Gauta svarað, um gæði íslenskra háskóla

[container]

Um höfundinn

Einar Steingrímsson

Einar Steingrímsson er prófessor við Strathclyde-háskóla í Glasgow í Skotlandi.

Síðastliðinn föstudag birti Gauti Kristmannsson grein á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, sem nefnist “Ritrýning á grein eftir Einar Steingrímsson”.  Grein mín, bloggpistill á Eyjunni, var gagnrýni á meðferð ríkisháskólanna á því fé sem þeir fá til rannsókna.  Háskólarnir greiða öllum akademískum starfsmönnum helming launa sinna fyrir rannsóknir (ekki 40% eins og ég hélt) þótt margir þessara starfsmanna hafi aldrei stundað neinar rannsóknir sem verðskulda að heita því nafni, og margir aðeins rannsóknir sem ekki ná því máli að vera gjaldgengar á þeim alþjóðavettvangi sem nánast öll vísindi tilheyra.

Hér reyni ég að svara flestum athugasemdum Gauta.  Auðvitað getur verið að ég sé að misskilja Gauta, því grein hans er skrifuð í þannig stíl að ekki er laust við að mann gruni að hann sé að skopast að þeirri afstöðu sem hann virðist kynna sem sína eigin, enda er grein hans full af háði, og einmitt ekki í þeim vísindalega anda sem hann virðist vera að gagnrýna pistil minn fyrir að skorta.  Enda er vandséð af hverju Gauti telur ástæðu til að fjalla um bloggpistil eins og um vísindaritgerð sé að ræða, og það án þess að reyna að hrekja þær staðhæfingar sem mikilvægastar eru í pistlinum.  Því má vel vera að ég gangi hér í þá gildru að taka alvarlega það sem er í raun kaldhæðin ádeila, sett fram í yfirlætislegum umvöndunartón.  En, af því ég veit að ekki líta allir á þetta sem brandara hjá Gauta tel ég rétt að svara því helsta sem hann segir.

Hvert var markmið bloggpistilsins?

Pistill minn ber yfirskriftina „Þarf að reka 80% háskólakennara á Íslandi úr 40% af starfi sínu?“ og Gauti segir:

,,Við lestur greinarinnar kemur líka í ljós að þetta er ekki nein „rannsóknaspurning“ heldur einfaldlega retorísk spurning sem svara á með já, enda er það gert beinlínis í greininni þar sem segir „það er því varla ofreiknað að 80% akademískra starfsmanna háskóla á Íslandi séu á launum við að stunda rannsóknir sem ekkert vit er að setja peninga í“. Hvaðan höfundur hefur þekkingu til að kveða upp úr um hvaða rannsóknir vit sé að setja peninga í kemur ekki fram og ekki vísar hann til neinna rannsókna um það efni.“

Það er rétt  hjá Gauta að spurningin í fyrirsögninni er retórísk.  Hins vegar ekki að henni beri að svara með já, enda eru retórískar spurningar gjarnan settar fram til að fá fólk til að hugsa út frá nýju sjónarhorni, í þeirri von að það komist að niðurstöðu sem ekki er endilega jafn einföld og spurningin gefur til kynna.  Eins og ljóst er af lestri pistils míns bendi ég á að hægt er að fá óháða erlenda aðila til að meta gæði rannsókna íslensku háskólanna, og skipuleggja starf þeirra í samræmi við það, til dæmis með því að skipta upp í rannsóknaháskóla annars vegar og kennsluháskóla hins vegar.  Auk þess bendi ég í pistlinum á miklu ítarlegri tillögur um endurskipulagningu háskólakerfisins, þar sem ljóst er að ekki er verið að gefa sér fyrirfram hver hlutföllin ættu að vera í slikri skiptingu.

Varðandi það hvort ég hafi þekkingu til að “kveða upp úr um hvaða rannsóknir vit sé að setja peninga í”  legg ég einmitt ekki til að mitt mat á því yrði lagt til grundvallar.  Og auðvitað get ég alls ekki metið gæði rannsókna á öðrum sviðum en mínu eigin þrönga, ef um er að ræða eitthvað sem ekki er augljós þvæla.  En, það þarf  oft enga sérþekkingu til að sjá að tilteknar ritsmíðar, sem birtar hafa verið af starfsmönnum háskólanna á vettvangi sem haldið er fram að sæti ritrýningu, eru tóm þvæla.  Ég gæti hæglega talið upp slatta af slíkum greinum, en ætla að veigra mér við því enn um sinn, af því að með því er hætt við að ég særi fólk sem ekki er endilega sjálft við að sakast (heldur leiðbeinendur og ritstjóra sem eiga að vita betur).

