Hugleiðing að loknum lestri jólaguðspjallsins

Um höfundinn
Sólveig Anna Bóasdóttir

Sólveig Anna Bóasdóttir

Sólveig Anna Bóasdóttir er prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur m.a. rannsakað umhverfis- og vistsiðfræði, femíníska siðfræði, siðfræði stríðs og friðar og siðfræði kynverundar. Sjá nánar


Í sögunni Fífukveikur eftir Guðmund Friðjónsson frá Sandi er þetta fallega bænavers að finna:

Maríusonur! Mér er kalt;
Mjöll af skjánum taktu;
Yfir mér alltaf vaktu.
Lánið bæði og lífið valt;
Ljós og myrkur vega salt.
Í lágu koti á ljóstýrunni haltu.

Þessi vísa, sem líkast til er eftir Guðmund frá Sandi sjálfan, tjáir klassískan, kristinn boðskap í hnotskurn. Samtímis er vísan svo undur íslensk í lýsingu sinni á myrkri og kulda í íslensku skammdegi – vísar til veruleika þar sem bæði matur og ljósmeti er af skornum skammti.

Hinn klassíski kristni boðskapur, sem við þekkjum öll, er sá sem við rifjum upp um hver jól þegar jólaguðspjallið er lesið. Þar segir frá fátækt og umkomuleysi, vonleysi og erfiðum aðstæðum, ungu pari sem hvergi á höfði sínu að að halla, þungaðri konu, og að lokum giftusamlegri fæðingu í fjárhúsi. Inn í þessar aðstæður stígur Guð, lægir sig og gerist maður í litlu barni. Maríusonurinn í versinu er Jesús sem kemur með ljós og von inn í slíkar aðstæður. „ Í lágu koti á ljóstýrunni haltu“.

Sagan Fífukveikur byggir á munnmælasögu og er skráð í þjóðsögum Ólafs Davíðssonar. Þar er hún flokkuð undir heitinu drepsóttir og greinir frá því er landfarsótt ein mikil herjaði í byggðunum í Fjörðum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Fólk dó umvörpum og þar kom að bóndinn á bænum í Keflavík fann dauðann nálgast og lagði hann barnungri dóttur sinni, sem ein var eftir lífs á bænum, þær lífsreglur sem duga skyldu þar til von var til að hún fyndist. Átti hún að halda kyrru fyrir innan dyra, nærast á því sem til var í búrinu og ef hún yrði hrædd skyldi hún fara að líki föður síns, setjast þar og fara með versin sín og bænirnar. Þetta gerði hún í tíu vikur, uns hún loks fannst og lifði af.

Saga Guðmundar frá Sandi af þessum atburði er frjálsleg útgáfa munnmælasögunnar þar sem hann lætur gamla konu segja ungum dreng söguna og útskýra hana á hversdaglegan jafnt sem háguðfræðilegan hátt. Í þessum efnistökum má skynja gamalt minni sem þekkt er í ritum Gamla testamentisins þar sem hinir eldri fræða og kenna ungviðinu um lífsveginn rétta. „Veldu þá lífið“ og  „fylgdu lögmálinu“ er setningar sem koma fyrir aftur og aftur. Lögmál Gamla testamentisins var stefnuskrá fyrir hinn rétta lífsveg. Að fylgja þeim vegi þýddi heill og hamingju en að víkja af honum leiddi til ófarnaðar.

Gamla konan í sögunni Fífukveik er í hlutverki fræðarans. Hún er djúpvitur líkt og aðrir slíkir í Gamla testamentinu. Hún leggur út af sígildum andstæðum ljóss og myrkurs og útskýrir fyrir drengnum að ljósið á fífukveiknum hafi í raun verið það sem hélt líftórunni jafnt sem vitglórunni í litlu stúlkunni allar þær vikur sem hún var ein á bænum eftir lát föður síns. Ljóstýran á kveiknum var nefnilega ekkert venjulegt ljós, heldur var hún ljós lífsins og ljós vonarinnar. Það er Maríusonurinn Jesús sem heldur á þessu ljósi í sögunni – í merkingunni að hann er ljósið sem lýsir heiminum, hann er ljós heimsins sem flytur von og líf.

