Stjórnlagaþing

Ég mótmæli! Ég var rændur atkvæði mínu

[container]

Um höfundinn
Gauti Kristmannsson

Gauti Kristmannsson

Gauti Kristmannsson er prófessor í þýðingafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hans eru almenn þýðingafræði, enskar og þýskar bókmenntir, upplýsingin í Evrópu, þýðingasaga, málstefna á Íslandi og annars staðar og íslenskar samtímabókmenntir. Sjá nánar

 Ég kaus til stjórnlagaþings. Mér fannst og finnst það mikilvægt. Mér fannst kjörið ekki flókið, en mér fannst lélegt að heyra úrtölumenn segja það óþarft eftir mestu straumhvörf sem orðið hafa á síðari tímum hér á landi. Það kom í ljós við hrunið að margt hafði verið í ólagi hér á landi, ekki síst í stjórn landsins þar sem flokkar og einstaklingar í þeirra umboði höfðu tekið sér nánast einræðisvald í sumum málum þjóðarinnar, att henni út í stuðning við stríðsrekstur að henni forspurðri svo eitt alvarlegasta dæmið sé nefnt.

Það var því rökrétt að efna til stjórnlagaþings þar sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar gætu ráðið ráðum sínum um grundvöll ríkisins til næstu áratuga. Alþingi hafði brugðist því hlutverki í poti sérhagsmuna og flokkadrátta og engan höfum við stjórnlagadómstólinn sem hefði kannski verið önnur leið til að setja undir þann leka að stjórnarskráin var orðin marklítið plagg. Besta dæmið um það voru hinar sófísku umræður um hvort forseti lýðveldisins hefði málskotsrétt þegar hann vísaði hinum svokölluðu fjölmiðlalögum til þjóðarinnar á sínum tíma. Þeir, sem þá fullyrtu að hann hefði ekki þann rétt vegna þess að tvær greinar stjórnarskrárinnar stönguðust á og komu síðan í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, skiptu síðan um skoðun þegar forsetinn hafnaði Icesave. Stjórnarskrá fyrir hentistefnumenn er ekki gott plagg og það er líka kominn tími til að þjóðin endurnýi stjórnarfarslegan grundvöll sinn á nýrri öld og nýjum tímum.

Leiðin sem valin var til að kjósa fulltrúa á stjórnlagaþing var í sjálfri sér alveg ágæt, enda ekki um að ræða mál fyrir sérhagsmunahópa þá sem stjórnmálaflokkarnir hefðbundnu fylkja sér um. Verkefnið var og verður vonandi að sammælast um grundvallarlög lýðveldisins og það verður að segjast að samræður kjörinna stjórnlagaþingmanna fyrir setningu þingsins lofuðu bara nokkuð góðu, það var eins og þeir sem tjáðu sig skynjuðu mikilvægi hlutverks síns og, gagnstætt því sem gerist stundum á hinu háa Alþingi, hygðust sinna því í þágu þjóðarinnar allrar og engra annarra.

En núna hefur Hæstiréttur hins vegar úrskurðað kosninguna ógilda á grundvelli kæru þriggja aðila, tveggja frambjóðenda og eins almenns kjósanda. Og vissulega eru ágallarnir á framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings ámælisverðir. En réttlæta þeir að svipta kjósendur atkvæðisrétti sínum þegar enginn hefur sýnt fram á að rangt hafi verið við haft? Hvers konar meðalhóf er það eiginlega? Hafa hagsmunir heildarinnar ekki verið fyrir borð bornir í þessu máli?

Rökin um að kosningin hafi ekki verið nægilega leynileg standast heldur ekki skoðun; hver hefði átt að geta lesið úr númeraröðum kjósenda úr fjarlægð hvern þeir væru að kjósa? Og hvernig hefðu þeir átt að hafa áhrif á úrslit kosninganna yfirleitt? Þær tugþúsundir manna sem fóru að kjósa hljóta að eiga sinn rétt, ekkert síður en einn úr þeirra röðum og tveir frambjóðendur sem ekki hlutu kosningu. Með því að elta bókstafinn út fyrir staðreyndir málsins hefur úrskurður Hæstaréttar ekki aðeins bent á ágalla við framkvæmd kosninga þar sem enginn hefur talið að rangt væri við haft, heldur einnig svipt tugþúsundir kjósenda atkvæðisrétti sínum. Það er óþolandi í lýðræðisríki að heiðarlegar kosningar borgaranna séu ógiltar vegna formgalla.