Eru tölurnar sem ég nefni of ónákvæmar?

Gauti fettir fingur út í þá ónákvæmni sem fram kemur í pistli minum varðandi hlutfallstölur, þótt ég bendi á strax í upphafi, eins og hann segir, að tölurnar séu ekki nákvæmar.  Ástæða þess að ég tel ekki þurfa nákvæmar tölur um þetta eru eftirfarandi: Á Íslandi er fjöldi nemenda í háskólanámi svipaður því sem mest gerist (hlutfallslega) í heiminum.  Allir akademískir starfsmenn ríkisháskólanna fá greitt fyrir að helga stóran hluta starfs síns rannsóknum og sama gildir um mjög marga starfsmenn í HR (þótt þar gangi ekki eitt yfir alla, sem er ástæða þess að ég undanskildi HR í upphafi pistils míns, og Gauta fannst furðulegt).  Það er nokkuð augljóst þeim sem einhverja innsýn hafa í háskólakerfi sambærilegra landa að þetta er einstakt fyrir Ísland; í engum öðrum löndum með jafn hátt hlutfall háskólanema er nema lítill hluti kerfisins með alla akademíska starfsmanna í rannsóknastöðum.  Til glöggvunar bæti ég hér við svolitlum upplýsingum um þetta mál, til að auðvelda lesendum að skoða samanburðinn sem ég gerði:

Til samanburðar við Ísland tók ég dæmið um Kaliforníu af því að þar er auðvelt að finna upplýsingar um fjölda nemenda og gróflega um skiptinguna milli rannsókna- og kennsluskóla.  Það er rétt hjá Gauta að upplýsingarnar um þennan nemendafjölda blasa ekki við á þeirri Wikipedia-síðu sem ég tengdi á, en í kaflanum sem ég tengdi beint á er lýst þrískiptingu kerfisins og þar eru tenglar á síður um hvern þessara þriggja hluta, þar sem koma fram tölur um nemendafjölda.  Hér er svo síða sem ég hefði átt að tengja líka á, með lista yfir nemendafjölda m.a. í stóru einkareknu háskólunum í Kaliforníu.  Með því að skoða þessar tölur er auðvelt að sjá að hlutfall nemenda í rannsóknaháskólum er lítið.  Í pistlinum sagði ég það líklega vera 10-15% (byggt á lauslegum útreikningi út frá þeim gögnum sem ég nefni hér), en þótt það væri 50% væri það samt gríðarlegur munur í samanburði við Ísland.

Ég nefni líka eitt og annað sem skekkir þennan samanburð, Íslandi í óhag, nefnilega að margt öflugt íslenskt háskólafólk starfar erlendis, að afar fáir útlendingar starfa við íslensku háskólana, en hins vegar mikill fjöldi útlendinga við rannsóknaskólana í Kaliforníu.  Burtséð frá því ætti niðurstaðan samt að vera ljós: Á Íslandi eru hlutfallslega margfalt fleiri á launum við rannsóknir í háskólum.  Sama gildir um Norðurlöndin, þar sem mikið er af kennsluháskólum auk rannsóknaskólanna.  Sem dæmi má nefna að í Svíþjóð eru um 190.000 nemendur í þeim háskólum sem flokkaðir eru sem “universitet”, sem samsvarar, miðað við fólksfjölda, að um 7.000 nemendur væru í slíkum skólum á Íslandi, en ekki nánast allir 20.000, eins og raunin er. Þar að auki hafa mjög margir kennarar í þessum háskólum í Svíþjóð litlar eða engar rannsóknir sem hluta af starfi sínu, svo talan sem miða ætti við er ekki 7.000 nemendur (eða 35%) á Íslandi, heldur er hún miklu lægri.

Í stuttu máli þekkist það hvergi í löndum með jafn umfangsmikið háskólakerfi og það íslenska að (nánast) allir akademískir starfsmenn fái stóran hluta launa sinna fyrir rannsóknir.  Þessa staðhæfingu hefur Gauti ekki reynt að hrekja, af skiljanlegum ástæðum.

