Kórónan sem krísa fyrir heimspekina

[cs_text]Ole Martin Sandberg, doktorsnemi í heimspeki, skrifar um heimspeki á tímum kórónaveirunnar. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, þýddi.

Heimsfaraldurinn sem stafar af kórónuveirunni, COVID-19, veldur vanda sem ógnar heilsu og lífi milljóna manna um alla jörð, sem og gríðarlegum truflunum fyrir samfélög, framleiðslu og birgðakeðjur. Hann skapar líka vandamál fyrir heimspekina. Það er erfitt að skrifa um þessa krísu sem heimspekingur sem er vanur að verja frelsi einstaklinga og valdeflingu samfélaga gagnvart tilhneigingum ríkisvalds til forræðis og valdboðs, því núna virðist einmitt nauðsynlegt að grípa til snöggra og ákveðinna valdboðsaðgerða sem réttlættar eru með sterkri forræðishyggju. Þetta er neyðarástand og ríkisvaldið skerðir frelsi okkar til að vernda okkur, ekki aðeins fyrir „ytri óvini“, veirunni, heldur fyrir sjálfum okkur og hvert öðru þar sem hvert einasta okkar getur mögulega borið í sér það sem ógnar lífi okkar.

Hér er enga auðvelda afstöðu að finna. Auðvitað gæti valdboðskenningasmiður á borð við Carl Schmitt hrósað sigri og sagt að þetta ástand sé einmitt ástæðan fyrir tilvist ríkisvaldsins: Þetta er neyð þar sem réttlætanlegt er fyrir ríkið að lýsa yfir undantekningarástandi sem er hin endanlega sönnun fyrir fullveldi þess. Samkvæmt Schmitt er fullveldi skilgreint einmitt sem hæfnin til að ákvarða hvenær undantekningarástand á við og víkja þá lögum til hliðar á meðan.[1] En jafnvel Schmitt lendir í vanda þegar núverandi ástand er annars vegar. Samkvæmt honum er það nauðsynlegt einkenni á „hinu pólitíska“ að gerður sé greinarmunur á „vini“ og „óvini“. Fullveldi og sönn pólitísk völd krefjast þess að lýðurinn skiptist annars vegar í þau sem eru gjaldgeng innan ramma hins pólitíska og hins vegar í „hin“ – jaðarfólkið sem ekki er hægt að eiga við samtal á forsendum laga og frjáls samfélags.[2]

Greinarmunurinn á vinum og óvinum liggur til grundvallar hinu pólitíska hjá Schmitt, og fullvalda ríki getur gripið til valdsins til að lýsa yfir undantekningarástandi þegar óvinur ógnar heild eða heilsu samfélagslíkamans. En hver er óvinurinn núna? Veira, já, en veiran getur búið í okkur öllum og stokkið á milli okkar alveg óháð pólitískri stöðu. Þessi greinarmunur getur hafa virkað á því stutta tímabili þegar við trúðum í einfeldni okkar að veiran myndi halda sig við „hin“ – útlendinga, ferðamenn, þau sem litu út fyrir að vera „kínversk“ o.s.frv.[3] – en ekki leið á löngu þar til hún tók sér bólfestu í „hinum innfæddu“ og nú erum við öll mögulega ógn hvert við annað. Það eru engin „hin“ sem við getum miðað við núna til að skilgreina „okkur“: Við erum öll óvinurinn.

Andstæðingum Schmitts farnast ekkert betur gagnvart þessari krísu. Giorgio Agamben byggir mikið á Schmitt og heimspeki hans má nánast skilgreina sem eilífðarbaráttu gegn valdboðshugmyndunum þar. Agamben er anti-Schmitt. Hann hafnar skiptingunni í vini og óvini og brýtur til mergjar hvernig hún hefur frá upphafi verið þáttur í mannréttindaorðræðu, þar sem getan til að hafa réttindi og njóta viðurkenningar sem „manneskja“ hefur verið látin hvíla á því að vera þegn einhvers ríkis og þar með einhver sem tilheyrir tilteknum samfélagslíkama.[4] Samkvæmt Agamben þurfum við að hafna skilgreiningu Schmitts á hinu pólitíska og byggja grundvallarskilning okkar á efninu á búferlaflutningum og höfnun svæðaskiptingar.[5] Hin hnattræna veira hafnar svo sannarlega allri svæðaskiptingu og hún einkennist af stöðugum búferlaflutningum þar sem hún færir sig frá einum líkama yfir í annan.

Agamben er einnig þekktur fyrir umfjöllun sína um undantekningarástand og fullveldi. Hann sýnir gaumgæfilega hvernig undantekningarástandið, jafnvel í Þýskalandi nasismans, spratt ekki skyndilega upp heldur komst það á smám saman með því að grafið var undan pólitískum og lagalegum stöðlum – einkum þegar fangabúðir voru notaðar fyrir vísindatilraunir því þær voru skilgreindar utan ramma laganna.[6] Jafnvel í einræðisríki þurftu valdhafar sífellt að vísa til „laganna“ til að réttlæta grimmdarverkin. Vísað var í neyðarástand og undantekningarástand til að réttlæta ný lög sem urðu að pólitískum stöðlum. Í stað þess að vera tímabundið ástand er undantekningarástandið, samkvæmt Agamben, til marks um breytingu sem alltaf er hætta á að verði að hinu nýja ríkjandi viðmiði. Neyðarástandi er lýst yfir til að gefa valdhöfum fordæmalaus völd en því er sjaldan aflýst og ekkert verður um afsal valdanna.[7] Við ættum því að hafa mikinn vara á gagnvart yfirlýsingum um „neyðarástand“ sem víkja til hliðar pólitísku frelsi og veita ríkisvaldinu meiri völd.

