[cs_text]

Oft raulaði hún vísu fyrir munni sér til samlætis rokkhljóðinu og var ætíð söm og jöfn. Hún og rokkurinn voru orðin ein samgróin heild, ein gamaldags lífsafli knúin spunavél, sjálfhreyfingur.

(Móðir mín)

Hljómfall íslenskra kvenna endurómar í verkmenningu þeirra: „Auð mölum Fróða, / mölum alsælan“. Verkmenningu sem er samofin söng, er konur hafa flutt öldum saman til að auðvelda sér vinnuna og til að ná fram markmiðum sínum: „siti hann á auði, / sofi hann á dúni, / vaki hann at vilja, / þá er vel malit“ (Grottasöngur). Í þessari grein verða rakin þrjú dæmi um slíka söngva – sem hér fá samheitið verkþemasöngvar. Um er að ræða vinnusöngva kvenna; vögguvísur kvenna; og samstöðusöngva kvenna. Umræddir söngvar eru heimildir um störf kvenna heima fyrir, á vinnumarkaði og á hinum pólítíska vettvangi.

Þessi greinaskrif eru hugvekja um tjáningu kvenna í sögunni; með söng. Skrifin eru í takti við fyrri sagnfræðirannsóknir mínar á tjáningarmöguleikum kvenna í sögunni. Rannsóknir er byggja á aðferðum munnlegrar sögu við skrásetningu og greiningu á reynsluheimi kvenna (Sytrur minninga úr Mýrdalnum: Rannsókn á munnlegri sögu / Konur eru konum bestar / „Konur á vatnaskilum: Hugvekja um femíníska munnlega sögu“). Auk þess sem ég notast við aðferðir munnlegrar sögu í yfirstandandi doktorsrannsókn minni á sögu ráðskvenna sem störfuðu í sveit á síðari hluta 20. aldar. En það var einmitt í vinnu minni við þá doktorsrannsókn sem áhugi minn kviknaði fyrir tjáningu kvenna í tengslum við vinnu kvenna.

Söngvar kvenna á Íslandi hafa verið rannsakaðir á ýmsan máta. Sem dæmi má nefna rannsókn Helgu Kress á tjáningu kvenna í fornbókmenntum í bók hennar Máttugar meyjar (1993), grein Nínu Bjarkar Elíasson „Eru sagnadansar kvennatónlist?“ (1980) og grein Ingu Dóru Björnsdóttur „Hin karlmannlega raust og hinn hljótláti máttur kvenna: Upphaf kórsöngs á Íslandi“ (2001), sem stuðst er við í þessari grein. Aukinheldur er vitnað jöfnum höndum í viðtal sem ég tók við söngkonuna Guðrúnu Tómasdóttur (f. 1925), til að fá frá fyrstu hendi upplýsingar um söng kvenna, frá konu sem hefur lifað og hrærst í heimi söngva og tónlistar alla sína tíð.

Hrynjandi hversdagsleikans: Vinnusöngvar kvenna

Ég man að móðir mín; hún raulaði alltaf þegar hún vann. Og miklu fleiri konur sem ég þekkti – sem að rauluðu svona við vinnu. Það var ekki beinlínis söngur, heldur var þetta svona meira raul, þær tóku ekkert á. En þær kunnu lögin og kunnu textana.

(Guðrún Tómasdóttir)

Söngur er eitt þeirra tjáningaforma sem erfitt er að setja skorður með tilskipunum, og því eðlilegt að konur hafi nýtt sér þann tjáningarmáta svo mjög sem þeim voru settar skorður að öðru leyti til tjáningar. En af heimildum um íslenskt tónlistarlíf að dæma; þá var söngsvið landsins alla jafnan kvenmannslaust fram að 20. öld: „Konur sungu auðvitað sálma jafnt og karlmenn, en lítið var um að þær væru forsöngvarar og sjaldan sungu konur tvísöng“ (Nína Björk 1980:143). Söngvar kvenna koma þó við sögu, líkt og kemur í ljós þegar fetaðar eru söguslóðir einkasviðs heimilisins í ævisögum og endurminningum landsmanna; því þar er að finna lýsingar á kvenmannsröddum sem þar sungu í takt við kvenmannsverk.

Hún sat á rúminu sínu og raulaði á meðan heklunálin gekk. Þetta er hljómurinn úr fortíðinni frá langömmu minni.

(Minning um Vilborgu Magnúsdóttur frá Ytri-Ásláksstöðum á Vatnsleysu)

Lýsingar á hljóðum tónum kvenna í sögunni, varpar mynd af konum er sungu í frásagnarrými kvenna í þjóðfélaginu; í einrýminu.

Þær munu þó stórum fleiri, sem aldrei hafa sungið í heyranda hljóði, bara raulað fyrir munni sér eða kastað fram vísu og vísu í sinn hóp.

