor mahjong ways 2 tracon 2025

strategi tracon mahjong ways 3 wild energy digital

bocor pola mahjong wins 3 tracon trik wild

gertakan sempurna tracon mahjong ways 3 max win

tracon exclusive trik mahjong ways 3 lamine yamal

fenomena baru strategi wild spin tracon mw3

perbandingan mahjong ways 2 vs 3 gacor tracon 2025

makna wild spirit mahjong ways 3 strategi tracon

strategi tracon taruhan maksimal mahjong ways 3