Um höfundinn

Gunnar Harðarson

Gunnar Harðarson er Prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild. Á sviði heimspekisögu hefur hann rannsakað sögu íslenskrar heimspeki, en á sviði listheimspeki hefur hann miðlað ýmsum þáttum úr fagurfræði og listheimspeki 20. aldar, auk rannsókna í sögu íslenskrar fagurfræði. Sjá nánar

Ýmiss konar spuni hefur komist á kreik eftir að niðurstöður forsetakosninganna lágu fyrir. Talað er um að Ólafur Ragnar Grímsson hafi fengið gult spjald, að hann hafi hlotið lágt hlutfall greiddra atkvæða, að niðurstöðurnar séu vandræðalegar fyrir hann og þar fram eftir götunum. Staðreyndin er hins vegar sú að Ólafur sigraði með afdráttarlausum hætti í kosningunum og helsti mótframbjóðandinn beið einfaldlega ósigur, að ekki sé minnst á aðra frambjóðendur. Sá sem besta grein hefur gert fyrir þessu er reyndar Ólafur sjálfur, enda hefur hann áður lesið rétt í aðstæður og tekið ákvarðanir í samræmi við það. Hann bendir á skýrt meirihlutafylgi sitt og hinn mikla mun á fylgi sínu og þess sem næstmest fylgi hlaut. Í vestrænu lýðræðisríki ætti ekki að þurfa að deila um þetta og óþarfi að spinna í kringum það. Miklu frekar ætti að reyna að greina og ræða ástæðurnar fyrir því hvers vegna þessu er svo háttað.

Eitt af því sem skýrir hið mikla fylgi sitjandi forseta, sem átti reyndar í vök að verjast fyrir ekki mjög löngu síðan, er að kosningarnar voru málefnalegar, þær snerust í grundvallaratriðum um málefni, ekki persónur. Þetta hefur Ólafur líka nefnt, en óvíst er hversu mikið mark hefur verið tekið á því. Hefur hann þó líkast til rétt fyrir sér í þessu efni. Á yfirborðinu var vissulega um persónukjör að ræða og persónulegir eiginleikar skiptu vafalaust máli, en það nægir ekki til að skýra niðurstöður kosninganna. Hér verður varpað fram nokkrum tilgátum um hvaða atriði skipti mestu máli í því sambandi. En vitaskuld þyrfti að ræða þær og greina frekar en hér er gert.

Í fyrsta lagi andúðin á Evrópusambandinu, en Ólafur hefur lýst sig andvígan aðild Íslands að því. Meðal Íslendinga ríkir, að því er virðist, nokkuð djúpstæð tortryggni gagnvart Evrópusambandinu. Margt veldur þessu. Ísland er tiltölulega nýfrjálst ríki sem hefur staðið í langvinnri baráttu við nágrannaríkin um fullveldi og yfirráð yfir auðlindum, og margir eru ófúsir að taka skref sem virðist fela það í sér að láta sjálfræðið af hendi til þess sem menn upplifa sem fjarlægt skrifræði. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu og upptaka Evru átti að hjálpa landinu út úr kreppunni og var þar einkum horft til reynslu Finnlands og Svíþjóðar. En umsóknin fer á hraða snigilsins og á meðan hefur Ísland komist út úr efnahagskreppunni en Evrópusambandið aftur á móti gengið í gegnum töluverðar breytingar, Evran skapað meiri vanda en hún leysir og allt í óvissu um þau efni. Í huga alls almennings er því fullkomlega óljóst hvað Ísland hefur að gera í Evrópusambandið. En Icesave-deilan skiptir hér líka máli, sem og makrílveiðarnar og mögulegar refsiaðgerðir, afstaða Evrópuþjóðanna til Íslands meðan á hruninu stóð, meint ásælni í fiskimiðin og orkuauðlindirnar og ýmislegt fleira. Af þessum ástæðum er meirihluti þjóðarinnar, a.m.k. eins og sakir standa, einfaldlega ekki tilbúinn til að skoða fulla aðild að Evrópusambandinu sem raunhæfan möguleika. Kostir aðildar virðast litlir en gallarnir miklir.

Í öðru lagi lýðræðisvakningin, sem Ólafur hefur kallað svo og lagt áherslu á. Hér er á ferðinni endurómur frá búsáhaldsbyltingunni og Icesave-kosningunum. Hin mikla umræða um beint lýðræði, þreyta kjósenda gagnvart flokkadráttunum á Alþingi, flokksræðinu, stjórnmálaelítunni, jafnvel þingræðinu og fulltrúalýðræðinu sem slíku, ásamt óskinni um að fá að hafa eitthvað að segja um mikilvæg mál; allt þetta speglast í áherslu Ólafs á þjóðina sem uppsprettu valdsins. Það vill svo til að forsetinn er þjóðkjörinn, atkvæðavægi er jafnt á öllu landinu, ólíkt því sem gerist í þingkosningum, og boðskapur búsáhaldabyltingarinnar um beint lýðræði ásamt óskinni um sterkan leiðtoga kristallast í þjóðkjörnum forseta með stefnu sem fellur að skynjun almennings á aðstæðum landsins.

Í þriðja lagi hið pólitíska eðli forsetaembættisins. Það hefur verið viðtekin söguskoðun að forsetaembættið væri pólitískt hlutlaust, en þessar kosningar taka af allan vafa um að svo er ekki.  Hér reyndar ekki átt við að embættið sé flokkspólitískt, heldur pólitískt í þeim skilningi að það endurspeglar „vilja fólksins“ og þar með tiltekin sjónarmið, eins og rakið er að ofan. Fyrri tveir forsetar, sem taldir hafa verið hlutlausir, voru þegar grannt er skoðað, einstaklingar sem tengdust vinstrisinnuðum stjórnmálaöflum með einum eða öðrum hætti, en sátu í embætti á tímum þegar sjálfstæðis- og framsóknarmenn fóru jafnan með völd í landinu. Þeir voru sem sé vinstrimenn í forsetastóli á valdatíma hægrimanna. Kosturinn sem þeir völdu var pólitískt hlutleysi, enda ekki stjórnmálamenn heldur menningarfrömuðir. En af því leiðir ekki að embættið sé ópólitískt. Það sýnir sig einmitt að það er rammpólitískt og sú afstaða helsta mótframbjóðandans, að forsetaembættið ætti að vera hlutlaust, virðist ekki eiga hljómgrunn meðal kjósenda og sýnist ekki lengur valkostur í stöðunni. Nú virðist forsetaframbjóðandi þurfa að hafa almenna pólitíska stefnu og vera reiðubúinn að taka mið af henni við embættisstörf.

Niðurstaða forsetakosninganna virðist því vera sú að Ólafur Ragnar Grímsson er um þessar mundir  pólitískur forystumaður þjóðarinnar, hvort sem mönnum líkar það betur eða ver. Hann hefur svarað kalli tímans. Hann hefur beint umboð frá þjóðinni til að tala fyrir tilteknum almennum stefnumálum. Kosningarnar, sem eru í grundvallaratriðum þjóðaratkvæðagreiðsla, hafa staðfest þann skilning á embættinu. Forystumenn stjórnmálaflokkanna, þingmenn og aðrir sem koma nálægt stjórnmálastarfi, kunna að hafa aðrar óskir, en það breytir ekki þeirri mynd sem blasir við að afloknum kosningum. Ekki er þó víst að sú mynd sé komin til að vera. Næsta stóra málið, stjórnarskrármálið, kann að verða prófsteinn á hana.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1012

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

news-1012