Skáldatal, ný fyrirlestraröð á vegum ritlistar við Háskóla Íslands og Bókmennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands, hóf nýverið göngu sína. Í Skáldatali ræða rithöfundar og skáld það sem brennur á þeim og á þann hátt sem efnið krefst. Tilgangurinn er að gefa fólki kost á að hlýða á orðhaga rithöfunda ræða það sem þá lystir. Pétur Gunnarsson rithöfundur reið á vaðið og hér á Hugrás er nú hægt að horfa og hlýða á fyrirlestur Péturs. Hann er þekktur fyrir sögulega yfirsýn og frábær erindi um allt milli himins og jarðar.

Leave a Reply