Francesco Petrarca

Petrarca og tilurð húmanískra fræða

Um höfundinn

Gunnar Harðarson

Gunnar Harðarson er Prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild. Á sviði heimspekisögu hefur hann rannsakað sögu íslenskrar heimspeki, en á sviði listheimspeki hefur hann miðlað ýmsum þáttum úr fagurfræði og listheimspeki 20. aldar, auk rannsókna í sögu íslenskrar fagurfræði. Sjá nánar

Francesco Petrarca
Skáldið og fræðimaðurinn Francesco Petrarca

Það mun hafa verið Ágúst H. Bjarnason sem smíðaði orðið „hugvísindi“. Til þeirra vildi hann aðeins telja stærðfræði og rökfræði, því að þau vísindi mætti iðka með huganum einum. Fyrir öll önnur vísindi, sem byggðust á athugun raunheimsins, hvort heldur það væri náttúran eða sagnfræðilegar heimildir, vildi hann nota orðið „raunvísindi“. Þessi hugtakanotkun varð aldrei mjög útbreidd en hún sýnir að þegar kemur að vísindum og fræðum er fátt alveg sjálfgefið. Orðið „hugvísindi“ er raunar grunsamlega líkt þýska orðinu „Geistes­wissenschaften“ sem er hefðbundið heiti yfir það sem við köllum hugvísindi en er reyndar þýsk þýðing á enska hugtakinu „moral sciences“ sem John Stuart Mill notaði yfir þessar greinar. Á Norðurlandamálum er venjan að tala um „humaniora“ eða „de humanistiske videnskaber“ og enskumælandi þjóðir nota ýmist „liberal arts“, sem vísar til hinna frjálsu lista, eða „humanities“. En af hverju „humaniora“ eða „humanities“?

Á 14. öld spratt upp á Ítalíu hreyfing sem snerist um margt öndverð gegn þeim fræðum sem kennd voru í heimspekideildum háskólanna, sem sé aristótelískri skólaspeki. Þessi hreyfing hefur oft verið kölluð „fornmenntastefna“ á íslensku, en á erlendum málum gengur hún undir heitinu „húmanisminn“. Ástæðan er sú að fylgismenn hennar settu saman vel skilgreint kerfi námsgreina sem þeir töldu þess virði að leggja stund á og nefndist á latínu studia humanitatis, en af því var dregið hugtakið humanista sem var haft um þá sem lögðu stund á þessi fræði. Það var þó ekki fyrr en á 19. öld að þýskir sagnfræðingar bjuggu til hugtakið „húmanismi“ (humanismus), sem kemur líklega fyrst fyrir árið 1809.

Húmanistum hryllti við því sem þeir töldu vera afbökun misviturra háskólamanna á hugmyndum og máli fornra höfunda og vildu þess í stað komast að raunverulegri, upprunalegri hugsun þeirra, vildu sem sé komast að því hver ætlun höfundanna var með verkum sínum, hvað það var sem þeir höfðu sjálfir viljað sagt hafa, en ekki einhverjir aðrir sem síðar útlögðu verk þeirra. Leiðin til þess lá í gegnum þekkingu á tungumálinu, latínu (og síðar einnig grísku), lestur verkanna sjálfra og greiningu á málnotkun þeirra, stílbrögðum og rökfærslum. Húmanistar leituðu uppi handrit að fornum textum, báru þau saman og skráðu lesbrigðin og gátu jafnvel endurgert heilu bækurnar sem höfðu tvístrast í sundurlausa parta í ólíkum handritum. Upp úr þessari vinnu húmanistanna urðu til aðferðir og vinnubrögð textafræðinnar, fílólógíunnar, sem blómstraði á 19. öld í takt við sögulegu málfræðina.