Kenning Agambens um þær lagalegu aðgerðir sem gerðu helförina á endanum mögulega reyndist mjög gagnleg eftir 11. september 2001 þegar ríki víða um heim notuðu hryðjuverkaárás til að lýsa yfir undantekningarástandi og koma á nýjum, ströngum lögum sem veittu þeim sjálfum fordæmalaus völd og afnámu grundvallarréttindi og frelsi þegnanna. Rétturinn til einkalífs, rétturinn til að safnast saman og málfrelsi voru skert í stríði heimsins „gegn hryðjuverkum“. Aðvörun Agambens var réttmæt því undantekningarástandinu var aldrei aflétt, stríðið reyndist varanlegt, óvinurinn hélt alltaf áfram að vera nálægur og valdinu var aldrei skilað.

Því miður dettur Agamben beint á andlitið þegar kórónufaraldurinn er annars vegar. Við getum ekki flutt greiningu á einu neyðarástandi í heilu lagi yfir á annað neyðarástand. Með áhyggjum sínum – sem sumir gætu talið réttmætar – af stórtækum aðgerðum sem mörg ríki hafa gripið til vegna kórónufaraldursins sem og ótta sem hefur gripið um sig meðal almennings, fellur hann í þá gildru að gera lítið úr alvarleika þeirrar neyðar sem er notuð til að réttlæta aðgerðirnar. Hann hefur gert lítið úr hættunni af farsóttinni og sagt hana ámóta og hina árlegu inflúensu, vísað einfeldningslega í gögn sem höfnuðu því að farsótt geisaði á Ítalíu, og jafnvel tekið þátt í samsæriskenndum vangaveltum um að farsóttin væri „fundin upp“ til að koma í stað hryðjuverkaógnarinnar sem yfirskin til réttlætingar á stórtækum undantekningaraðgerðum í hinu nýja ríkjandi viðmiði.[8]

Við getum gert betur en þetta. Það er mögulegt að viðurkenna að ógnin sé raunveruleg, að við búum við raunverulegt neyðarástand sem geti kallað á óvenjulegar aðgerðir, jafnframt því að hafa varann á og vera gagnrýnin á þær aðferðir sem stjórnvöld nota til að auka völd sín sem ekki eru réttmætar eða hætta er á að verði varanlegar. Þetta er áskorun. Einfalt væri ef við gætum bara notast við okkar venjulegu heimspekilegu greiningaraðferðir og beitt þeim á núverandi ástand en í því felst sú hætta að við verðum ekki tekin alvarlega, jafnvel þegar áhyggjur okkar eru réttmætar og byggðar á stöðugum grunni. Fyrsta skrefið þarf að vera að viðurkenna að við búum við raunverulegt neyðarástand. Aðeins með því að viðurkenna að ástandið sé engu líkt og kalli á undantekningar getum við orðið sannfærandi þegar við krefjumst þess að aðgerðirnar séu í samræmi við ástandið og verði ekki varanlegar. Fólk hefur fulla ástæðu til hræðslu og við getum ekki látið eins og ástandið sé bara venjulegt en við getum samt verið gagnrýnin. En hvert stefnum við svo?

Hobbes á tímum farsóttarinnar

Ég finn sjálfur fyrir þessum vanda. Undanfarin ár hef ég skrifað og haldið fyrirlestra um annað neyðarástand; loftslagskrísuna.[9] Ég hef fært rök fyrir því að þó að enginn vafi leiki á að sú krísa sé raunveruleg geti óttinn og kvíðinn sem hún vekur upp leitt til hegðunar sem gerir illt verra. Ofsahræðsla og óræður ótti við væntanlegar breytingar geta fengið fólk til að standa vörð um núverandi lífshætti og að gefa stofnunum aukið vald sem gefa sig út fyrir að geta veitt því vernd. Þetta gerir ástandið verra því valdastofnanir og lífshættirnir sem þær vernda eru einmitt orsök vandans. Við getum ekki tekist á við krísuna með því að hengja okkur á og efla kerfi sem eru rót vandans. Við höfum góðar ástæður til að finna til ótta en við þurfum að skoða hvað það er sem við óttumst til að geta gripið til uppbyggjandi aðgerða. Mesta ógnin stafar kannski ekki af hruni þeirra kerfa sem við þekkjum heldur einmitt af viðhaldi þeirra.

Ég hef byggt rök mín á andstöðu við hugmyndafræðilegan nágranna Schmitts; Thomas Hobbes. Hann vísar til „hins náttúrulega ástands“, sem leiðir til stríðs allra á móti öllum. Þetta er ekki, hef ég rökstutt, sett fram sem söguleg staðreynd heldur aðvörun um hvað geti gerst ef fólk fylgir ekki ráðum hans og gengst undir hið pólitíska vald og stöðuna eins og hún er. Hann vill að við trúum því að samfélagið muni hrynja og að við verðum öll óvinir ef við treystum ekki valdhöfum til að sjá um að gæta þess að við við ráðumst ekki hvert á annað. Fylgifiskur þessa er að grafa undan traustinu sem fólk ber hvert til annars og liggur til grundvallar samvinnu í farsælum samfélögum. Samfélag grundvallað á gagnkvæmu trausti og samvinnu er móteitrið við einveldi ríkisvaldsins. Og það er það sem við þurfum til að lifa af þær krísur sem framundan eru.

Þessi greining lendir einnig í vanda andspænis þeirri krísu sem við eigum nú við að etja vegna kórónuveirunnar. Annars vegar styrkir farsóttin þá mynd sem Hobbes dregur upp. Ólíkt Schmitt þá telur Hobbes ekki að valdhafar þurfi á tilvistalegri ógn að halda frá utanaðkomandi óvini. Hjá Hobbes er óvininn að finna í okkur öllum og hlutverk ríkisvaldsins er að vernda okkur fyrir hvert öðru. Fátt á eins vel við þessa mynd og kórónuveiran. Hún hefur bókstaflega fengið okkur til að óttast hvert annað og gert okkur að þeim einangruðu einstaklingum sem Hobbes ímyndar sér að við séum „af náttúrunnar hendi“. Erfitt er að rækta traust og samkennd þegar nágrannar eru hræddir við að koma of nálægt hver öðrum og öllum samkomum er aflýst. Enn verra er að sjá nágranna snúast gegn hver öðrum og krefjast refsinga fyrir brot á neyðarlögum eða jafnvel bara fyrir brot á samfélagskröfum um að neita sér um athafnir eins og að fara út að ganga eða í verslunarferð. Það hryggði mig að heyra af herferð á vegum innflytjenda á Íslandi þar sem þess var krafist að landamærunum yrði lokað[10] jafnvel þótt ég skildi alveg áhyggjur þeirra og ótta. Agamben hefur ekki rangt fyrir sér um ofsahræðsluna sem grípur um sig í samfélaginu, sem fær fólk til að gera kröfur til ríkisvaldsins um skerðingu frelsis í því skyni að vernda það hvert fyrir öðru.

