Um_ritid2Ritið – tímarit Hugvísindastofnunar kom fyrst út árið 2001 og er gefið út þrisvar á ári. Hvert eintak er jafnan tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Ritið birtir einnig aðsendar greinar utan þema á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur. Þá er þar að finna þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda.

Ritið er í rafrænni útgáfu og opnum aðgangi. Frá upphafi hefur stefnan með útgáfu Ritsins verið að gefa fólki kost á að lesa öflugt og vandað fræðirit. Með rafrænni útgáfu mætir Ritið að auki stefnu Háskóla Íslands um opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum.

Upplýsingar um Rit síðustu ára má sjá hér fyrir neðan. Auk þess eru öll tölublöð Ritsins sem eru fimm ára og eldri nú aðgengileg á vefnum timarit.is.

Umfjöllun um Ritið á Hugrás


Síðustu rit

Kallað eftir greinum

Ritið kemur út þrisvar á ári og er hvert hefti tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Einnig eru birtar greinar á öllum sviðum hugvísinda, þýðingar, umræðugreinar og ritdómar. Höfundar skulu ganga frá greinum í samræmi við leiðbeiningar Ritsins.

Efni Ritsins afmarkast ekki við þema hverju sinni. Því er einnig kallað eftir greinum um önnur efni. Ritið birtir jafnframt greinar um bækur, umræðugreinar, þýðingar á erlendum greinum og myndaþætti. Allar greinar, nema ritdómar og umræðugreinar, eru ritrýndar.

Allt efni í Ritinu er birt á íslensku en því fylgir útdráttur og listi yfir lykilorð bæði á íslensku og ensku. Handrit að greinum sem óskað er að verði birtar í Ritinu skulu send á ritid@hi.is

Ritið:1/2020

Þema fyrsta heftis ársins 2020 verður náttúruhvörf: Samband manna, dýra, náttúru og efnismenningar. Á undanförnum árum hafa farið vaxandi þverfaglegar áherslur er varða margslungið samband manna og dýra við efnisheim og umhverfi. Þessar áherslur tengjast kenningarlegum straumum um mannöld, post-humanisma og ný – efnisleika (e. new-materialism). Kallað er eftir efni af margvíslegu tagi er viðkemur til dæmis atbeini (e. agency) og áhrifavaldi náttúru og efnis í margvíslegu samhengi, fortíðar og samtíðar. Greinar er varða birtingarmyndir dýra í efnismenningu og/eða sjónrænni menningu, tengsl dýra við ákveðin svæði eða menningarhópa eða annars konar tengslanet manna og dýra koma einnig vel til álita. Gestaritstjórar verða Katla Kjartansdóttir og Kristinn Schram. Skilafrestur greina er til 1. september 2019.

Senda inn grein

Ritið:3/2019

Þema Ritsins 3/2019 er umhverfishugvísindi og samtími. Hugvísindin hafa síðasta áratuginn í auknum mæli beint sjónum sínum að málefnum er varða umhverfi og náttúru, og þannig skapað þverfaglegt samtal við önnur fræðasvið sem hafa umhverfismálin á dagskrá. Í þemaheftinu verður áhersla lögð annarsvegar á málefni er varða miðhálendið og hins vegar á áhrif hugvísindanna á málefni er varða stjórnsýslu og ákvarðanatöku í umhverfismálum. Gestaritstjórar verða Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Þorvarður Árnason. Skilafrestur greina er 1. apríl 2019.

Senda inn grein

Ritið:2/2019

Ritið 2/2019 verður tileinkað þemanu „Íslenskar kvikmyndir“, en íslensk kvikmyndagerð stendur í blóma nú um mundir, fjörutíu árum eftir „kvikmyndavorið“ svokallaða. Bent hefur verið á að í fyrsta sinn sé hægt að ræða um „hefð“ í samhengi við íslenskar kvikmyndir og sama á við um „nýbylgjur“ ungra leikstjóra og kvikmyndagerðarmanna. Í heftinu verður fjallað um svið íslenskra kvikmynda í víðum skilningi, sögu þeirra og samhengi. Gestaritstjóri verður Björn Þór Vilhjálmsson. Skilafrestur greina er til 1. febrúar 2019.

Senda inn grein

Ritið:1/2019

Vegna mikils áhuga verður sjónum áfram beint að kynbundnu ofbeldi í fyrsta hefti Ritsins árið 2019, kynbundnu ofbeldi á ýmsum sviðum, hvort sem er í bókmenntum og listum fyrr eða síðar eða samfélaginu sjálfu. Gestaritstjórar verða Bergljót Kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir. Skilafrestur greina er útrunninn.

Senda inn grein

Ritið:3/2018

Ritið:3/2018 verður tileinkað þemanu kynbundið ofbeldi. Sjónum verður beint að kynbundnu ofbeldi á ýmsum sviðum, hvort sem er í bókmenntum og listum fyrr eða síðar eða samfélaginu sjálfu. Gestaritstjórar verða Bergljót Kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir. Skilafrestur er útrunninn.

Senda inn grein

Almennt greinakall

Ritið birtir einnig greinar utan þema. Næstu skilafrestir er 1. febrúar fyrir hefti 2/2019 og 1. apríl 2019 fyrir hefti 3/2019.

Senda inn grein

Frágangur greina

Höfundar skulu ganga frá greinum í samræmi við leiðbeiningar Ritsins.

Leiðbeiningar ritsins

Ritið: Tímarit
Hugvísindastofnunar

Margrét Guðmundsdóttir
Sími:525 4462 – Senda póst