„Hver er þessi Maríuson“ – spyr drengurinn þá gömlu, og kemur ekki að tómum kofunum. „Það skal ég segja þér“, svarar hún, „Maríuson er sama sem guðsson, lausnarinn, frelsarinn og svo er hann kallaður lávarður en það þýðir brauðgjafi.“ [. . .] Hann gaf okkur og öllu mannkyni lífsins brauð. Það gerði hann.“ Gamla konar lýkur máli sínu með því að setja söguna í heimsfræðilegt og guðfræðilegt samhengi með þessum orðum: „Þessi saga er í aðra röndina sagan af þjóðinni okkar, sem lifað hefur í myrkri, hálfgrafin í fönn og lýst sér með týru á fífukveik og haldið lífi og viti vonum framar.“

Það er eitthvað hlýlegt og raunsæislegt við þessa sögu Guðmundar frá Sandi: Hún er einföld og klassísk í senn –  full af hversdagsguðfræði sem alþýðufólk þekkti og skildi en um leið getur hún ekki verið klassískari guðfræðilega séð. Maríusonur er hversdagsheiti fremur en hátimbrað guðfræðiheiti sem merkir að sonur Maríu er einn af okkur. Hann þekkir kjör hinna lágu og deilir þeim. Jólaguðspjallið er í raun svipaðs eðlis. Þar er fjallað um hversdagsfólk og hversdagstilveru og undirstrikað að sú tilvera mótast oft af erfiðleikum og raunum, ekki síst gerði hún það fyrr á öldum, eða eins og segir í bænaversinu:  Lánið bæði og lífið valt; Ljós og myrkur vega salt.

Jólin koma eftir örfáa daga með boðskap sinn sem er sá sami og Guðmundur frá Sandi tjáir í sögunni og ekki síst í vísunni um Maríuson? Sá boðskapur er að í tilveru þar sem ljós og myrkur vega þráfaldlega salt, sé þrátt fyrir allt ástæða til að fagna, því myrkrið nái ekki að kæfa það ljós sem Jesús Maríusonur kom með í heiminn.

Í dag er glatt í döprum hjörtum orti sr. Valdimar Briem og þýðing hans á jólasálminum Puer natus in Betlehem (Í Betlehem er barn oss fætt) tjáir sömu hugsun í orðunum: „ Í myrkrum ljómar lífsins sól“. Hin döpru og þau sem ganga í myrkri hafa, þrátt fyrir allt, ástæðu til að gleðjast.

Myrkrið í lífinu er staðreynd. Myrkur grúfir yfir mörgum á jólum – líka hér innan veggja Háskóla Íslands. Sorgin gleymir engum. Jólaboðskapurinn er sá að myrkið hafi ekki síðasta orðið. Dýrð Drottins sem ljómaði á Betlehemsvöllum flytur boðskap um kraft ljóssins og lífsins og vonarinnar. Sá kraftur er sterkari myrkrinu.  Biðjum Guð að láta vonina ekki slokkna, trúum á lífið og ljósið, með hans hjálp.

Maríusonur! Mér er kalt;
Mjöll af skjánum taktu;
Yfir mér alltaf vaktu.
Lánið bæði og lífið valt;
Ljós og myrkur vega salt.
Í lágu koti á ljóstýrunni haltu.

Megið þið öll eiga vonarrík og gleðileg jól!


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1412

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

JUDI BOLA ONLINE

maujp

maujp

20021

20022

20023

20024

20025

20026

20027

20028

20029

20030

20031

20032

20033

20034

20035

30021

30022

30023

30024

30025

30026

30027

30028

30029

30030

30031

30032

30033

30034

30035

80001

80002

80003

80004

80005

80006

80007

80008

80009

80010

80011

80012

80013

80014

80015

80016

80017

80018

80019

80020

80021

80022

80023

80024

80025

80026

80027

80028

80029

80030

80136

80137

80138

80139

80140

80211

80212

80213

80214

80215

80216

80217

80218

80219

80220

9041

9042

9043

9044

9045

80031

80032

80033

80034

80035

80036

80037

80038

80039

80040

80041

80042

80043

80044

80045

80141

80142

80143

80144

80145

80146

80147

80148

80149

80150

80151

80152

80153

80154

80155

30046

30047

30048

30049

30050

30051

30052

30053

30054

30055

30056

30057

30058

30059

30060

80066

80067

80068

80069

80070

80071

80072

80073

80074

80075

80076

80077

80078

80079

80080

80081

80082

80083

80084

80085

80086

80087

80088

80089

80090

80091

80092

80093

80094

80095

30081

30082

30083

30084

30085

30086

30087

30088

30089

30090

80096

80097

80098

80099

80100

80101

80102

80103

80104

80105

80106

80107

80108

80109

80110

80111

80112

80113

80114

80115

80156

80157

80158

80159

80160

80161

80162

80163

80164

80165

80166

80167

80168

80169

80170

80116

80117

80118

80119

80120

80121

80122

80123

80124

80125

80126

80127

80128

80129

80130

80131

80132

80133

80134

80135

80171

80172

80173

80174

80175

80176

80177

80178

80179

80180

80181

80182

80183

80184

80185

80186

80187

80188

80189

80190

80191

80192

80193

80194

80195

80196

80197

80198

80199

80200

80201

80202

80203

80204

80205

80206

80207

80208

80209

80210

news-1412