Spurningin er því ansi áleitin hverju þetta sæti:  Eru Íslendingar (nánar tiltekið þeir sem búa á Íslandi) svo miklu öflugra fræðafólk að upplagi að það skýri þennan gríðarlega fjölda?  Eða getur verið að meira sé gert úr gæðum rannsókna alls þessa fólks en efni standa til?  Mikið er gert úr þessum gæðum, því bæði HÍ og HR, sem samtals eru með 90% háskólastarfsins, þykjast ætla að komast framarlega á alþjóðavettvangi í rannsóknum og forysta HÍ hefur staðið stöðugan vörð um það kerfi sem greiðir öllum akademískum starfsmönnum fyrir rannsóknir, líka þeim sem engum afrakstri skila, eða bara afrakstri sem ekki er birtur á þeim alþjóðavettvangi sem HÍ segist vilja gera sig gildandi á.

Mælikvarðar á fræðastörf — undirmáls- og afburðafólk

Gauti gerir athugasemdir við að ég tali um “undirmálsfólk” og að ég segi að talsvert sé af fólki í HÍ sem stendur framarlega á alþjóðavettvangi á sínu sviði, og segir:

„Hér verður að gera ráð fyrir að þetta góða fólk sé í mesta lagi 20% og það er sorglegt til þess að vita að það skuli líða fyrir hvernig fénu er varið í „undirmálsfólk“, en þetta hugtak og þessi hugsunarháttur á reyndar einkum heima í hugarheimi þeirra sem aðhyllast það sem í lýðræðis- og mannréttindaríkjum teljast vera býsna annarlegar skoðanir. Vegurinn þangað er a.m.k. ekki langur.“

Hér talar Gauti eins og ekki séu lagðir mælikvarðar á störf fræðafólks um allan heim, og að á þeim kvörðum lendi óhjákvæmilega margir í því að vera “undirmáls”, en aðrir taldir afburðafólk.  Auðvitað veit Gauti að þannig er þetta, svo dylgjur hans um að hugmyndir mínar séu fjandsamlegar “lýðræði” og “mannréttindum” eru ekki sérlega heiðarlegar.

Kannski hefði ég átt að útskýra þetta nánar fyrir þeim sem, öfugt við Gauta, eru ekki vel inni í þessum málum.  Þar sem ég var sífellt í pistlinum að tala um alþjóðleg viðmið  gerði ég ráð fyrir að mælikvarðarnir sem ég átti við lægju í augum uppi , nefnilega þeir mælikvarðar á gæði sem alþjóðavísindasamfélagið á hverju sviði hefur.  Þar er ekki um að ræða nákvæm mælitæki, og erfitt getur verið að meta framlag einstaklinga.  Það er hins vegar auðvelt í þeim tilfellum þegar viðkomandi hefur nánast ekkert lagt af mörkum á þeim alþjóðavettvangi sem nánast allt vísindastarf tilheyrir.  Um slíkt framlag eru til gagnagrunnar (t.d. Web of Knowledge og Google Scholar, þar sem sá síðarnefndi finnur nánast allt sem birt hefur verið á ritrýndum vettvangi, og margt fleira en það).  Það er því fljótlegt að skoða framlag fjölmargra starfsmanna íslensku háskólanna, og komast að því að margra þeirra sér hvergi stað.  Það er líka einfalt mál að skoða ritaskrár sem starfsmenn birta sjálfir á netinu, og þar er ekki síður fljótlegt að finna marga, jafnvel prófessora, sem aldrei hafa lagt neitt af mörkum á alþjóðavettvangi.  Aftur veigra ég mér við að nefna nöfn, því þeir sem kæra sig um að setja sig inn í þetta eiga auðvelt með það.  Ég myndi hins vegar með glöðu geði aðstoða forystu HÍ við að staðfesta þetta með ítarlegri úttekt, kærði hún sig um það.

