[cs_text]Seg mér, kvikmyndagyðja, frá hinum víðförla manni, er
hraktist mjög víða, eftir það hann hafði yfirgefið
hinn heilaga Helgaskóg, þeim er sá borgir og þekkti
skaplyndi margra manna. Sá maður þoldi í stúdíókerfinu margar
hugraunir, þá hann leitaði sjálfum sér lífs, og frumsýninga kvikmynda
sinna; og fékk hann þó ekki að heldur klárað kvikmyndir
sínar, hvað feginn sem hann vildi: því þær tortýndust sökum
illverka stúdíóanna, er þau fávís klipptu fjór tugi mínútna úr Hinum Mögnuðu Ambersons,
sem þessvegna lét kvikmyndaheiminn glata meistaraverki.
Seg mér nokkuð af þessum manni; Orsonseifi Welles.


1. hluti: Þann 21. ágúst 1939 var skrifað undir samning

Þegar hann var einungis 24 ára að aldri skrifaði Orson Welles undir einn besta leikstjórasamning sem sést hafði í sögu Hollywood. Samningurinn var við  RKO kvikmyndaverið og kvað á um að hann myndi leikstýra, skrifa og leika í tveimur kvikmyndum. Afhverju er talað um þennan leikstjórasamning sem þann „besta“ á klassíska Hollywood skeiðinu? Það voru ekki launin sem gerðu samninginn svona góðan, heldur var það sú staðreynd að viðskiptajöfrarnir höfðu afsalað sér ákvörðunarvaldi um lokagerð myndarinnar, listrænt frelsi Welles var óskorðað. Á þessum tíma voru slíkir skilmálar óþekktir. Leikstjórinn naut ekki þeirrar virðingar sem hann gerir í dag og hafði hvergi nærri þau völd sem hlutverkinu áttu eftir að fylgja síðar meir. En svo framarlega sem Welles færi ekki yfir áætlaðan framleiðslukostnað tryggði samningurinn honum einræðisvald yfir kvikmyndunum tveimur sem hann átti að leikstýra.[i]

Welles var ekkert sérstaklega vel tekið í kvikmyndahöfuðborginni. Hann kom úr leikhúsinu og útvarpinu í New York, og hafði kannski helst unnið sér það til frægðar, að mati heimamanna í Hollywood, að vera aflvaki stórs hneykslismáls. En sá skandall var útsending hans á útvarpsleikritinu Innrásin frá Mars, sem byggði á samnefndri skáldsögu H. G. Wells um innrás marsbúa á jörðina. Flutningurinn var í höndum leikhópsins sem Welles hafði sett saman nokkru fyrr, Merkúrs leikhússins, sem Welles átti eftir að flytja með sér til Vesturstrandarinnar þegar Hollywood kallaði. Sögur fara af því að veruleikablær útsendingarinnar hafi verið slíkur að  margir hlustendur hafi staðið í þeirri trú að um fréttalýsingu á raunverulegri geimveruinnrás hafi verið að ræða, og skelfing af þeim sökum gripið um sig víða. En þessi útvarpsleikritareynsla Welles átti eftir að reynast honum dýrmæt þegar kom að því að velja viðfangsefni fyrir sína fyrstu kvikmynd. Welles hafði með leikhúshópi sínum nýlega gert útvarpsleikrit upp úr sögu Joseph Conrads, Innstu myrkur, og hafði áform um kvikmyndaaðlögun á sama verki. Sagan segir af manni að nafni Marlow sem að fær það verkefni að finna hinn dularfulla herra Kurtz í frumskógum Afríku. Welles hófst fljótt handa að skrifa handrit, ásamt því að kenna sjálfum sér kvikmyndagerð eftir bestu getu.

Welles hafði fengið þá hugmynd að taka upp kvikmyndina í fyrstu persónu, og að gera þar með sjónarhorn myndavélinnar huglægt. Kvikmynd af þessu tagi hafði aldrei verið gerð áður, en nokkrum árum síðar var aðferðinni beitt þegar Robert Montgomery leikstýrði sjálfum sér í rökkurmyndinni Lady in the Lake (1947). RKO samþykkti hins vegar ekki áætlaðan framleiðslukostnað myndarinnar, sem tvöfaldaðist á meðan undirbúningi stóð. En það kom ekki að sök. Welles var að lærast að stúdíókerfið líktist helst frumskógi og hann var byrjaður að eltast við annan mann: Charles Foster Kane.[ii]

2. hluti: Þann 4. mars 1940 var byrjað að skrifa handrit

Welles hafði nú dvalið í Hollywood í sex mánuði og var aftur kominn á byrjunarreit, hvorki með kvikmynd, né handrit. Það var á þessum tímapunkti sem Welles kynntist handritshöfundinum Herman J. Mankiewicz, gamalreyndum fagmanni í Hollywood sem árið áður hafði skrifað handritið fyrir Wizard of Oz (1939, Victor Fleming). Þeir byrjuðu að hittast reglulega og ræða almennt um handritsskrif, og á endanum komust þeir að því að þeir höfðu báðir áhuga á því að skrifa handrit um nútíma mikilmenni af einhverju tagi. Welles hafði í huga tragíska hetju í anda Shakespeare, á meðan Mankiewicz vildi skrifa um stóran mafíósa. Maðurinn sem varð á endanum fyrir valinu sem umfjöllunarefni var fjölmiðlajöfurinn William Randolph Hearst. En sú ákvörðun átti eftir að valda þeim og myndinni miklum erfiðleikum síðar meir.

Hearst var risi í fjölmiðlaheiminum; á sínum velmektarárum stjórnaði hann 28 dagblöðum og 13 tímaritum. Fjölmiðlaveldi sitt nýtti Hearst til að móta skoðanir almennings, og voru þá hagsmunir ávallt teknir fram yfir sannleikann. Mankiewicz var alkóhólisti og hafði verið um árabil, en jafnframt hafði hann um skeið tilheyrt innri hring Hearst. Að lokum var hann þó settur út í kuldann og getgátur voru uppi um að ástæðan hefði verið drykkja Mankiewicz og áhyggjur Hearst af því að hann hefði slæm áhrif á „kærustu“ Hearst, leikkonuna Marion Davies. Mankiewicz var því afar bitur út í Hearst, og hafði safnað að sér dágóðum sarpi af slúðri og sögum, með einhvers konar hefnd að leiðarljósi.[iii]

Mankiewicz skrifaði undir samning hjá RKO og þeir Welles hófu handritaskrifin í sameiningu. Upphaflega bar handritið titilinn The American, en það breyttist að lokum í Citizen Kane. Þeir unnu að miklu leyti í sitthvoru lagi. Yfirleitt skrifaði Mankiewicz afar mikið og sendi það á Welles sem lagfærði textann og endurmótaði. Fyrsta uppkastið var 350 blaðsíður, sem var allt of langt þar sem handrit miða yfirleitt við að ein blaðsíða jafngildi einni mínútu af skjátíma. En þeir héldu áfram að skrifa og skera, og sóttu eitt og annað til bernsku sinnar. Dæmi um það eru að Welles skýrði herra Bernstein í höfuðið á umsjónarmanni sínum, og Mankiewicz átti hjól í æsku sem hann kallaði Rosebud.

Lagalega séð máttu þeir samt sem áður ekki gera kvikmynd um líf einstaklings eins og Hearst sem var enn á lífi án þess að fá leyfi frá honum. Upprunalega lausnin á því vandamáli var sena í handritinu sem að fólst í því að Kane fékk brytann sinn til að myrða grunaðan elskhuga eiginkonu sinnar. Þessi sena var byggð á orðrómi um að Hearst hefði gert slíkt hið sama við leikstjórann Thomas Ince, sem hann grunaði að væri að halda við eiginkonu sína. Hugsunarháttur Welles var sá að Hearst myndi ekki þora að kæra kvikmyndina fyrir það að vera byggð á ævi hans þar sem þá væri hann í raun að viðurkenna að hann hefði verið ábyrgur fyrir morðinu á Ince. Þessi sena var á endanum tekin út og í staðinn fór Welles að reyna að fjarlægjast Hearst sífellt meira í handritsskrifunum, og leitaði þess í stað í ævisögur annarra bandarískra mikilmenna eins og Frank Munsey, Joseph Pulitzer og Cyrus McCormick. Þessu var Mankiewicz mótfallinn, drifkrafturinn í hans tilviki var að hluta ánægjan sem fólst í því að nota myndina til að hefna sín á Hearst. Welles hins vegar var allur að mýkjast í garð Kane, farið jafnvel að þykja dálítið vænt um hann. Þetta skapaði ákveðna spennu í handritinu, annar höfundurinn hataði aðalpersónuna, en hinn elskaði hana. En þetta var einungis byrjunin á erjum þeirra. En skrifin gengu samt sem áður vel, vinnunni við handritið lauk á endanum og höfundarnir voru báðir sáttir.[iv]


3. hluti: Þann 16. júní 1940 hófust tökur á kvikmynd

Handritið var samþykkt hjá hlutaðeigandi yfirmönnum hjá RKO og upprunaleg fjárhagsáætlun hljóðaði upp á hálfa milljón dollara. En þrátt fyrir að handritið hafi verið í prýðilegu standi þurfti Welles að játa sig sigraðan þegar kom að sjálfri gerð kvikmyndarinnar. Welles hafði reynt að kenna sjálfum sér kvikmyndagerð með því að horfa á Stagecoach (1939) eftir John Ford hátt í 45 sinnum, en viðurkenndi hann þó fúslega að þrátt fyrir allt vissi hann einfaldlega afar lítið um kvikmyndagerð. En Welles var heppinn, því að RKO hafði ráðið Gregg Toland sem kvikmyndatökumann við Citizen Kane, og reyndist hann vera bjargvættur Welles. Toland var reynslumikill og virtur í kvikmyndanýlendunni og hafði unnið að kvikmyndum eins og Wuthering Heights (1939, William Wyler) og Grapes of Wrath (1940, John Ford).

En hvers vegna samþykkti háttvirtur kvikmyndatökumaður eins og Toland að vinna með bláeygðum byrjanda sem varla rataði á settið? Toland sagði sjálfur að eina leiðin til að læra eitthvað nýtt væri að læra af einstaklingi sem vissi ekki neitt. Þeir sáu sjálfa sig í hvor öðrum og tók þetta samband sérfræðings og fáfræðings fljótt á loft. Toland vissi hve frjáls Welles var í gegnum samning hans, og vildi hann spreyta sig áfram í skjóli þessa frelsis. Hann vildi ekki að Citizen Kane yrði venjuleg kvikmynd; hún átti að verða sjálfur raunveruleikinn festur á filmu. Raunveruleikinn yrði þá fangaður í gegnum djúpskerpuðferðina, þar sem allt innan ramma skotsins er í fókus. Welles tók vel í þá hugmynd þar sem hann gæti þá sett upp kvikmyndina líkt og hún væri leikrit. Þetta var eitthvað sem hafði aldrei verið gert áður og krafðist mikillar vinnu af hálfu Tolands og Welles, en þeir stóðu við sínar hugmyndir og gerðu það sem þurfti.[v]

Toland mætti til vinnu með reynslu sína að vopni, og sama gerði Welles með reynsluleysi sitt. Í byrjun var kvikmyndin tekin upp í leyni, Welles fyllti út eyðublöð þess efnis að um prufutökur væri að ræða, enda þótt hin raunverulega tökuáætlun væri hafin. Hugmyndin var að ná forskoti á töku- og fjárhagsáætlun kvikmyndaversins og draga þannig úr eftirliti og þrýstingi frá RKO. Fyrsta atriðið sem tekið var upp var senan með fréttamönnunum í reykfyllta sýningarherberginu. Í handritinu er atriðið frekar einfalt, fréttamennirnir tala um andlát Kane og hvað Rosebud gæti þýtt. En að taka það upp reyndist flókið. Hér var Welles heppinn að hafa Toland sér við hlið, og það hjálpaði einnig að hann þekkti alla leikarana og hafði unnið með þeim í Merkhúrs leikhúshópnum. Raunar voru flest mikilvæg hlutverk í Citizen Kane mönnuð af leikurum úr leikhúshópnum.