Á Íslandi hafa margir sett fram kröfur um að stjórnvöld loki öllum skólum og grípi til harðari aðgerða, þrátt fyrir að ekki virðist hægt að finna vísindalegan rökstuðning fyrir slíkri allsherjarlokun samfélagsins. Við getum verið gagnrýnin á stjórnvöld sem virtust í byrjun fyrst og fremst standa vörð um hagsmuni ferðaþjónustufyrirtækja og treg til að taka ástandið alvarlega, án þess að við förum út í þær öfgar að krefjast þess að ríkið verði að skrímslinu Levíathan sem yfir öllu gnæfir. Við búum við undantekningarástand en það réttlætir aðeins þær undantekningaraðgerðir sem eru nauðsynlegar sem viðbrögð við ástandinu. Viðurkenning á undantekningarástandi gerir okkur mögulegt að leggja mat á hvaða aðgerðir eigi við og svo að krefjast afnáms þeirra þegar þessu ástandi lýkur.

Vandinn við greiningu í andstöðu við Hobbes er að núverandi ástand kallar í raun á að venjulegt verklag sé sett til hliðar og að ríkisvaldið grípi til einhverra aðgerða. Sumt sem við myndum aldrei geta fellt okkur við undir venjulegum kringumstæðum getur verið réttmætt í þessu ástandi. Við viljum varðveita samkomufrelsi, en við þessar aðstæður virðist rétt að banna stórar samkomur á borð við tónleika eða íþróttaviðburði þar sem þúsundir gætu orðið fyrir smiti. En hvar á þetta að enda? Og hvenær? Á Íslandi hafa verið settar reglur um „samskiptafjarlægð“ í verslunum, takmarkanir á fjölda viðskiptavina o.s.frv. en við getum enn farið út í búð og farið út í gönguferð. Í mörgum öðrum löndum leyfist fólki ekki að fara út af heimilum sínum án gildrar ástæðu og allar mannaferðir lúta miklum takmörkunum. Þetta hefur verið tekið upp þó að fátt bendi til þess að veiran smitist milli stakra göngumanna í fersku lofti og þrátt fyrir hættuna á að fólk verði frekar þjakað af innilokuninni og rjúfi sóttkvína við slíkar aðstæður.

Erfitt er að reikna út nákvæmlega hvaða aðgerðir eru réttmætar og hverjar ekki. Engin leið er fyrir okkur að komast að því fyrr en að leikslokum (og jafnvel þá er ekki víst að við getum vitað hvaða aðgerðir heppnuðust vel eða illa). Við getum þó farið fram á að valdboðsaðgerðum sé ekki beitt þegar aðrir möguleikar eru fyrir hendi og að ekki verði hætta á að aðgerðirnar verði varanlegar. Til dæmis hafa dönsk stjórnvöld sýnt því áhuga að nota farsímagögn til að fylgjast með ferðum allra borgaranna til að greina dreifingu veirunnar, en þetta felur greinilega í sér brot á lögum um persónuvernd.[11] Þessi nálgun er í ætt við, en þó ekki alveg eins, og það sem gert hefur verið í Singapore og á Íslandi þar sem gefin hafa verið út snjallsímaöpp sem fólk getur valið um að setja upp á símum sínum og hent út þegar krísan er afstaðin.[12] Í báðum tilfellum vakna upp spurningar um persónuvernd en ég á erfitt með að treysta því að stjórnvöld sem hafa með lögum fengið rétt til að fylgjast með ferðum fólks muni láta það vald af hendi þegar tilefnið er ekki lengur til staðar. Það kemur önnur krísa eftir þessa og dönsk stjórnvöld, eins og flest önnur, hafa þráð þetta vald lengi.

Kannski eru það rök gegn því að gera eftirlitsappið háð vali einstaklinga að stjórnvöld treysti ekki almenningi til að setja það upp, en slík rök snúa hlutunum á hvolf. Ef fólk treystir stjórnvöldum þá er það líklegra til að velja aðgerðir sem þessar þegar beðið er um það. Sú staðreynd að valdboðsaðgerð sé fyrsta val stjórnvalda segir mikið um skort á trausti milli stjórnvalda og almennings.

Við getum líka farið fram á að neyðaraðgerðir séu grundvallaðar á góðum faraldsfræðilegum rökum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ekki mælt með allsherjarlokunum á borð við þær sem mörg Evrópuríki hafa gripið til. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar, Bruce Aylward, hefur raunar varað við því að slíkar lokanir geti unnið gegn markmiðum sínum þar sem hvorki einstaklingar né samfélög geti þolað lengi við í slíkum aðstæðum. Bakslag geti komið og faraldur brotist út aftur í hrundu hagkerfi og löskuðu heilbrigðiskerfi.[13] Markvissar aðgerðir séu betri, ekki aðeins með tilliti til efnahagssjónarmiða heldur með tilliti til réttlætingar: Einangrun staðfestra smitbera og þeirra sem þeir hafa umgengist er allt annað en að einangra alla. Viti fólk að það beri í sér veiruna er það mun líklegra til að sætta sig við einangrun, sérstaklega ef það veit að um afmarkað tímabil er að ræða. Einnig eykst traust fólks þegar það hefur meiri upplýsingar. Að segja öllum að halda sig alltaf heima meðan á krísunni stendur, eða að fólk eigi að vera heima „ef það finnur fyrir einkennum“, ýtir undir óvissu og tregðu til að fylgja fyrirmælunum.

Ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar kalla auðvitað á miklar prófanir meðal almennings, nokkuð sem heilbrigðiskerfi Evrópu höfðu hvorki búnað né undirbúning til að standa í eftir áratugalangt nýfrjálshyggjuaðhald. Og ef það á að vera raunhæft að hvetja fólk til að fara í sjálfskipaða sóttkví þarf að tryggja að það þurfi ekki að óttast um fjárhagslegt öryggi sitt meðan það er frá vinnu, en þessu hefur líka verið grafið undan með hagræðingum og aðhaldi. Ef til vill snýst málið þá um að þegar ríkið hefur tapað getu sinni til að vernda almenning með því að tryggja örugga afkomu þá verði eina færa leiðin að „vernda“ með íþyngjandi reglum og gerast Levíathan.

Svo geta spurningar vaknað um hvort öllum aðgerðum sé yfirleitt ætlað að vernda almenning. Dönsk stjórnvöld voru fljót að loka landamærunum fyrir allri ónauðsynlegri umferð og notuð meira að segja herinn til þess. Danska landlæknisembættið lýsti því yfir í fjölmiðlum að þetta væri ekki gert að þeirra ráðum þar sem fátt benti til að slík aðgerð hefði áhrif á útbreiðslu veirunnar og að ákvörðunin væri pólitísk en ekki vísindaleg.[14]

Þetta síðasta kemst kannski nær markinu en hefði mátt ímynda sér. Sú ákvörðun að loka landamærum og gera krísuna að innanríkismáli með „ytri heimi“ sem skiptir ekki máli og „innri heimi“ sem stjórnvöld taka ábyrgð á, fellur fullkomlega að hugmyndum Schmitts um hið pólitíska. Kannski voru engar vísindalegar faraldsfræðilegar ástæður fyrir þessari lokun en það voru pólitískar ástæður. Þetta sýnir að stjórnvöld voru tilbúin í þær aðgerðir sem öfgahægrið hefur lengi reynt að fara fram á, öfgahægri sem núverandi ríkisstjórn í Danmörku hefur opinberlega reynt að friðþægja. Það skiptir ekki máli hvort aðgerðirnar verji einhvern fyrir veiru, það sem skiptir máli er að sýna styrk og vilja til að framkvæma bara til að framkvæma eitthvað, að fá vilja sínum framgengt og sanna sig sem valdhafi.

Svipuðu máli gegnir um hin fáránlegu (frá heilbrigðissjónarmiði) lög, sem verið er að drífa gegnum danska þingið, sem kveða á um sérstakan flokk „kórónuglæpa“. Þetta frumvarp gerir smáafbrot sem nú þegar eru til lagaákvæði um að stórfelldum glæpum sem kalla á fangelsisvist ef sýnt verður fram á að þau tengist kórónuveirufaraldrinum (þar má nefna þjófnað á handspritti og bótasvik meðan á krísunni stendur). Þetta hefur ekkert að gera með að ná stjórn á faraldrinum þar sem dómstólar taka ekki slík mál til umfjöllunar meðan allsherjarlokun er í gildi en hér sýna valdhafar aftur vilja sinn og getu til stórtækra og harðra aðgerða.[15] Eftir að byrjað er að feta þessa leið þarf að halda áfram að viðhalda hlutverkinu þannig að stöðugt þarf að finna upp á nýjum aðgerðum jafnvel þótt ekkert vit virðist vera í þeim frá öðru sjónarhorni en pólitísku. Það þarf ekki að aðhyllast neina samsæriskenningu til að skýra hvernig stjórnvöld bregðast við krísu með æ harðari refsingum, hervæðingu landamæra o.s.frv. Þetta eru þau verkfæri sem þau höfðu í handraðanum. Þau bregðast við krísunni með því að gera það sem þau eru vön, bara með harðari hætti og minni mótstöðu almennings.

Þótt þörf sé á aðgerðum sem hreyfa við venjum og breyta hegðun okkar þarf líka að liggja fyrir að sumar aðgerðir séu ekki réttmætar. Það vekur miklar áhyggjur að stjórnvöld séu yfirleitt að keyra í gegn einhverjar lagabreytingar núna með jafnvel minni umræðu en átti sér stað þegar lög gegn hryðjuverkum voru samþykkt upp úr síðustu aldamótum. Það vekur enn meiri áhyggjur að andrúmsloftið sé þannig að þau sem setja spurningarmerki við aðgerðirnar séu stimpluð sem „óvinir“ sem vilji að veiran dreifist og fólk deyi – ekki af valdhöfum heldur af samborgurum sínum sem fylgjast hver með öðrum og krefjast skilyrðislausrar hlýðni við yfirvaldið. Slíkum samskiptum hef ég orðið vitni að á samfélagsmiðlum en þau eru vottur um þann míkrófasisma sem er nauðsynlegur til að festa einræði í sessi.

Iris Marion Young hefur fjallað um hugtakið „verndandi karlmennska“.[16] Hún heldur því fram að feðraveldið felist ekki aðeins í árásargjarnri drottnun og kúgun heldur taki það einnig á sig mynd velviljaðrar forræðishyggju þar sem hinn karlmannlegi og ríkjandi aðili (sem getur vissulega verið kona) býðst til að vernda hin veikari fyrir aðsteðjandi hættum. Þessi vernd hefur þó þann kostnað í för með sér að hin veikari þurfa að lúta vilja verndarans, ekki aðeins vegna þess að „hann“ krefjist þess heldur vegna þess að verndin krefjist þess. Til að geta aðhafst þarf verndarinn að geta reitt sig á gagnrýnislausan stuðning hinna. Ágreiningur og rökræður mega ekki eiga sér stað á krísutímum. Þannig beygja aðrir fjölskyldumeðlimir sig undir vilja verndarans og „lúta með ánægju dómgreind hans í skiptum fyrir loforðið um það öryggi sem hann veitir“.