(Theodóra Thoroddsen)

En sagan býr einnig að frásögnum af konum er sungu í heyranda hljóði; líkt og húsfreyjan í Reykjavík sem líknaði fólk með söng sínum, í eigin eldhússal.

„Hún amma þín safnaði öllum ræflum í Reykjavík heim“ sagði mamma í þá daga. „Síðan settist amma þín á eldhúsborðið, á eldhúsbekkinn, og spilaði á gítar og söng fyrir þá kanalög“. Hún gerði þetta svo að þeir væru ekki eins mikið í drykkjunni.

(Minning um Jennýju Maríu Helgadóttur, húsfreyju)

Raddbeiting söngkonu sem stendur á sviði og syngur frammi fyrir áhorfendaskara er frábrugðin raddbeitingu konu er syngur í einrúmi um leið og hún hnoðar deig í bakstur. Enda er öndun og líkamsbeiting kvennanna með ólíkum hætti á meðan söngnum stendur. Kona sem syngur við vinnu mótar hljómana í samræmi við verkið; svo úr verður verk sem er mótað af söng, og söngur sem er mótaður af verki. Vinnusöngvar eru því ekki háðir tónhefðum og fagurfræði, og gjarnan er fjallað um slíka söngva sem raul: „Ég raulaði, ég gerði það alltaf“ (Guðrún Tómasdóttir). Ætla má að slík raddbeiting kvenna við vinnu, byggi á því að takmarka orku og loft við sjálfan sönginn á meðan vinnu stendur. Vinnusöngurinn / raulið, hefur létt undir í verkum kvenna í gegnum aldirnar, og um leið miðlað tilfinningum vinnusöngkvenna um verkin sem þær leysa syngjandi af hendi.

Andardrátturinn er náttúrulega undirstaða alls söngs. Maður lyftir með loftinu undir tóninn, og svo titra raddböndin og síðan fer þetta allt upp í höfuð; og svo kemur hugsun; og svo kemur tilfinning.

(Guðrún Tómasdóttir)

Elsti skráði vinnusöngur íslenskra kvenna kallast Grottasöngur. Söngurinn hverfist um ambáttirnar Fenju og Menju er harma hlutskipti sín í feðraveldinu; í veldi sem þeim er fyrst gert að mala Fróða kóngi gull; og síðar gert að mala Sækonunginum Mýsingi salt; en sökum lakra kjara í starfi; mala þær kóngsríkin mélinu smærra. Samkvæmt Helgu Kress svipar hrynjandi Grottasöngsins til særinga, sem segja má að sé eðlilegt þar sem að tilgangur söngsins er að særa fram endalok karlríkja: „Áður en þær hafa lokið kvæðinu hafa þær kveðið/malað óvinaher að konunginum sem tortímist ásamt ríki sínu“ (Helga Kress 1993:95). Hrynjandi kvennasöngsins er því ekki aðeins bundin kvörninni sem Fenja og Menja draga – heldur einnig sjálfu markmiðinu; sem unnið er að. Með söngnum öðluðust ambáttirnar frelsi frá þrældómi feðraveldisins; bæði í söngheimum og raunheimum – en refsingin var sú, að hafdjúpið gleypti þær og hljóðin þeirra. 

(Söngurinn) veitir þeim aðra hugsun – um það sem beið þeirra kannski í mikilli vinnu og annað. Það hjálpaði þeim að geta sungið.

(Guðrún Tómasdóttir)

Söngur tveggja heima: Vögguvísur

Það er yndislegt. Maður verður alltaf að ímynda sér að maður sé með barn í fanginu. Það er alveg satt. Maður má aldrei fara fyrir framan vísuna eða lagið. Þú verður alltaf að fá það innan frá.

(Guðrún Tómasdóttir)

Söngur er vænlegt tjáningarform við miðlun tilfinninga. Auk hrynjanda orða, miðlar söngurinn hrynjanda tilfinninga; í formi tóna. Tónum vögguvísna er ætlað að miðla ást móðurinnar til afkvæmisins; svo barnið finni til öryggis í sínu nánasta umhverfi; og svífi inn í eigin hugarheim; svefninn. Markmið söngkonunnar er að svæfa barnslíkama, með því að beita eigin líkama; í söngi. Og því er söngur kvennanna undir beinum áhrifum af móðurstarfinu; starf sem grundvallast á því að skapa afkvæminu samfellda ró með tónum og ruggi. Slíkan kvennatakt má einnig finna í íslenskum sagnadönsum: „Þó má yfirleitt hugsa sér spunarokk í takt við eða róið með barn“ (Nína Björk 1980:153).

Lagið Bí bí og blaka eftir tónskáldið Jórunni Viðars (f. 1918 – d. 2017), sem sungið var af Guðrúnu Tómasdóttur söngkonu á plötunni Íslensk þjóðlög, er afbragðs tóndæmi um það starf kvenna, sem felst í því að svæfa börn. Kvennaverk sem byggir á því að miðla tilfinningum – markmið sem má finna víðar í tónsmíðum íslenskra kventónskálda.