Tökur gengu vel og Welles sankaði að sér reynslu samhliða þeim. Þegar upp komu aðstæður sem Welles skildi ekki, sagði Toland honum að það væri ekkert við kvikmyndagerð sem að hann gæti ekki kennt honum á þremur klukkustundum. Mörg helstu og mikilvægustu einkenni kvikmyndarinnar má sennilega rekja til reynsluleysis Welles í kvikmyndagerð. Welles kom úr leikhúsinu og þar er ekkert klippt á milli leikara, einungis skipt um senur, og var  því klipping honum ekki ofarlega í huga. Dýptarskerpuaðferð Tolands hjálpaði þar sem hún sá til þess að ekki þurfti að klippa jafn oft vegna þess að allir leikaranir voru alltaf í fókus, og þurfti því ekki að klippa í nærmyndir af þeim.

Menn urðu forvitnir um þetta fyrsta kvikmyndaverkefni „ungsnillingsins“ frá New York, og var þá helst spurt:  Um hvað er kvikmyndin eiginlega? Var hún í raun og veru um Hearst? Ein þeirra sem vildi komast til botns í þessu var Louella Parsons, slúðurblaðakona sem að átti feril sinn Hearst að þakka. Hún spurði Welles hreint út hvort að orðrómurinn væri sannur um að kvikmyndin fjallaði um ævi Hearst. Welles neitaði því, hann gat ekki annað. Hann vissi hve valdamikill Hearst var; fjölmiðlaverldi hans var sannleiknum ofar. En þrátt fyrir að hafa bælt einn skandal í þessu viðtali við Parsons, náði hann hálf-kæruleysislega að skapa annan er hann sagðist hafa skrifað handritið fyrir Citizen Kane sjálfur. Þegar viðtalið var birt í blöðunum varð Mankiewicz bálreiður og miklar og langvarandi deilur fæddust – en að lokum voru þeir báðir skrifaðir fyrir handritinu eins og sanngjarnt var.

4. hluti: Þann 23. október 1940 lauk tökum á kvikmynd

Formlegum tökum á Citizen Kane lauk 23. október, en þá tóku við sex vikur af tæknibrelluvinnu, og tók Welles sér frí meðan á því starfi stóð. Enda þótt það sé ekki endilega augljóst við fyrstu sýn, sérstaklega fyrir nútímaáhorfendur, þá er Citizen Kane troðfull af tæknibrellum. Mörg skot eru í raun sett saman úr nokkrum skotum. Til dæmis var dýptarskerpinu náð með því að atriði var tekið upp þar sem að fókusinn var beint að forgrunninum, og svo var filman þrædd til baka í gegnum myndavélina, fókusnum var beint að bakgrunninum, og tekið var upp á sömu filmuna aftur. Dunn kenndi Welles á optical prentarann sem að Welles nýtti sér til fulls þegar það kom að tæknibrellunum, með honum taldi hann sig geta gert allt og fór hann meiri segja að breyta kvikmyndinni sjálfri þrátt fyrir að tökum væri lokið með hjálp prentarans sem hægði mjög á gerð myndarinnar. Eitt af þeim atriðum sem að Welles breytti eftir á var atriðið með styttunni í Thatcher bókasafninu. Upprunlega byrjaði það atriði bara með skoti af verðinum, en Welles breytti því þannig að það byrjaði á styttu af Thatcher sem að var í raun bara lítil stytta. Það skot var svo saumað saman við stallinn sem að styttan stóð á. Welles reyndist nákvæmur og kröfuharður í tæknuvinnunni og hafnaði vikum saman öllu því sem tæknibrelludeildin hafði gert og hvatti þau til að gera enn betur, allt þar til hann varð sáttur.

