Hugleiðing að loknum lestri jólaguðspjallsins

Um höfundinn
Sólveig Anna Bóasdóttir

Sólveig Anna Bóasdóttir

Sólveig Anna Bóasdóttir er prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur m.a. rannsakað umhverfis- og vistsiðfræði, femíníska siðfræði, siðfræði stríðs og friðar og siðfræði kynverundar. Sjá nánar


Í sögunni Fífukveikur eftir Guðmund Friðjónsson frá Sandi er þetta fallega bænavers að finna:

Maríusonur! Mér er kalt;
Mjöll af skjánum taktu;
Yfir mér alltaf vaktu.
Lánið bæði og lífið valt;
Ljós og myrkur vega salt.
Í lágu koti á ljóstýrunni haltu.

Þessi vísa, sem líkast til er eftir Guðmund frá Sandi sjálfan, tjáir klassískan, kristinn boðskap í hnotskurn. Samtímis er vísan svo undur íslensk í lýsingu sinni á myrkri og kulda í íslensku skammdegi – vísar til veruleika þar sem bæði matur og ljósmeti er af skornum skammti.

Hinn klassíski kristni boðskapur, sem við þekkjum öll, er sá sem við rifjum upp um hver jól þegar jólaguðspjallið er lesið. Þar segir frá fátækt og umkomuleysi, vonleysi og erfiðum aðstæðum, ungu pari sem hvergi á höfði sínu að að halla, þungaðri konu, og að lokum giftusamlegri fæðingu í fjárhúsi. Inn í þessar aðstæður stígur Guð, lægir sig og gerist maður í litlu barni. Maríusonurinn í versinu er Jesús sem kemur með ljós og von inn í slíkar aðstæður. „ Í lágu koti á ljóstýrunni haltu“.

Sagan Fífukveikur byggir á munnmælasögu og er skráð í þjóðsögum Ólafs Davíðssonar. Þar er hún flokkuð undir heitinu drepsóttir og greinir frá því er landfarsótt ein mikil herjaði í byggðunum í Fjörðum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Fólk dó umvörpum og þar kom að bóndinn á bænum í Keflavík fann dauðann nálgast og lagði hann barnungri dóttur sinni, sem ein var eftir lífs á bænum, þær lífsreglur sem duga skyldu þar til von var til að hún fyndist. Átti hún að halda kyrru fyrir innan dyra, nærast á því sem til var í búrinu og ef hún yrði hrædd skyldi hún fara að líki föður síns, setjast þar og fara með versin sín og bænirnar. Þetta gerði hún í tíu vikur, uns hún loks fannst og lifði af.

Saga Guðmundar frá Sandi af þessum atburði er frjálsleg útgáfa munnmælasögunnar þar sem hann lætur gamla konu segja ungum dreng söguna og útskýra hana á hversdaglegan jafnt sem háguðfræðilegan hátt. Í þessum efnistökum má skynja gamalt minni sem þekkt er í ritum Gamla testamentisins þar sem hinir eldri fræða og kenna ungviðinu um lífsveginn rétta. „Veldu þá lífið“ og  „fylgdu lögmálinu“ er setningar sem koma fyrir aftur og aftur. Lögmál Gamla testamentisins var stefnuskrá fyrir hinn rétta lífsveg. Að fylgja þeim vegi þýddi heill og hamingju en að víkja af honum leiddi til ófarnaðar.

Gamla konan í sögunni Fífukveik er í hlutverki fræðarans. Hún er djúpvitur líkt og aðrir slíkir í Gamla testamentinu. Hún leggur út af sígildum andstæðum ljóss og myrkurs og útskýrir fyrir drengnum að ljósið á fífukveiknum hafi í raun verið það sem hélt líftórunni jafnt sem vitglórunni í litlu stúlkunni allar þær vikur sem hún var ein á bænum eftir lát föður síns. Ljóstýran á kveiknum var nefnilega ekkert venjulegt ljós, heldur var hún ljós lífsins og ljós vonarinnar. Það er Maríusonurinn Jesús sem heldur á þessu ljósi í sögunni – í merkingunni að hann er ljósið sem lýsir heiminum, hann er ljós heimsins sem flytur von og líf.

