Hugvísindaþing hefst föstudaginn 25. mars og stendur fram á laugardag. Á þessu þingi verður þemaþing með málstofum. Málstofur mynda heild og geta ýmist verið með 3, 6 eða 9 fyrirlestrum. Þátttakendur eru fastir starfsmenn, doktorsnemar, nýdoktorar og aðrir gestafræðimenn á vegum stofnana á sviðinu.
Fluttir verða um 170 fyrirlestrar í yfir 30 málstofum. Fjallað verður um:
- bókmenntir – íslenskar sem erlendar, fornar sem nýjar,
- þýðingar,
- leikhús,
- menningarfræði,
- bragfræði,
- málfræði,
- máltækni,
- táknmál,
- tungumálakennslu,
- hugræn fræði,
- guðfræði,
- kirkju,
- heimspeki,
- handrit,
- sagnfræði,
- fornleifafræði,
- ferðaþjónustu,
- góðæri,
- kreppu og
- umhverfismál.
Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Allar málstofur utan ein eru haldnar í Aðalbyggingu. Málstofan What China Thinks verður haldin í Háskólatorgi, stofu 101, þann 26. mars.
Nánari upplýsingar má finna á vef Hugvísindastofnunar.
Leave a Reply