Um höfundinn
Steinunn J. Kristjánsdóttir

Steinunn J. Kristjánsdóttir

Steinunn J Kristjánsdóttir er prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild. Kennslusvið hennar liggur innan miðaldafræða og kynjafornleifafræði, Helstu rannsóknasvið hennar eru félagsleg fornleifafræði, miðaldafornleifafræði, trúarbragðarsaga, klaustur og klausturstarfsemi. Sjá nánar

Ballid a Bessastöðum[container] Nú til dags vita allir hvaða dýrategund verið er að tala um þegar landnámshænan er nefnd á nafn, því hún skýtur æ oftar upp kollinum í hvers konar samhengi í íslensku samfélagi. Jú, þetta er afkomandi hænunnar sem nam land á Íslandi endur fyrir löngu. Hún er víst brún á lit og sker sig þannig frá öðrum hænum sem flestar eru jú hvítar.

Ég heyrði það nýlega að landnámshænunni brygði fyrir í nýuppsettu leikriti Þjóðleikhússins Ballin u á Bessastöðum, sem nefnt er eftir samnefndri bók. Þetta er sagt vera sprellfjörugt barnaleikrit um forseta, prinsessu, draug og landnámshænu. Ekki veit ég hvaða hlutverki hænan gegnir þarna, því ég hef hvorki séð verkið né lesið bókina eftir bókmenntaverðlaunahöfundinn nýbakaða.

Landnámshæna
Mynd tekin af heimasíðu Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna

Já, og auðvitað er landnámshænan komin á Facebook. Hún 620 vini þegar þetta er skrifað. Það hefur meira að segja verið stofnað félag um landnámshænuna. Markmið félagsins, sem heitir Íslenska landnámshænan, er að halda landnámshænsnastofninum hreinum, heilbrigðum og litfögrum, eins og segir á heimasíðu félagsins. Einnig segir þar að stuðla eigi að fræðslu fyrir eigendur og ræktendur og að afla hænunni vinsælda meðal landsmanna. Sérstakar sýningar eru jafnframt fyrirhugaðar. Loks hefur verið veittur styrkur til hennar sérstaklega. Nýta á hann til þessara markmiða félagsins, auk þess sem skoða á erfðamengi hænunnar.

Landnámshænan er komin til að vera. Hún flutti ekki til einnar nætur á sínum tíma og lifir góðu lífi á Íslandi. Hún er auk þess að því er virðist hærra sett en aðrar hænur landsins sem eru hvítar og hafa einkum aðsetur á kjúklingabúum landsins. Hún er jú á facebook og með styrk úr Þjóðhátíðarsjóði.

Sauðlaukar
Sauðlaukar

Ég rækta einmitt landnámskartöflur í matjurtagarðinum mínum í Skammadal. Ég kalla þær Sauðlauk svona í daglegu tali vegna þess að þær numu land á sínum tíma í Sauðlauksdal í gamla Rauðasandshreppi . Það var nú samt ekki fyrr en á 18. öld en landnám var það, þó það hafi verið löngu á eftir landnámi hænunnar. Landnámskartaflan mín er rauð að lit og til í mjög mörgum afbrigðum. Útsæði hennar hefur líka gengið manna í milli fyrir vestan í tvær aldir.

Spurningin er samt hversu lengi hægt er að kalla hænur, kartöflur eða eitthvað annað sem nam hér land forðum þessu nafni, landnáms-eitthvað. Kannski er þetta bara skilgreiningaratriði sem skoða þarf með jákvæðu hugarfari. Því ef brúnu hænurnar geta verið skilgreindar sem landnámshænur, þá er ég landnámsmaður.

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *