„Ljóðskáld á Norðurlöndum eru í auknum mæli að takast á við að fjalla um þann alvarlega umhverfisvanda sem við okkur blasir“, segir Adam Paulsen, lektor við Stofnun í menningarfræðum við Syddansk Universitet í Danmörku, en hann heldur fyrirlestur um heimsslit í danskri nútímaljóðlist í Stapa fimmtudaginn 27. október.

Mér finnst sérlega áhugavert að kanna hvernig ljóðskáldin takast á við þá áskorun að yrkja um svo pólitískt efni.Undanfarið höfum við vissulega fengið slíka umræðu og stundum umhverfisverndarboðskap í skáldsagnaformi – svokallað „cli-fi“ hefur til dæmis ratað til okkar sem þýddar og frumsamdar bókmenntir – en mér finnst sérlega áhugavert að kanna hvernig ljóðskáldin takast á við þá áskorun að yrkja um svo pólitískt efni. Skinnebach fer mjög greinilega í átt sem við þekkjum frá avant garde hreyfingunni og brýtur niður mörk listar og pólitíkur. Ørntoft er hefðbundnari lýríker en tekst þematískt á við samband sjálfs og umhverfis. Ljóð sem fjalla um umhverfisvandann vekja að sjálfsögðu upp spurningar um fagurfræðilegar afleiðingar þess að endurnýja á þennan hátt pólitískt hlutverk bókmennta og það mun ég einnig koma inn á í fyrirlestrinum á morgun.“
Fyrirlesturinn fer fram í stofu 216 í Stapa klukkan 13:20 og er öllum opinn.

[fblike]
Deila