 [/container]


Comments

4 responses to “Ég mótmæli! Ég var rændur atkvæði mínu”

  1. lydurarnason Avatar
    lydurarnason

    Sæll, Gauti.
    Undanfarna daga hef ég setið fundi með ógildum stjórnlagaþingmönnum og fleirum. Einnig fylgst með gangi mála í blöðum og neti. Flestir telja úrskurð hæstaréttar illa ígrundaðan og eins og þú nefnir andstæðan almannahag. Færð hafa verið góð rök gegn þeim kæruatriðum sem hæstiréttur sagði mestu ágallana. Hægt er að áfrýja úrskurði hæstaréttar til héraðsdóms og yrði umsögn þar í mótsögn við hæstarétt fer málið aftur þangað en hæstiréttur yrði ruddur og nýjir dómendur færu yfir málið. Þessi leið er við fyrstu sýn kannski ekki fýsileg en hún er að sögn lögfróðra fær. Hæpnar forsendurfyrir ógildingu stjórnlagaþingskosninganna eru þó veganesti og auðvitað sögulegt ef úrskurðinum yrði hnekkt, ekki bara réttarfarslega heldur einnig sem sterk vísbending þess sem margir halda fram að hæstiréttur sé litaður af ákveðnum pólitískum öflum. Sem óánægður kjósandi, Gauti, bendi ég þér á þessa leið.
    Kveðja, Lýður Árnason.

  2. Gauti Kristmannsson Avatar
    Gauti Kristmannsson

    Sæll, Lýður, þakka athugasemdina, ég vissi þetta ekki og mun áreiðanlega skoða þetta.

    Bestu kveðjur, Gauti

  3. Páll Jónsson Avatar
    Páll Jónsson

    Mér finnst hæstiréttur hér hafa rænt okkur lýðræðinu.

    Þessvegna vil ég að fljótt fari fram kosningar um það hvort niðurstöður stjórnlagaþingskosninganna skuli standa óbreyttar, eða hvort þær verði endurteknar í heild sinni.

    Einfaldasta og besta lausnin: Já, niðurstaða kosninganna stendur. Nei, kosningaferlið þarf að endurtaka í heild sinni.

    Ég þykist viss um að Já muni sigra Nei, og svo áfram veginn. Þörf verk að vinna.

  4. Þórhildur Þorleifsdóttir Avatar
    Þórhildur Þorleifsdóttir

    Þakka þér góða grein Gauti. Ég vil halda því sama fram og þú. Gjörð Hæstaréttar er í hæsta máta ólýðræðisleg því hún gengur gegn vilja þjóðarinnar, eins og hann birtist í kosningunni. Þar hafði enginn rangt við, hvorki frambjóðendur eða kjósendur. Lýðræðinu verður best fram fylgt með því að finna leið framhjá Hæstarétti og þar með tryggja að atkvæði þeirra sem nýttu sér kosningaréttinn, þennan helga rétt, séu ekki ógild.

    Ef lagður er steinn í götu er ekki alltaf rétta leiðin að settu marki að reyna að fjarlægja steininn eða klöngrast yfir hann. Stundum er affarasælla og auðveldara að finna nýja leið.

news-1012

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

mahjong ways 2

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

12001

12002

12003

12004

12005

12006

12007

12008

12009

12010

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

11010

11011

11012

11013

11014

11015

11016

11017

11018

11019

12011

12012

12013

12014

12015

12016

12017

12018

12019

12020

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

11020

11021

11022

11023

11024

11025

11026

11027

11028

11029

11030

11031

11032

11033

11034

12021

12022

12023

12024

12025

12026

12027

12028

12029

12030

12031

12032

12033

12034

12035

9041

9042

9043

9044

9045

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

11035

11036

11037

11038

11039

11040

11041

11042

11043

11044

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

11045

11046

11047

11048

11049

11050

11051

11052

11053

11054

11055

11056

11057

11058

11059

12036

12037

12038

12039

12040

12041

12042

12043

12044

12045

12046

12047

12048

12049

12050

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

11060

11061

11062

11063

11064

11065

11066

11067

11068

11069

11070

11071

11072

11073

11074

12051

12052

12053

12054

12055

12056

12057

12058

12059

12060

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

11000

11001

11002

11003

11004

11005

11006

11007

11008

11009

news-1012