„Hver er þessi Maríuson“ – spyr drengurinn þá gömlu, og kemur ekki að tómum kofunum. „Það skal ég segja þér“, svarar hún, „Maríuson er sama sem guðsson, lausnarinn, frelsarinn og svo er hann kallaður lávarður en það þýðir brauðgjafi.“ [. . .] Hann gaf okkur og öllu mannkyni lífsins brauð. Það gerði hann.“ Gamla konar lýkur máli sínu með því að setja söguna í heimsfræðilegt og guðfræðilegt samhengi með þessum orðum: „Þessi saga er í aðra röndina sagan af þjóðinni okkar, sem lifað hefur í myrkri, hálfgrafin í fönn og lýst sér með týru á fífukveik og haldið lífi og viti vonum framar.“

Það er eitthvað hlýlegt og raunsæislegt við þessa sögu Guðmundar frá Sandi: Hún er einföld og klassísk í senn –  full af hversdagsguðfræði sem alþýðufólk þekkti og skildi en um leið getur hún ekki verið klassískari guðfræðilega séð. Maríusonur er hversdagsheiti fremur en hátimbrað guðfræðiheiti sem merkir að sonur Maríu er einn af okkur. Hann þekkir kjör hinna lágu og deilir þeim. Jólaguðspjallið er í raun svipaðs eðlis. Þar er fjallað um hversdagsfólk og hversdagstilveru og undirstrikað að sú tilvera mótast oft af erfiðleikum og raunum, ekki síst gerði hún það fyrr á öldum, eða eins og segir í bænaversinu:  Lánið bæði og lífið valt; Ljós og myrkur vega salt.

Jólin koma eftir örfáa daga með boðskap sinn sem er sá sami og Guðmundur frá Sandi tjáir í sögunni og ekki síst í vísunni um Maríuson? Sá boðskapur er að í tilveru þar sem ljós og myrkur vega þráfaldlega salt, sé þrátt fyrir allt ástæða til að fagna, því myrkrið nái ekki að kæfa það ljós sem Jesús Maríusonur kom með í heiminn.

Í dag er glatt í döprum hjörtum orti sr. Valdimar Briem og þýðing hans á jólasálminum Puer natus in Betlehem (Í Betlehem er barn oss fætt) tjáir sömu hugsun í orðunum: „ Í myrkrum ljómar lífsins sól“. Hin döpru og þau sem ganga í myrkri hafa, þrátt fyrir allt, ástæðu til að gleðjast.

Myrkrið í lífinu er staðreynd. Myrkur grúfir yfir mörgum á jólum – líka hér innan veggja Háskóla Íslands. Sorgin gleymir engum. Jólaboðskapurinn er sá að myrkið hafi ekki síðasta orðið. Dýrð Drottins sem ljómaði á Betlehemsvöllum flytur boðskap um kraft ljóssins og lífsins og vonarinnar. Sá kraftur er sterkari myrkrinu.  Biðjum Guð að láta vonina ekki slokkna, trúum á lífið og ljósið, með hans hjálp.

Maríusonur! Mér er kalt;
Mjöll af skjánum taktu;
Yfir mér alltaf vaktu.
Lánið bæði og lífið valt;
Ljós og myrkur vega salt.
Í lágu koti á ljóstýrunni haltu.

Megið þið öll eiga vonarrík og gleðileg jól!