Birtingar á íslensku

Gauti talar svo um gagnrýni mína á birtingar í íslenskum tímaritum:

„Höfundur agnúast síðan út í að verið sé að sinna vísindum og fræðum á íslensku og því að „gefinn út urmull af “ritrýndum fræðiritum” á íslensku, á sviðum eins og menntavísindum, hjúkrunarfræði, sálfræði, verkfræði og viðskiptafræði.““

Ástæða gagnrýni minnar er að ofangreind fræðasvið eru alþjóðleg í eðli sínu, og fræðafólki ber að birta niðurstöður sínar því fræðasamfélagi sem það tilheyrir.  Það gerir maður augljóslega ekki með því að birta á máli sem bara örlítill hluti þess samfélags getur lesið.  Auk þess fer það augljóslega í bága við yfirlýsta stefnu HÍ um sókn á alþjóðavettvangi að birta ekki á þeim vettvangi.

Ennfremur segir Gauti:

„… þá verður að spyrja sig hverjum höfundur telur að rannsóknirnar eiga að þjóna? Akademíunni einni og þeim fræðimönnum sem þar starfa eða því þjóðfélagi sem borgar brúsann í formi skatta? Rannsóknir tengjast kennslu og hún fer fram á íslensku að miklu leyti. Það er líka eðlilegt því fólkið sem kemur úr greinunum sem höfundur telur upp, og raunar fleirum, starfar síðan með fólki sem talar það mál fyrst og fremst og á fullan rétt á því.“

Fræðilegar birtingar á flestum sviðum eru þess eðlis að aðrir en sérfræðingar á viðkomandi sviði eiga mjög erfitt með að lesa þær sér til gagns, auk þess sem nánast allir þeir sem geta haft minnsta gagn af slíku lesa ensku, sem er það mál sem yfirgnæfandi meirihluti fræðigreina í heiminum er birtur á. Þess vegna er engum greiði gerður með því að birta á íslensku.  Að því ĺeyti sem háskólafólk á að miðla almenningi af fræðum sínum þarf það að gerast með allt öðrum hætti en birtingum í fræðiritum (og þar hefur t.d. Vísindavefur HÍ unnið frábært starf).

Ritrýni á íslensku

Gauti segir:

„Höfundur heldur því fram að það liggi „í augum uppi að það er ekki hægt að viðhafa alvöru ritrýningu í svo örlitlu fræðasamfélagi sem Ísland er, því þeir örfáu sérfræðingar sem til eru á hverju sviði þekkjast allir, og starfa gjarnan í sömu háskóladeildinni.“ Vont ef satt væri, en svona er það ekki. Höfundur benti sjálfur á í fyrri hluta greinar sinnar að margir Íslendingar væru háskólakennarar erlendis og ritstjórar tímarita á íslensku geta vel leitað til þeirra þegar þörf krefur bæði til að fá ritrýni og auk þess birta þeir líka greinar í tímaritunum íslensku.“

Þeir sem lesa íslensku í veröldinni eru varla fleiri en 400 þúsund, þ.e.a.s. um 0,00006% jarðarbúa, eða um 0,0004% af þeim milljarði sem býr í löndum með álíka umfangsmikið háskólakerfi og Ísland.  Á nánast engum fræðasviðum sem íslenskt háskólafólk starfar á eru þeir sem lesa íslensku nema örlítið brot af viðkomandi sviði, þótt með sé talið allt íslenskumælandi háskólafólk erlendis, auk þess sem langflest slíkt fræðafólk á þessum sviðum starfar við íslenska háskóla eða hefur mikil persónuleg tengsl við þá sem þar starfa.  Það er því fráleitt að tala um það sem kallað er óháð ritrýning í alþjóðlega fræðasamfélaginu inni í þessum örheimi sem íslenska háskólasamfélagið er, enda er jafnan talsverð vinna fyrir ritstjóra að finna hæfa ritrýnendur þótt þeir hafi úr að moða fræðasamfélagi alls heimsins á viðkomandi sviði.

Enn fremur segir Gauti um þetta:

„Höfundur kýs hins vegar að fullyrða án þess að benda á nokkurt dæmi að „engum sæmilegum háskóla [dytti]  í hug að vera með sín eigin tímarit, sem tækju við greinum bara frá starfsmönnum skólans, sem væru svo ritrýndar eingöngu af starfsmönnum sama skóla.“ Fyrir það fyrsta er það alls ekki óalgengt á háskólaútgáfur erlendis gefi út tímarit og í öðru lagi virðist hann einnig telja öll þessi svið svo ógnarlítil að ekki sé unnt að sinna nafnlausri ritrýni. Ég var um tíma ritstjóri Ritsins sem er ritrýnt tímarit Hugvísindastofnunar og veit um mörg dæmi þess að menn gagnrýndu og höfnuðu greinum kollega sinna enda vissi hvorugur af hinum og hafi þá grunað eitthvað létu þeir það ekki trufla sig, enda treystu þeir nafnleysinu.“

