Um_ritid2Ritið – tímarit Hugvísindastofnunar kom fyrst út árið 2001 og er gefið út þrisvar á ári. Hvert eintak er jafnan tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Ritið birtir einnig aðsendar greinar utan þema á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur. Þá er þar að finna þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda.

Ritið er í rafrænni útgáfu og opnum aðgangi. Frá upphafi hefur stefnan með útgáfu Ritsins verið að gefa fólki kost á að lesa öflugt og vandað fræðirit. Með rafrænni útgáfu mætir Ritið að auki stefnu Háskóla Íslands um opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum.

Upplýsingar um Rit síðustu ára má sjá hér fyrir neðan. Auk þess eru öll tölublöð Ritsins sem eru fimm ára og eldri nú aðgengileg á vefnum timarit.is.

Umfjöllun um Ritið á Hugrás


Síðustu rit

Kallað eftir greinum

Ritið kemur út þrisvar á ári og er hvert hefti tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Einnig eru birtar greinar á öllum sviðum hugvísinda, þýðingar, umræðugreinar og ritdómar. Höfundar skulu ganga frá greinum í samræmi við leiðbeiningar Ritsins.

Efni Ritsins afmarkast ekki við þema hverju sinni. Því er einnig kallað eftir greinum um önnur efni. Ritið birtir jafnframt greinar um bækur, umræðugreinar, þýðingar á erlendum greinum og myndaþætti. Allar greinar, nema ritdómar og umræðugreinar, eru ritrýndar.

Allt efni í Ritinu er birt á íslensku en því fylgir útdráttur og listi yfir lykilorð bæði á íslensku og ensku. Handrit að greinum sem óskað er að verði birtar í Ritinu skulu send á ritid@hi.is

Ritið:1/2021

Þema fyrsta heftis ársins 2021 verður „Arfleifð Freuds“ en nú í ár eru 80 ár síðan Sigmund Freud lést í London og 120 ár síðan Draumaráðningar Freuds komu fyrst út á prenti. Kenningar Freuds um eðli dulvitundarinnar og aðferðir til að greina og túlka dulræn öfl og hvatir lögðu grunninn að umfangsmiklu og margháttuðu kenningakerfi; sálgreiningu. Kallað er eftir greinum þar sem leitast er við að skýra, gagnrýna eða vinna með skapandi hætti úr arfleifð Freuds og varpa ljósi á sjónarhorn sálgreiningar á fyrirbæri á borð við kyngervi, tungumál, samfélag, stjórnmál, sjálfið, heimspeki, bókmenntir, hönnun og listir.
Gestaritstjórar verða Steinar Örn Atlason og Marteinn Sindri Jónsson. Skilafrestur greina er til 1. júlí 2020.

Senda inn grein

Ritið:3/2020

Þema þriðja heftis Ritsins 2020 verður helgað birtingarmyndum syndarinnar í trúarbrögðum, guðfræði, heimspeki, sálarlífi, bókmenntum, tungumáli og listum.
Syndin á sér djúpar rætur í kristinni hugsun og barst inn í heiðinn hugarheim Íslendinga með kristni. Heilagur Ágústínus lagði drög að þeirri túlkun sögunnar um Adam og Evu í aldingarðinum sem gerir alla kristna menn synduga frá fæðingu og syndin hefur verið viðfangsefni fjölmargra guðfræðinga, listamanna, skálda o.fl. um aldir. Enn eru ævisöguleg skrif Ágústínusar og þroskasaga um baráttuna við holdið og hið illa innblástur margra bókmennta- og fræðirita. En hver er staður syndarinnar í dag? Hvernig tengist hún afstöðu okkar til náttúrunnar? Er hugtakið kannski úrelt í vestrænu samtímasamfélagi eða hefur það aðlagast breyttum tímum og tekið á sig nýjar myndir?
Kallað er eftir greinum sem hverfast um þetta viðfangsefni á einn eða annan hátt, t.d. út frá samtímanum, fyrri öldum, einstökum verkum eða málefnum. Gestaritstjóri verður Ásdís R. Magnúsdóttir. Skilafrestur greina er til 1. apríl 2020.

Senda inn grein

Ritið:2/2020

Þema Ritsins 2/2020 verður helgað nýjum rannsóknum á verkum Þórbergs Þórðarsonar. Áhersla sérheftisins verður á greinar sem beina sjónum að tengslunum á milli verka Þórbergs og ólíkra strauma á vettvangi nútímadulspeki, einkum guðspeki, yoga og spíritisma. Lítið hefur farið fyrir rannsóknum á þessum þætti höfundarverksins, þótt leiða megi að því rök að það verði ekki skilið til hlítar nema horft sé til mótunarþáttar dulspekinnar. Fræðimenn eru einnig hvattir til að senda inn greinar sem snúa að öðrum þáttum í verkum Þórbergs og alþjóðlegu hugmynda- og menningarsamhengi þeirra.

Gestaritstjórar verða Benedikt Hjartarson og Bergljót S. Kristjánsdóttir. Skilafrestur greina er til  1. febrúar 2020.

Senda inn grein

Ritið:1/2020

Þema fyrsta heftis ársins 2020 verður náttúruhvörf: Samband manna, dýra, náttúru og efnismenningar. Á undanförnum árum hafa farið vaxandi þverfaglegar áherslur er varða margslungið samband manna og dýra við efnisheim og umhverfi. Þessar áherslur tengjast kenningarlegum straumum um mannöld, post-humanisma og ný – efnisleika (e. new-materialism). Kallað er eftir efni af margvíslegu tagi er viðkemur til dæmis atbeini (e. agency) og áhrifavaldi náttúru og efnis í margvíslegu samhengi, fortíðar og samtíðar. Greinar er varða birtingarmyndir dýra í efnismenningu og/eða sjónrænni menningu, tengsl dýra við ákveðin svæði eða menningarhópa eða annars konar tengslanet manna og dýra koma einnig vel til álita. Gestaritstjórar verða Katla Kjartansdóttir og Kristinn Schram. Skilafrestur er útrunninn.

Senda inn grein

Ritið:3/2019

Þema Ritsins 3/2019 er umhverfishugvísindi og samtími. Hugvísindin hafa síðasta áratuginn í auknum mæli beint sjónum sínum að málefnum er varða umhverfi og náttúru, og þannig skapað þverfaglegt samtal við önnur fræðasvið sem hafa umhverfismálin á dagskrá. Í þemaheftinu verður áhersla lögð annarsvegar á málefni er varða miðhálendið og hins vegar á áhrif hugvísindanna á málefni er varða stjórnsýslu og ákvarðanatöku í umhverfismálum. Gestaritstjórar verða Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Þorvarður Árnason. Skilafrestur greina er útrunninn.

Senda inn grein

Almennt greinakall

Ritið birtir einnig greinar utan þema. Næsti skilafrestur eru 1. febrúar 2020.

Senda inn grein

Frágangur greina

Höfundar skulu ganga frá greinum í samræmi við leiðbeiningar Ritsins.

Leiðbeiningar ritsins

Ritið: Tímarit
Hugvísindastofnunar

Margrét Guðmundsdóttir
Sími:525 4462 – Senda póst