Young vísaði í þessa mynd feðraveldisins í umfjöllun um tengsl okkar við ríkisvaldið þegar ótti greip um sig eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Ég hef vísað í hana í umfjöllun um loftslagskrísuna. En hún á enn betur við í núverandi krísu þar sem fólk væntir þess ekki aðeins að stjórnvöld verndi það heldur bókstaflega krefst þess að stjórnvöld taki af því völdin og veiti því þannig öryggistilfinningu sem á sér kannski, en kannski ekki, stoð í raunveruleikanum. Við leikmennirnir höfum litlar forsendur til að vita hvað geti í raun borið árangur í baráttu við farsótt, en við viljum geta fundið að stjórnvöld séu að gera eitthvað og förum því fram á umfangsmiklar aðgerðir. Og auðvitað eru flest stjórnvöld öll af vilja gerð að bregðast við því, jafnvel þótt aðallega sé um pólitískan skrípaleik að ræða.

Krísa sem hugmyndafræðileg gegnumlýsing

Í núverandi krísu afhjúpast hugmyndafræði ríkja. Hneigð danska ríkisins í átt að refsingum, eftirliti og þjóðernishyggju varð ekki til með veirunni heldur hefur hún verið til staðar lengi. Veiran er aðeins orsakaþáttur sem magnar tilhneigingar sem voru þar fyrir. Eins kemur það tæpast á óvart að ungverska þingið hafi samþykkt lagafrumvarp sem gefur forsætisráðherranum Viktor Orbán einræðisvald.[17] Ungverjaland hefur um skeið stefnt í þessa átt. Og vitaskuld eru hinn algjöri skortur á skipulagi, innviðum og kunnáttu sem hafa einkennt tök bandarískra stjórnvalda á ástandinu aðeins til marks um það sem við öll vissum.

Á Íslandi virðist hugmyndafræðin lúmskari. Svo kann vissulega að virðast sem hin upprunalega tregða stjórnvalda til að grípa til nokkurra aðgerða gagnvart faraldrinum sé til marks um að ríkisstjórnin sé í vasa ferðaþjónustunnar sem er eitt helsta hryggjarstykkið í hagkerfi landsins. Velviljaðri túlkun gæti hins vegar byggst á því að stjórnmálamenn hafi allir átt glöggar minningar af nýlegu fjármálahruni, fyllst ótta gagnvart ógninni og haft meiri áhyggjur af að forða þjóðinni frá öðru efnahagshruni en að forða fólki frá banvænni veiru (áður en við fellum dóma skulum við muna að efnahagskreppur valda líka dauðsföllum, og hið sama gerir mikil félagsleg einangrun). Ég tel ekki að þessar skýringar séu rangar en ég held að þriðji mögulegi orsakaþátturinn geti varpað ljósi á það sem þarna býr að baki.

Ég hef aðeins búið hér á landi í sjö ár og verð alltaf útlendingur sem getur ekki skilið öll blæbrigði íslenskrar menningar. Ég viðurkenni það en tel það einnig til marks um íslenska hugmyndafræði. Sú hugmyndafræði, sem er lúmsk og sjaldan haft hátt um, felur í sér undantekningahyggju (e. exceptionalism).[18] Um er að ræða hugmyndina um að Ísland sé sérstakt og einstakt land sem geti ekki mögulega átt við sömu vandamál að etja og og önnur lönd heimsins, hvað þá orðið fyrir áhrifum af spillingu, mengun og annarri óværu sem einkennir hið dularfulla „útland“. Ísland er hreint og óspillt í samanburði við afganginn af heiminum. Við höfum kannski vandamál hér, en þau eru okkar alveg sérstöku vandamál sem útlendingar geta ekki skilið. Við gerum hlutina með okkar lagi hér og við vitum best hvernig það á að vera. Við erum í bókstaflegum skilningi eyland.

Þessi hugmyndafræði kom glöggt fram í aðdraganda efnahagshrunsins 2008. Íslendingar bjuggu við „víkingahagkerfi“ – hvernig gátu endurskoðendur og hagfræðingar frá skandínavíska meginlandinu mætt með töflureiknana sína og þóst skilja hvað átti sér stað hér? Og hvernig dirfðust þeir að koma og skipta sér af okkar málum og setja fram efasemdir um stöðu bankanna okkar? Við þurftum ekki á reglugerðum, ábyrgðum eða endurskoðun að halda eins og hinir spilltu fjárfestar og bankamenn annars staðar í heiminum því við vorum saklaus og hrein. Við gerum hlutina með okkar lagi og útlendingarnir skilja það bara ekki.

Eitthvað í þessum dúr var til staðar við upphaf faraldursins. Aftur og aftur hljómuðu innantóm rök um að nauðsynlegt væri að varðveita og viðhalda ferðaþjónustunni og að óhugsandi væri að ferðamenn menguðu eyjuna okkar þar sem þeir ættu ekki samskipti við íbúa landsins.[19] Fáir spurðu hvernig stjórnvöld gerðu ráð fyrir að ferðamenn færu að því að borða kvöldmat, kaupa inn, ferðast um, skemmta sér á kvöldin o.s.frv.[20] Kannski vita stjórnvöld það ekki heldur þar sem þau hafa líklega aldrei þurft að hugsa um fólkið sem vinnur við ferðaþjónustu á lágum launum, er oft sjálft af erlendu bergi brotið og er ekki hluti af þeim veruleika sem ráðamenn þekkja. En að baki þessum rökum býr hin íslenska hugmyndafræði, hin bjargfasta trú að Ísland sé hreint og öruggt gagnvart sjúkdómum og öðrum vandamálum hins ytri heims. Þetta getur ekki gerst hér. Og þegar það tók að gerast þá voru stjórnvöld áfram treg til að taka ráðum annarra þjóða sem höfðu gengið í gegnum hið sama. Hvað vissu þau svo sem um hvernig best væri að gera hlutina á Íslandi? Við höfum okkar aðferðir. Veiran hlýtur að hafa önnur áhrif á okkur. Þau skilja þetta ekki.