Lögin hennar Jórunnar Viðar, er ákaflega spennandi að syngja. Ég held að það megi kannski segja, að það sé meiri tilfinningatjáning hjá kvenmönnum sem semja. Eins og Selma Kaldalóns; þetta var bara hennar hugsun og hennar tilfinning. Hún setti aldrei nótur á píanóið, heldur setti hún ljóðabók á píanóið. Og hún spilaði ljóðin og ég söng þau. Þessi fyrsta plata sem ég söng lögin hennar, þar var ekkert skráð niður. Ég lærði allt í gegnum eyrað. Það var ekkert á blaði. Hún spilaði bara ljóðabókina, og ég lærði lögin í gegnum eyrað og söng það inn; og það er til á plötu.

(Guðrún Tómasdóttir)

Vængstífð víf: Samstöðusöngvar kvenna

Ég er vængstýfður fugl, upp í víðbláins geim
er mér varnað að lyftast frá jörð.
Oft í glaðværum hóp, undir söngvanna seið,
hef ég syrgt, hvað þau kjör eru hörð.

Þegar syngjandi hófu sig flokkar á flug,
hef ég falið, hve sár er mín þrá.
Ó, hve hnípin ég verð, ef að sál þín í söng
hefur svifið til uppheims mér frá.

(Erla)

Í bókinni Nútímans konur: Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-1903, fjallar sagnfræðingurinn Erla Hulda Halldórsdóttir um rými kvenna til frásagnar – og andófs: „Og svo eru það auðvitað kvennaskólarnir með sínu rými til andófs og samsemdar… Þar hafa stúlkur rætt saman“ (Erla Hulda 2011:197). Samstöðusöngvar kvenna, rétt eins og kvennaskólarnir, sköpuðu rými „til andófs og samsemdar“. Samsöngvarnir sköpuðu rými innan ríkjandi frásagnarramma, er einkenndist af kvenlegri orðræðu og karllegri orðræðu (Erla Hulda 2011: 197), í formi andófssöngva kvenna.

Til þess að takast á við hina opinberu umræðu þurftu konur því að finna sér farveg innan ríkjandi frásagnarramma þar sem á tókust mismunandi orðræður og þrástef sem mótuðu hugmyndir fólks um hvað það þýddi að vera kona og karl. Stóra spurningin í hugum margra var hvort kona hætti að vera kona færi hún út fyrir hefðbundið verksvið sitt sem móðir, húsmóðir og eiginkona, þ.e. hvort réttindi kvenna og víðtækara verksvið væri andstætt eðli kvenna.

(Erla Hulda Halldórsdóttir)

Einn elsti skráði samstöðusöngur kvenna er hinn áðurnefndi forni; Grottasöngur. Í því söngvakvæði Fenju og Menju, er söngurinn ekki eingöngu til að létta vinnuna því kvæðið inniheldur einnig boðskap kvenréttindabaráttu fyrri tíðar – í söng tveggja kvenna: „Ambáttirnar syngja ýmist saman eða til skiptis á meðan þær draga kvörnina: Sungu og slungu / snúðga-steini“ (Helga Kress 1993:95). Söngur er tjáningarform sem gefur færi á að skapa samstöðu; með eiginlegum samhljómi. Samsöngur gerir fólki kleift að samstilla sig; samstilla varir sínar, andardrátt, takt og tóna. Slík samstilling er til dæmis ekki möguleg í ræðuhöldum, einhliða sögufrásögnum eða samræðum. Söngurinn sameinar fólk í augnablikinu; sameinar fólk í tilfinningu. Slíkt tjáningaform verður að teljast ein helsta gersemi undirokaðra hópa í samfélaginu, sem vilja auka samstöðu sín á milli; líkt og íslenska kvenþjóðin.

Þetta er eins og bakhjarl, þegar þú ert að syngja með kór. Stundum tekur kórinn undir eða raddar með þér. Þú verður partur af kórnum.

(Guðrún Tómasdóttir)

Að því leyti líkjast samstöðusöngvar kvenna, kórsöng.

 

Söngur er í senn líkamlegur og andlegur, og í kórsöng á sér stað líkamleg og andleg samstilling manna á milli, og fátt er talið jafn áhrifaríkt í mótun samkenndar og einingar og líkamleg og andleg samstilling af þessu tagi.

(Inga Dóra Björnsdóttir)

Samsöngur gegndi mikilvægu hlutverki við miðlun á reynsluheimi kvenna á miðöldum, í hinum íslensku sagnadönsum. Sagnadansar eru kvæði sem voru sungin og dansað var við, en talið er að konur hafi verið helstu sögumenn sagnadansa; enda byggja kvæðin og hrynjandinn að miklu leyti á reynsluheimi kvenna s.s. meðgöngu, kvennastörfum og/eða kynbundnu ofbeldi: „Eftir ölllu að dæma má tala um sagnadansana sem nokkurs konar kvennatónlist“ (Nína Björk 1980:153).