Ég er nokkuð viss um að engin háskólaútgáfa tekur bara við verkum frá starfsmönnum eigin skóla, hvað þá að hún láti ritrýnina fara fram innan sama skóla.  En auðvitað hefði verið betra hjá Gauta að benda á slík dæmi, ef hann telur þau vera til (og það getur hann auðvitað gert með ummælum við þennan pistil).  Í öðru lagi segir umrædd reynsla Gauta alls ekki að ritrýnin hafi verið í lagi; það sannast ekki af því að greinum sé hafnað, því slíkt getur líka gerst á ófaglegum forsendum, t.d. vegna persónulegrar óvildar.

Alþjóðlegt eðli rannsókna

Gauti segir:

„Höfundur telur reyndar „undirmálsfólkið“ skáka í skjóli tungumálsins sem hann telur ekki á vetur setjandi enda sé það „að sjálfsögðu fáránlegt að gefa út “fræðirit” á íslensku á sviðum sem augljóslega eru alþjóðleg í eðli sínu.“ Hugtakabeitingin hér er afar hæpin, enda er erfitt að skilgreina „alþjóðlegt eðli“. Er það eitthvað sem er bara á ensku? Eða eitthvað sem snertir ekki veruleika manna einungis á einum tilteknum stað eins og til dæmis loftslagsbreytingar? Eða eru það fræði sem enginn þarf að fjalla um eða skilja nema vísindamennirnir sem stunda þau? Undirrituðum sýnist að þetta þýði í þegar öllu er á botninn hvolft að vísindi hafi ekki neina merkingu nema þau séu sett fram á ensku.  Sé sú nærtæka ályktun rétt, mætti kannski segja (takið eftir fræðilegu fyrirvörunum og viðtengingarhættinum) að höfundur sé kominn í flokk með bisnesshetjum gróðærisins sem kölluðu eftir „tvítyngdri“ þjóð. Margir þeirra voru reyndar ágætlega menntaðir erlendis og einn sá frægasti við MIT, meira að segja, en eitthvað virtist „alþjóðlegt eðli“ viðskipta þvælast fyrir þeim.“

Það þarf enga nákvæma skilgreiningu á “alþjóðlegu eðli” til að fullyrða að hjúkrunarfræði og verkfræði, til dæmis, séu alþjóðleg fræðasvið, þar sem þekkingarleitin á þessum sviðum er alls ekki háð þjóðerni.  Ágiskanir Gauta um enskuna og tvítyngið og meinta afstöðu mína eru svo augljóslega í engu samræmi við það sem ég sagði að ég læt vera að svara þeim hugarburði.

Stigakerfi ríkisháskólanna

Enn segir Gauti:

„… fram kemur mikil vandlæting yfir því hægt sé að fá fleiri rannsóknastig fyrir grein í íslensku tímariti en þau „mikilvægustu“ erlendis. Þetta er efnislega rangt þar sem fleiri stig eru gefin fyrir erlendu tímaritin í hæsta flokki, en í þeim er ekkert íslenskt tímarit. Höfundur tínir til að þetta stafi af fjölda höfunda á erlendu greinunum, en kemur svo með dæmi um grein þar sem hann nefnir einn höfund að grein í tímaritinu Nature sem á að fá færri stig en tveir höfundar greinar í einu af þessum íslensku tímaritum sem engu máli skipta í „alþjóðlegu“ vísindasamfélagi. Vafalaust hafa verið fleiri höfundar að þessari grein, en ekki er látið svo lítið að nefna þá breytu og sýna svona vinnubrögð ekki mikinn skilning á vísindalegum vinnubrögðum eða einfaldlega kröfuna um skýrleika í texta sem þekkt er frá Hórasi, a.m.k.“

Í ummælum (sem Gauti vísar hér til) við pistil minn sagði ég eftirfarandi:

“… stigagjöfin í þessu kerfi ríkisháskólanna er slík að það fást að jafnaði miklu fleiri stig fyrir grein birta í íslensku tímariti en einhverju af þeim tímaritum sem erfiðast er að fá inni í í heiminum. Af því að það eru, í svo mörgum greinum, nánast alltaf margir höfundar á grein, þótt flestir þeirra vinni óskaplega ĺitið verk. Eitt mest sláandi dæmið um þetta er grein í Nature þar sem Freysteinn Sigmundsson er fyrsti höfundur (um lærdóma af Eyjafjallajökulsgosinu). Fyrir hana fær hann miklu færri stig en fæst fyrir tveggja höfunda grein í Tímariti um stjórnmál og stjórnsýslu eða einhverju af öllum þessum íslensku tímaritum þar sem sumar “ritrýndu” greinarnar virðast vera skrifaðar af mistækum menntaskólanemum.”