Eftir þetta snerist Íslendingum hugur (jafnvel þótt höft annarra þjóða á flugsamgöngur hafi líka þvingað þá til þess). Gripið hefur verið til aðgerða og við erum ekki lengur að reyna að láta eins og allt sé eins og venjulega. En við höfum heldur ekki lokað öllu í samfélaginu. Skólar eru enn opnir, þótt það sé bara að hálfu leyti (og í samræmi við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar). Við getum enn farið út í gönguferð. Við höfum ekki afsalað okkur öllum lýðréttindum og ekki hefur orðið vart við valdboðshyggjutilburði. Ég veit ekki hvaða þjóð stendur sig best í að ná tökum á þessari krísu og það mun aðeins tíminn leiða í ljós. En ég held með Íslandi og öðrum þjóðum sem hafa valið aðferðir sem sýna almenningi meira traust frekar en minna. Ekki aðeins vegna þess að ég bý í einu af þessum löndum og vildi síður þurfa að upplifa umfangsmikinn banvænan faraldur nálægt mér – ég óska engum þess – heldur vegna hins pólitíska fordæmis sem það myndi gefa. Spilling, frændhygli og klíkukapítalismi eru kannski meðal landlægra vandamála hér en harðstjórn er ekki eitt þeirra.

[1] Carl Schmitt, Politische Theologie: Vier Kapitel zur Lehre von der Souveränität, 2nd ed. (München & Leipzig: Duncker & Humblot GmbH, 1934), 11.
[2] Carl Schmitt, Der Begriff des Politischen: Mit einer Rede über das Zeitalter der Neutralisierungen und Entpolitisierungen (München & Leipzig: Duncker & Humblot Gmbh, 1932), 14.
[3] https://theconversation.com/anti-asian-racism-during-coronavirus-how-the-language-of-disease-produces-hate-and-violence-134496
[4] Giorgio Agamben, Homo Sacer: Sovereign Power and Bare Life (Stanford University Press, 1998), 8, 127.
[5] Giorgio Agamben, Means Without End: Notes on Politics, First edition edition (Minneapolis: Univ Of Minnesota Press, 2000), 24,5.
[6] Agamben, Homo Sacer, 168.
[7] Giorgio Agamben, State of Exception (University of Chicago Press, 2005), 2.
[8] Giorgio Agamben, “The State of Exception Provoked by an Unmotivated Emergency,” Positions Politics (blog), accessed March 30, 2020, http://positionswebsite.org/giorgio-agamben-the-state-of-exception-provoked-by-an-unmotivated-emergency/.
[9] Ole Martin Sandberg, “Climate Disruption, Political Stability, and Collective Imagination,” Radical Philosophy Review 23, no. 2 (2020), https://doi.org/10.5840/radphilrev2020324108.
[10] https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/lagu-a-bilflautunni-fyrir-utan-embaetti-landlaeknis-lokid-landamaerunum/
[11] https://www.dr.dk/nyheder/indland/coronavirus-seruminstitut-vil-tjekke-danskernes-bevaegelser-med-mobildata
[12] https://www.businessinsider.com/singapore-coronavirus-app-tracking-testing-no-shutdown-how-it-works-2020-3
https://www.covid.is/app/is
[13] https://pov.international/who-virusekspert-bruce-aylward-hvorfor-dog-lukke-samfund-ned
[14] https://www.dr.dk/nyheder/politik/mette-f-star-ved-graenselukning-trods-manglende-evidens
[15] https://www.dr.dk/nyheder/politik/dommerformand-sender-opsigtsvaekkende-advarselsbrev-til-haekkerup-om-nye-corona
[16] Iris Marion Young, “The Logic of Masculinist Protection: Reflections on the Current Security State,” Signs 29, no. 1 (2003): 1–25, https://doi.org/10.1086/375708.
[17] https://foreignpolicy.com/2020/03/31/hungarys-orban-given-power-to-rule-by-decree-with-no-end-date/
[18] https://kjarninn.is/skyring/2019-10-12-hvad-er-svona-merkilegt-vid-thad-ad-vera-islendingur/
[19] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/03/18/rett_akvordun_ad_beina_ekki_spjotum_ad_ferdamonnum/
[20] https://www.visir.is/g/202024656d[/cs_text]

Um höfundinn
Ole Martin Sandberg

Ole Martin Sandberg

Doktorsnemi í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

[cs_text][fblike][/cs_text]