Salutati
Ítalski húmanistinn Coluccio Salutati

Annað sem skapaði studia humanitatis, hinum húmanísku fræðum, sérstöðu var sú hugmynd að þessi fræði væru einkar vel til þess fallin að endurvekja hina klassísku menntunarhugsjón. Studia humanitatis voru í upphafi tiltölulega afmarkaður hópur greina og tók alls ekki til allra fræðigreina síns tíma. Húmanistar lögðu ekki stund á þekkingargreinar á borð við stærðfræði eða náttúruvísindi, og fæstir lögðu þeir stund á heimspeki, nema að takmörkuðu leyti og þá helst siðfræði eða stjórnspeki. Þeir lögðu ekki heldur stund á starfsmenntagreinar á borð við lögfræði, læknisfræði eða guðfræði. Greinarnar sem mynduðu studia humanitatis voru málfræði, mælskulist, skáldskaparlist, sagnfræði og siðfræði. Þetta var því þverfræðileg menntun. Stundum hefur verið sagt að studia humanitatis hafi verið hugsað sem andstæða við studia divinitatis, guðfræðina, en það mun þó varla nema hálfsannleikur. Aðalatriðið er að innihald og markmið studia humanitatis beindist hvorki að hagnýtri starfsmenntun né hreinni vísindalegri menntun, heldur var þroski einstaklingsins og hæfileiki hans til þátttöku í samfélaginu hið undirliggjandi markmið þessara fræða. Reyndar má segja að í spennunni milli þessara ólíku markmiða sé enn í dag fólginn höfuðágreiningurinn milli húmanískra fræða annars vegar og starfsmenntagreina og vísindagreina hins vegar.

Oft hefur verið haft fyrir satt að það hafi verið ítalski húmanistinn Coluccio Salutati sem notaði fyrstur hugtakið um studia humanitatis í bréfi árið 1369. Salutati var hins vegar lærisveinn samlanda síns, skáldsins og fræðimannsins Petrarca. Telja má líklegt að Petrarca hafi fengið bæði hugtakið humanitas og samsetninguna studia humanitatis frá Cicero, hið síðara úr vörn Ciceros fyrir Archías skáld, sem Petrarca uppgötvaði í Liège, á ferðalagi til Parísar og Niðurlanda árið 1333.

Í upphafi málsvarnar Archíasar notar Cicero hugtakið humanitas og gefur til kynna að allar listgreinar séu með einhverjum hætti skyldar (Pro Archia, 1-2). Hann byrjar á því að beita hugmyndinni um hæfileika, þekkingu og þjálfun, sem var undirstaða mælskumenntunar í fornöld. Síðan segir hann:

Og svo að enginn undrist nú það sem ég hef sagt, enda liggi hæfileikar [Archíasar] ekki í grein eða list ræðumennskunnar heldur á öðru sviði, þá höfum við ekki heldur alltaf helgað okkur þessari einu grein. Því að allar listir, sem að menntuninni lúta (quae ad humanitatem pertinent), bindast sín á milli sameiginlegum böndum og hafa, ef svo má segja, innbyrðis skyldleika til að bera.

Simone de Beauvoir
Skáldkonan Simone de Beauvoir

Hugtakið humanitas tekur til þess að gera manninn að manni, ekki ósvipað og orðin menning og menntir í íslensku. Samkvæmt því ber að rækta og þroska hæfileika sína til þess að nálgast ákveðna manngildishugsjón, eða eins og Erasmus sagði: Við fæðumst ekki menn, við verðum að manni (en þetta orðtak hefur orðið frægt í meðförum Simone de Beauvoir: Maður fæðist ekki kona, maður verður að konu). Það sem greinir mennina frá dýrunum er málið, en það sem greinir síðan siðmenntaða menn frá villimönnum er stíllinn og allt sem honum tengist. En Cicero bætir við nokkru síðar:

þar sem ég er hér að verja skjólstæðing sem er mikið skáld og hámenntaður maður frammi fyrir hópi menntuðustu og siðfáguðustu manna og hinum ágætasta dómara, þá treysti ég því að þér munið leyfa mér að ræða nokkuð um mannleg fræði og bókmenntir (de studiis humanitatis ac litterarum) …

Og það er einmitt þarna sem kemur fyrir samsetningin studia humanitatis sem Coluccio Salutati, Leonardo Bruni og aðrir húmanistar sem komu á eftir Petrarca tóku upp og varð brátt viðtekið fyrir það nám sem endurreisnarmenn og ýmsir síðari tíma menntafrömuðir töldu horfa til nokkurs þroska og gengur enn í dag undir heitinu húmanísk fræði.


