Um_ritid2Ritið – tímarit Hugvísindastofnunar kom fyrst út árið 2001 og er gefið út þrisvar á ári. Hvert eintak er jafnan tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Ritið birtir einnig aðsendar greinar utan þema á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur. Þá er þar að finna þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda.

Upplýsingar um Rit síðustu ára má sjá hér fyrir neðan. Auk þess eru öll tölublöð Ritsins sem eru fimm ára og eldri nú aðgengileg á vefnum timarit.is.

Umfjöllun um Ritið á Hugrás


Síðustu rit

Kallað eftir greinum

Ritið kemur út þrisvar á ári og er hvert hefti tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Einnig eru birtar greinar á öllum sviðum hugvísinda, þýðingar, umræðugreinar og ritdómar. Höfundar skulu ganga frá greinum í samræmi við leiðbeiningar Ritsins.

Efni Ritsins afmarkast ekki við þema hverju sinni. Því er einnig kallað eftir greinum um önnur efni. Ritið birtir jafnframt greinar um bækur, umræðugreinar, þýðingar á erlendum greinum og myndaþætti. Allar greinar, nema ritdómar og umræðugreinar, eru ritrýndar.

Allt efni í Ritinu er birt á íslensku en því fylgir útdráttur og listi yfir lykilorð bæði á íslensku og ensku. Handrit að greinum sem óskað er að verði birtar í Ritinu skulu send á ritid@hi.is

Ritið:3/2018

Ritið:3/2018 verður tileinkað þemanu kynbundið ofbeldi. Sjónum verður beint að kynbundnu ofbeldi á ýmsum sviðum, hvort sem er í bókmenntum og listum fyrr eða síðar eða samfélaginu sjálfu. Gestaritstjórar verða Bergljót Kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir. Skilafrestur greina er 1. apríl 2018.

Senda inn grein

Ritið:2/2018

Ritið:2/2018 verður tileinkað þemanu undur og ógnir borgarsamfélagsins. Þar verða skoðaðar birtingarmyndir borgarinnar, ekki síst í bókmenntum, – allt frá miðöldum til okkar daga – og spurt hvers vegna borgin varð til, hvernig skipulagsgerð hennar skapaði tiltekin rými, hvaða félagslegt athæfi á við – eða á ekki við – hvar og hvernig samastað maðurinn hefur valið að búa sér á mismunandi tímum. Gestaritstjóri er Hólmfríður Garðarsdóttir. Skilafrestur greina er 1. febrúar 2018.

Senda inn grein

Ritið:1/2018

Ritið:1/2018 verður tileinkað þemanu bókmenntir og lög. Gestaritstjórar verða Lára Magnúsardóttir og Jón Karl Helgason. Skilafrestur er útrunninn.
Nánari upplýsingar

Senda inn grein

Ritið:3/2017

Ritið:3/2017 verður tileinkað Rússnesku byltingunni. Gestaritstjóri verður Jón Ólafsson. Skilafrestur er útrunninn.
Nánari upplýsingar

Senda inn grein

Ritið:2/2017

Ritið:2/2017 verður tileinkað hinsegin rannsóknum. Gestaritstjóri verður Ásta Kristín Benediktsdóttir.
Skilafrestur er útrunninn.
Nánari upplýsingar

Senda inn grein

Almennt greinakall

Ritið birtir einnig greinar utan þema. Næstu skilafrestir er 1. febrúar fyrir hefti 2/2018 og 1. apríl 2018 fyrir hefti 3/2018.

Senda inn grein

Frágangur greina

Höfundar skulu ganga frá greinum í samræmi við leiðbeiningar Ritsins.

Leiðbeiningar ritsins

Ritið: Tímarit
Hugvísindastofnunar

Margrét Guðmundsdóttir
Sími:525 4462 – Senda póst

Gerast áskrifandi

Smelltu hér og sendu okkur póst til að gerast áskrifandi að Ritinu. Þá færðu það sent heim þrisvar á ári.

Senda póst