Að lokum tók klippingin og hljóðblöndunin við. Welles var ekki sáttur með upprunlega klipparann sem RKO hafði ráðið og fékk í staðinn Robert Wise með sér í verkið, en áður hafði Wise m.a. unnið að klippingunni á The Hunchback of Notre Dame (1939, William Dieterle). Helsti vandinn við klippinguna á kvikmyndinni var sá að Welles hafði ekkert pælt í henni fram að þessu. En þó að hann vissi ekki hvað hann ætti að gera í sambandi við klippinguna, þá var hann með það alveg á hreinu hvernig hljóðheimur myndarinnar ætti að vera. Welles vann dag og nótt samhliða hljóðmanni sínum, James G. Stewart, þart til allt var orðið eins og Welles hafði ætlað sér, en saman áttu þeir jafnframt eftir að vinna í næstu mynd Welles, The Magnificent Ambersons (1942). Hann nýtti sér til dæmis hljóð eða undirspil til að klippa á milli atriða, eitthvað sem er nauðsynlegt í útvarpsleikritum, en margir höfðu talið algjörlega óþarfi í kvikmyndum. Samhliða þessu klippti Wise megnið af myndinni. Nú var kvikmyndin að nálgast að vera tilbúin og þar með þurfti að kynna hana almennilega í fjölmiðlum.

5. hluti: Þann 5. desember 1940 var kvikmynd tilbúin

Tímaritið The Stage birti grein um Citizen Kane undir nafninu „Bogeyman makes a movie“, og fjallaði hún um hve lítið væri vitað um myndina þrátt fyrir umfjöllun sem hún hafði fengið meðan á framleiðslu stóð. Welles neyddist því á endanum til að bjóða völdum fjölmiðlum á forsýningu á myndinni, og reyndist það upphafið á miklu fjölmiðlastríði. Nokkrir blaðamenn töldu auðsætt að aðalpersónan væri byggð á Hearst, og tóku það fram í sínum skrifum. Þetta kom Louellu Parsons í opna skjöldu, þar sem hún hafði tekið Welles trúanlegan þegar hann sagði henn hið þveröfuga, og þannig hafði skýrsla hennar til Hearst hljómað á sínum tíma.

Hvernig brást Hearst við? Hann tók að beita fjölmiðlaveldi sínu gegn myndinni og segja má að stríð hafi verið háð með fyrirsagnir og forsíður dagblaða að vopni. Hearst hótaði jafnframt að kæra RKO fyrir meiðyrði. Kvikmyndaverið bar öll tengsl Kane við Hearst af sér, en allt leiddi þetta til þess að Citizen Kane varð fljótt ein umfjallaðasta kvikmynd ársins.

Næsta stig fjölmiðlastríðsins var að snúa vörn í sókn með því að reyna að sýna eins mörgum áhrifamönnum í Hollywood Citizen Kane og kostur var í von um að vinna stuðning þeirra og þannig tryggja að myndin kæmi út. Þessar sýningar heppnuðust margar hverjar vel, fyrir utan eina. George Schaefer fór fyrir hönd RKO og sýndi eiganda kvikmyndinasamsteypunnar MGM, Louis B. Mayer kvikmyndina og hann móðgaðist svo mikið fyrir hönd Hearst að hann bauðst til að kaupa Citizen Kane fyrir 805.000 dollara, sem jafnaðist á við heildarkostnað myndarinnar, svo að hann gæti brennt hana. Schaefer afþakkaði boðið. Stuttu síðar var augljóst að fjölmiðlastríðinu var að fara að ljúka. Þrátt fyrir að Hearst hafði reynt allt í sínu valdi til þess að bæla niður Citizen Kane tókst honum einungis að gera hið andstæða. Citizen Kane hafði orðið að einni umtöluðustu kvikmynd allra tíma á þessum tímapunkti. Stuðningurinn sem að Hearst var með til að byrja með hafði dvínað, og RKO taldi það loksins öruggt að gefa út kvikmyndina. Dagsetning 1. maí varð fyrir valinu, sem var heppilega í sömu viku og Welles átti afmæli.[vi]

