Guðspjallið um eiginkonu Jesú


Í vikunni sem leið fékk Jesús frá Nasaret talsverða athygli í fjölmiðlum, bæði hérlendis og annars staðar. Ástæðan var sú að bandaríska fræðikonan, Karen L. King, prófessor við guðfræðideild Harvard-háskóla, hafði tekið til máls á ráðstefnu um koptísk fræði í Róm og kynnt þar, í félagi við aðra fræðikonu sem starfar við Princeton-háskóla, AnneMarie Luijendijk, áður óþekktan texta, að því er virðist fornan, þar sem Jesús er m.a. sagður mæla eftirfarandi orð: „konan mín“.

Vert er að taka fram í upphafi að hvorki King, né aðrir sem um textann hafa fjallað, hafa haldið því fram að hann varpi nokkru ljósi á hinn sögulega Jesú frá Nasaret. Til þess er textinn of seint skrifaður. Þeir sem mest hafa rannsakað textann og papýrusbútinn sem hann er skrifaður á, telja að hann hafi verið skrifaður á fjórðu öld. Og jafnvel þó textinn eigi efnislega mest skylt við rit sem skrifuð voru á síðari hluta annarrar aldar og gæti þess vegna hafa verið skrifaður þá upphaflega – eins og King hefur ýjað að – segir hann ekkert um þann Jesú sem flakkaði um Palestínu hina fornu á fyrstu öld öndverðri.

Textinn sem King kynnti í Róm, og hún hefur kosið að kalla „Guðspjallið um eiginkonu Jesú“ (e. The Gospel of Jesus’s Wife) er skrifað á tungumáli sem kallast koptíska og er ung gerð af fornegypsku. Hann er skrifaður með svörtu bleki á bút úr papýrus, þ.e. bréfsefni þeirra tíma úr papýrusreyr, og er litlu stærri en nafnspjald, einungis 4 cm. á hæð og 8 cm. á breidd. Búturinn er úr einkasafni einstaklings sem ekki vill láta nafns sín getið en ákvað að koma honum í hendur King í desember á síðasta ári.

En þó brotið sé smátt og veiti ekki þær upplýsingar um hinn sögulega Jesú sem fjölmiðlamenn myndu helst vilja, er vel þess virði að veita þeim fáu orðum sem á það eru rituð athygli og kanna hvort þau auki við þá þekkingu sem fyrir er á frumkristnum textum og trúarbrögðum á fyrstu öldum þessa tímatals.

Á þeirri hlið bútsins sem mestan og skýrastan texta er að finna stendur:

1)      „ekki [til] mín. Móðir mín gaf mér líf.
2)      Lærisveinarnir sögðu við Jesú
3)      neita. María er þess verðug.
4)      Jesús sagði við þá: „eiginkona mín“
5)      …hún getur orðið lærisveinn minn…
6)      Hinir illu bólgni út…
7)      Hvað mig varðar, þá dvel ég með henni til þess að…
8)      mynd

Hin hliðin er illlæsileg en þar má lesa:

1)      móðir mín
2)      þrír
3)      …
4)      áfram sem…
5)      [ólæsileg skrift]

Vart þarf að taka fram að það sem vakið hefur mesta athygli, bæði meðal fræðimanna og annarra, kemur fram í fjórðu línu á þeirri hlið þar sem bróðurpart textans er að finna. Þar talar Jesús svo ekki verður um villst um „konuna sína“ og sé aldursgreining King og fylgdarliðs hennar rétt er því fram komið elsta dæmi um að slíkt sé lagt Jesú í munn. Elstu heimildir um Jesú sjálfan og þar með upphaf kristinna trúarbragða – en til þeirra teljast elstu hlutar guðspjallanna í Nýja testamentinu, bréf Páls postula og mjög sennilega Tómasarguðspjall –  fjalla ekkert um það hvort hann hafi verið kvæntur eða ekki.

En eins og vitað er, hófust hinir fyrstu kristnu fljótt handa við að útskýra mikilvægi persónu Jesú og ráða í merkingu lífshlaups hans. Hugmyndirnar voru margar og útfærslurnar sem skráðar voru niður að sama skapi fjölbreytilegar.  Sköpunarkrafturinn var mikill og eftir því sem árin liðu bættust við sífellt fleiri útgáfur af sögunni um Jesú og mikilvægi hans fyrir þann sem á hann trúði. Innan Nýja testamentisins sjálfs er t.a.m. ekki eina slíka útgáfu, heldur allnokkrar að finna. Hið trúarlega landslag frumkristninnar er flókið og fjölbreytilegt sem gerir það um leið ákaflega áhugavert.

Í ljósi þessa fjölbreytileika kristinna trúarhugmynda á frumvaxtarárum kristindómsins, er e.t.v. ekki að undra að einhverjum hafi komið sú spurning til hugar hvort Jesús hafi nú ekki verið kvæntur. Og vissulega eru þau rit til þar sem því er lýst að Jesús hafi átt í nánu sambandi við konu. Það sem meira er, sú kona er nafngreind; María Magdalena. Á papýrusbrotinu víðfræga kemur þó ekki skýrt fram hvaða Maríu er átt við, en af samhengi liggur beinast við að álykta að hér sé verið að fjalla um Maríu Magdalenu. Hér er verið að ræða um kvenkyns persónu að nafni María og tekist er á um hvort hún sé virðingar verð. Ekki er vitað til þess að áhöld hafi verið um það á fyrstu öldum kristni hvort hin Marían sem kemur til greina – þ.e. María móðir Jesú – væri verðug. Hún virðist hafa notið virðingar frá upphafi. En í a.m.k. þrem frumkristnum ritum kemur fram að tekist hafi verið á um Maríu Magdalenu og því er eðlilegt að álykta að handritsbrotið vísi til hennar.

Í Maríuguðspjalli, sem líklega var ritað á fyrri hluta annarrar aldar, þarf lærisveinninn Leví (sem í kristinni hefð er kunnari sem Matteus guðspjallamaður) að verja Maríu Magdalenu fyrir Pétri og segir:

„Ef frelsarinn hefur metið hana verðuga, hvers vegna telur þú þig þess umkominn að hafna henni? Vitanlega er þekking frelsarans á henni algerlega áreiðanleg. Þess vegna elskaði hann hana meira en okkur.“

Vitað er að á fyrstu öldum kristni var að finna hóp eða hópa sem höfðu Maríu Magdalenu í hávegum og álitu hana merkilegasta lærisvein Jesú. Um þetta sjónarmið vitnar Maríuguðspjall en þar er María Magdalena sá lærisveinn sem öðlast hefur dýpstan skilning á hjálpræðisverki Jesú. Fáir hafa þó haldið því fram af alvöru að texti guðspjallsins gefi í skyn að Jesús og María Magdalena hafi átt í kynferðislegu sambandi og verið gift. Hingað til hafa fræðimenn gengið út frá því að samband þeirra hafi verið andlegt og Jesús hafi elskað Maríu mest vegna þess að hún bjó yfir mestri andlegri þekkingu.

Hitt ritið þar sem vísað er til náins sambands Jesú og Maríu Magdalenu er Filippusarguðspjall sem er sennilega skrifað á síðari hluta annarrar aldar eða fyrri hluta þeirrar þriðju. Guðspjallið er safn dularfullra ummæla og yrðinga sem margar hverjar tilheyra helgihaldi þess kristna hóps sem höfundurinn tilheyrði.

Þar segir (63.30-64.9):

„Förunautur frelsarans er María Magdalena. Frelsarinn elskaði hana meira en alla lærisveinana, og oftsinnis kyssti hann hana á munninn. Hinir lærisveinarnir sögðu við hann: „Hvers vegna elskar þú hana meira en nokkurn okkar hinna? Frelsarinn svaraði og sagði: „Hvers vegna elska ég hana ekki eins og ykkur? Ef blindur og sjáandi eru saman í myrkri eru þeir eins, en þegar ljósið kemur, mun hinn sjáandi sjá ljósið en sá blindi mun dvelja áfram í myrkrinu.“

Og á öðrum stað segir (59.6-11):

„Þrjár konur fylgdu Drottni hvert sem hann fór: María, móðir hans, systir hans og María Magdalena sem er kölluð förunautur hans. Því „María“ er nafn systur hans, móður og förunautar hans.“

Hér er María kölluð förunautur Jesú, hann er sagður hafa elskað hana meira en alla hina lærisveinana og þau eru sögð kyssast. Fram að þessu hafa fræðimenn ekki álitið þessi orð nægjanlega skýr til þess að skera úr um það hvort í textanum sé gengið út frá því að Jesús og María séu gift. Um hjúskaparstöðu þeirra er ekki rætt berum orðum. Jesús segir t.a.m. ekki „konan mín“ eins og hann gerir í papýrusbrotinu umrædda. En nær því verður varla komist og sá túlkunarmöguleiki virðist hreinlega næsta skref. Þess vegna hefur King ýjað að því að handritsbrotið sem henni barst í hendur undir lok síðasta árs gefi ástæðu til að kanna hvort ekki sé óhætt að taka skrefið til fulls og kanna hvort ekki megi túlka sem svo að Jesús og María séu gift í Filippusarguðspjalli og jafnvel – þó það virðist a.m.k. í fystu langsóttara – í Maríuguðspjalli líka. Þau fáu orð sem einnig er að finna á papýrusbútnum gætu einnig vel átt heima í guðfræði Filippusarguðspjalls án þess þó að unnt sé að sýna fram á það með óyggjandi hætti.

Nú hefur ekki verið vikið að þeirri spurningu hvort hér sé um falsaðan texta að ræða en slíkar vangaveltur upphefjast iðulega þegar merkilegir handritafundir eiga sér stað. Skemmst er frá því að segja að umræðan um áreiðanleika papýrusarbrotsins hefur fylgt rannsókn King frá upphafi. Þrír af fjórum ritrýnum Harvard Theological Review þar sem King mun birta niðurstöður sínar formlega í janúar nk. létu annað hvort í ljós efasemdir um áreiðanleika textans eða töldu frekari rannsókna þörf til að ganga úr skugga um að textabrotið sé ekki nútímafölsun. King hefur nú þegar greint frá því að víðfrægir handritafræðingar (Roger Bagnall, Institute for the Study of the Ancient World,  New York) og sérfræðingar í koptískri málfræði (Ariel Shisha-Halevy, Hebrew University, Jerúsalem), hafi ekki séð ástæðu til þess að efast um að hér sé um sannlega fornan texta að ræða.

Einnig hefur lífleg umræða átt sér stað á vefmiðlum um Nýja testamentið og frumkristin fræði allt frá því að textabrotið var gert aðgengilegt. Sá sem mestar efasemdir hefur um áreiðanleika Guðspjallsins um eiginkonu Jesú er Francis Watson, prófessor við Durham-háskóla í Englandi, sem hefur fært að því rök að textinn sé settur saman úr orðum og orðasamböndum sem er að finna í þekktu riti frá því í frumkristni, þ.e. Tómasarguðspjalli. Fleiri fræðimönnum, þ.á.m. Marc Goodacre, prófessor við Duke-háskóla, þykja hliðstæður við Tómasarguðspjall grunsamlegar og hefur nú verið bent á orðréttar hliðstæður milli allra orða – að undanskildu „konan mín“ – á papýrusarbroti King og koptískri gerð Tómasarguðspjalls. King hefur sagt að niðurstöður úr efnagreiningu á papýrus og bleki brotsins séu væntanlegar og gætu þær mögulega skorið úr um það hvort textinn sé að sönnu forn eða ekki. Að svo stöddu er dómur ekki fallinn.

Sé papýrusarbrotið sem King kynnti í síðustu viku ekta er hér um að ræða enn eitt dæmið um þá auðugu og fjölskrúðugu orðræðu sem einkennir trúarlega texta frumkristninnar. Enn fjölgar þeim orðum sem höfð hafa verið eftir Jesú frá Nasaret. Nú hafa orðin „konan mín“ bæst við, sem er í sjálfu sér athyglisvert þar sem ekki er vitað til þess að það hafi áður verið gert. En sökum þess hversu skemmt, lítið og efnisrýrt papýrusarbrotið er, þá eykur það við þekkinguna sem fyrir er á frumkristnum textum og trúarbrögðum aðeins að takmörkuðu leyti. Handritsbrotið er áhugavert aðeins að því marki sem það gefur ástæðu til að endurskoða túlkun á þeim textum sem fjalla um náið samband Jesú og Maríu Magdalenu og hér að ofan var vísað til. Sú umræða á eftir að fara fram. Á hinn bóginn hefur ekki síður verið athyglisvert að sjá hversu miklu fjaðrafoki papýrusmiði á stærð við kassakvittun getur valdið.

Haraldur Hreinsson,
fyrrum nemandi Karenar King og stundakennari við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ

Stuðst við og texti handritsbrotsins sóttur í:

Karen L. King. „ “Jesus said to them: ‘My wife…’ A New Coptic Gospel Papyrus“. Væntanlegt í Harvard Theological Review 106:1 (2013). Aðgengilegt á heimasíðu Harvard Divinity School. Sjá: http://www.hds.harvard.edu/.

Einnig stuðst við:

Heimasíða Marc Goodacre. Skoðuð 25. september. Sjá: http://ntweblog.blogspot.com/

Hlutar úr Maríuguðspjalli og Filippusarguðspjalli sóttir og þýddir eftir texta í eftirfarandi ritum:

Karen L. King. The Gospel of Mary of Magdala: Jesus and the First Woman Apostle. Santa Rosa, CA. Polebridge, 2003.

Marvin Meyer. The Nag Hammadi Scriptures. International Edition. The Revised and Updated Translation of Sacred Gnostic Texts. New York, NY. HarperOne, 2007.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

slotoppo


agen bola online


Mix Parlay


Judi Bola


Mix Parlay


judi bola


slot gacor anti rungkad


Penghematan 3x Tips Mahjong Ways Hunian PCH

Rahasia Siti Surabaya Produktivitas Naik 25 PCH

Scatter Hitam Bisnis Irfan Hunian Langka PCH

Bandingkan Mahjong Ways vs Cost Saving PCH

Kunci Gopay178 Hunian Berperabot PCH

Membaca Data Bisnis dengan Mahjong Wins Gopay178

Satu Pintu 75000 Pilihan Single Poc PCH

Relokasi Tanpa Drama Panduan Group Move

Fitur Baru PCH Check In Mudah Jackpot Gopay178

Kenyamanan Eksekutif Hunian PCH All Inclusive

Dosen STIP Ungkap Pola Raja Zeus 178 Juta

Mega Win Fadil Bogor Pola Mahjong Ways Ilmiah

Scatter Hitam Taruna Wulan Semarang Menang 112 Juta

Riset Mahasiswa Jakarta Wild Bandito Data Navigasi

Raka Surabaya Uji Pola Mahjong Ways Berhasil Gopay178

Kapten Rendra STIP Pola Lucky Neko Taruna Maritim

Temuan STIP Pola Raja Zeus Gelombang Laut Banda

Mahjong Wins3 Simulasi Ilmiah Taruna Teknika

Taruna Rudi Makassar Rekor 134 Juta Mahjong Ways

Jordan Bogor Penelitian Mahjong Ways 92 Juta

Dosen STIP Pengaruh Pola Spin Mahjong Ways

Pola Turbo Cuan Mahjong Wins3 Psikologi Taruna

Gopay178 Studi Pola RTP Harian Lab STIP

Dian Pekalongan Menang 75 Juta Analisis Mahjong Wins3

Taruna Lina Padang 98 Juta Metode Lucky Neko STIP

Kapten Suharto Pola Wild Bandito Navigasi Kapal

Taruna Fadil Bogor Mahjong Ways Lab Statistik

Taruna Denpasar 67 Juta Simulasi Mahjong Ways

Cuan Lucky Neko Modul Statistik Maritim

Dian Pekalongan Analisis Akademis Mahjong Wins3

Taruna Inces1000 STIP Pola RTP Ilmiah

Taruna Rudi Makassar Uji Pola RTP Mahjong Ways

Peneliti STIP Mahjong Ways Analisis Arus Laut

Lucky Neko STIP Simulasi Probabilitas Kapal

Pola Turbo Taruna Bogor Mahjong Ways 92 Juta

Taruna Siti Pontianak Riset Wild Bandito 102 Juta

Taruna Wulan Semarang Scatter Hitam 112 Juta

Riset EJournal STIP Pola Raja Zeus Navigasi

Mahjong Wins3 Modul Kedisiplinan STIP

Wild Bandito Riset Taruna STIP Internasional

Taruna Ilham Palembang Pola Lucky Neko STIP

Taruna Aldi Bandung Scatter Hitam STIP

Gopay178 Riset STIP Pola Mahjong Wins3

Pola Lucky Neko Latihan Reaksi Cepat Maritim

Taruna Rehan Solo Simulasi Mahjong Ways 115 Juta

Taruna STIP Jakarta Mahjong Ways Gopay178

Gopay178 Penelitian Pola Scatter Hitam

Riset Pola Spin Janda Wild Bandito Fokus Taruna

Taruna Inces1000 STIP Probabilitas Arus

Taruna Lina Padang 98 Juta Metode Lucky Neko

Pola Spin Rahasia Mahjong Ways 2

Trik Spin Manual Gates of Olympus

Waktu Terbaik Scatter Hitam

Trik Spin Sweet Bonanza

Pola Spin Wild West Gold

Jam Hoki Mahjong Ways

Rahasia Spin Starlight Princess

Pola Spin Gates of Olympus X1000

Pola Spin Mahjong Ways 3

Waktu Terbaik Sugar Rush

Pola Spin Jigjag Mahjong Wins

Eko Samarinda Gates of Gatot Kaca

Pola Spin Stabil Mahjong Wins3

Dody Perbandingan Gaya Spin

Scatter Hitam Anti Banned

Pola Spin Gates of Olympus X5000

Fitur Turbo Gates of Olympus

Pola Spin Modal Kecil Mahjong Wins

Gaya Spin Efektif Semua Game

Reset Akun Mahjong Ways

Strategi Unik Tegal Pengusaha Es Batu Ubah Waktu Pendinginan Jadi Rumus Penjualan Paling Akurat

Mantan Honorer Kaya Temukan Kode Scatter Rahasia Kini Jadi Jutawan

Ibu Rumah Tangga Hasilkan Rp90 Juta dari Catatan Tanggal Penjualan Sederhana

Riset Pegubin Buktikan Pola Internet Naik Turun Berbanding Lurus dengan Omzet UMKM

Model Keuangan Ajaib Mahasiswi Akuntansi Mirip Pola Spin Digital

Jurnalis Muda Ungkap Hubungan Waktu Posting dan Peluang Transaksi Raksasa

Bahasa Baru UMKM Kepala Bidang Ekonomi Sebut Pola Scatter Kunci Sukses Modern

Laporan Rahasia 78 Persen UMKM Gunakan Strategi Rolling Tanpa Sadar

Ide Bisnis Gratis Pemilik Warung Kopi Dapat Cuan dari Log Data Terbengkalai

Cepat Kaya Diskominfo Rilis Aplikasi Deteksi Jam Cuan Berbasis Analisis Harian

Modal Tukang Parkir Semarang Catat Waktu Mobil Datang Dapat 70 Juta

Strategi Produksi Viral Pengusaha Snack Gunakan Pola Gopay178

Kisah Pegawai Malam Menemukan Waktu Hoki di Tumpukan File Audit

Terobosan AI Gopay178 Prediksi Jam Ramai Marketplace Lokal

Fenomena Digital Data UMKM Aktif Malam Hari Tumbuh 50%

Cerita Lucu Berakhir Cuan Pegawai Dinkop Salah Upload Data

Inovasi Gila Pegubin dari Jaringan WiFi ke Jaringan Bisnis

Fakta Unik Kudus UMKM Temukan Hubungan Musik Dangdut dan Omzet

Peluang Bisnis Barista Dapat Ide Usaha dari Chat Grup Gopay178

Lebih Akurat dari Ramalan Pengusaha Cilacap Klaim Pola Gopay178

cepdecantabria tukang las bongkar trik mahjong 3 maxwin wild power

rahasia mega scatter mahjong wins 3 cepdecantabria pola gacor naga hitam

master cepdecantabria trik bet all in gates of olympus formula jackpot

kisah petani garam madura cepdecantabria hujan scatter spin manual

cepdecantabria ungkap rtp pg soft server eksklusif sarjana sukses pola baru

juragan pempek heboh cepdecantabria jam hoki gates of olympus turbo efektif

cepdecantabria juru parkir viral metode sensasional mahjong wins maxwin

anak kos yogya cepat kaya panduan jitu cepdecantabria mahjong ways master

stop rugi cepdecantabria rtp wild bounty trik penambang emas maxwin

heboh komdis stip taruna jago mahjong cepdecantabria tren kemenangan

strategi menang konsisten 75juta gates of olympus kutaitimurkab

disertasi kunci menang 120juta mahjong wins 3 kutaitimurkab

prediksi menang mahjong wins 3 50juta data historis kutaitimurkab

pola wild power jackpot 88juta mahjong ways 3 kutaitimurkab

rahasia bet all in 90juta mahjong ways 1 metode kutaitimurkab

algoritma wild bounty teknik menang 150juta mahasiswa kutaitimurkab

jurnal scatter hitam jackpot 99juta pragmatic play kutaitimurkab

strategi menang 65juta gates of olympus mahasiswa itb kutaitimurkab

rtp menang cepat 110juta mahjong ways 1 vs 3 kutaitimurkab

pola distribusi scatter menang 105juta mahjong ways 3 kutaitimurkab

