Viðbrögðin við endurnýjuðum vef hafa verið framar vonum. Við viljum sérstaklega þakka starfsfólki og framhaldsnemendum við Hugvísindasvið Háskóla Íslands fyrir að taka virkan þátt í því metnaðarfulla verkefni að viðhalda stöðugu streymi af áhugaverðu efni inn á vefinn. Það er okkar trú að það sé í þágu okkar allra að hugvísindafólk við háskólann hafi slíkan vettvang til að taka þátt í almennri menningar- og samfélagsumræðu. Við vonumst til að geta gert enn betur á næsta ári og fest Hugrás í sessi sem mikilvægan menningarmiðil.
Auður Aðalsteinsdóttir ritstjóri
Sóley Stefánsdóttir myndaritstjóri
[/cs_text]
Deila