Í þessum ummælum mínum (sem ekki eru hluti af pistlinum sjálfum) kemur fram að ástæða þessa misvægis er sá mikli fjöldi meðhöfunda sem er að jafnaði á greinum sem birtast í tímaritum á borð við það sem hér er um rætt, og sem er reyndar algengur á mörgum sviðum raunvísinda.  Skýringuna sem Gauti telur vanta til að þessi ummæli í athugasemd við bloggpistil geti talist “vísindaleg vinnubrögð”  er sem sagt að finna í ummælunum sjálfum.

Lokaorð

Að síðustu má svo velta fyrir sér af hverju Gauti telur ástæðu til að fjalla um bloggpistil á sama hátt og um fræðilega ritgerð væri að ræða, og enn fremur af hverju hann reynir ekki að hrekja þær tölfræðilegu staðhæfingar sem ég set fram, þrátt fyrir megna vandlætingu hans á þessum vinnubrögðum mínum.

En, kannski var þetta sem sagt tómur misskilningur hjá mér, og Gauti var einfaldlega að draga sundur og saman í háði þær molbúahugmyndir um vísindastarf sem eru því miður svo algengar, og svo ráðandi, í íslenska háskólakerfinu, og þá undirliggjandi sýn sem er náskyld fyrirhrunshroka fjármálafyrirtækjanna, þar sem Íslendingar voru kynntir sem slíkt afburðafólk að ekki væri hægt að bera þá saman við aulana sem búa í öðrum löndum.

[/container]


Comments

2 responses to “Gauta svarað, um gæði íslenskra háskóla”

  1. Hér er stutt samantekt á því sem ég hef fjallað um í þessum pistlum mínum:

    http://blog.pressan.is/einar/2013/10/14/lygasagan-um-gaedi-islenskra-haskola/

  2. Grétar Amazeen Avatar
    Grétar Amazeen

    Það er virkilega áhugavert að skoða þau lélegu vinnubrögð og þær rökvillur sem birtast í “ritrýningu” Gauta í ljósi þess að hann virðist halda því fram að vinnubrögð hjá ritrýnendum íslenskra fræðirita séu heilt yfir ásættanleg.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sabung ayam online


judi bola online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


sabung ayam online


demo slot mahjong ways 2


sabung ayam online


slotoppo88 scatter hitam


sabung ayam online


sabung ayam online


Sabung Ayam Online


Agen Casino


scatter hitam Mahjong ways 2


Scatter Hitam


slot gacor


mahjong ways 2


Slotoppo hadirkan scatter hitam gacor terbaru


slotoppo


sabung ayam online bocahgacor


sabung ayam online


Judi Bola


Slotoppo


SLOTBOM Slot Gacor Gampang Menang Jackpot.


SLOTBOM Situs Pola Scatter Mahjong Ways Paling Gacor di Indonesia.


SLOTBOM Situs Slot Online Paling Gacor Gampang Scatter Mahjong Ways.


SLOTBOM Slot Gacor Gampang Menang Jackpot.


SLOTBOM Situs Pola Scatter Mahjong Ways Paling Gacor di Indonesia.


sbobet88 agen judi bola online


sabung ayam online


sabung ayam online


Judi Bola Online


SLOTOPPO88 AGEN SABUNG AYAM SV388 RESMI


SLOTBOM Situs Slot Online Paling Gacor Gampang Scatter Mahjong Ways.


slotoppo88 portal slot online terpercaya di Indonesia


SLOTBOM77 penyedia permainan slot online resmi


SLOTOPPO88 slot online terpercaya


sabung ayam online


SLOTBOM77 situs selot online terpercaya dan resmi


Slotbom Hadir dengan Slot Gacor Gampang Menang Jackpot. Link Resmi slotbom.net ini akan sangat membantu para member setia untuk akses alternatif terbaik ke Slotbom.