Comments

One response to “Petrarca og tilurð húmanískra fræða”

  1. Ólafur Gíslason Avatar
    Ólafur Gíslason

    “Hugtakið humanitas tekur til þess að gera manninn að manni…” þessi setning hljómar svolítið eins og klifun nema við lítum á mannin sem möguleika en ekki gefna forsendu. Við erum ekki menn en getum orðið það, til dæmis í gegnum iðkun tiltekinna fræða…

    Ef við lítum á “húmanismann” í sögulegu samhengi sem hugmynd, þá held ég að hægt sé að sjá mikilvægan þátt hans í þessum orðum Francis Bacon:

    “Í kjölfar erfðasyndarinnar glataði maðurinn sakleysi sínu og valdi sínu yfir öllu sköpunarverkinu. En hvort tveggja má endurheimta í þessu lífi, að minnsta kosti að hluta til. Hið fyrra í gegnum trúarbrögðin og trúræknina, hið seinna með hjálp tækninnar og vísindanna. Sköpunarverkið varð manninum ekki andstætt í einu og öllu um alla framtíð í kjölfar hinnar guðdómlegu bannfæringar. Í samræmi við boðorðið: „þú skalt vinna fyrir brauði þínu í sveita þíns andlits“ (1. Mós. 3,19) og í gegnum margvíslegar þrautir (sem vissulega fela í sér annað en gagnslausar serimóníur og þulur galdranna) mun sköpunarverkið loks verða þvingað til að færa manninum brauðið og þannig að laga sig að þörfum mannsins.”

    (F.Bacon, Instauratio Magna. Pars secunda: Novum Organum (1620), hér tekið úr riti Umberto Galimberti), Ormi del sacro, Milano 2000, bls. 23)

    Semsagt: húmanisminn snérist um að endurheimta það vald yfir náttúrunni og umhverfinu, sem maðurinn hafði glatað með erfðasyndinni.
    Húmanisminn var uppreisn gegn þeirri skólaspeki sem setti hugmyndaheim miðaldamannsins undir yfirvald kirkjunnar (og hugmyndina um náttúrulögmálin sem birtingarmyndina á vilja Guðs)- maðurinn hafði möguleika á að endurheimta stöðu sína sem frjáls og ábyrgur gerandi í sögunni þar sem markmiðið var að endurheimta það vald yfir náttúrunni sem Guð hafði gefið honum í árdaga en síðan svipt hann í kjölfar syndafallsins. Bacon reynir að sveipa þekkingarleit mannsins guðfræðilegri réttlætingu á þeirri forsendu að með því að bæta fyrir syndina og iðka vísindin geti hann náð valdi á náttúrunni og herradómi yfir henni og þar með orðið sá staðgengill þess guðdómlega vilja sem skólaspekinn segir að stjórni lögmálum náttúrunnar. Í stað þess að jörðin væri “ill” og jarðlífið “táradalur”, þá átti maðurinn í gegnum iðkun vísindanna að ná því marki “að þvinga sköpunarverkið til að laga sig að þörfum mannsins”.
    Þarfir mannsins verða miðlægar með húmanismanum, ekki þarfir Guðs eða sköpunarverksins. Í stað þess að lúta vilja Guðs átti náttúran að lúta vilja mannsins í gegnum vísindin og tæknina.

    Kjarnorkuverin í Japan eru angi af þessari viðleitni mannsins að “þvinga náttúruna til að aðlaga sig að þörfum mannsins.” Þau eru þannig séð ávöxtur húmanismans. En atburðarásin sýnir að hugmyndin er brothætt.

    Snýst þetta hugtak ekki um vald frekar en mennsku?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-1012

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-1012