Sovét Ísland Óskalandið

Sovét-Ísland óskalandið – eftir Þór Whitehead

[container] Kommúnistaflokkur Íslands var deild í heimsbyltingarsambandinu Komintern, sem stjórnað var frá Moskvu. Yfirlýst markmið flokksins var: Bylting og stofnun Sovét-Íslands. Hér lýsir Þór Whitehead í fyrsta sinn í samfelldu máli undirbúningi flokksins að byltingu í landinu og viðbrögðum íslenska ríkisins. Byltingarbaráttan leiddi af sér öldu grófs ofbeldis, þar sem fjöldi manns slasaðist. Tugir valdra flokksmanna lærðu m.a. hernað og neðanjarðarstarfsemi í byltingarskólum í Moskvu. Flokkurinn kom sér upp bardagaliði, sem sigraðist á lögreglunni í Gúttóslagnum. Geysimikil rannsókn liggur að baki bókinni. Hún bregður nýju ljósi yfir byltingarstarf kommúnista og mestu átakatíma í sögu Íslands. Þór Whitehead hefur aflað sér vinsælda lesenda með bókum sínum um síðari heimsstyrjöld. Þær hafa einnig  hlotið einróma lof fræðimanna fyrir vönduð vinnubrögð og yfirgripsmiklar rannsóknir í mörgum löndum. Hér má sjá viðtal við Þór í þættinum Silfri Egils.

Sovét-Ísland óskalandið sver sig í ætt við fyrri bækur Þórs. Frásögnin er grípandi og örlög einstaklinga tvinnuð saman við meginþráðinn. Þór hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1995.

[/container]