Sjötti og síðasti þáttur Þýðendaæva er um Oddnýju Guðmundsdóttur, farkennara og þýðanda. Anna Dóra Antonsdóttir fer yfir sérstæða ævi þessarar konu sem ferðaðist um landið og kenndi börnum. Meðlesari með Önnu er Þorgeir Sveinsson og tæknimaður Anna Icban.
Hugvarp hefur birt þætti um ævi og verk þýðenda sem meistaranemar í þýðingafræðum við Háskóla Íslands hafa unnið, rannsakað umfjöllunarefnið og flytja. Með þessu móti eru verk nemenda gerð aðgengileg almenningi til fróðleiks og skemmtunar.
[fblike]
Deila