Þýðendaævir: Ólöf Eldjárn

Fjórði þáttur Þýðendaæva er um Ólöfu Eldjárn, þýðanda og ritstjóra. Ingibjörg Hjartardóttir fjallar um feril Ólafar sem þýðanda og varpar ljósi á mikið og vandað starf hennar á þeim vettvangi. Lesarar með Ingibjörgu eru Þórarinn Eldjárn, Salvör Aradóttir, Þorleifur Hauksson og Sigrún Eldjárn.

Á næstu vikum mun Hugvarp birta þætti um ævi og verk þýðenda, af og á íslensku. Það eru meistaranemar í þýðingafræðum við Háskóla Íslands sem unnið hafa þættina, rannsakað umfjöllunarefnið og flytja. Með þessu móti eru verk nemenda gerð aðgengileg almenningi til fróðleiks og skemmtunar.

Um höfundinn
Hugrás

Hugrás

[fblike]

Deila