„Heyrðu það, Kristín systir mín,
blandaðu með mér bjór og vín“.
„Eg er so ung og eg það ei kann
að blanda vín fyrir margan mann“.
„Heyr það, Kristín systir mín,
því fer mjólk úr brjóstum þín?“
„Það er ei mjólki og það er ei vín
heldur treginn frá hjarta mín“.

(Soffíu kvæði, sagnadans)

Sagnadansar flokkast sem samstöðusöngvar kvenna. Þeir eru frásagnarhefð sem sameinaði konur í söng – um söngefni er endurómaði þeirra eigin reynslu; sem konur. Efni söngvanna veitir innsýn í óskhyggju frónkvenna um samfélag, þar sem konur höfðu rými til að hefna fyrir glæpi sem voru framdir gegn þeim (Kvennaborg á fyrstu hæð): „Þær hefna fyrir nauðgun með hörku og grimmd, þótt það kosti þær oftast að springa af harmi eða ganga í klaustur“ (Vésteinn 1979:68). Það að kvæðin hafi verið sungin, er grundvallaratriði varðandi vitundarvakningu um reynsluheim kvenna á meðal söngvara/áheyrenda/dansara sem tóku þátt í sagnadansinum. Því söngur gerir fólki kleift að gerast þátttakendur í frásögninni, gerir fólki kleift að taka undir með söngi, og dansa í takt við framvindu sögunnar.

Það er taktur í hvoru tveggja. Það er taktur bæði í söngnum og í dansinum. Það er tjáning í hvoru tveggja.

(Guðrún Tómasdóttir)

Sagnadansar sköpuðu því ekki aðeins samstöðu á milli kvenna, heldur sköpuðu þeir einnig frásagnarrými sem gerði karlkyns söngvurum og dönsurum kleift að gerast þáttakendur í sögu sem var sungin út frá sjónarhorni kvenna – karlarnir heyrðu á reynslu kvenna og dönsuðu takt við þeirra hljóð; hefnd; hugrekki; reynslu. Og það má í reynd segja að sagnadansinn sé eini vettvangurinn í sögu feðraveldisins þar sem bæði kynin voru samstíga hvað varðar reynslusögur kvenna af kynbundnu ofbeldi – þar sem bæði kynin tjá sig í takt við reynslu kvenlíkama: „Það er líkamstjáning að dansa“ (Guðrún Tómasdóttir).

Í augsýn er nú frelsi,
og fyrr það mátti vera,
ný fylkja konur liði
og frelsismerki bera.
Stundin er runnin upp.
Tökumst allar hönd í hönd
og höldum fast á málum
þó ýmsir vilji aftur á bak
en aðrir standa í stað,
tökum við aldrei undir það.
En þori ég vil ég get ég?
Já ég þori, get og vil.
En þori ég vil ég get ég?
Já ég þori get og vil.

(Áfram stelpur)

Vinna kvenna fyrir hag kvenna, var ekki óslitin söngur; en hann varði. Og hljómur hans náði sögulegu hámarki á Kvennafrídeginum 24. október 1975, þegar stór hluti íslenskra kvenna kom saman á Lækjartorgi og  sungu saman; „Já ég þori get og vil“. Og í söng urðu konur á Íslandi ein heild á torgi.

Mér fannst afskaplega skemmtilegt þegar þær voru að syngja á pallinum á Lækjartorgi. Þar var náttúrulega Guðrún Símonardóttir ein aðalkonan.

(Guðrún Tómasdóttir)

Áðurnefnt lag var gefið út á samnefndri plötu Áfram stelpur (1975), að tilstuðlan Rauðsokkahreyfingarinnar. Plata sú er merkileg heimild um samstöðusöngva kvenna á Íslandi á síðari hluta 20. aldar, söngva sem eiga reyndar margt skylt með sagnadönsum miðalda – því í báðum tilfellum sameinuðust konur í háði með söng: „Konur voru að mörgu leyti illa settar, en þó ekki allar af baki dottnar eins og minnst hefur verið á. Eitt vopn höfðu þær, sem ekki hefur verið nefnt, en það er hæðnin“, sagði Nína Björk um sagnadansana (1980:149).

Kvenmannslaus í kulda og trekki
kúrir saga vor.
Konurnar eru þar allavega ekki
þótt ekki dræpust þær allar úr hor.