Deila

Mix Parlay


yakin jp

yakin jp

yakin jp

rtp yakinjp

yakinjp

Togel Online Resmi

pola ritme turbo stop go rahasia sopir angkot cuan 95 juta

strategi kode kuno petugas arsip bongkar rahasia 120 juta otomatis

karyawan minimarket temukan jam hoki pola tap cepat saldo meledak

trik tahan putar penjual mainan cuan 78 juta tanpa boncos

analisis frekuensi wild tukang fotokopi berbuah jackpot ratusan juta

timing free spin anti rungkad kunci kemenangan maksimal

pola step bet mikro desainer interior jaga profit stabil 65 juta

strategi gacor juru parkir manfaatkan jam sepi raih big win

ahli kopi reset modal cerdas saat multiplier drop wd pasti

kombinasi bet anti zonk pelayan restoran menu kombo hasilkan 110 juta

deteksi server hoki montir ac bawa pulang maxwin sebelum siang

ritme putaran beruntun guru ngaji pecahkan jackpot x500

pola turbo jeda pedagang kain kelola volatilitas tetap untung

taktik push berjenjang skema 3 2 1 barista kafe cuan 82 juta

manajemen dana anti rugi penjahit jas modal kecil untung besar

pola simbol berbaris petani padi ciptakan combo wild raksasa

kondektur bus uji frekuensi scatter akurat wd 135 juta

trik tumpuk wild pola sisir vertikal tukang cukur bonus berantai

sinkronisasi jari dan rtp teknisi lift profit tetap melejit

deteksi akurat server rungkad penjaga toko anti boncos total

kombinasi jam hoki dan pola khusus pedagang buah anti zonk x1000

mahasiswi desain mode pola putaran bintang paling gacor auto maxwin

penjual hewan trik scatter emas jitu cuan 450 juta sekejap

ahli geologi temukan urutan permata jackpot 85 juta kaya mendadak

seniman tato pahami ritme jarum pola putaran cepat maxwin tanpa batas

nelayan malam pola penyebaran hitam viral waktu hoki terbongkar

admin medsos filter real time analisis akurat rtp live tembus x500

strategi sultan agen properti fitur spin turbo cuan cepat anti rugi

petugas keamanan pola anti rungkad saat server padat wd aman

manajemen risiko saldo besar sopir truk logistik sebelum pecah maxwin

konsultan pajak pola penggandaan profit tanpa limit cuan fantastis

akuntan publik deteksi akurat waktu terbaik free spin auto sultan

buruh pabrik lacak mesin panas jam hoki terbaru pola spin jebol maxwin

karyawan bank uji skema kredit cepat kuasai fitur beli putaran anti zonk

juru masak deteksi bumbu rahasia kombinasi bet anti zonk hadiah x500

pedagang pulsa cadangkan saldo dana mini recovery anti boncos total

teknisi listrik trik petir x500 anti rungkad bawa pulang maxwin besar

pekerja konstruksi fondasi step up bet anti ambruk jackpot beruntun

penjual tanaman hias siraman interval timing spin tumbuh jackpot ratusan juta

nelayan pagi strategi ikan hoki anti rungkad bawa pulang 150 juta

cleaning service reset modal cerdas saat multiplier mandek wd cepat

juru pijat refleksi pola putaran cerdas x1000 anti rungkad terbaru

strategi jam hoki terbaik penjaga kolam ikan cuan 120 juta sekejap

penulis novel gunakan plot twist analisis pola terbaru pasti untung

guru les musik skema nada 3 5 7 pola push bertahap tingkat pengembalian 99

pedagang kopi keliling pola putaran cerdas untung 80 juta seminggu

montir mobil uji sprint spin 15 menit cetak big win cuan 90 juta

reset modal cerdas sapu bersih cleaning service wd cepat

penjaga toko buku uraikan indeks simbol free spin naikkan untung 50 juta

teknisi drone pola stabil bet terbang rendah pecah maxwin 800 juta

desainer grafis grid tempo pola turbo pause jaga volatilitas cuan x1000

penjual emas strategi sultan kombinasi spin cerdas anti boncos total

tukang sayur pola 3 baris wild emas modal 50 ribu langsung sultan

koki restoran deteksi bumbu rahasia kombinasi bet anti zonk 400 juta

pedagang asongan trik putaran maut 9 jitu scatter emas nembak

petugas pemadam kebakaran deteksi server panas pecah jackpot 750 juta

sopir taksi online buktikan cuan besar pola simbol khusus biru jaminan wd

tukang kebun raup ratusan juta analisis pola anti rungkad auto sultan

pegawai negeri ubah nasib trik buy spin cerdas perkalian x1000 berkali kali

pemuda desa buktikan pola 7 baris wild biru raup 950 juta tidak masuk akal

karyawan swasta 650 juta pola lonceng emas mahjong ways 2 scatter hijau

ibu rumah tangga x1000 sweet bonanza analisis maxwin

mahasiswa 888 juta pola bintang jatuh wild emas starlight princess

pemain medan pola batu petir gates of olympus jackpot 15 miliar

tukang ojek waktu emas scatter 5 baris wild west gold

pebisnis 788 juta pola keberuntungan game dewi fortuna x500

sopir ojol rahasia mahjong ways 1 spin otomatis

tukang sayur pola simbol khusus sugar rush cuan 90 juta

fotografer freelance shutter pace vs rtp gates of olympus wd konsisten

penata rias layer wild starlight princess bonus berantai auto jackpot

operator pabrik shift malam cooldown 7 10 profit maksimal

pedagang ikan kelola gelombang multiplier tarik profit aman anti boncos

petugas keamanan cek area gelap pola anti rungkad wd terjamin

karyawan toko pola 4 simbol merah kemenangan puncak bocoran resmi

pemain bali bongkar jam hoki wild emas ajaib auto sultan 999 juta

mahasiswa kedokteran taktik scatter emas kombo liar cuan 180 juta

ibu rumah tangga kaya raya pola ikan hoki scatter hijau terbukti akurat viral

pemuda desa mengubah nasib kisah bayaran x100 modal receh cuan maksimal

pemain jakarta berhasil trik spin turbo kemenangan puncak 1 miliar

pedagang ikan gelombang multiplier profit mahjong ways sebelum drop

auto sultan strategi gol juventus 750 juta trik ampuh

cuan mendadak pola kemenangan roma 650 juta tukang kopi fenomenal

starlight princess pola bet kecil wd trik bintang x200 beruntun

stop rungkad rtp live habanero terbaik pola putaran otomatis

mahjong ways 3 pola scatter hitam bocor analisis maxwin 777 juta

wild west gold jackpot miliar slow spin 3 baris emas kaya mendadak

gates of olympus pola batu petir x500 tersembunyi mahasiswa maxwin

aztec gems pola quick spin cuan 100 juta tanpa rungkad anti buntung

koi gate fenomena wild gold trik manajemen modal mini jackpot 95 juta