6. hluti: Þann 1. Maí 1941 var kvikmynd frumsýnd

Sex mánuðum eftir að tökum á Citizen Kane formlega lauk varð hún loksins frumsýnd. Stuttu eftir að Welles frétti af dagsetningu frumsýningarinnar leið yfir hann vegna ofreynslu. Welles var lagður inn á spítala til að jafna sig. Læknanir sögðu honum að hann ætti ekki að reyna of mikið á sig vegna þess að það gæti skaðað á honum hjartað. Þrátt fyrir læknisráðin hægði Welles ekki mikið á sér og mætti á frumsýningu Citizen Kane sem var haldin í New York 1. maí. Fjölmiðlanir lofuðu myndina. Í New York Times var skrifað að það hefði verið glæpsamlegt ef þessi kvikmynd hefði verið bæld niður og aldrei sýnd. Annars staðar var skrifað að Citizen Kane væri í raun samantekt á allri sögu kvikmyndalistarinnar fram að þessu.

En með tímanum fóru gullhamrarnir dvínandi. Neikvæðir dómar tóku að birtast, og sumir voru á því að myndin væri of „fullorðins“ fyrir meðal áhorfandann: Erfitt væri í raun að skilja myndina. „Er þetta kvikmynd eða bara leikrit sem að tekið var upp?“ var spurt í fjölmiðlum. Gagnrýni FBI á Citizen Kane er að finna í skýrslunni um Welles, þar sem skrifað var að myndin væri í raun kommúnískur áróður. Mikilvægast af öllu var þó sú staðreynd að Citizen Kane reyndist fjárhagslegt klúður fyrir RKO.

7. hluti: Þann 26. febrúar 1942 voru verðlaun veitt

Citizen Kane var tilnefnd til níu óskarsverðlauna, en í hvert skipti sem Citizen Kane var lesin upp sem ein af tilnefningunum búuðu áhorfendur. Welles var ekki viðstaddur athöfnina þar sem hann var staddur í Suður-Ameríku að taka upp sína næstu kvikmynd. En Citizen Kane vann einungis ein verðlaun, fyrir besta handritið. Mankiewicz var viðstaddur athöfnina og tók við verðlaunum. Í ræðunni var augljóst að hann var ennþá bitur út í Welles þar sem að hann sagði hvað það væri viðeigandi að Welles væri ekki viðstaddur athöfnina þar sem að hann var ekki viðstaddur þegar handritið var skrifað.

Orson Welles hafði tekist einungis 26 ára að aldri að gera það sem margir telja vera eina bestu kvikmynd allra tíma.

Heimildir:

[i] Simon Callow. Orson Welles: The Road to Xanadu – Volume 1. Önnur útgáfa. Michigan: Viking, 1996. Bls 555-559.
[ii] Simon Callow. Orson Welles: The Road to Xanadu – Volume 1. Önnur útgáfa. Michigan: Viking, 1996. Bls 499-503
[iii] Simon Callow. Orson Welles: The Road to Xanadu – Volume 1. Önnur útgáfa. Michigan: Viking, 1996. Bls 463-476
[iv] Simon Callow. Orson Welles: The Road to Xanadu – Volume 1. Önnur útgáfa. Michigan: Viking, 1996. bls 451-453.
[v] Simon Callow. Orson Welles: The Road to Xanadu – Volume 1. Önnur útgáfa. Michigan: Viking, 1996. Bls 481-486.
[vi] Simon Callow. Orson Welles: The Road to Xanadu – Volume 1. Önnur útgáfa. Michigan: Viking, 1996. Bls 487-490, 493-498.[/cs_text]

Um höfundinn
Hrafnkell Úlfur Ragnarsson

Hrafnkell Úlfur Ragnarsson

Hrafnkell Úlfur Ragnarsson er nemandi í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands og meðlimur í Engum stjörnum.

[cs_text][fblike][/cs_text]

Deila

news-1012

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-1012