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

slotoppo


agen bola online


Mix Parlay


Judi Bola


Mix Parlay


judi bola


slot gacor anti rungkad


Penghematan 3x Tips Mahjong Ways Hunian PCH

Rahasia Siti Surabaya Produktivitas Naik 25 PCH

Scatter Hitam Bisnis Irfan Hunian Langka PCH

Bandingkan Mahjong Ways vs Cost Saving PCH

Kunci Gopay178 Hunian Berperabot PCH

Membaca Data Bisnis dengan Mahjong Wins Gopay178

Satu Pintu 75000 Pilihan Single Poc PCH

Relokasi Tanpa Drama Panduan Group Move

Fitur Baru PCH Check In Mudah Jackpot Gopay178

Kenyamanan Eksekutif Hunian PCH All Inclusive

Dosen STIP Ungkap Pola Raja Zeus 178 Juta

Mega Win Fadil Bogor Pola Mahjong Ways Ilmiah

Scatter Hitam Taruna Wulan Semarang Menang 112 Juta

Riset Mahasiswa Jakarta Wild Bandito Data Navigasi

Raka Surabaya Uji Pola Mahjong Ways Berhasil Gopay178

Kapten Rendra STIP Pola Lucky Neko Taruna Maritim

Temuan STIP Pola Raja Zeus Gelombang Laut Banda

Mahjong Wins3 Simulasi Ilmiah Taruna Teknika

Taruna Rudi Makassar Rekor 134 Juta Mahjong Ways

Jordan Bogor Penelitian Mahjong Ways 92 Juta

Dosen STIP Pengaruh Pola Spin Mahjong Ways

Pola Turbo Cuan Mahjong Wins3 Psikologi Taruna

Gopay178 Studi Pola RTP Harian Lab STIP

Dian Pekalongan Menang 75 Juta Analisis Mahjong Wins3

Taruna Lina Padang 98 Juta Metode Lucky Neko STIP

Kapten Suharto Pola Wild Bandito Navigasi Kapal

Taruna Fadil Bogor Mahjong Ways Lab Statistik

Taruna Denpasar 67 Juta Simulasi Mahjong Ways

Cuan Lucky Neko Modul Statistik Maritim

Dian Pekalongan Analisis Akademis Mahjong Wins3

Taruna Inces1000 STIP Pola RTP Ilmiah

Taruna Rudi Makassar Uji Pola RTP Mahjong Ways

Peneliti STIP Mahjong Ways Analisis Arus Laut

Lucky Neko STIP Simulasi Probabilitas Kapal

Pola Turbo Taruna Bogor Mahjong Ways 92 Juta

Taruna Siti Pontianak Riset Wild Bandito 102 Juta

Taruna Wulan Semarang Scatter Hitam 112 Juta

Riset EJournal STIP Pola Raja Zeus Navigasi

Mahjong Wins3 Modul Kedisiplinan STIP

Wild Bandito Riset Taruna STIP Internasional

Taruna Ilham Palembang Pola Lucky Neko STIP

Taruna Aldi Bandung Scatter Hitam STIP

Gopay178 Riset STIP Pola Mahjong Wins3

Pola Lucky Neko Latihan Reaksi Cepat Maritim

Taruna Rehan Solo Simulasi Mahjong Ways 115 Juta

Taruna STIP Jakarta Mahjong Ways Gopay178

Gopay178 Penelitian Pola Scatter Hitam

Riset Pola Spin Janda Wild Bandito Fokus Taruna

Taruna Inces1000 STIP Probabilitas Arus

Taruna Lina Padang 98 Juta Metode Lucky Neko

Pola Spin Rahasia Mahjong Ways 2

Trik Spin Manual Gates of Olympus

Waktu Terbaik Scatter Hitam

Trik Spin Sweet Bonanza

Pola Spin Wild West Gold

Jam Hoki Mahjong Ways

Rahasia Spin Starlight Princess

Pola Spin Gates of Olympus X1000

Pola Spin Mahjong Ways 3

Waktu Terbaik Sugar Rush

Pola Spin Jigjag Mahjong Wins

Eko Samarinda Gates of Gatot Kaca

Pola Spin Stabil Mahjong Wins3

Dody Perbandingan Gaya Spin

Scatter Hitam Anti Banned

Pola Spin Gates of Olympus X5000

Fitur Turbo Gates of Olympus

Pola Spin Modal Kecil Mahjong Wins

Gaya Spin Efektif Semua Game

Reset Akun Mahjong Ways

Strategi Unik Tegal Pengusaha Es Batu Ubah Waktu Pendinginan Jadi Rumus Penjualan Paling Akurat

Mantan Honorer Kaya Temukan Kode Scatter Rahasia Kini Jadi Jutawan

Ibu Rumah Tangga Hasilkan Rp90 Juta dari Catatan Tanggal Penjualan Sederhana

Riset Pegubin Buktikan Pola Internet Naik Turun Berbanding Lurus dengan Omzet UMKM

