Ég mótmæli! Ég var rændur atkvæði mínu

Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum, er óhress með að hafa verið sviptur atkvæði sínu í kosningum til stjórnlagaþings 2011. Hann segir m.a.: „Ég kaus til stjórnlagaþings. Mér fannst og finnst það mikilvægt. Mér fannst kjörið ekki flókið, en mér fannst lélegt að heyra úrtölumenn segja það óþarft eftir mestu straumhvörf sem orðið hafa á síðari tímum hér á landi.“