Franco Moretti og íslenskar bókmenntir

Franco Moretti

Ítalski bókmenntafræðingurinn Franco Moretti hefur farið fyrir þeim hópi bókmenntafræðinga sem hafa viljað hverfa frá „smásmugulegri“ textagreiningu og skoða þess í stað stóra samhengið. Með það að leiðarljósi hefur hann nýtt sér margvíslega tölfræði, kort, töflur, línurit, stærðfræðilegar skýringarmyndir—og orðið fyrir vikið nokkuð umdeildur. Í fræðum sínum fjallar Moretti einkum um skáldsöguna í ljósi heimsbókmenntahugtaksins, sem er um margt miðlægt í bókmenntafræðum samtímans og hefur orðið tilefni margvíslegra skoðanaskipta. Í hnitmiðaðri grein frá árinu 2006, „Þróun, heimskerfi, heimsbókmenntir,“ heldur Moretti því einmitt fram að sögulega sé í raun um að ræða tvö ólík heimsbókmenntaskeið, sem að einhverju leyti útskýri vandann við að skilgreina hugtakið.

Skilin er að finna á átjándu öld þegar hinn alþjóðlegi kapítalíski bókamarkaður verður til undir forystu eða hreinlega stýringu Breta og Frakka. Það er og umfjöllunarefni Morettis í Atlas evrópsku skáldsögunnar 1800-1900 þar sem hann lýsir því hvernig þessi tvö heimsveldi útfæra form skáldsögunnar. Útbreiðsla hennar um heiminn er ekki fólgin í öðru en því að aðrar þjóðir fylla þetta fyrirframmótaða form og fléttu með eigin samhengi og stíl (einu undantekningarnar eru Rússland á seinni hluta 19. aldar og Suður-Ameríka á seinni hluta þeirrar tuttugustu). Frá þessu almenna sjónarhorni eru skáldsögur „þjóðskáldsins“ Halldórs Laxness ekki annað en íslenskt deig í bresk-frönsku móti. Moretti telur kenningar Immanuels Wallerstein um heimskerfi (e. world-system) best fallnar til að greina og skýra þetta ójafna en einsleita bókmenntakerfi. Aftur á móti telur hann þær koma að litlum eða engum notum þegar skýra beri heimsbókmenntir fyrir tíð hins alþjóðlega bókamarkaðar. Til að útskýra heimsbókmenntirnar fyrri grípur Moretti áhugavert nokk til þróunarkenningar Charles Darwin. Andstætt kenningum Wallersteins sem útskýra einsleitni þá túlkar þróunarkenningin fjölbreytni. Dýra- og plöntutegundir þróast í skjóli hver frá annarri og klofna með óvæntum stökkbreytingum í ný fyrirbæri. Með nokkurri einföldun mætti útskýra sérstöðu Íslendingasagna með þetta að leiðarljósi, þar sem þær þróast næsta einangraðar á bókmenntalegri Galápagos-eyju. Hefðu þær aftur á móti verið ritaðar á nítjándu öld—þegar skáldsagan fer einmitt að láta á sér kræla hérlendis—hefðu þær væntanlega verið skrifaðar með hefðbundnum hætti inn í bresk-franska mótið. Eflaust hefur þessi tvískipting Morettis útskýringargildi fyrir sögu íslensks kveðskapar ekki síður en prósa, þar sem alþjóðleg viðmið leysa af hendi séríslensk eða –norræn form.

Freistandi er að ljúka þessum vangaveltum um kenningar Morettis og mögulegt skýringargildi þeirra fyrir íslenskar bókmenntir og sögu þeirra með því að leiða hugann eilítið að nýlegri hallarbyltingu reyfarans á íslenskum bókamarkaði. Moretti lýsir nefnilega í „Þróun, heimskerfi, heimsbókmenntir“ meðal annars áhrifum einstefnu frá miðju til jaðars í heimsbókmenntunum nýju: „Þessi ójafna dreifing innleiddi stórkostlega einhæfni í bókmenntakerfinu: bylgja eftir bylgju af bréfaskáldsögum, eða sögulegum skáldsögum, eða ráðgátum, réði lögum og lofum alls staðar—ósjaldan, líkt og farið er með bandarískar hasarmyndir í dag, með meiri yfirburðum í smærri mörkuðum jaðarmenninga en í heimalöndunum.” Ekki þarf að fjölyrða um stöðu Hollywood-mynda hérlendis, en því verður heldur varla á móti mælt að glæpasagan hafi lagt undir sig bæði frumsamdar íslenskar skáldsögur sem og þýðingar á ótrúlega skömmum tíma. Glæpasagan er fyrst og fremst bresk-bandarísk undirgrein skáldsögunnar, en ég hef á tilfinningunni að þáttur glæpasagna í íslenskri bókmenntaútgáfu sé þegar orðinn umtalsvert meiri en í „heimalöndunum“ Englandi og Bandaríkjunum. Auðvitað þyrfti að rökstyðja þá tilfinningu með einmitt slíkum tölfræðilegum samanburði sem Moretti kallar eftir í bókmenntafræðum. Kannski aðferðafræði hans séu alls ekki svo langsótt?

Björn Norðfjörð,
lektor í kvikmyndafræði

ES. Hvorki Félag íslenskra bókaútgefenda né Íslensk útgáfuskrá flokka skáldsögur í undirgreinar, en þekki lesendur til talninga sem byggðar eru á slíkri flokkun mættu þeir gjarnan upplýsa um slíkt hér að neðan. Forvitnilegt gæti líka verið að heyra af rannsóknum í anda Morettis á íslenskum bókmenntum.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1012

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

news-1012