Model Keuangan Ajaib Mahasiswi Akuntansi Mirip Pola Spin Digital

Jurnalis Muda Ungkap Hubungan Waktu Posting dan Peluang Transaksi Raksasa

Bahasa Baru UMKM Kepala Bidang Ekonomi Sebut Pola Scatter Kunci Sukses Modern

Laporan Rahasia 78 Persen UMKM Gunakan Strategi Rolling Tanpa Sadar

Ide Bisnis Gratis Pemilik Warung Kopi Dapat Cuan dari Log Data Terbengkalai

Cepat Kaya Diskominfo Rilis Aplikasi Deteksi Jam Cuan Berbasis Analisis Harian

Modal Tukang Parkir Semarang Catat Waktu Mobil Datang Dapat 70 Juta

Strategi Produksi Viral Pengusaha Snack Gunakan Pola Gopay178

Kisah Pegawai Malam Menemukan Waktu Hoki di Tumpukan File Audit

Terobosan AI Gopay178 Prediksi Jam Ramai Marketplace Lokal

Fenomena Digital Data UMKM Aktif Malam Hari Tumbuh 50%

Cerita Lucu Berakhir Cuan Pegawai Dinkop Salah Upload Data

Inovasi Gila Pegubin dari Jaringan WiFi ke Jaringan Bisnis

Fakta Unik Kudus UMKM Temukan Hubungan Musik Dangdut dan Omzet

Peluang Bisnis Barista Dapat Ide Usaha dari Chat Grup Gopay178

Lebih Akurat dari Ramalan Pengusaha Cilacap Klaim Pola Gopay178

cepdecantabria tukang las bongkar trik mahjong 3 maxwin wild power

rahasia mega scatter mahjong wins 3 cepdecantabria pola gacor naga hitam

master cepdecantabria trik bet all in gates of olympus formula jackpot

kisah petani garam madura cepdecantabria hujan scatter spin manual

cepdecantabria ungkap rtp pg soft server eksklusif sarjana sukses pola baru

juragan pempek heboh cepdecantabria jam hoki gates of olympus turbo efektif

cepdecantabria juru parkir viral metode sensasional mahjong wins maxwin

anak kos yogya cepat kaya panduan jitu cepdecantabria mahjong ways master

stop rugi cepdecantabria rtp wild bounty trik penambang emas maxwin

heboh komdis stip taruna jago mahjong cepdecantabria tren kemenangan

strategi menang konsisten 75juta gates of olympus kutaitimurkab

disertasi kunci menang 120juta mahjong wins 3 kutaitimurkab

prediksi menang mahjong wins 3 50juta data historis kutaitimurkab

pola wild power jackpot 88juta mahjong ways 3 kutaitimurkab

rahasia bet all in 90juta mahjong ways 1 metode kutaitimurkab

algoritma wild bounty teknik menang 150juta mahasiswa kutaitimurkab

jurnal scatter hitam jackpot 99juta pragmatic play kutaitimurkab

strategi menang 65juta gates of olympus mahasiswa itb kutaitimurkab

rtp menang cepat 110juta mahjong ways 1 vs 3 kutaitimurkab

pola distribusi scatter menang 105juta mahjong ways 3 kutaitimurkab

mahasiswa stmikkomputama god hand gates olympus dana studi 75 juta

dosen stmikkomputama rahasia pola algoritma mahjong ways 3 jackpot

alumni stmikkomputama tukang service workshop mewah scatter hitam

stmikkomputama komite disiplin prestasi coding mahjong wins skripsi

mahasiswa stmikkomputama tingkat akhir naga hitam mahjong kesabaran

rahasia banjir scatter alumni stmikkomputama ayah 2 anak 65 juta

direktur stmikkomputama jackpot puluhan juta trik pola mahjong ways

penjual pulsa stmikkomputama sukses gates olympus logika pemrograman

mahjong wins 3 pragmatic teknik jitu lulusan stmikkomputama jackpot

cara singkat jackpot rtp pg soft 10 jurus rahasia stmikkomputama

komputama algoritma scatter hitam jackpot 99 juta

disertasi dosen komputama probabilitas menang mahjong wins 3

wild power jackpot 88 juta pola mahjong ways 3 dosen mtk komputama

tim riset komputama studi pola scatter mahjong ways 3 105 juta

strategi eksponensial gates of olympus kuliah komputama 75 juta

metodologi komputama rahasia bet all in mahjong ways 1 90 juta

mahasiswa komputama teknik menang 150 juta wild power wild bounty

model prediksi komputama data historis menang 50 juta mahjong wins 3

analisis komparatif rtp komputama menang cepat mahjong ways 1 vs 3

topik hangat mahasiswa itb komputama strategi menang gates of olympus

strategi scatter hitam geothermal itmnganjuk maxwin pembangunan

mahjong ways 3 konservasi mangrove itmnganjuk dana csr triliun

pola kemenangan beruntun jalur logistik cpo itmnganjuk bisnis ekspor

analisis mahjong ways 3 kenaikan wisatawan itmnganjuk pantai beras basah

pemkab implementasi full power wild kebun sawit rakyat panen maxwin

gerakan anti rungkad inspirasi umkm itmnganjuk omzet melonjak drastis

dprd terkejut upgrade scatter hitam percepat infrastruktur pedalaman

mahjong ways 3 ukur indeks kebahagiaan masyarakat itmnganjuk maxwin

misteri big win frekuensi kemenangan jam padat aktivitas tambang

mahasiswa itmnganjuk beasiswa jepang penelitian free spin irigasi

mahjong ways 3 tracon wild spin 1000 persen

pola reel gacor mahjong ways 2 tracon 2025

strategi tracon mahjong ways 3 wild energy digital

bocor pola mahjong wins 3 tracon trik wild

gertakan sempurna tracon mahjong ways 3 max win

tracon exclusive trik mahjong ways 3 lamine yamal

fenomena baru strategi wild spin tracon mw3

perbandingan mahjong ways 2 vs 3 gacor tracon 2025

makna wild spirit mahjong ways 3 strategi tracon

strategi tracon taruhan maksimal mahjong ways 3