SLOTOPPO Situs Sabung Ayam Online SV388 Online 24 jam Terpercaya


SBOBET88 : Login SBOBET Mobile Melalui Link Alternatif SBOBET WAP Agen SBOBET Terpercaya


Borong Rp220 Juta Wild Bandito

Raih Rp180 Juta Gates of Olympus

Cuan Rp250 Juta Sweet Bonanza XMas

Kaya Mendadak Starlight Princess

Panen Rp195 Juta Aztec Gems

Tembus Rp210 Juta Sugar Rush

Auto Sultan Rp230 Juta Scatter Naga Merah

Pecah Rekor Rp175 Juta Wild Bandito

Panen Cuan Gates of Olympus

Dapat Rp190 Juta Sweet Bonanza XMas

Auto Kaya Starlight Princess

Menang Rp200 Juta Aztec Gems

Panen Rp240 Juta Sugar Rush

Raup Rp260 Juta Scatter Naga Merah

Pecah Rp185 Juta Wild Bandito

Jackpot Rp215 Juta Gates of Olympus

Borong Rp225 Juta Sweet Bonanza XMas

Hoki Besar Starlight Princess

Dapat Rp205 Juta Aztec Gems

Kaya Mendadak Sugar Rush

Menang Rp210 Juta Wild Bandito

Auto Kaya Scatter Naga Merah

Gates of Olympus Bikin Ayu Makassar Cuan Besar

Sweet Bonanza XMas Jadikan Bima Jogja Raih Rp180 Juta

Starlight Princess Hantarkan Dedi Bali Pecah Rekor

Aztec Gems Buat Nisa Pontianak Panen Rp200 Juta

Sugar Rush Jadi Jalan Fajar Pekanbaru

Lani Samarinda Usai Menang Wild Bandito

Pola Scatter Naga Merah

Tembus Rp195 Juta Berkat Gates of Olympus

Sweet Bonanza XMas Antar Hasan Aceh Pecah Rekor

Starlight Princess Jadi Kunci

Aztec Gems Bikin Irfan Balikpapan Kaya Mendadak

Cairkan Rp220 Juta Sugar Rush

Bongkar Pola Wild Bandito

Panen Besar Scatter Naga Merah

Jackpot Gates of Olympus

Auto Tajir Sweet Bonanza XMas

Starlight Princess Bikin Andi Palembang Kaya Raya

Aztec Gems Bawa Sari Banjarmasin Jadi Bintang

news

news8

news18

news28

news38

news48

news58

news68

news78

news88

news98

news108

news118

news128

news138

news148

news158

news168

news178

news188

news

news8

news18

news28

news38

news48

news58

news68

news78

news88

Data Kemenangan Harian Panduan Membaca Pola Main Lebih Akurat

Winrate Tinggi Terbaru dan Cara Memanfaatkannya di Casino Online

Cuan Fantastis Malam Ini Bisa Diraih Lewat Tips Manajemen Modal

Rekor Jackpot Heboh dengan Strategi Bermain yang Lebih Efisien

Strategi Menang Konsisten untuk Pemula Agar Hasil Selalu Stabil

AI Analisis Pola Membantu Pemain Menentukan Waktu Spin Terbaik

Algoritma Prediksi Hoki Menjadi Kunci Kemenangan Berulang

Trik Spin Efisien untuk Hemat Modal dan Tetap Bawa Pulang Cuan

Pola Scatter Unik yang Sering Jadi Pemicu Bonus Besar

Cara Raih Maxwin dengan Pola Scatter Langka di Permainan Kasino

Cara Mudah Meningkatkan Winrate di Game Populer

Strategi Pemula untuk Mastering Permainan Kasino

Trik Tersembunyi di Permainan Lucky Neko

Cara Menggunakan Fitur Auto Spin dengan Bijak

Strategi Menang Besar di Permainan Kasino Online

Trik Menggunakan Fitur Bonus dengan Efektif

Cara Memanfaatkan Fitur Bonus dengan Bijak

Strategi Pemula untuk Menang Besar di Kasino

Cara Menggunakan Fitur Auto Play dengan Bijak

AI Membantu Meningkatkan Kemenangan di Permainan Kasino

Blockchain dan Trik Mendapatkan Jackpot