sweet bonanza pola permen bergaris mega jackpot jam hoki buy spin

starlight princess wild emas berantai gamer profesional cuan 170 juta

mahjong ways 2 kunci utama wd trik spin santai pegawai minimarket

bukan isapan jempol rtp live pragmatic play malam ini pola bet efektif

the dog house megaways maxwin instan sopir ojol ubah nasib

gates of olympus pola petir merah terbukti akurat jam gacor jitu

wild west gold scatter biru viral bet naik turun cuan 60 juta

sweet bonanza pola permen manis x500 anti rungkad ibu beli mobil

mahjong ways 1 rahasia kuno pola spin manual jebol jackpot

starlight princess petir bintang x100 tiap jam pola putaran cerdas

aztec bonanza cuan maksimal taruhan minimalis pekerja pabrik 280 juta

koi gate trik simbol hoki tercepat pola spin turbo 15 kali auto jackpot

klaim jackpot joker jewels malam ini trik jam hoki mahasiswa cuan x100

tukang cukur teknik spin halus mahjong ways anti boncos

terapis pijat pola bet mahjong ways mengalirkan jackpot

pilot drone atur batas rugi mahjong ways aman

arsitek metode buy free spin mahjong ways 2 stabil modal

kasir baca pola simbol mahjong ways turbo spin

resepsionis transisi spin mahjong ways 4 manual ke auto

programmer kode pola binary ritme bet mahjong ways 3

pustakawan pilih jam hoki mahjong ways royal

sales timing tarik dana mahjong ways sebelum drop

montir kapal selam batas maksimal putaran mahjong ways 1

mahjong ways 2 pola wild berantai tukang ojek mega jackpot

starlight princess anti rungkad petir bintang x1000 wd pasti

stop boncos wild west gold buy spin cerdas karyawan cuan 90 juta

maxwin pengali x1000 sweet bonanza terbaru

waktu emas wild west gold scatter 5 baris

pola sayap kupu kupu mahjong ways 3 wd pasti

strategi bet stabil gerbang ikan koi rtp 99

pola bintang jatuh princess starlight 888 juta

trik putaran turbo permen manis cuan x500

petir biru x500 olympus waktu gacor terkini

pola sinar bulan putri bintang jackpot instan

jam keberuntungan harta karun aztec 400 juta

pola 4 simbol merah gerbang kaca terbaru

jackpot 999 juta gold bonanza spin cerdas

strategi naga hitam raja kerbau scatter wild

pola mekanik emas hoki nexus untung besar

maxwin simbol biru emas koboi liar terjitu

analisis rtp langsung jam gacor slot pragmatic

koi gate viral pola ikan tersembunyi pemuda desa maxwin 180 juta

aztec gems maxwin trik spin manual 5 detik jackpot 70 juta

naga emas mahjong ways 3 pola bet kecil cuan miliar

joker jewels anti zonk strategi bet minimalis menang 99 persen

sweet bonanza xmas pola scatter kombo ibu rumah tangga 200 juta

gates of gatot kaca pecah analisis jam hoki sopir taksi x500

the dog house mega jackpot pola spin turbo pelajar sma 110 juta

mahjong ways scatter kombo gila teknik wild emas 420 juta

tercepat pola putaran maut starlight princess x500 nonstop

wild west gold gacor malam ini scatter emas anti rungkad sultan

koi gate pola naga biru terbongkar rtp 98 persen anti boncos

kisah pedagang sayur maxwin 150 juta pola bet stabil aztec bonanza

mahjong ways 2 pola naga hitam viral jackpot 600 juta otomatis

petir biru x1000 meledak jam gacor terbaru gates of olympus

sweet bonanza rahasia multiplier emas waktu hoki auto sultan

starlight princess anti rungkad rtp live 98 pola gacor

aztec gems trik bet minimalis jackpot 90 juta

rahasia sultan trik spin cepat the dog house maxwin

analisis pg soft pola spin cerdas mahjong ways 3 jackpot

kisah viral karyawan toko cuan 75 juta pola habanero anti rugi

panduan rtp slot pyramid bonanza kemenangan 99 persen

power of thor megaways trik gelegar x500 pola profesional

modal receh cuan maksimal pola great rhino megaways hoki

analisis jam hoki pragmatic pola spin normal jackpot

pola scatter hitam gates of olympus viral waktu hoki zeus

rahasia tersembunyi joker jewels trik keuntungan 50 juta

bocor tuntas analisis persentase menang sweet bonanza xmas

pola rahasia mahjong ways 1 sopir ojol cuan miliaran spin otomatis

jebol jackpot ratusan juta pola scatter merah wild west gold

strategi sultan trik spin turbo gems bonanza

pola gajah wild biru great rhino kaya mendadak

panduan rtp live aztec gems trik anti rungkand

bocoran pola scatter dog house anti boncos

trik buy feature buffalo king megaways x500

pola wild komplit madame destiny megaways maxwin

strategi anti gagal sugar rush tercepat wd

jam gacor poseidon megaways perkalian akurat

pola scatter koin money train 3 cuan menggila

taktik pola scarab emas legacy of dead receh untung

strategi putaran maut wild kraken release the kraken

Suara Cilok Scatter

Jam Hoki Petani Kopi

Gerakan Kipas Sate

RTP Wild West Gold

Teknik Tambal Ban

Prediksi Real Madrid

Manchester City vs Bournemouth

Barcelona vs Elche

Arsenal vs Burnley

Man United vs Forest

The Dog House Megaways Viral

Psikologi Warna Candy Bonanza

Mitos vs Fakta Justice League

Trik Skip Intro Playboy Gold

Moon Princess 1000 Cetak Rekor

Pola Triple Hot Hot Fruit

Zeus Howling Thunder CQ9

Pola Efisien Wild Safari

Strategi Ritme Dog House

Mekanik Rahasia Candy Bonanza

Prediksi Liverpool vs Aston Villa

Derby London Chelsea vs Spurs

Taktik Atletico vs Sevilla

Expected Goals Haaland

Analisis 15 Menit Terakhir

Analisis Mahjong Ways 3

Pola Ngantuk Mahjong Ways

Ritual Kucing Hitam

Taktik Rahasia RTP

Panduan Tukang Parkir

Pep Guardiola City

Arsenal vs Burnley

Tottenham vs Chelsea

Derby London Chelsea Spurs

Trik Menang Pragmatic

Analisis Data Akurat Mahjong Ways

Pola Ngantuk Satpam Mahjong Ways

Ritual Kucing Hitam Mahjong Wins

Taktik Rahasia Pola RTP Jember

Panduan Spin Turbo Tukang Parkir

Sistem Xavi Anti Kebobolan Barca

Kontroversi Kartu Merah Derby London

Filosofi Sepak Bola Modern London

Prediksi Liverpool vs Aston Villa

Statistik Clean Sheet Barcelona Elche

Mode Hemat Data Scatter

Filosofi Ngopi Hitam Pro

Pola Spin Tukang Ojek

Pola Scatter Koi Gate

Taktik Cuci Piring Spin

Misteri Anfield Liverpool

Arsenal vs Burnley 22 Menit

Pelatih Tertekan Ten Hag

Ketergantungan Gol Madrid

Tottenham vs Chelsea Modern