(Áfram stelpur)

Einnig ber að geta verkalýðssöngva og félagssöngva kvenna s.s. Lestrarfélags kvenna Reykjavíkur sem hafði það að markmiði að hvetja konur til lesturs; „Engan farkost áttum við / annan, það er víst, / urðum því að una, / sem aðrir gátu lýst“ (Félagssöngur L.F.K.R.). En í lok þessarar ótæmandi upptalningar á verkþemasöngvum kvenna á Íslandi, er mikilvægt að nefna í söngvasamhenginu; #Metoo atburðarsögur kvenna um kynbundið ofbeldi, sem komu fram á sjónarsviðið síðla árs 2017. Hér er sannarlega ekki um eiginlegan söng að ræða, en viss líkindi umræddrar byltingar við verkþemasöngva kvenna eru til staðar, í tengslum við umfjöllunarefni og eiginleika atburðarsagnanna sem skapa samstöðu kvenna. Efni #Metoo atburðarsagnanna hverfist um konur sem eru að verja grundvallarmannréttindi sín, konur sem fylkja sér saman, fyrst undir fánum starfsstétta og síðar annarra hópa. Eiginleikar #Metoo atburðarsagnanna fela í sér samkennd og samstöðu í senn; þar sem ein rödd styður við þá næstu. Söguflutningurinn minnir á söng, því söguflutningur kvennanna er samfelldur – líkt og flutningur hljóma; ein atburðarsaga tekur af þeirra næstu, ein rödd styður við þá næstu, uns samhljómur hefur myndast á meðal kvenna, um þennan hljóða kvennareynsluheim. Samhljómur sem á í reynd rætur að rekja til sagnadansa miðalda, en um sameiginleg einkenni sagnadansa og #Metoo atburðarsagna er hægt að fræðast um í grein minni Nútímasagnadansinn  #Metoo.

Söngvar fortíðakvenna og samtímakvenna sem mótaðir eru af vinnu þeirra og markmiðum, eru mikilvægar heimildir í kvennasögunni; einskonar hljóðdæmi um störf og stöðu kvenna hverju sinni. Heimildagjafi sem hefur máske ekki hlotið verðskuldaða athygli í rannsóknum á sögu kvenna, sökum þess að hér er um hljómmiðil að ræða. En sé hlustað á þennan samsöng kvenna á milli alda, stétta og starfsgreina; þá segir hljómurinn okkur, að störf kvenna og réttindi kvenna eru samofin. Söngvar kvenna móta vinnuna og vinna kvenna mótar sönginn, líkt og fyrsti skráði vinnusöngurinn vitnar um, söngur Fenju og Menju; stóðu meyjar / at meginverkum, / færðum sjalfar / setberg ór stað (Grottasöngur). Nýjasti sameiginlegi vinnutengdi frásagnarvettvangur kvenna er #Metoo atburðarsögur kvenna sem hefur vissan samhljóm með verkþemasöngvum frónkvenna. Þar eru sögur sagðar á sameiginlegum vettvangi sem eiga rætur að rekja til starfsstétta kvenna: „Í mínu vinnunni eru bara mig og tveir karlamenn. Þau meiða mig ekki með höndum en með orðum“ (#Metoo atburðarsaga konu af erlendum uppruna). Og enn má heyra á enduróm samstöðusöngs kvenna á Kvennafrídeginum árið 1975, í boðskapnum; „hvenær verða allir menn taldir menn / með sömu störf og líka sömu laun“. Í takti við hljóminn af vögguvísum nútímakvenna, sem mótast af áhyggjum mæðra sem komast ekki út á hinn almenna vinnumarkað sökum gamals stefs í sögu kvenna – skorts á daggæslu fyrir börn: Sofðu unga ástin mín, úti er feðraveldi.

Vinnusöngkonur samtímans: Hvernig skyldu íslensku svannasöngvarnir okkar frá landnámi til dagsins í dag hafa mótað ykkar vinnu, ykkar réttindi, ykkar raul?

„Nú erum komnar
til konungs húsa
miskunnlausar
og að mani hafðar;
aur etur iljar,
en ofan kuldi,
drögum dólgs sjötul,
dapurt er að Fróða“.

(Grottasöngur)

Íslenskir svannasöngvar from Dalrún J. Eygerðardóttir on Vimeo.

 

 

Heimildaskrá

Munnlegar heimildir

Guðrún Tómasdóttir, viðtal við höfund, Reykjavík, maí. 2018.

Jenný Sólborg Franklínsdóttir, viðtal við höfund, Akranes, maí. 2018.

Jóhannes Sturlaugsson, samtal um Vilborgu Magnúsdóttur frá Ytri – Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd, Mosfellsdalur, maí. 2018.

Prentaðar heimildir

Sjá: Bjarki Bjarnason. Söngurinn og sveitin: Guðrún Tómasdóttir segir frá lífshlaupi sínu (Mosfellsbær: Brennholtsútgáfan, 2017).

Anna Sigurðardóttir. Vinna kvenna á Íslandi í 1100 ár. Úr veröld kvenna II.  Reykjavík: Kvennasögusafn.

Áfram stelpur (hljóðrit) (Reykjavík: Aðall sf., 1975).

Dalrún J. Eygerðardóttir. „Konur á vatnaskilum: Hugvekja um femíníska munnlega sögu“, Sagnir 32 (2018).

Eddukvæði. Guðni Jónsson bjó til prentunar (Akureyri: Íslendingasagnaútgáfan, 1954).

