[container] Út er komin ný bók eftir Pál Skúlason, prófessor í heimspeki og fyrrverandi háskólarektor. Bókin ber heitið Náttúrupælingar og kemur út á vegum Háskólaútgáfunnar.
Á síðustu áratugum hefur Páll Skúlason unnið brautryðjendastarf í skipulegri hugsun um náttúruna. Í þeim greinum og erindum sem birt eru í bókinni veitir hann nýja sýn á samband manns og náttúru og skýrir á frumlegan hátt hugmyndir og hugtök sem við þurfum til að skilja reynslu okkar og stöðu í tilverunni. Hann íhugar þýðingu þess að tengjast landinu og ræðir um þau gæði og gildi sem eru í húfi í samskiptum okkar við náttúruna og ábyrgð okkar gagnvart henni.
Páll Skúlason er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi frá Kaþólska háskólanum í Louvain árið 1973. Páll var rektor Háskóla Íslands 1997–2005.
[/container]
Leave a Reply