Í inngangi segir að í sögum bindisins endurspeglist margt af því sem Afríka og íbúar hennar hafi gengið í gegnum undanfarnar aldir. Eitt af því veigamesta sé nýlendusaga álfunnar en næstum öll lönd Afríku hafi á einhverju tímabili lotið stjórn evrópskra nýlenduherra sem skýri af hverju svo margir höfundanna í þessu bindi hafi kosið að skrifa sögur sínar á málum sem eru upprunnin í Evrópu.
Ellefu þýðendur leggja verkefninu lið í þessu bindi og þýða þeir úr fjórum tungumálum. Í þeim fáu tilfellum þar sem ekki tókst að þýða beint úr frummáli voru fengnir lesarar sem gátu borið íslensku þýðinguna saman við frumtextann. Ritstjórar ritraðarinnar eru þau Rúnar Helgi Vignisson, Jón Karl Helgason og Kristín Guðrún Jónsdóttir.
[/cs_text]
Deila