Erla Hulda Halldórsdóttir. Nútímans konur: Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-1903. Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands: Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, 2011.

Helga Kress. Máttugar meyjar: Íslensk fornbókmenntasaga (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1993)

–. „Saga mín er sönn en smá: Um ævikvæði kvenna“, Són (2008), bls. 49-74.

–. Stúlka: Ljóð eftir íslenskar konur (Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2001).

Inga Dóra Björnsdóttir. „Hin karlmannlega raust og hinn hljótláti máttur kvenna: Upphaf kórsöngs á Íslandi“, Saga (2001), bls. 7-50.

Nína Björk Elíasson. „Eru sagnadansar kvennatónlist?“, Konur skrifa: til heiðurs Önnu Sigurðardóttur (Reykjavík: Sögufélag, 1980).

Móðir mín. Pétur Ólafsson sá um útgáfuna (Reykjavík: Bókafellsútgáfan, 1958).

Ritsafn: Theodora Thoroddsen. Sigurður Nordal sá um útgáfuna (Reykjavík: Menningarsjóður, 1960).

Tilvitnun í #Metoo atburðarsögu byggir á birtingu þeirrar sagnar (endurbirtingu) í Kjarnanum.

Vésteinn Ólason. Sagnadansar (Rannsóknastofnun í bókmenntafræði og Menningarsjóður, 1979).

Myndaskrá

Mynd 1. Ljósmynd af Guðrúnu Tómasdóttur í eigu höfundar, sett saman við ljósmynd af Guðrúnu Tómasdóttur, í eigu Guðrúnar Tómasdóttur.

Mynd 2. Ljósmynd af Guðrúnu Tómasdóttur sem tekin var af eiginmanni hennar Frank Ponzi. Ljósmyndin var afrituð úr bókinni Söngurinn og sveitin: Guðrún Tómasdóttir segir frá lífshlaupi sínu (2017).

Mynd 3. Ljósmynd í eigu höfundar af ljósmynd af Guðrúnu Tómasdóttur ásamt börnum sínum tveimur.

Mynd. 4 Ljósmynd af Guðrúnu Tómasdóttur og höfundi, sett saman við ljósmynd af Guðrúnu Tómasdóttur.[/cs_text]

Um höfundinn
Dalrún J. Eygerðardóttir

Dalrún J. Eygerðardóttir

Dalrún J. Eygerðardóttir er doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands og meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræðum. Hún hefur einnig lokið BA-gráðu í kvikmyndafræði.

[cs_text][fblike][/cs_text]