Cara Memaksimalkan Fitur Reward Menggunakan Data Analitik

5 Tips Jitu Menang Terus Menerus di Game Online

Strategi Pemula untuk Menguasai Kasino Online dengan AI

Trik Tersembunyi Meningkatkan Peluang Kemenangan di Era Digital

Cara Memanfaatkan Fitur Reward dengan Pintar dan Analitik

5 Pola Ampuh untuk Memenangkan Permainan Modern

Strategi Memaksimalkan Bonus di Kasino Online Tanpa Ribet

Trik Mudah Mendapatkan Kemenangan Terbesar dengan Algoritma

Panduan Lengkap Menang Besar di Permainan Terbaru

Tips Memilih Permainan Paling Menguntungkan di Era Game

Cara Memaksimalkan Fitur Reward dengan Teknologi

Strategi Pemula untuk Memenangkan Permainan Online dengan Pintar

Trik Tersembunyi Mendapatkan Kemenangan Jackpot di Era Modern

Cara Menggunakan Fitur Auto Play untuk Kemenangan Terjamin

5 Tips Jitu Memenangkan Permainan Kasino Online Terbaru

Strategi Ampuh Memenangkan Permainan Populer dengan Teknologi

Trik Mendapatkan Fitur Bonus Terbaik dengan Data

Cara Memilih Permainan Paling Menguntungkan dengan Inovasi

AI dan Strategi Maksimalkan Kemenangan di Kasino Online

Trik Tersembunyi Mendapatkan Jackpot dengan Data Analytics

Cara Cerdas Memanfaatkan Fitur Bonus dengan Teknologi

5 Tips Jitu Meningkatkan Peluang Kemenangan di Permainan Modern

Strategi Pemula untuk Memenangkan Permainan Kasino Tanpa Ribet

Trik Mendapatkan Kemenangan Terbesar dengan Inovasi

Cara Menggunakan Fitur Auto Play dengan Pintar dan Efektif

Strategi Ampuh Memenangkan Permainan Populer di Era Digital

Trik Mendapatkan Fitur Bonus Terbaik dengan Algoritma

Cara Memilih Permainan Paling Menguntungkan dengan Tips Terbaru

Trik Meningkatkan Peluang Jackpot di Permainan Modern

Strategi Terbaru Memenangkan Permainan Kasino dengan AI

Cara Memanfaatkan Fitur Rewards dengan Cerdas

5 Tips Jitu Mendapatkan Kemenangan Besar di Era Digital

Trik Tersembunyi Mendominasi Permainan Kasino

Strategi Pemula untuk Mendapatkan Kemenangan Maximal

Cara Menggunakan Auto Play dengan Pintar dan Efektif

Strategi Mengoptimalkan Fitur Bonus Terbaru

Trik Cerdas Meningkatkan Peluang Menang

Cara Pintar Memaksimalkan Peluang Jackpot

Raih Scatter Hitam

Mahjong Ways 2 Ubah Rp50 Ribu

Jackpot Mahjong Wins 3

Scatter Hitam 2 Kali Langsung Cairkan

Mahjong Ways 2 Modal Rp100 Ribu

Mahjong Wins 3 Raih Cuan

Scatter Hitam Dadakan Pecahkan Rekor

Mahjong Ways 2 Jackpot Rp22 Juta

Mahjong Wins 3 Spin Pendek

Scatter Hitam 3 Kali Berturut

Raih Cuan Mahjong Ways 2

Scatter Hitam Turun Pas Lagi Urus Pajak Warisan

Mahjong Wins 3 Bikin Heboh Grup WA Saat Bahas Kasus 200 Triliun

Spin Mahjong Ways 2 Auto Jackpot

Scatter Hitam Tiga Kali Saat Sidang Kelulusan & Ambil Ijazah

Mahjong Wins 3 Raih Jackpot Besar Usai Ramai Isu Shell PHK Karyawan

Mahjong Ways 2 Spin Malam Jadi Sorotan Saat Topik Nepal Viral

Scatter Hitam Hadir Pas Ramai Kasus SMPN1 Prabumulih Kepsek

Mahjong Wins 3 Spin Kilat Pecahkan Rekor di Tengah Isu 200 Triliun

Mahjong Ways 2 Jackpot Besar Saat Antar Penumpang Ojol