mahasiswa stmikkomputama god hand gates olympus dana studi 75 juta

dosen stmikkomputama rahasia pola algoritma mahjong ways 3 jackpot

alumni stmikkomputama tukang service workshop mewah scatter hitam

stmikkomputama komite disiplin prestasi coding mahjong wins skripsi

mahasiswa stmikkomputama tingkat akhir naga hitam mahjong kesabaran

rahasia banjir scatter alumni stmikkomputama ayah 2 anak 65 juta

direktur stmikkomputama jackpot puluhan juta trik pola mahjong ways

penjual pulsa stmikkomputama sukses gates olympus logika pemrograman

mahjong wins 3 pragmatic teknik jitu lulusan stmikkomputama jackpot

cara singkat jackpot rtp pg soft 10 jurus rahasia stmikkomputama

komputama algoritma scatter hitam jackpot 99 juta

disertasi dosen komputama probabilitas menang mahjong wins 3

wild power jackpot 88 juta pola mahjong ways 3 dosen mtk komputama

tim riset komputama studi pola scatter mahjong ways 3 105 juta

strategi eksponensial gates of olympus kuliah komputama 75 juta

metodologi komputama rahasia bet all in mahjong ways 1 90 juta

mahasiswa komputama teknik menang 150 juta wild power wild bounty

model prediksi komputama data historis menang 50 juta mahjong wins 3

analisis komparatif rtp komputama menang cepat mahjong ways 1 vs 3

topik hangat mahasiswa itb komputama strategi menang gates of olympus

strategi scatter hitam geothermal itmnganjuk maxwin pembangunan

mahjong ways 3 konservasi mangrove itmnganjuk dana csr triliun

pola kemenangan beruntun jalur logistik cpo itmnganjuk bisnis ekspor

analisis mahjong ways 3 kenaikan wisatawan itmnganjuk pantai beras basah

pemkab implementasi full power wild kebun sawit rakyat panen maxwin

gerakan anti rungkad inspirasi umkm itmnganjuk omzet melonjak drastis

dprd terkejut upgrade scatter hitam percepat infrastruktur pedalaman

mahjong ways 3 ukur indeks kebahagiaan masyarakat itmnganjuk maxwin

misteri big win frekuensi kemenangan jam padat aktivitas tambang

mahasiswa itmnganjuk beasiswa jepang penelitian free spin irigasi

mahjong ways 3 tracon wild spin 1000 persen

pola reel gacor mahjong ways 2 tracon 2025

strategi tracon mahjong ways 3 wild energy digital

bocor pola mahjong wins 3 tracon trik wild

gertakan sempurna tracon mahjong ways 3 max win

tracon exclusive trik mahjong ways 3 lamine yamal

fenomena baru strategi wild spin tracon mw3

perbandingan mahjong ways 2 vs 3 gacor tracon 2025

makna wild spirit mahjong ways 3 strategi tracon

strategi tracon taruhan maksimal mahjong ways 3