Deila

Mix Parlay


yakin jp

yakin jp

yakin jp

rtp yakinjp

yakinjp

Togel Online Resmi

terbaru pola scatter x500 gates of olympus jam hoki zeus legit

auto sultan sweet bonanza multiplier x100 modal receh maxwin

mahjong ways 2 pola wild berantai tukang ojek mega jackpot

starlight princess anti rungkad petir bintang x1000 wd pasti

stop boncos wild west gold buy spin cerdas karyawan cuan 90 juta

koi gate viral pola ikan tersembunyi pemuda desa maxwin 180 juta

aztec gems maxwin trik spin manual 5 detik jackpot 70 juta

naga emas mahjong ways 3 pola bet kecil cuan miliar

joker jewels anti zonk strategi bet minimalis menang 99 persen

sweet bonanza xmas pola scatter kombo ibu rumah tangga 200 juta

gates of gatot kaca pecah analisis jam hoki sopir taksi x500

the dog house mega jackpot pola spin turbo pelajar sma 110 juta

mahjong ways scatter kombo gila teknik wild emas 420 juta

tercepat pola putaran maut starlight princess x500 nonstop

wild west gold gacor malam ini scatter emas anti rungkad sultan

koi gate pola naga biru terbongkar rtp 98 persen anti boncos

kisah pedagang sayur maxwin 150 juta pola bet stabil aztec bonanza

mahjong ways 2 pola naga hitam viral jackpot 600 juta otomatis

petir biru x1000 meledak jam gacor terbaru gates of olympus

sweet bonanza rahasia multiplier emas waktu hoki auto sultan

starlight princess pola bet kecil wd trik bintang x200 beruntun

stop rungkad rtp live habanero terbaik pola putaran otomatis

mahjong ways 3 pola scatter hitam bocor analisis maxwin 777 juta

wild west gold jackpot miliar slow spin 3 baris emas kaya mendadak

gates of olympus pola batu petir x500 tersembunyi mahasiswa maxwin

aztec gems pola quick spin cuan 100 juta tanpa rungkad anti buntung

koi gate fenomena wild gold trik manajemen modal mini jackpot 95 juta

sweet bonanza pola permen bergaris mega jackpot jam hoki buy spin

starlight princess wild emas berantai gamer profesional cuan 170 juta

mahjong ways 2 kunci utama wd trik spin santai pegawai minimarket

bukan isapan jempol rtp live pragmatic play malam ini pola bet efektif

the dog house megaways maxwin instan sopir ojol ubah nasib

gates of olympus pola petir merah terbukti akurat jam gacor jitu

wild west gold scatter biru viral bet naik turun cuan 60 juta

sweet bonanza pola permen manis x500 anti rungkad ibu beli mobil

mahjong ways 1 rahasia kuno pola spin manual jebol jackpot

starlight princess petir bintang x100 tiap jam pola putaran cerdas

aztec bonanza cuan maksimal taruhan minimalis pekerja pabrik 280 juta

koi gate trik simbol hoki tercepat pola spin turbo 15 kali auto jackpot

klaim jackpot joker jewels malam ini trik jam hoki mahasiswa cuan x100

tukang cukur teknik spin halus mahjong ways anti boncos

terapis pijat pola bet mahjong ways mengalirkan jackpot

pilot drone atur batas rugi mahjong ways aman

arsitek metode buy free spin mahjong ways 2 stabil modal

kasir baca pola simbol mahjong ways turbo spin

resepsionis transisi spin mahjong ways 4 manual ke auto

programmer kode pola binary ritme bet mahjong ways 3

pustakawan pilih jam hoki mahjong ways royal

sales timing tarik dana mahjong ways sebelum drop

montir kapal selam batas maksimal putaran mahjong ways 1

prediksi el clasico real madrid vs barcelona taktik pesta gol

trik pola bunga liar mahjong ways 2 surabaya

bukti pola petir ungu starlight princess 1000 jackpot

rahasia tiga simbol emas gold bonanza modal kecil

gates of olympus anti buntung pola 15 spin cepat

jam gacor wild west gold palembang trik

wild emas mahjong black scatter analisis jackpot

pola scatter kombo mahjong ways 3 jaminan wd

pola lonceng emas queen of bounty taruhan receh

analisis jam hoki aztec gems deluxe bocoran

trik naikkan bet bertahap sweet bonanza perkalian x500

strategi beli fitur great rhino modal minim

analisis pola simbol merah dewa petir x1000

trik rahasia scatter hijau mahjong ways fenomena

analisa akurat rtp raja kerbau pola putaran maut

bongkar pola hoki petir merah zeus 1000

strategi pola 4 baris wild emas mahjong ways 3

pengali x250 pyramid bonanza sopir taksi kaya mendadak

analisis waktu emas the dog house megaways taruhan minimalis

strategi naikkan persentase kemenangan lucky neko anti boncos

rahasia pola bet kecil starlight princess strategi sultan

petir biru x500 gates of olympus waktu hoki anti rugi

modal minimal untung maksimal bounty gold

bocoran rtp malam ini buffalo king paling untung

bongkar pola rahasia wild bandito simbol wild liar

pola kombo liar wild west gold bet kecil

analisis waktu hoki bet receh gerbang olympus x1000

trik jitu mahjong ways pola scatter hitam anti rugi

pola multiplier sweet bonanza hadiah milyar viral

analisis jackpot gates of olympus 1000 trik spin manual

pola ikan hoki scatter hijau koi gate ibu rumah tangga kaya sekejap

rahasia anti buntung rtp live sweet bonanza trik bet kecil mega jackpot

analisis pola habanero anti rungkad tukang kebun raup ratusan juta

perkalian 1000 pegawai negeri gates of olympus trik buy spin cerdas

jebol jackpot pola scatter hitam mahjong ways 3 kemenangan 480 juta

tercepat wd strategi anti gagal mahjong ways 2 wild emas maxwin 300 juta

bocoran jam gacor starlight princess akurat perkalian bintang 500

pola 3 baris wild emas gold bonanza tukang sayur gondol 250 juta

taktik pola petir biru gates of olympus modal receh untung ribuan kali

pola scatter kombo hoki mahjong ways 2 jackpot 550 juta otomatis

strategi putaran maut 9 jitu scatter emas koi gate nembak berkali kali

rekaman jackpot terbesar sweet bonanza permen merah 100 pecah 750 juta

jam hoki gold bonanza pemain bali kantongi 999 juta wild emas ajaib

pola 7 baris wild biru mahjong ways 3 pemuda desa raup 950 juta

kemenangan spektakuler gates of olympus 1000 1 2 miliar petir hitam

pola ikan emas koi gate gacor strategi bet minimalis 350 juta

analisis kemenangan puncak starlight princess 1 miliar trik spin turbo

jam gacor wild west gold karyawan toko kantongi 600 juta putaran santai

analisis pola keberuntungan dewi fortuna 500 pebisnis bawa pulang 788 juta

kunci maxwin pola naga emas mahjong ways 1 spin lambat wild komplit

fenomena wild permata aztec viral trik jitu raih hadiah 500

analisa rtp live gatot kaca pola spin manual anti rugi

modal receh jadi bos bongkar trik buy scatter wild west gold cuan puluhan juta

rahasia pola rtp mahjong ways 3 belum bocor multiplier 300 beruntun

petir hitam 1000 meledak waktu hoki gates of olympus jam gacor akurat

pola batu petir olympus jackpot 1 5 miliar

jam hoki starlight princess cuan x500

pola lonceng emas mahjong ways 2 jackpot

strategi anti rungkad naga emas liar beli putaran

pola segitiga permata aztec modal receh

maxwin pengali x1000 sweet bonanza terbaru

waktu emas wild west gold scatter 5 baris

pola sayap kupu kupu mahjong ways 3 wd pasti

strategi bet stabil gerbang ikan koi rtp 99

pola bintang jatuh princess starlight 888 juta

trik putaran turbo permen manis cuan x500

petir biru x500 olympus waktu gacor terkini

pola sinar bulan putri bintang jackpot instan

jam keberuntungan harta karun aztec 400 juta

pola 4 simbol merah gerbang kaca terbaru

jackpot 999 juta gold bonanza spin cerdas

strategi naga hitam raja kerbau scatter wild

pola mekanik emas hoki nexus untung besar

maxwin simbol biru emas koboi liar terjitu

analisis rtp langsung jam gacor slot pragmatic

trik gol real betis hancurkan atletico madrid pemain kantongi 999 juta

starlight princess anti rungkad rtp live 98 pola gacor

aztec gems trik bet minimalis jackpot 90 juta

rahasia sultan trik spin cepat the dog house maxwin

analisis pg soft pola spin cerdas mahjong ways 3 jackpot

kisah viral karyawan toko cuan 75 juta pola habanero anti rugi

panduan rtp slot pyramid bonanza kemenangan 99 persen

power of thor megaways trik gelegar x500 pola profesional

modal receh cuan maksimal pola great rhino megaways hoki

analisis jam hoki pragmatic pola spin normal jackpot

pola scatter hitam gates of olympus viral waktu hoki zeus

rahasia tersembunyi joker jewels trik keuntungan 50 juta

bocor tuntas analisis persentase menang sweet bonanza xmas

pola rahasia mahjong ways 1 sopir ojol cuan miliaran spin otomatis

jebol jackpot ratusan juta pola scatter merah wild west gold

strategi sultan trik spin turbo gems bonanza

spin manual vs auto spin efek jackpot mahjong

peta lokasi wild mahjong ways anti boncos

pelajar drop out mahjong ways dana kuliah

pola turbo spin mahjong ways mirip resep rahasia

analisa kualitas server mahjong peluang maxwin

filosofi mahjong ways pelajaran ambil risiko bisnis

panduan anti kalah reset modal mahjong ways

trik pancingan multiplier emas mahjong free spin

petani sukses mahjong ways penghasilan sampingan 180 juta

membaca ritme jarak buy spin strategi cooldown mahjong

Suara Cilok Scatter

Jam Hoki Petani Kopi

Gerakan Kipas Sate

RTP Wild West Gold

Teknik Tambal Ban

Prediksi Real Madrid

Manchester City vs Bournemouth

Barcelona vs Elche

Arsenal vs Burnley

Man United vs Forest

The Dog House Megaways Viral

Psikologi Warna Candy Bonanza

Mitos vs Fakta Justice League

Trik Skip Intro Playboy Gold

Moon Princess 1000 Cetak Rekor

Pola Triple Hot Hot Fruit

Zeus Howling Thunder CQ9

Pola Efisien Wild Safari

Strategi Ritme Dog House

Mekanik Rahasia Candy Bonanza

Prediksi Liverpool vs Aston Villa

Derby London Chelsea vs Spurs

Taktik Atletico vs Sevilla

Expected Goals Haaland

Analisis 15 Menit Terakhir

Analisis Mahjong Ways 3

Pola Ngantuk Mahjong Ways

Ritual Kucing Hitam

Taktik Rahasia RTP

Panduan Tukang Parkir

Pep Guardiola City

Arsenal vs Burnley

Tottenham vs Chelsea

Derby London Chelsea Spurs

Trik Menang Pragmatic

Analisis Data Akurat Mahjong Ways

Pola Ngantuk Satpam Mahjong Ways

Ritual Kucing Hitam Mahjong Wins

Taktik Rahasia Pola RTP Jember

Panduan Spin Turbo Tukang Parkir

Sistem Xavi Anti Kebobolan Barca

Kontroversi Kartu Merah Derby London

Filosofi Sepak Bola Modern London

Prediksi Liverpool vs Aston Villa

Statistik Clean Sheet Barcelona Elche

Mode Hemat Data Scatter

Filosofi Ngopi Hitam Pro

Pola Spin Tukang Ojek

Pola Scatter Koi Gate

Taktik Cuci Piring Spin

Misteri Anfield Liverpool

Arsenal vs Burnley 22 Menit

Pelatih Tertekan Ten Hag

Ketergantungan Gol Madrid

Tottenham vs Chelsea Modern